Vísir - 07.04.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 7. apríl 1960
VlSIl
fartj
i^urcLed:
[ AIILLI
TVECGJA
★ Á5TAR5AGA
ELDA
24.
Það gladdi Madeline morguninn eftir að komast að raun um að
annaðhvort hafði frú Sanders skipt skoðun eða hún hafði afráðið
að láta sem hún væri ekki andvíg þessu. Það var hún, sem fór að
tala um ferðalagið að fyrra bragði.
— Eg vona að þú hafir gaman af þessu, sagði hún. — Það er
sjálfsagt rétt sem Morton segir, að þú eigir þetta inni hjá okkur,
eftir að við spilltum alveg sjóferðinni þinni.
— Góða frú Sanders, þið spilltuð henni alls ekki, sagði Madeline
— Eg er viss um að þú skemmtir þér vel hjá honum frænda
mínum, sagði frú Sanders hlýlega. — Hann er einn af efna-
mönnunum í fjölskyldunni og á yndislegan bústað við Lac Merc-
ier. Venjulega er margt skemmtilegt fólk gestkomandi þar um
helgar. Eg vildi óska að eg gæti komið þangað sjálf, andvarpaði
hún. — Er það núna um helgina sem þú ætlar að fara?
— Já Morton ætlar að aka mér upp eftir síðdegis á'morgun.
Þetta var í fyrsta skipti sem hún hafði nefnt hann skírnar-
nafni svo frú Sanders heyrði og hún tók eftir að svipurinn á
henni varð kaldur og þóttalegur.
Þetta var skissa, hugsaði hún með sér. Eg verð að fara varlegar.
• Æ, þetta er svo erfitt. En það borgar sig samt, ef eg get öðlast
vináttu Mortons án þess að móður hans verði hatursmaður minn.
Hún var sérlega hæversk við frú Sanders allan daginn og morg-
nninn eftir, og henni fannst hún vel aö því komin, er frú Sanders
kallaði hana inn til sín áður en hún fór af verði á föstudag, og
sagði:
— Réttu mér skrínið mitt. Eg ætlaði að spyrja þig hvort þú
vildir gera dálítið fyrir mig.
Madeline sótti skrínið og beið meðan frú Sanders opnaði það.
3 efra hólfinu voru óverðmætari hlutirnir, aðallega hálf-eðal-
steinar en þó fallegir og smekklegir. Þar tók frú Sanders vængja-
myndaða brjóstnælu, með tópasteinum og perlum.
— Eg vil að þú eigir þessa og notir hana.
— Þér ættuð ekki að gefa mér svona dýran hlut. Það er engin
ástæða til þess. Eg hef fengið allt borgað, sem eg hef gert fyrir
yður. Þér ættuð ekki.... þetta er allt of mikið.
Hún fór hjá sér og blygðaðist sín fyrir að þiggja svona mikinn
vináttuvott af frú Sanders, sem hún bar engan vinarhug til og
iginlega var i nöp við.
En frú Sanders hélt fram nælunni og brosti eins fallega og
hún gat. — Það gleður mig ef þú þiggur hana, og þá finnst mér
þú vera fús til að gleyma — kalanum, sem hefur verið milli okkar.
Madeline tók við nælunni. — Þetta er ákaflega fallega gert af
yður, frú Sanders. Mér finnst hún óumræðilega falleg, og vitan-
lega nota eg hana — með mestu ánægju, ef yður finnst það
vottur þess að við séiun vinir. En þess ætti ekki að þurfa, því
að eg fullvissa yður um, að eg á engar óþægilegar endurminningar
í sambandi við yður.
— Ekki það? Mér þykir vænt um að heyra það, og líka vænt
um að þú ætlar að nota næluna í ferðinni. Og nú langar mig til
að spyrja þig hvort þú viljir ekki færa henni frænku minni gjöf
frá mér, henni Anne. Eiginlega er hún ekki frænka mín, hún er
fjarskyld mér, en kallar mig alltaf frænku. Hún er dóttir Judy
og Donalds Elliotts, hjónanna sem þú ætlar að heimsækja.
Meðan hún var að segja þetta hafði hún lyft efra hólfinu úr
skríninu og horfði nú á dýrari skartgripina á svarta flauelinu i
botninum.
— Eg held að eg gefi henni þetta, sagði hún og tók upp arm-
bandið, sem Madeline hafði dáðst mest að nokkrum dögum áður.
Já — þetta skal Anne fá. Hún verður nítjan ára í þessum mán-
uði. Hún fær það í afmælisgjöf.
Madeline steinþagði um stund, hana langaði mest til að ’pcjíS _ ^ s ltoiiaisi!i5::agi«eiilaiin>iWlliiiii ít
nælunni í hana. Nú skildi hún hvers vegna frú Sanders hafði
undirbúið þennan leik. Seinast hafði hún sagt að sú sem giftist
Morton ætti að fá armbandið. Hún hafði gefið Madeline laglega
KVÖIDVÖKUNNI
Ungt, reitt skáld hafði verið
að lesa nýustu og reiðustu kvæði
en ekki dýra gjöf_ til þess að sýna henni_ að hún kæmi ekki til sín fyrir hóp af konum sem
mála. Og nú vildi hún láta Madeline færa annari stúlku hina
táknrænu gjöf.
— Haldið þér, að það væri ekki réttara að Morton tæki við
armbandinu? sagði Madeline kuldalega. Mér er illa við að hafa
jafn dýrmætan hlut í mínum vörzlum.
— Nei, ef Morton afhenti það, sagði frú Sanders og brosti og
hristi höfuðið, — væri það of auðsætt hvað bak við fælist. Mig
langar til að Anne eignist þetta, og nú er ágætt, tækifæri til að
koma þvi til hennar. Eg vona að þú gerir þetta fyrir mig.
— Mér finnst þetta — hálf undarleg aðferð. Væri ekki betra
að þér senduð það í ábyrgð — og bréf með?
— Nei, segja bara að það sé frá mér, með kærri kveðju. Þér
er vonandi ekki illa við að ,gera þetta fyrir mig? Augun í frú
Sanders voru stór og spyrjandi.
dáðu hann. Og þégar rætt var
saman eftir á spurði ein af hin-
um hrifnu ungmeyjum:
— Segið mér, meistari, hvort
snilligáfan er arfgeng eður ei?
Hið unga, reiða skáld horfir
hugsandi fram fyrir sig um
stund. Svo strýkur hann með
höndinni yfir ennið á sér bg
segir: — Það get eg því miður
ekki sagt yður, kæra vinkona
— eg á engin börn.
★
Edward G. Robinson er kunn-
— Alls ekki. Það er aðeins þetta sem eg sagði, að mér finnst ur fyrir að leika bófa í kvik-
ábyrgðarhiuti að hafa svona dýran hlut í fórum mínum.
—■' Já, en þú verður í bíl Mortons, sagði frú Sanders.
— Vitanlega var það satt. Armbandinu átti að vera óhætt.
— Jæja, eg get vitanlega tekið armba’\dií ef yður skiptir það
miklu, sagði Madeline.
— Þakka þér fyrir. Frú Sanders lokaði skríninu og úr svip
hennar skein, að nú gæti hún dáið í friði. — Þetta var mér mikill
léttir!
Madeline reyndi að kæfa í sér gremjuna. Hún var sannfærð
um að þetta var gert til þess að lítillækka hana, og smágjöfin,
sem hún hafði fengið sjálf, gerði aðeins illt verra.
— Viljið þér að eg setji skrínið á sinn stað? spurði hún eins
hæverskulega og hún gat.
En frú Sanders hristi höfuðið. — Nei, eg ætla að líta betur á
dótið mitt fyrst. Einhver hinna systranna getur sett það inn í
kommóðuna síðar.
— Jæja. Eg verð víst að fara. Og beztu þakkir fyrir næluna.
Hún neyddist til að segja þetta af venjulegri kurteisi og hátt-
vísi, þó að hún hataði þessa gjöf í hjarta sínu.
—• Æ, minnstu ekki á það góða sagði frú Sanders.
— Bíddu við! Minnstu ekki einu orði á þetta við Morton.
myndum. Hann á son, sem hvað
eftir annað hefir lent í árekstr-
um við lögregluna og er þetta
föður hans mikil raun. Og einu
sinni skrifaði hann minnihgabÓk
ög kenndi þar föður síhurri um
allar sínar ófarir. En nú háfa
faðir og sonur fu'hdið hvorn
annan og vinna saman að fjar-
sýnis leikriti.
— Nú verður aldrei neir. ó-
sátt á milli okkar, segir söhur-
inn og vonandi verður svo. —
Fyrsta mynd þeirra heifir
Hollusta.
★
Þeir hafa nýlega hittst Aden-
auer og de Gaulle og um það
sagði Adenauer:
„Það var eitt, sem eg hiaítk-
aði til að segja de Gatflie.* Þáð
- , ... . „ . , er altaf sagt, að Þjóðverjar sé
Hann heldur kannske að eg se að sletta mer fram i það, sem hættulegil. því að þeh, eJski
honum einum kemur við. f ,A.|vinnuna allt of mikið, En er
Jú einmitt! hugsaði Madeline ergHeg með ser. En hun lofaði þeUa gatt? Þag hefir. nýlega
að minnast ekki á armbandið við Morton.
— Þú minnist ekki á það við neinn nerna Anne sjálfa, sagði
frú Sanders biðjandi. — Þetta á að vera leyndármál okkar
tveggja. Og — nú var eins og henni dytti nýtt í hug — ef ske
kynni að hún væri ekki heima, þó eg telji það víst, þá minnstu
ekkert á þetta við móður hennar. Þá vil eg heldur að þú komir
með það aftur, Eg get komið því til Anne síðar.
— Jú, frú Sanders, sagði Madeline. Og svo fór hún, staðráðin
í því að láta þetta ekki spilla ferðinni fyrir sér, þó hún gerði sér
ljóst að einmitt það var tilgangur frú Sanders.
Samt fann Madeline að taugar hennar voru ekki í því lagi
sem hún hefði óskað, þangað til hún var komin út úr systraheim-
ilinu og sá Morton sitja í bílnum og bíða.
verið gerð hér skoðanakönnun
og þetta er spurningin, sem
spurt var um: „Þykir yður það
ekki þægilegt að hafa stundum
ekkert fyrir stafni?“ Og helm-
ingur þeirra manna, sem spurð-
ur var, svaraði: „Jú!“
Hinn háæruverðugi erkibisk-
up í Köln virðist ekki trúa
mikið á árangurinn af þessai:i
skoðanakönnun. Hann hélt ný-
lega í dómkirkju sinni brenn-
andi prédikun yfir þennan
Hjartað Í.Kenni tók kipp er hún sá hann. Hún varð svo glöð 'texta; Þýzk vinnuástríða getur
að gremjan út af armbandinu hvarf eins og dögg fyrir solu. verið óheillavænleg - og a'llur
Meðan Morton var að koma töskunni hennar fyrir í skottinu heimurinn yrði hamingjusam-
ari, ef Þjóðverjar lærðu að
slaka á taugum sínum og létu
líða úr sér.
R. Burroughs
- TARZAIM
3234
Sís«i’iiiiIíí« :
Tarzan fór að ráði Ben
Abens og lét sér nægja að
álykta að Jack Kelly hefði
farist af slysförum. Ben
Aben opnaði því næst skríni
Kellys. Það er /kpmm að
þetta glingur skuli vera það
eina sem vinur þinn lætur
eftir sig, en það getur verið
að hægt vérði ð nota það.
VS
víð DauðaíftjeL
Kvikmyndin Villimennirnir
við Dauðafljót, sem áður hefur
verið getið allrækileg'a hér í
blaðinu og mælt mjög með,
hefur verið sýnd við mikla að-
sókn að undanförnu, og dvínar
lítt, og sýnir það, að þessi á-
gætismynd fellur almenningi
vel í geð, enda er hún bæði
fróðleg og skemmtileg, björt og
litarík. Nú eru síðustu forvöð
að sjá myndina, eins óg aug-
lýst er í blaðinu í dag. Náms-
fóíki má sérstaklega benda á
myndina.
Það hefur verið mjög títt, að
heilar fjölskyídur hafá farið áð
| sjá þessa mýnd. j