Vísir - 07.04.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 07.04.1960, Blaðsíða 8
Skkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leitrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 7. apríl 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendor Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóttí. Sími 1-16-60. í kvöld kl. 20,30 verð- ur halchnn fundur í Full- trúaráði Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, og verð- ur hann í Sjálístæöishús- inu. Gunnar Thorcddsen fjármálaráðherra mun þar hafa framsögu um skatta- mál-. Fjármálaráðherra mun í í ræðu smni rekja frumvörp 1 þau, sém nú liggja fynr Alþingi, um tekjuskaít, út- svör og jöfnunarsjóð sveit- aríélaga, og einmg mun hann ræða um söluskatts- lögin nýju. Að ræðu hans lokinni verða svo frjálsar umræður. Meðlimir fulltrúaráðsins eru hvattir til að mæta stundvíslega og sýna full- trúaráðsskírteini við inn- gangmn. Gamble og elskhuginn fara huldu höfði. Voru í S.-Carolina, er síðast fréttist. Enn er Gamble Benedict, erf- ingi Remington-milljónanna, á flótta með rúmenska elskhug- anum. Þau lögðu í gær inn um- sókn um hjúskaparleyfi í bæn- um Dillon í Suður-Karolina, en fóru því næst burt í skýndi. Enginn veit hvert þau fóru, sennilega hafa farið inn í ann- að fylki frá S-Carolina, og vafasamt að þau þori að sækja eða láta sækja leyfið. Amma gamla með réttvísina og heim- ilislögfræðinginn að baki sér er sem sé í vígahug og hyggst enn hindra öll hjúskaparáform Gamble. Gamble og elskhuginn standa illa að vígi að tvennu leyti. í fyrsta lagi ber Gamble að gera lögreglunni í New York aðvart einu sinni í viku, koma í eigin persónu, og elsk- huginn hefur fyrirmæli réttar um, að hafa engin tengsl við Gamble. Bandaríkin víki frá — meöan Mlhee sasnehiar Kóreu tk eigln spútur. Blaðið New York World Tele- gram birtir viðtal, sem einn Afvopnun á 4 árum óraun- hæf. Vesturveldin hafa formlega Siafnað tillögum Krúsévs um al- ífera afvopnun á 4 árum. Telja þau hana óraunhæfa og óframkvæmanlega. — Þessi af- staða hefur verið tilkynnt á 10 J>jóða afvopnunarráðstefnunni, sem 5 þjóðir úr vestri og 5 úr austri sitja. af fréttariturum blaðsins hefir átt við liinn 85 ára gamla for- seta Suður-Kóreu. í viðtalinu ræðir Rheé forseti allmjög um Japan, sem hann taldi friðinum stafa hættu af. I sambandi við þessi ummæli er rétt að geta þess, að ýfingar nokkrar hafa verið milli stjórna Japans og Suður-Kóreu út af heimflutningi kóreiskra manna frá Japan. Vekja mikla athygli ummæli Rhees um, að hann kunni að fara fram á, að Bandai'íkin víki sér til hilðar, ef hann freisti þess, að sameina Kóreu upp á eigin spýtur. Telur hann Banda- ríkjastjórn hafa staðið í vegi fyrir öllum áformum í þessum efnum og m. a. hvatt til þess, að fækkað væri í her landsins. Rýr afK á Græn- [andsmiBum. Frá fréttaritara Vísis — Akureyri í gær. Togarinn Sléttbakur kom heim á mánudag af miðum út af Austur-Grænlandi efíir 12 daga útivist með aðeins 112 smálestir af þorski og karfa. Hann var með bilaða skrúfu og ifór til Reykjavíkur í gær til viðgerðar. Hinir togarar Útgerðarfélags Akureyrar hafa verðið á veið- um á íslandsmiðum, útaf suð- vesturlandi að undanförnu og eru væntanlegir í heimahöfn á morgun eða föstudag. Veiði hefur verðið treg hjá þeim. ____________•____ Datt í sjóinn vaknaði í „kjallaranum" I gærkveldi skeði sá atburð- ur við höfnina, að ölvaður mað- ur datt í sjóinn — viljandi eða óviljandi —, en ungur piltur' af þýzku skipi, sem hér er statt, stakk sér í sjóinn og bjargaði honum. Lögreglunni í Rvík var til- kynnt að maður hefði dottið í sjóinn í höfninni, og fór þegar á staðinn. Þegar þangað kom, hafði ungur þýzkur piltur, Hol- ger Wolff að nafni, 17 ára gam- all, stungið sér á eftir mannin- um, synt til hans og komið á ann bjarghring. Piltur þessi er á saltskipinu Margarethe Bishc- hoff. Eftir þessar björgunaráð- gerðir piltsins, var auðvelt að koma manninum á þurrt, og var farið með hann á lögreglustöð- ina, hann færður úr fötunum og vafinn í teppi — og stungið inn í kjallarann, enda var hann ölvaður. ___•_____ Súkarno gestur Titos. Súkarno Indonesiuforseti er kominn til Beigrad. Gert er ráð fyrir, að hann og Tito forseti eigi viðræður saman um heimsmál, sem sennilega á Brioniey. — Sú- karno kom til Júgóslavíu frá Irak, þar sem honum var tekið með miklum virktum. Efnahagslíf Póllands byggist að miklu leyti á því, að konur vinni stritvinnu. Hér sjást stúlkur við viðgerð í járnbrautarstöð í Bylom í Efri Slesíu. Narfi og Maí senn a5 verða tilbúnir. Narfi heim á skírdag en Maí 10. n. m. Hinn nýi 1000 rúmlesta tog- ari, sem Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar lét smíða í Þýzkalandi og hlaut nafnið Maí, er vænt- anlegur til Hafnarfjarðar 10. maí n. k. Skipstjórinn, Benedikt Ög- mundsson, er farinn utan til að taka við skipinu. Benedikt mun vera elzti starfandi togai'askop- stjóri á landinu. Hann hefur í nær 30 ár verið hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og nú eru næstum 30 ár liðin frá stofnun Bæj arútgerðarinnar. Eins og kunnugt er, keypti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Austfjarðartogarann Vött. Að því er Vísir fékk upplýst hjá jBæjarútgerðinni, er langt þang- að til Vöttur verður tilbúinn til veiða. Ekki hefur verið gerður samningur um klössun á skip- inu og óvíst hvort hún verður framkvæmd hér eða erlendis. Sennilegt þykir að Vöttur hljóti nýtt nafn, en það hefur ekki verið látið uppskátt enn. Hinn nýi togari Guðmundar Jörundssonar er tilbúinn til heimsiglingar og mun að lík- indum koma til landsins á skír- dag. Togararnir eru af sömu stærð og béi’a Ægishjálm yfir hina eldri togara. Þeir stærstu togarar, sem nú eru hér, bera um 300 til 350 lestir af fiski, þegar öllu er til tjaldað, en nýju togararnir eiga hæglega að geta borið 500 lestir. í dag eru síðustu forvöð að 1 stofu R.K.Í. Thorvaldsensstræti kaupa fyrstadagsumslög Rauða Kross íslands, sem gefin eru út til styrktar flóttafólki. — Þau fást á eftirtöldum stöðum: Skrif 6. Tóbaksbúðinni London, Blað- söluturni B.S.E. í Austurstræti. Ritföngum, Laugavegi 12. Frí- merkjasölunni, Grettisgötu 30. Keitnedy sígraði Wiscensin. John Kennedy öldunga- deildarþingmaður bar sigur úr býtum í forkosningunum í Wisconsin. Almennt var litið svo á, fyrir þessar kosningar, að ef Kennedy sigraði í þessum forkosningum, hefði hann langmestar líkur allra kepp- enda um að verða fyrir val- inu sem forsetaefni á flokks- þinginu í júlí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.