Vísir - 07.04.1960, Blaðsíða 4
vfsiB
Fimmtudaginn 7. apríl 1960
VÍ8IE
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
ÓgnaröEdin í S.-Afríku.
Barátta milli kynþátta hefir
verið fylgifiskur mannkyns-
ins frá upphafi vegar, og
hætt er við, að hún verði
seint á enda kljáð. En hún
, hefir verið mismunandi
vægðarlaus um aldirnar, þótt
nú sé svo komið, að ýmiskon-
ar framfarir(?) geri mönn-
um kleift að ganga fram af
meira miskunnarleysi en
nokkurn mun hafa órað fyrir
eigi alls fyrir löngu. Nægir
að benda á múgmorð þau,
sem einræðisríki 20. aldar-
innar hafa framið svo að
segja fyrir allra augum og
með nýtízku aðferðum til
þess að tryggja, að afköstin
yrðu sem allra mest og lítil
hætta á, að nokkurn bæri
undan.
Ógnaröld sú, sem nú er ríkjandi
í S.-Afríku, einkennist að
vísu ekki af gasklefum og
þvílíkum drápstækjum, en
þó er kynþáttahatrið þar svo
ofsalegt, að í rauninni stapp-
ar nærri blóðugri borgara-
styrjöld. Stjórn landsins,
menn, sem eru einkum af
stofni Búa, þjarmar svo að
blökkumönnum, bæði svert-
ingjum og mönnum af Asíu-
stofni, að aðrar eins aðfarir
hafa ekki um langt skeið
spurzt um heiminn frá þjóð,
sem kallar sig lýðfrjálsa.
Hvítir menn hvarvetna bera
kinnroða fyrir þau ódæðis-
verk, sem unnin eru daglega
um þessar mundir í nafni
hvíta kynstofnsins í S,-
Afríku.
Þau fantatök, sem lögregla
Suður-Afríkustjórnar hefir
beitt þá þegna, sem taldir
eru óæðri af valdamönnun-
um, eru vafalaust búin að
vekja þvílíkt hatur blökku-
manna á hinum hvítu íbúum
landsins, að aldrei getur gró-
ið um heilt. Eftir þær aðfarir,
sem hvítir menn hafa látið
sér sæma í S.-Afríku síðustu
vik-ur, getur vart farið á ann-
an veg en að svertingjar rísi
upp, allir sem einn, þegar
minnst vonum varir, og
drepi hvíta menn hvar sem
til þeirra næst. Blökkumenn
eru 11 milljónir gegn þrem
milljónum hvítra, svo að
varla getur hvíti kynstofn-
inn staðið vel að vígi, þegar
hinir svörtu hafa fylkt liði,
eins og þeir hljóta að gera,
og hefja sókn.
Brezk blöð hafa eins og fleiri
aðilar látið í ljós megna and-
úð og viðbjóð á athæfi
stjórnar Verwoerds, og er
ekki nema gott um það að
segja. En hætt er við að sömu
blöð og nú fordæma Búa-
stjórn, hafi einhvern tíma
látið sér eins og vind um
eyrun þjóta neyðaróp svartra
manna annars staðar í
Afríku eða jafnvel manna,
sem búa enn nær Bretlandi
og eru engan veginn eins
dökkir á hörund og blámenn.
En vitanlega gegnir þar öðru
máli í augum þessara blaða,
af því að þar voru aðrir aðil-
ar að verki, þar höfðu sendi-
menn annarra stjórnarvalda
verið sendir fram til hryðju-
verka.
Skörin er vissulega farin að
færast upp í bekkinn, þegar
enginn fæst til að mæla Ver-
woerd og mönnum hans bót
í því landi, sem stundað hef-
ir nýlendukúgun hvað dyggi-
legast. Vonandi er það góðs
viti og sönnun þess, að Bret-
ar muni sjá að sér framvegis.
íslendingar munu fagna því
eigi síður en aðrar þjóðir,
sem fengið hafa að kynnast
brezkri útgáfu af þeirri
drottnunarstefnu, er nú fer
hamförum í S.-Afríku.
Óbreytt fargjöEd hjá Loftieiðum.
Sumaráætlun gengin í gildi.
Sumaráætluninni, sem gekk í
gildi 1. apríl sl. lýkur 31. októ-
ber, á því tímabili verða 5
ferðir farnar til og frá Skand-
inaviu, þrjár um Noreg, þrjár
um Danmörku og tvær um,
Svíþjóð. Nýjar vikulegar ferð-
ir verða hafnar til Helsingfors
og verður fyrsta ferðin farin
30. apríl.
Tvær vikulegar ferðir verða
farnar til og frá Bretlandi,
önnur um London—Glasgow,
en hin einungis milli Glasgow
og Reykjavíkur / New York.
Tvær ferðir munu farnar í
viku frá Amsterdam til Reykja-
víkur og New York.
Ein ferð verður farin í viku
miili Luxemborgar, Reykjavík-
ur og New York.
Þrjár vikulegar ferðir verða
farnar milli Hamborgar, Reyk-
javíkur og New York.
Alls verða 8 ferðir farnar í
viku fram og aftur milli Evr-
ópu og Ameríku.
Flugkostur.
Frá byrjun apríl-mánaðar
munu Cloudmasterflugvélarn-
ar nýju smám saman teknar í
notkun á flugleiðum félagsins.
Enn verða fargjöldin hagstæð.
Lofleiðir munu ekki breyta
fargjöldum sínum. Loftleiðir
hafa rutt braut hinna lágu far-
gjalda á flugleiðum yfir Norð-
ur-Atlantshafið og munu enn
sem fyrr, halda áfram að bjóða
hagstæðust fargjöld allra áætl-
unarflugfélaga á þessum leið-
um, þrátt fyrir hina nýju lækk-
un IATA- flugsamsteypunnar.
Til dæmis má geta- þess, að
fargjalda mismunurinn á báð-
um leiðum milli Lundúna og
New York mun jafngilda 44.80
Bandaríkjadölum, Amsterdam
— New York $44.40 Luxem-
borg — New York $57.10
Hamborg — New York $62.50,
Gautaborg — New York $
103.20 og á hin síðast greinda
tala einnig við Kaupmanná-
höfn og Oslo.
Loftleiðir munu bjóða hin
svokölluðu ,,sparnaðarfargjöld“
en munu halda áfram að veita
góðkunna þjónustu og gera far-
þegum að greiða hin hagstæðu
fargjöld, sem upp hafa verið
talin hér að framan.
„í Skálholti“ leikið á 10.
afmælisdag Þjóðleikhússins
Einnig verður flutt „Carmina Burana"
Á undan sýningunni flytja
menntamálaráðherra, formað,-
ur Þjóðleikhússráðs og Þjóðleik
hússtjóri ávörp. Þá verður flutt
(ur hátíðaforleikur Þjóðleikhúss
ins, sem dr. Páll ísólfsson samdi
og gaf stofnuninni er hún var
vígð fyrir 10 árum. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur for-
leikinn undir stjórn dr. Róberts
A. Ottósonar.
Carmina Burana.
Laugardaginn 23. april og
sunnudaginn 24. verður svo
flutt kórverkið „Carmina Bur-
ana“ eftir Karl Orff, en það
hefur orðið vífrægt og geysi
vinsælt víða um lönd hin síð-
ari ár. Þjóðleikhússkórinn og
Sinfóníuhljófsveitar íslands
munu flytja verkið, en ein-
söngvarar verða Þurriður Páls-
dóttir, Kristinn Hallsson, og'
.Þorsteinn Hannesson, en stjórn-
jandi dr. Rober A. Ottóson.
Þjóðleikhúsið á 10 ára af-
mæli á miðvikudaginn 20. þ.m.
Brotaiamir innan Eögreghmnar.
Undanfarið hafa gerzt þeir
atburðir innan lögreglunnar
hér og í Keflavík, að ærin
ástæða virðist til þess að
framvegis verði haft strang-
ara eftirlit með heilsufari og
heiðarleik manna, sem velj-
ast til slíkra starfa. Annars
vegar er maður, sem virðist
geta verið hættulegur um-
hverfi sínu — og jafnvel
hættulegri en ella, af því að
honum hefir verið sýndur
sá trúnaður, sem því fylgir
að vera tekinn í lögregluna
— og hinsvegar maður, sem
hefir jafnvel gerzt sekur við
• landslög áður en hann gerðist
starfsmaður löggæzlunnar,
og framdi afbrot svo að segja
þegar í stað.
Að sjálfsögðu þarf að athuga
vandlega fortíð manna, sem
sækja um löggæzlustörf, svo
að ekki komi hér upp
hneyksli á borð við þau, sem
gerzt hafa erlendis. En einn-
ig virðist sjálfsagt að athuga
andlegt heilsufar manna, sem
virðast mjög úr jafnvægi
eins og sá ógæfusami maður
innan Reykjavíkurlögregl-
unnar, sem sakaður var um
að hafa sent lögreglustjóra
hótunarbréf.
Þetta er nauðsynlegra en ella,
og verður þess minnzt með há-
tíðarsýningu á leikritinu „í
Skálholti“ eftir Guðmund
Kamban undir stjórn Baldvins
Halldórssonar, og helgina næstu
verður flutt hið fræga kórverk
með hljómsveit „Carmina Bur-
ana“ eftir Karl Orff, en stjórn-
andi þess verður dr. Robert
A. Ottóson.
Hlutverkskipun í sjónleikn-
um „í Skálholti" verður sem
hér segir: Brynjólfur biskup
(Valur Gíslason), Ragnheiður
biskupsdóttir (Kristbjöng
Kjeld), Helga í Bræðratungu
(Regína Þórðardóttir), Margrét
biskupsfrú (Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir), Daði Halldórs-
son (Erlingur Gislason), Dóm-
kirkjupresturinn (Helgi Skúla-
son), Skólameistarinn (Ævar
R. Kvaran) og Torfi prestur
(Robert Arnfinnsson). Vil-
hjálmur.Þ. Gíslason þýddi leik-
ritið, en Magnús Pálsson mál-
aði leiktjöld.
Landbúnaðarafurðir USA keypt-
ar áfram fyrir ísf. krónur.
Frá G. Ág. hefur Bergmáli
borizt eftirfai’andi bréf:
„L,jósavikan“.
í sambandi við „Ljósavikuna“,
sem nú stendur yfir, langar mig
að mælast til þess, að menn
temji sér fremur notkun fallega,
íslenzka orðsins: „ljósaflóð", en
„flóðljós”, sem virðist vera
„gleypt ómelt“ úr enskunni
(floodlight).
„Meðal góðra frétta".
Meðal margra góðra frétta af
fulltrúa-fundi Skóræktarfélags
Islands, gladdist undirrit. ekki
sízt yfir frétt af því, að vega-
málastjóri sé nú farinn að láta
græða upp flagskellur, sem ó-
hjákvæmilega myndast við vega-
gerð um graslendi, sem oft er af
„skornum skammti".
Vegna þess, að sá, er þessar
línur ritar hefur lengi talið
svona „kvittun" sjálfsagða, urðu
eftirfarandi vísur eitt sinn til á
ferðalagi um heiðalönd:
Þars upphleypti vegurinn út yfir
landið sig teygir,
má allvíða greina hvar fyrrum
lá vall-lendisflöt.
Þó rétt sé að legga’ann svo langt
eins og augað eygir,
er alls engin þörf á, að skilja eft-
ir þessháttar „göt“.
Því gróður á heiðum ei gæddur
er þvílíkum mætti,
að geti ’ann af sjálfsdáðum bætt
fyrir þessháttar spjöll.
Þvi mál er til komið að skamm-
sýnis skemmdirnar hætti,
| og skellurnar breytist við sán-
ingu í iðgrænan völl.
G. Ág.“
„Önnur söngelsk" skrifar:
„Söngelsk" skrifar í Bergmál
og vill að útvarpað sé meira af
góðum sönglögum, og vil ég
taka undir það, og um leið mæl-
ast til, að smekk manna sé ekki
misboðið með útvarpi, sem er
ekkert annað en misþyrming á
hugðnæmum lögum, og tel ég
þeirra á meðal plötuna af
„Danny boy“, sem útvarpað var
eitt kvöldið nú i vikunni, en þessi
fræga þjóðvísa er sem kunnugt
er sungin undir laginu „London-
derry Air“, sem viðurkennt er
sem ’ eitthvert hugðnæmasta
þjóðlag, sem til er, og nýtur vin-
sælda um allan heim. Hér er um
gimsteina að ræða, sem mér
finnst blátt áfram skammarlegt
að færa í jazzumbúðir. Er ég
minnist á þetta kemur fram í
hugann, að fyrir nokkrum ár-
um var byrjað á því hér, að af-
skræma fögur islenzk ljóð, en
sem betur fer virðist sá ósiður
hafa lagzt niður. — Önnur söng-
elsk.“
í gær var gerður samningur
milli ríkisstjórna Bandaríkj-
anna og Islands um kaup á
bandarískum landbúnaðarafurð
um gegn greiðslu í íslenzkum
krónum.
Samningin undirrituðu Tyl-
er Thompson, sendiherra Banda
ríkjanna, og Emil Jónsson, er
nú gegnir störfum utanríkis-
ráðherra. Hér er um að ræða
samskonar samning og gerður
hefur verið undanfarin þrjú
þegar'trúnáðárménn hins.op-
: inbera eiga i hlut.
ár við ríkisstjórn Bandaríkj-
anna.
f hinum nýja samningi er
gert ráð fyrir kaupum á hveiti,
maís, byggi, hrísgrjónum, tó-
baki og soyu- og bómullarfræs-
olíum, fyrir alls 1.85 milljónir
dollara eða 70 milljónir króna.
Andvirði afurðanna skiptist
í tvo hluta. Annar hlutinn, sem
er 75% af andvirðinu, gengur
til lánveitinga vegna fram-
kvæmda hér á landi. Hinn hlut-
inn, sem er 25% af andvirðinu,
getur Bandaríkjastjórn. notað
til eigin þarfa hér á landi.
Nasser, bjargvættur
Suez.
Nasser heldur áfram ferS
sinni um Iadland og er kvar-
vetna vel tekið.
í einni borginni var reistur
upp heiðursbogi mikill í til-
efni komu hans og var á hann
letrað: Velkominn, bjargvættur
Suez. ........