Vísir - 09.04.1960, Síða 1
10. árg.
Laugardaginn 9. apríl 1960
84. tbl,
ST JÚRN ARFRUMV ARP UMINN-
FLUTNING OG GJALDEYRISMÁL.
Leyfi þarf fyrir 10-15% af
innfBiitningi tiE Bandsins.
í gœr var lagt fram á Alþingi
miiklvœgt frumvarp um skipun
innflutnings- og gjald&yrismála.
Það er samið og flutt að til-
hlutan ríkisstjórnarinnar.
í fyrsta kafla segir m. a.:
Innflutningur á vörum til
landsins skal vera frjáls, nema
annað sé ákveðið í sérstökum
lögum eða í reglugerð, sem rík-
isstjórninni er heimilt að gefa
út samkvæmt þessum lögum, að
höfðu samráði við Landsbanka
íslands, Seðlabankann. Sama
gegnir um gjaldeyrisgreiðslur
til útlanda.
Úthlutun gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfa fyrir vörum og
gjaldeyrisgreiðslum annast þeir
viðskiptabankar, sem hafa með
höndum kaup og sölu á erlend-
um gjaldeyri.
Allur erlendur gjaldeyrir,
sem hérlendir aðiljar eiga eða
eignast fyrir vörur, þjónustueða
á annan hátt, skal seldur Lands-
banka íslands, Seðlabankanum
eða öðrum bönkum, sem hafa
heimild til að verzla með er-
lendan gjaldeyri, án óeðlilegs
dráttar.
Um undanþágu getur verið að
ræða frá þessu.
Ríkisstjórninni er heimilt að
setja með reglugerð takmark-
anir á útflutning og innflutning
íslenzkra peningaseðla, skipti-
myntar, skuldabréfa og hvers
konar skuldbindinga, sem
hljóða um greiðslu í íslenzkum
gjaldeyri. Sama máli gildir um
erlenda seðla og skiptimynt.
Ekki mega opinberir aðiljar
né einkaaðiljar semja um lán
erlendis til lengri tíma en eins
árs, nema með samþykki ríkis-
stjórnarinnar. Til lána telst í
þessu sambandi einnig hvers
konar greiðslufrestur á vörum
og þjónustu til lengri tíma en
eins árs.
í 2. kafla segir:
Ríkisstjórninni er heimilt að
ákveða, að vörur megi ekki
bjóða til sölu, selja til útlanda
eða flytja úr landi, nema að
fengnu leyfi hennar.
/ Samráð skal hafa við Lands-
banka íslands, Seðlabankann,
um veitingu leyfa til útflutn-
ings, er greiðist í jafnkeypis-
gjaldeyri, ef sá uúflutningur er
umfram þær upphæðir, sem
gildandi viðskiptasamningar við
hlutaðeigandi jafnkeypislönd'
gera ráð fyrir.
Úr 3. kafla:
Framkvæmdabanki íslands
skal semja áætlun um þjóðar-
tekjurnar, myndun þeirra, skipt-
ingu og notkun. Þá skal bank-
inn semja skýrslur um fjárfest-
ingu í landinu og vera ríkis-
stjórninni til ráðuneytis um
fjárfestingarmál. Hlutaðeigandi
aðiljum skal skylt að veita
Framkvæmdabanka íslands all-
ar upplýsingar, sem hann þarfn-
ast í þessu sambandi.
í 4. kafla:
Það kviknaði bara í
cEíufýringunni".
Egill „Skaili66 brunninn
að innan.
„Það er alveg agalegt að sjá
þetta,“ sögðu Iandkrabbarnir,
þegar þeir sáu skemmdirnar á
Agli Skallagrímssyni, er hann
kom til hafnar í fyrradag.
. . . og auðvitað fór fréttarit-
ari Vísis á stúfana.
Hvað var um að vera?
Jú. Það kviknaði í Agli, þeg-
ar hann hafði verið í tvo daga
úti á Eldeyjarbanka. Olíufyr-
ingin niðri tók upp á þeim ó-
sóma að kveikja í sér, og eld-
urinn logaði um allt fýringar-
plássið.
Hásetarnir sváfu svefni
hinna réttlátu þarna rétt fyrir
innan, og vissu ekki fyrr en
þeir voru vaktir af skipsfélög-
um sínum. Flestir þeirra fóru
út í rólegheitum, framhjá eld-
inum og reyknum, og varð ekki
meint af, en tveir tóku heldur
þann kosinn að fara krókaleið-
ir, skriðu út í netageymslu
og þaðan út í neyðarútgang,
sem lika var beint fyrir framan
olíufýringuna.
Staðreyndin er sú, eftir því
sem Rafn Kristjánsson 1. stýri-
maður sagði mér „ . . . að það
hafði bara kviknað í olíufýr-
ingunni, og hún hafði geró-
nýtzt. Annað var það ekki Jú
. . . málningin eyðilagðist þarna
niðri, en annars var það ekkert.
Engin töf, nei.“
Innheimta má af gjaldeyris-
og/eða innflutningsleyfum allt
að 1% leyfisgjald af fjárhæð
þeirri, sem leyfið hljóðar um.
Af gjaldi þessu skal allt að
helmingur, eftir nánari ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar, ganga til
bankanna til að standa straum
af kostnaði við úthlutun leyfa,
en að öðru leyti skal þvi varið
Framh. a> 4. síðu.
Mótmælaorðsend-
ing endursend.
Fregn frá Moskvu í gær
hermir, að sovétstjórnin hafi
neitað að taka við vestur-þýzkri
mótmælaorðsendingu, sem þar
var afhent í fyrradag.
í orðsendingu þessari kvart-
aði Bonnstjórnin yfir því, að
Nikita Krúsév forsætisráðherra
hafi á óviðurkvæmilegan hátt
veizt að Vestur-Þýzkalandi í
ræðum í Frakklandi. í ræðum
þessum varð honum tíðrætt um
endurvakinn hernaðaranda og
áform vestur-þýzkra leiðtoga,
og minnti á hvað Sovétríkin og
Frakkland og fleiri lönd hefðu
orðið að þola af völdum þýzkr-
ar hernaðarstefnu í tveimur
heimsstyrjöldum. — í Vestur-'
Þýzkalandi er litið svo á, að um
rógsherferð á hendur V.-Þ. sé
að ræða.
Hann var dálítið feiminn þar sem hann stóð með stjörnuna
framan á sér og heiðursskjalið í hendinni, — en það fór honum
bara vel. (Sjá frétt á bls. 8).
íslenzkur heiðurspeningur
fer í ferðalag
— á brjósli Hofger Wollfs.
„Sjónarvottar segja, að hefð-
uð þér ekki sýnt jafnmikla fórn-
arlund og snarrœði, hefði mann-
inum ekki verið bjargað“, stend-
ur á heiðursskjali þvi, sem
stjórn Slysavarnafélags íslands
afhenti Holger Wulff í morgun.
Skjalinu fylgdi heiðurspen-
ingur úr silfri, sem Guðbjartur
Ólafsson forseti félagsins nældi
á brjóst piltsins.
i Holger lærði að synda 15 ára
gamll í skóla í Hamborg, þar
sem hann er fæddur og uppal-
inn. Sund er skyldunámsgrein
í skólanum, og þar lærði hann
einnig björgunarsund. Foreldr-
ar Halgers búa í Hamborg, og
þar á hann einnig eina systur
— og kærustu.
Hann kom á skipið Marga-
rethe Bischoff í desember sem
„messadrengur“, jafnvel þótt
Framh. á 7. síðu.
Sameiginleg tillaga Kanada og USA
fram í Genf í gær.
lögi
Genf í gær.
Einkaskeyti til Vísis.
Eins og getið var í fyrra
skeyti var lögð fram í morgun
sameiginleg tillaga Kanada og
Bandaríkjanna um 6 mílna
landhelgi og 6 mílna fiskveiði-
lögsögu að auki. Skulu sam-
kvæmt henni ríki, sem stundað
hafa fiskveiðar við strandríki
fá að stunda veiðar á ytra sex
mílna beltinu í 10 ár frá 31.
okt. 1960 að telja, hafi þau
stundað veiðar á bví svæði áð-
ur í fimm ár fyrir árslok 1958.
Dean fulltrúi Bandaríkjanna
og Drew fulltrúi Kanada töluðu
fyrir tillögunni. Lögðu þeir
áherzlu á, að allir alþjóða-
samningar væru háðir mála-
miðlun. Hér hefðu nú mörg ríki
fært miklar fórnir til þess að
samkomulagi mætti verða náð.
Tíu-ára tímabilið yrði hvorki
stytt né lengt, — fiskveiðiþjóðir
Lögð var áherzla á sérstakar ráð-
stafanir til öryggis þjóðum, sem eiga
afkomu sína undir fiskveiðum.
sem stunda veiðar á fjarlægum
miðum gætu ekki fallist á stytri
tíma, og strandríki ekki sætt
sig lengri tíma.
Dean kvað mjög margar
sendinefndir á ráðstefnunni
hafa óskað eftir að tillögur
Bandaríkjanna og Kanada væru
sameinaðar. Taldi hann í
bræðingstillögunni vera öll
meginatriði tillögu, sem ætti að
geta fengið % atkv. meirihluta.
Drew kvað hafa verið sleppt úr
tillögunni ýmsum breytingum,
sem ýmsar sendinefndir hefðu
stungið upp á. Þess vegna væri
það eitt í bræðingstillögunni,
sem allir ættu að geta verið
sammála um.
Eftir Dean er haft, að und-
antekning sé, þegar um ó-
venjulegar aðstæður sé að
ræða hjá þjóð, sem að lang-
mestu leyti er háð fiskveið-
um innan 12 mílna mark-
anna og þetta atriði þarfnað-
ist velviljaðrar athugunar
ráðstefnunnar.
Drew sagði: Okkur er hug-
leikið, að viðurkenna sérstök
vandamál ríkja, sem eru sér-
staklega háð fiskveiðum, af-
komu íbúa sinna með því að
tryggja þeim hæfilegar
framkvæmanlegar öryggis-
ráðstafanir til verndar fisk-
stofnum þéirra.