Vísir - 09.04.1960, Side 7

Vísir - 09.04.1960, Side 7
Laugardaginn 9. apríl 1960 TlSIR 7 Wanj ilu-clJt: MILLI TVEGGJA ★ ÁBTARBAGA 26. ELDA Elliott, og gaf um leið' sóknin hennar þarna. - skyn að þetta yrði ekki síðasta heim- Nú ætla eg að fara, en komdu niður þegar þú ert tilbúin, og þá finnur þú mig einhversstaðar. Það er meira en hálftími þangað til við borðum, og það gerum við úti á svölunum. Við höfum ekki fataskipti fyrir rnatinn, hérna. Og svo finnst mér að þú ættir að þúa mig. Þegar Madeline var orðin ein sat hún um stund við gluggann og horfði út. Þessi fallega, hljóða náttúra hafði óneitanlega róandi áhrif, og hana hefði langað til að blunda. En það sem hún var að brjóta heilann um hélt henni vakandi. Hvers vegna hafði frú Sanders verið að leika þennan óskiljan- lega gamanleik með festina? Madeline tók hana upp úr töskunni og lét hana renna milli fingranna, svo að ljósið glampaði á fægðum demöntunum. Það var auðvitað, að hún vissi að Anne var ekki heima. Þaö var satt að hún hirti ekki um neitt nema það, sem snerti hana sjálfa, en í þessu tilfelli snerti Anna hana sjálfa. Hún hafði af ásettu ráði valið hana í hlutverk i þessum léik, og það var óhugs- andi að hún hefði gleymt því sem frú Elliot hafði skrifað henni í síðasta bréfinu. En kannske hafði hún valið hana einmitt vegna þess að hún var fjárverandi? Madeline rak upp hlátur og stakk armbandinu ofan í töskuna aftur. Þess vegna. var það, vitanlega. Frú Sanders hafði alls ekki ætiað sér að gefa armbandið. En með því að láta hana fara með það ætlaði hún aðeins að koma henni í skilning um, að hún ætti ekki að fá það sjálf. Hún hafði tiltekið stúlku, sem hún vissi að ekki var heima. Og það þýddi, að hún ætlaðist til að fá gripinn aftur. Madeline fannst þetta vera orðið spaugilegra en það var ergilegt, núna. Hún fór í bað í klefanum, sem heyrði til her- bérgisins hennar, og fór svo í hvítan pickékjól, sem var ofur hversdagslegur að öðru leyti en því að pilsið var afar'vítt. Þegai’ hún stóð fyrir framan háa spegilinn til þess að athuga sig, þótti henni vænt um að sjá að hún var farin að sólbrennast. Sú stúlka er ekki til, sem ekki léttir í skapi þegar hún sér að hún er falleg. — Þú ert dásamlega frískleg, það verð eg að segja, sagði frú Elliott, sem kom út úr herberginu sínu þegar Madeline var aö fara niður stigann. — Komdu nú, og heilsaðu hinu fólkinu. Þetta er ekkert stór-samkvæmi, en venjulega slæðast ýmsir hingað á kvöldin. Meðal annara orða — hún nam staðar efst í stiganum og horfði niður á gólfið í forsalnum, þar sem gestirnir höfðu safnast saman í hóp og mösuðu og hlóu — hvaða sjúkra- hús starfar þú við. Eg veit að það er sama húsið, sem Diana er í en eg veit ekki staðinn. Eg varð að senda síðasta bréfið mitt til 'Mortons og láta hann koma því til skila. — Það er Dominion — stór, nýja sjúkrahúsið.... — Já vitanlega. Það var gaman. Frú Elliot hélt áfram niður stigann." Þá er að minnsta kosti ein manneskja héma, sem þú Kannast við nafnið á Nat! — hún kallaði á þann sem stóð næstur i hópnum — komdu og heilsaðu starfssystur frá Dominion. Og áður en Morton gat komist til þeirra var Nat Lanyon kom- inn að stiganum til að heilsa henni, með glettna brosið, sem hún kannaöist svo vel við. — Yður skýtur enn upp á óvæntustu stöðum, sé eg, sagði dr. Lanyon og.tók í höndina á Madeline. Ekki vissi eg að við áttum sameiginlega kunningja hérna í Canada. Hafið þér þekkt Elliott lengi.? — Eg hef ekki séð hjónin fyrr en núna, sagði Madeline. — Eg kom hingað með Morton Sanders. Hún benti á Morton, sem stóö við hliðina á henni. Nú mundi hún samtalið, sem hún hafði átt við Lanyon úm Morton, og roðnaði lítið eitt. Þeir karlmennirnir heilsuðust lauslega, eins og menn sem þekkjast aðeins lítið og kæra sig ekki um að þekkjast nánar. Svo fór frú Elliot með Madeline og kynnti hana ýmsu fólkinu. Allir voru vingjarnlegir og viðfeldnir og það var auðséð, að allt var óþvingað og hispurslaust í samkvæmunum hjá Elliot. Don Elliot var stór vexti og skemmtilegur, og dáðist auðsjáan- lega að fjörmikilli konunni sinni, og Madeline gat ekki annað en hugsað til þess hve gaman það væri þegar óvæntur auður félli í skaut fólki, sem ekki spilltist af peningum. Svo gengu þau út á hellulagðar svalirnar. Þar voru smáborð á víð og dreif og hver settist þar sem hann vildi, og svo var borin fram girnilegur matur. — Eg hef aldrei upplifað neitt jafn unaðslegt, sagði Madeline við Morton. — Náttúran og umhverfið og mennirnir, og þessi tilfinning um að maður eigi að njóta lífsins en ekki vera þræll þess. — Já. Morton brosti, og jafnvel hann virtist vera róiegri þarna, en hann átti vanda til. Svo bætti hann við en lægra, svo að aðrir sem sátu við sama boröið skyldi ekki heyra það: — Eg gleymdi 1 að dr. Lanyon var hálft i hvoru væntanlegur hingað. Þykir þér það verra? — Verra? Það kom furðusvipur á Madeline. — Nei, vitanlega ekki. Hvers vegna ætti mér að þykja það verra? Mér fellur vel við hann. — Jæja, þá er allt í lagi. Mér datt í hug að það mundi kannske minna þig óþægilega á hversdagsskyldurnar — þegar þú átt frí. Madeline brosti og hristi höfuðið. — Nei, síður en svo, eftir þá margvíslegu hjálp, sem hann heíur veitt mér á Dominion. Eg fullvissa þig um að mér dettur hann aldrei í hug í sambandi við það miður skemmtilega, sem er starfi rnínu samfara. Og svo leit hún þangað sem Lanyon var að ræða við húsbóndann. Morton var lítið um hvernig hún horfði, og fannst hún horfa óþarflega lengi. — Donald hefur gefið spítölum og vísindastofnunum stór- gjafir, sagði hann. — Það er þannig, sem þeir hafa kynnst, dr. Lanyon og hann. Sg býst við að það sé í einhverju sambandi við það, sem dr. Lanyon er hérna núna. — Já, einmitt. Nú leit Madeline á Morton aftur. — Þáð er gaman að heyra það! — Finnst þér það? Morton, sem auðsjáanlega vildi helzt ljúka umtalinu um Lanyon yppti öxlum. — Það, sem eg átti við var, að hann væri ekki kominn hingaö sem skemmtilegur samkvæmis- maður. —■ En maður eins og dr. Lanyon, þarf ekki að vera skemmti- legur samkvæmismaður býst eg við, svaraði Madeline þurrlega. Og þó fannst mér hann vera skemmtilegur um borð í skipinu. Eg hafði ekki hugmynd um það fyrr en eg kom á Dominion, að hann er talinn fáskiptinn. — Húsgoð, áttu við? sagði Morton og brosti. — Nei. Nei, ekki segi eg það. En ailir treysta honum og trúa á hann sem frábæran snilling. Veistu að það er sagt í sjúkra- húsinu, að þegar Lanyon sker séu tíu af hundraði betri horfur á bata, en hjá öðrum? ísl. (teiðurspeníngur - Framh. af 1« Jðu. hann sé alls ekki neitt di’engs* legur á að líta. Hann er hár og myndarlegur og hefur góða framkomu. Dálítið fór hann hjá sér í gærmorgun, þegar afhend- ing heiðursskjalsins fór fram, en auðséð var að honum þótti vænt um það og gladdist yfir þessum heiðri. „Ú-ú-ú,“ sagði skipstjórinn, þegar 'Guðbjartur festi heiðurs* peninginn á brjóst piltsins, og Holger brosti um leið og hann roðnaði ofurlítið. „Varstu lengi niðri í sjón* um?“ „Ég hef enga hugmynd um það. Maður er ekki að hugsaí um tímann, þegar svona stend* ur á.“ „Voru margir áhorfendur að þessu atviki?“ „Já, það var þó nokkuð af fólki á bakkanum ., .. “ „Það voru margir sjónarvott* ar,“ skaut Guðbjartur.inn í, ,,og þeim kom öllum saman um það, að ef Holger hefði ekki verið svona snar að bjarga mannin* um, hefði hann vafalaust drukknað.“ Það komu allir sér saman uiri það, að þetta væri mikið happa- merki fyrir skipið, sem fer til Kanaríeyja og Afríku áður er» það fer heim til Þýzkalands afe- ur, enda var skipsjóra og skips* höfn óskað góðrar ferðar af heil* um hug. R. Burroughs - TARZAN Kvikmyndahús- in m helgina. Nýja Bíó hefur byrjað sýningar á kvik* myndinni Hjarta St. Pauli, þýzkri kvikmynd í litlum, sera gerð er eftir samnefndri sögu Eberhards von Wiese. Aðalhlut- verk leika: HANS ALBERS, — O-jæa, einmitt það? sagði Morton, og Madeline fann allt i ,^aian Faker og Hansjörg einu að Morton þótti nóg komið af skrafinu um dugnað Lanyons. Telmy. „Hjarta St. Pauli“ Þá hló hún og fór að tala um eitthvað annað, en hugsaði með síómannaknæpa í Hamborgar- sér, hvort Morton sýndi henni þann læiöur að vera afbrýðisamur skemmtistaðnum fræga. Knæp- út af því að hún talaði með aðdáun um hinn fræga lækrii. an er * rauninni notalegur staður, en samkeppnin gengur illa, því að eigandinn, gamall sjóhrafn, hefur ekki viljað fara út á þá braut að ginna til sín gesti með nektardansmeyjum, jeins og á hinUm stöðunum. Er ihann að missa móðinn vegna |fjárhagserfiðleikanna. Við sögu koma börn hans og vinkona annars sónár hans, svo og glæpahundar, sem ætla að nota sér neyð gamla mannsins. Lengra verður þetta ekki rakiðf lhér. — Ilans Albers sem fer með aðalhlutverkið er einn af kunnustu leikurum Þýzkalands. Tjarnarbíó sýnir rússnesku myndina A bökkum Tissu, ágætlega gerða og að mörgu leyti athygl- isverða mynd. Er sýnd kl. 9, en gömlu kunningjárriir Gög óg Gokke leika í myndinni Æfin- ýri Gög og Gokke, sem sýnd er kl. 5 og 7. 3235 *PA.!S7QMf IMTEKEUFTEP PIEESEý'BLJT ÍAY PESTlt'fNnOlJ'vtHE COUOÚy OF BATISTE* SCN THE OTÞEK SlPá Cr NSOTC5 KSEA— ÚFICOULÞ Bt INCUJPEP AGA61FT BEAEEKVX-I MISHT HAVE A BETTEK CHANCE TO &ET THgQUSH.// r2-2l-5IQ9 Sjiekinn beindi fyrirskip- un til allra: ..Veljið tvo menn trl að afhenda Ngoto höfðingja þetta skrín!“ — — — „En, afsakið,“ greip Pieerre fram í, „ákvörðunar- staður minnvBatista-nýlend- an, er hinumegin við svæði Ngotos“-------ef ég mætti vera meðal þeirra, sem af- henda skrínið, þá tt þá gæti ég’ haft betra tækifæri til að komast leiðar "gégn.“ mmnar Nikita Krúsév ætlar í ferða- lag til Afríkulanda á liausti komanda. Hann mun koma til Liberíu og Guineu og ef til vill einnig til Ghana.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.