Vísir - 12.05.1960, Síða 8

Vísir - 12.05.1960, Síða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. troÚMP /EPSI pra nn VX8XR Fimmtudaginn 12. maí 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Kennedy sigraði mjög glæsilega í V.-Virginíu. Hlaut 58 af huindraði atkvæða demokrata. John Kennedy bar glæsilegan sigur af hóimi í forkosningun- •um í Vestur-Virginiu í fyrra- dag. Hlaut hann 58 af hundraði atkvæða demokrata og Humph- rey rúni 40. Hefur hinn síðarnefndi nú 'dregið sig í hlé sem keppinaut- ur um að verða fyrir valinu sem forsetaefni á flokksþinginu í sumar. Mikil óvissa var um úrslitin, ög fáir spáðu Kennedy glæsileg- Um sigri, vegna þess að mót- mælendur eru í yfirgnæfandi meirihluta í þessu ríki, en and- úðin lengi sterk gegn því, að rómversk-kaþólskur maður sett- - ist á forsetastól í Bandaríkjun- ■ Um. Þá er fátækt miklu meiri í Vestur-Virginiu en í flestum öðr um landshlutum í Bandaríkjun- um, og þar sem Humphrey sló mjög á þá strengi, að hann væri maður hinna snauðu og at- vinnulausu, en Kennedy auð- maður og auðmannsson' og vissi ekki hvað það væri að vera at- vinnulaus og snauður, mátti matað krók sinn á því — en jafnvel hinir snauðustu Vestur- Virginiumenn gleyptu ekki við þessúm áróðri. Kennedy vakti traust og aflaði sér vináttu með alúðlegri framkomu sinni og reið það baggamuninn. Líkurnar fyrir því, að Kenne- dy, verði fyrir valinu á flokks- þinginu sem næsta forsetaefni demokrata hafa nú stórum auk- ist. Mjóikursamsalan hefur fram- a rjomais. Kemur á markaðinn um næstu helgi. Fréttamenn voru boðnir í Mjólkurstöðina í gær síðdegis til þess að kynna þeim nýja framleiðslu þar í stöðinni. Verða þar nú framleiddar ýmsar tegundir rjómaíss og enn fremur, er frá líður, ístertur. Hafa verið fengnar fullkomnar vélar til þessarar framleiðslu og verður á það lögð meginá- herzla, að framleiða kostaríkar Og ljúffengar ístegundir. Reyk- víkingar og fleiri geta sjálfir kynnt sér bragð og önnur gæði um næstu helgi, því að þá kem- ur framleiðslan á markaðinn. Þessi framleiðsla hefur hlot- dð heitið EMMESS-ís og íspinn- ar (Skammstöfun á Mjólkur- samsalan). Að þessari fram- leiðslu standa helztu mjólkur- samlögin sunnanlands og norð- an og Mjólkursamsalan. Aðstaða til ísframleiðslu eru hvergi betri en í Mjólkurstöð- inni, þar er hráefnið við hönd- ina, margir fagmenn, nægileg gufa og rafmagn, og aðalmark- aðurinn hér, nýjar og fullkomn ar vélar settar upp, og húsnæð- isskilyrði ágæt. Helztu efni í rjómaís eru rjómi, mjólk, þurr- mjólk og bragðefni margskon- ar. Hollusta og næringargildi rjómaíss er í fremstu röð mjólk urafurða. í innlent mataræði hefur skort fjölbreytni og ísrétt ir ættu þar úr að bæta meira en verið hefur, þegar þeir verða jafnan á boðstólum, margar tegundir um að velja, og skammt eftir þeim, t. d. í næstu mjólkurbúð. Stefán Björnsson forstöðumaður Mjólkursamsöl- unnar kvað það von þeirra, sem að framleiðslunni standa, að rjómaís geti orðið almenn neyzluvara, þar sem hann sé hollur og ljúffengur. Framleiddar verða eftirtald- ar tegundir: Vanillu, nougat, ávaxtaís og ístertur, er frá líð- ur. Að þessari framleiðslu munu vinna 5—6 manns í byrjun, en fleira er frá líður. Oeirðír í N.-Rodesiu — varalögregla köliuð út. Drottnihgarniéðir vígir Kiaribantsnnvirkin. Óeirðasamt hefir - verið í Norður-Rhodesíu að undan- íörnu og vara-lögregla kvödd til vopna, Nýlega bárust fregnir um, að Samband námumana í N.-R. befði skorað á landstjórann að biðjast lausnar þegar vegna ráðstafana hans til að halda uppi lögum, banna fundahöld o. s. frv, McLeod nýlendúmála- ráðherra sagði í gær, að brezka stjórnin myndi í hvívetna styðja landstjórann í að halda uppi lögum og reglu. Heimsókn drottningarmóður. Hún stendur 3 vikur og vígir drottning Kariba-mannvirkin og verður mikið um hátíðahöld. Drottningarmóðir fer um Njasa- land, Norður- og Suður-Rho- desiu. Flugvéi hennar kom við í Nigeríu á leiðinni. Þjónandi ísl. prestarvestanhafs Meðal íslenzku safnaðana í Vcsturheimi, eru nú þjónandi fjórir prestar af Islandi. í .. Mountainprestakalli ...í Norður-Dakota er þjónandi séra Hjalti Guðmundsson (klæð- skera Sæmundssonar). Séra Ingþór Indriðason þjónar í Langruth, Minesota. Þá er séra Jón Bjarman, og loks séra Ei- ríkur Brynjólfsson, prestur x Vancouver. Þessi mynd af Caryl Chessman var tekin á seinasta fundinum, sem hann sat með fréttamönnum fyrir aftökuna. —Enn er rætt og ritað um Chessmann og aftöku hans um lieim allan. • íslenzkur sjúklingur gefur dönskum spítala bækur. Dr. Busch flytur þakkir. Dr. med. Eduard Busch, yfir- læknir heilaskurðadeildar danska Ríkisspítalans, hefur ritað sendiherra Islands í Kaup ntannahöfn bréf, þar sém hann skýrir frá því, að deildinni hafi borizt vegleg bókagjöf frá óþekktum íslenzkum sjúklingi. Er hér um að ræða 75 bindi bóka á íslenzku, flestar í fal- legu bandi. í bréfi dr. Busch segir síðan, að þar sem honum Fiskilaust á Vestfjörðum. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í morgun. Heita má að hin víðáttumiklu Vestfjarðarmið séu nú fisklaus með öllu eins og stendur. Nær allir vestfirzku vélbát- j arnir eru hættir veiðum. Er j langt síðah að slík fiskþurrð hefur verið hér við Vestfirði, en rnenn vona að fljótt bregði til batnaðar með aflabrögð. Ef svo verður ekki er alvarlegt útlit með vinnu í landi. Vegna fiskileysisins hefur dregið mjög úr vinnu hjá landverkafólki og eru margir byrjaðir að leita sér atvinnu utanbæjar. Allmargir litlir bátar eru byrjaðir á handfærum, en afli er enn tregur. Togarinn Sól,- borg kom af Fylkismiðum í gær með 220 lestir af karfa. sé ókleift að ná til gefandans beint, vilji hann biðja senda- herráhn að koma á framfæri innilégum þökkum fyrir þessa góðu gjöf. Dr. Busch tekur fram, að hin- um mörgu íslenzku sjúkling- um, sem á undanföi-num árum hafi verið til lækninga á deild- inni, hafi oft þótt miður, hversu lítið hafi verið þar til af bókum á íslenzka tungu. Úr þessu sé nú bætt, til mikillar ánægju fyidr þá sjúklinga, sem nú séu á deildinni, og gjöfin muni á- reiðanlega verða mörgum til gleði í framtíðinni. Elías Hóim I sjúkrahúsi. Svo sem skýrt heftir verið frá í dagblöðum, varð Elías Ilólm fyrir fólskulegri árás í fyrrinótt, og var stórslasaður. Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess eða þeirra, sem þetta fólskuverk unnu, en lögreglan biður alla þá, sem einhverjar upplýsingar kynnu .að gefa í þessu máli, að láta vita hið fyrsta. Elías mun vera mjög illa út- leikinn, og var hann fluttur í sjúkrahús í gær til rannsóknar. Voru í morgun teknar af hon- ,ur röhtgenmyndir til að kanna meiðsii hans, en þau virðast síst minni en í upphafi var búist við. Powers ákærður. Fregn frá Moskvu hermir, að kæra hafi verið lögð fram á hendur Francis Powers flugmanni fyrir „glæp gegn sovézka ríkinu“ með því að fara í njósnaflug inn yfir sovézk landsvæði 1. maí s.l. Áður hafði verið tilkynnt í Moskvu, að farið yrði með mál hans að sovézkiun lögum og viðurkenndi Bandaríkja- stjórn rétt sovétstjórnarinnar í því efni. Grænlendingar sveita. Matvæli þorrin í Angmagsalik. Það er yfirvofandi hnngur- dauði hjá 700 íbúum Angmagsa- lik á austurströnd Grnælands, því að Grænlandsverzlnnin danska liefur ekki séð fyrir næg- um matarforða, og matvörur eru þar ekki lengur til. Það eina, sem til er 1 verzl- uninni á staðnum er dálítið af mjöli og tvær gei-ðir grjóna. Engar kartöflur, ekkert kjöt og ekkert niðursoðið grænmeti. Þai-na er mikið af ungbörnum, en aðeins örlítið af dósamjólk er til í verzluninni. Fregnir um þetta neyðará- stand hafa borist með bréfum til Danmerkur, og skrifstofu- stjóri Grænlandsverzlunarinn- ar, Jens Fynbo segir að ef þetta sé rétt, muni hægt að kasta nið- ur matvörum úr flugvél. „Ef svo nauðsynleg fæða sem niður- soðin mjólk er ekki til, ábyrgist eg að gerðar verða samstundis ráðstafanir til að fljúga til Angmagsalik“ sagði Fynbo. Vísir spurðist fyrir um það hjá Flugfélagi íslands í morgun, hvort samband hefði verið haft við það um flug til Angmagsa- lik, en svo var ekki, og hafði fulltrúi félagsins ekkert heyrt um þetta mál utan blaða- frégna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.