Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 4
V í S I E Fimmtudaginn 19. maí 1960 V18IK D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ofstæki Ttmans. t i l f r f n Mörgum sem lesa Tímann um þessar mundir, blöskrar hatrið og ofstækið, sem kem- ur fram í skrifum blaðsins um ríkisstjórnina. Er engu líkara en ritstjórarnir séu í keppni við starfsbræður sína hjá Þjóðviljanum um það, hvort blaðið geti komist lengra í rógburði og öfgum. Sem dæmi má taka þessa klausu úr leiðara Tímans s.l. n sunnudag: ,,Stjórnarfar það, sem nú er verið að leitast við að koma á i í landinu, er í flestum grein- > um svo illt og öfugsnúið, að 1 það jaðrar með nokkrum hætti við þær plágur, ! mennskar jafnt sem ó-i mennskar, sem harðast léku þjóðina á umliðnum öldum.“ Hvernig líst ykkur, lesendur góðir, á svona skrif: Er ekki ! orðið eitthvað bogið við F hugarástands manns, sem ! lætur þessa setningu frá sér ' fara í ritstjórnargrein í að- ' almálgagni flokks, sem þyk- ■ ist vera ábyrgur stjórnmála- f flokkur? En þetta er aðeins ! eitt sýnishorn af ofstækinu 1 og stjórnleysinu á hugsunum og tilfinningum þeirra, sem ■ um stjórnmálin rita í Tím- r ann. Allir sem nokkuð fylgjast með gangi stjórnmálanna, vita það, að Framsóknarflokkur- inn vildi ólmur komast í rík- isstjórn, þegar núverandi stjórn var mynduð. Hins veg- ar var viðskilnaður hans í vinstri stjórninni og fram- koma hans öll gagnvart nú- verandi stjórnarflokkum þá undanfarið á þann veg, að samstarf við hann var ó- hugsanlegt. Um þetta hafa Framsóknar- menn við engan að sakast nema sjálfa sig. Þeir menn, sem valist hafa til forustu í flokknum, telja stefnu hans og hugsjón betur borgið í samstarfi og sálufélagi við kommúnista en stærsta og traustasta lýðræðisflokk landsins, Sjálfstæðisflokk- inn. Um það liggur fyrir skýlaus yfirlýsing formanns Farmsóknarflokksins, á Hólmavíkur-fundinum, sem oft hefur verið vitnað í áður; en þar sagði hann, að til þess að tryggja farsæla stjórn landsins væri fyrsta skilyrði að útiloka Sjálfstæðisflokk- innTrá öllum áhrifum. Þetta gerði svo vinstri stjórnin, undir forustu Hermanns Jónassonar, en hún tryggði sér jafnframt þann dóm sög- unnar, að vera mesta ó- heillastjórn, sem til valda hefur komist á íslandi. Reykjavíkur-apótek 200 ára. Stefna öfundar og haturs. Að svo miklu leyti sem hægt er að tala um að Framsóknar- flokkurinn hafi stefnu nú á ^ dögum, þá er það stefna öf- J undar og haturs. Vonbrigðin og reiðin yfir því, hafa ekki r komist í ríkisstjórn, blinda ■ forustumenn flokksins svo F gersamlega að þeir tala nú ^ og skrifa þveröfugt við það r sem þeir hafa gert áður, bæði r þegar flokkur þeirra var í ríkisstjórn og utan stjórnar. Stjórnarandstöðunni á íslandi hættir stundum við að * gleyma því, að hún gegnir T einnig ábyrgðarmiklu hlut- 1 verki í þjóðmálunum. Enn- 5 fremur er oft gengu líkara en að hún trúi því ekki sjálf, ^ að sá draumur hennar eigi r eftir að rætast, að hún fái S að bera ábyrgð á ríkisstjórn, r sem verður að framkvæma f sömu verk og hún er að for- f dæma hjá öðrum. Stjórnar- f andstaða sem gleymir þessu, ¥ er óábyrg stjórnarandstaða, ^ og þess vegna er gagnrýni J hennar ekkert aðhald fyrir þá stjórn, sem með völdin fer, þar eð hún veit að al- menningur tekur ekkert mark á gagnrýninni. Framangreind tilvitnun úr Tím- anum .er ágætt dæmi um gagnrýni, sem enginn tekur mark á. Ofstækið og ósann- girnin liggur svo í augum uppi, að lesendur leggja blað- ið frá sér án þess að trú orði af þessu áróðri. Hvaða hugsandi maður fæst til að trúa því, að efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar jafngildi þeim „plágum, sem harðast léku þjóðina á umliðnum öldum“? Hér er vafalaust átt við eldgos og drepsóttir, ef á annað borð má gera ráð fyrir, að nokk- ur hugsun sé á bak við svona staðhæfingar. Ekki mun það heldur gera þenn- an áróður trúlegri, að hann er fram borinn af forsvars- mönnum þeirrar stefnu, sem fyrir hálfu öðru ári hafði ná- lega riðið efnahagslegu sjálf stæði þjóðaiúnnar að fullu. Ein er sú stofnun hér í bæ, sem vafalaust allir íbúar bæj- arins, sem komnir eru til vits og ára, þekkja eða kannast við. Það er sú gamla og góðkunna stofnun, Reykjavíkur apótek. Hún á nefnilega 200 ára afmæli í dag. Eg hefi heyrt, að einhverjir aðrir dagar á löngu liðnum tím'a komi til greina, sem raunveru- legir stofndagar Reykjavíkur- apóteks, og fjölyrði ekki um það, því að úrskurð um þetta er að finna í bókinni Læknar á Islandi, sem skrifstofa Land- læknis lét taka saman, en Sögu félagið gaf út, en höfundar bókarinnar eru þeir kunnu menn Lárus H. Blöndal bóka- vörður og Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir. Og í þessari bók segir á bls. 445 undir „Lyfsöluleyfi sam- kvæmt konungstilskipan 4. des. 1672“: „I. Reykjavíkurapótek (áður Ncsapótek) má telja stofnað jafnframt landlækn- isembættinu, sbr. erindis- landlæknis 19. maí 1960 (11. gr.). Gegndi landlækn- ir, .Bjarni Pálsson, Iyfsala- störfum, uns lyfjabúðin var gerð að sjálfstæðri lyfjabúð og sérstakur lyfsali skipaður með konungsúrskurði 18. marz 1772, sjá hér næst á eftir“. Fyrsti „sérsíaki 'lyfsalinn“. Hann var Björn Jónsson, f. um 1737, d. 19. sept. 1798. „Hafði starfað sem lyfjasveinn í Danmörku. Forstöðumaður veikindaforföllum lyfsalans og eftir lát hans“, en á eftir hon- um koma fyrst Magnús Ormss. og síðan Guðbrandur Vigfúss. og 1823 Oddur Thorarensen, en í lyfsalatíð hans var lyfja- búðin flutt frá Nesi til Reykja- víkur 1833, samkvæmt kon- ungstilskipan það ár. Næstur á eftir Oddi Thorarensen kom Johan Georg Möller. Danskir apó- tekarar. . Frá 1850 eru apótekarar Reykjavíkurapóteks danskirí menn, þar til apótekið kemst á íslenzkar hendur. Það var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, sem þá kaupir og tekur til reksturs Reykja- víkurapóteks, nýbakaður kandi- dat í lyfjafræoi (1918), en Þor- steinn er fæddur 1893, og mætti segja mér, að hann hafi yngstur manna orðið eigandi og starf- rækjandi apóteks hér á landi, en ekki hefi ég athugað það nánara, og fullyrði því ekkert í því efni. Apótekið. Þegar ég var strákur var ekki nema eitt apótek í bænum, Reykjavíkurapótek, enda var það líka alltaf kallað ,apótekið‘ og aldrei annað á þeim tíma. Nú er það ‘ auðvitað alltaf: nefnt síhu fulla nafni, enda þess þörf. þar sem apótekunum hefur fjölgað með árunum. Minningar. Af því að ég var fæddur í næsta húsi við ,,apótekið“, í nr. 4, þar sem nú stendur Land- símahúsið, man ég mjög vel eftir ,,apótekarafólkinu“, eins eins og stundum var sagt á þeim árum, þeim ágæta manni Lund apótekara, konu hans og börnum. Þetta var á beim árurn þegar Dannebrog blakti á stöng um og dönsk tunga hljómaði títt í eyrum, og á stundum var broslegt á að hlýða, þegar kaupandinn skildi ekki dönsku og afgreiðslumaðurinn, væri hann danskur, tæpur, að ekki sé meira sagt, í íslenzkunni, en reyndi að grípa til hennar, eins og til dæmis þegar sveitafólk var á ferðinni. Þannig man ég eftir því, að er ég eitt sinn, á þeim árum, haíði verið sendur í apótekið einhverra erinda, að maður kom og spurði .eftir Kristni (bróður síra Bjarna dómkirkjuprests), og fékk þetta svar hjá danskri afgreiðslu- stúlku: „Hann er oppe í sved- en“. — Allt af fannst mér Kristinn vera þarna næstum eins og kóngur í sínu ríki. Hann var á- kaflega vinsæll og viðfelldinn maður. Hann var þekktur mað- ur. „Kristinn í apótekinu“ var hann alltaf kallaður. Eg man líka vel eftir Kristni frá heim- sóknum til Þerneyjarsystra. Þær bjuggu í húsi sínu, Þerney við Kirkjustræti, þangað var skammt að fara og þar var gott að koma. Eg drap á þetta til gamans, en vart mun tjóa að halda lengi áfram í þessum dúr. Þorsteinn tekur við. Reykjavíkurapótek var tilj húsa á gamla staðnum við Thorvaldsensstræti þar til í febrúar 1930. Það er 11. febrú- ar það ár, sem það er flutt í hús það, sem Nathan & Olsen létu byggja við Austurstræti og Pósthússtræti, en það keypti Þ. Sch. Th. 1928, og þar hefur það nú haft aðsetur í rúm 30 ár sem sjá má af ofanskráðu. Reykja- víkurapótek er orðið stórfyrir- tæki miðað við það sem eitt sinn var, og margt breytt og til umbóta, en eitt hefur ávalt verið óbreytt, og það er að reksturinn hefur ávallt verið í öllu til fyrirmyndar, og stofn- unin því alla tíð notið óskoraðs trausts almennings, vinsælda og virðingar, og í tíð Þorsteins Schevings Thorsteinssonar hef- ur vegur hennar og álit enn aukist með ágætum samhug og aðstoð sívaxandi starfsliðs, sem hefur fjölgað mjög eftir 'því sem árin liðu, en í stofnunni hafa starfað á undangengnum tíma 40—50 manns, þar af 9 lyfjafræðingar nú, karlar og konur. Til hamingju með 200 ára afmælið. ATH; Flóttin úr sveitunum. „Borgari" hefur sent Bergmáli nokkrar línur um erindi það, sem flutt var í útvarp hér s.l. mánu- dag, af Valborgu Bengtsdóttur skrifstofustjóra, og segir þar m.a.: Frúin kom víða við og ræddi m.a. flóttann úr sveitunum“ og sagði, sem rétt er, að það væri við ókleifa erfiðleika að etja fyrir ung hjón og hjóna- efni, sem vildu reisa bú í sveit, kostnaðar vegna, nema þau ættu fésterka frændur eða vini að (þetta er ekki haft orðrétt eftir frúnni), og færi þá vanalega svo, að þetta unga fólk færi til sjávarsíðunnar og stofnaði heim- ili í kauptúnum og bæjum. En svo fór frúin að ræða nokk- uð skoðun sina á því hvernig leysa skyldi þennan vanda, og stakk upp á, að ungt fólk, sem vildi reisa bú í sveit, en gæti það ekki, fengi stuðning frá hinu opinbera, að mér skildist, að reisa bú á landsvæðum, sem vel væru til ræktunar og búskap- ar fallin, og þar stofnað til sam- yrkjubúskapar. Að kommúnistiskri fyrirmynd. Ég furðaði mig dálitið á því, að frúin skildi ekki bæta við að kommúnistiskri fyrirmynd, því að það er í löndum þeirra, sem milljónir manna hafa flúið, yfirgefið hús og heim- ili, oð farið heldur úr landi, þrátt fyrir mikla áhættu, heldur en sætta sig við þetta fyrirkomu- lag? Er ekki sannleikurinn sá, að engri stétt er í blóð borin sterkari ættjarðarást en einmitt bændunum, sem kemur fram í tryggð við ætt og óðal, þar sem forfeður þeirra mann fram af manni voru sjálfstæðir, og vilja htldur flýja land, en beygja sig undir ófrelsi samyrkjufyrirkomu lagsins, sem hefur verið þröngv- að upp á bændastéttir kommún- istisku landanna? „Borgari“. Aths. Það eru fleiri en Borgari, sem hafa minnst á -þá tillögu, se.m að ofan er nefnd, og fyrr- nefnd kona gerði lítilsháttar að umtalsefni. 1 frétt, sem birt er hér í blaðinu í dag, er sagt frá reynslu austur-þýzkra bænda af því skipulagi, sem hér um ræðir, eftir áreiðanlegum heim- ildum. — Annars má geta þess, að til athugunar og undirbúings er einmitt hvað unnt sé að gera til stuðnings við þá, sem vilja reisa bú, og það mál hefur nokk- uð verið rætt í blöðum. Væntan- lega verður þess skammt að bíða, að gerð verði gangskör að þvr að setja lög um aðstoð við ungt fólk, sem vill reisa bú. — Berg- mál vonar, að sú aðstoð verði þannig veitt, að íslenzkir bændur geti áfra’m verið sjálfstæðir menn og þar af leiðandi „unað glaðir við sitt“. Olíuféfagið - Frh. af 4. síðu: niðurstöðu, að hæfilega metið atvinnutjón næmi 75 þús. krón- urnýog vegna þjáninga, óþæg- inda og lýta kr. 20 þúsund. Hæfilegar kröfur samtals næmu kr. 96.925.00, og bæri stefnda að greiða stefnanda helming þess, kr. 48.462.50, með 6% árs- vöxtum frá 29. marz 1954 til 22. febr. 1960 og 7% ársvöxtum frá þeim tíma, svo og kr. 8727.00 í málskostnað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.