Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 19.05.1960, Blaðsíða 5
5 Fimmtudáginn 19. maí 1960 Hagur bænda í Austur- Þýzkalandi æ þrengri. Flóttastraumurinn yestur fer í vöxt. Flóttamannastraumurinn frá Austur-Þýzkalandi til Vestur- Þýzkalands er aftur að aukast. Orsök þess er, að bændur A.-Þ. vilja heldur flýja land en sætta sig við samyrkjubúskap- arfyrirkomulagið. Frá ársbyrj- un til 28. f. m. hafa 550 austur- þýzkir bændur flúið land með um 800 manna skyldulið, og er nú svo komið, að 7 af hundraði flóttafólks frá A.Þ. er sveita- fólk, og hefir þessi hlutfallstala aldrei áður verið svo há. Austur-þýzkir bændur í flóttamannamiðstöðinni í Vest- ur-Berlín sneru sér nú í vik- unni til þýzka lögfræðinga- þingsins, sem um þessar mundir er haldið í Vestur-Berlín, og báðu það um að gera umheim- inum kunnugt um hvað austur- þýzkir bændur verða að þola og hvers vegna þeir, sem geta, flýja land. Þeir segja, að hér sé um að ræða mesta harmleik bænda í þessum hluta Þýzka- lands fyrr og síðar. Meðal þeirra, sem talaði við bændur, var forseti Vestur- Þýzkalands, Heinrich Liibke, sem lagði á það áherzlu, að bændur A.-Þ. gætu ekkert gert til að losna við kúgun kommún- ista, nema með því að flýja land. Sá háttur er hafður á í A.-Þ., að bændum er stefnt til skrif- stofu bæjarstjóra. Þar er þeim beint á tvær dyr, yfir annarri stendur Friður, en yfir hinni Styrjöld, og þeim sagt að velja, en að velja að ganga um friðar- ins dyr er, að gerast þátttakandi í samyrkjukerfinu. „Hve margir haldið þér að hafi þrek til að neita að skrifa undir?“ spurði Lubke forseti. Ernst Lemmer, ráðherra V.-Þ. sem fer með mál, er varða allt Þýzkaland, sagði nýlega á ■fundi með fréttamönnum, að 'margir bændur A.-Þ. fremdu heldur sjálfsmorð en láta kúg- 'ast. Hann kvað 63% af ræktan- íegu landi nú hafa verið lagt undir samyrkjukerfið með kúg- unum, sem engin dæmi eru til, síðan á tíma Stalins. Bóndi úr Cottbushéraði skýrði frá því, að seinustu vik- urnar sem hann dvaldist í heimaþorpi sínu, hefðu 30 á- róðursmenn verið þar að verki til að ginna menn til að aðhyll- ast samyrkjukerfið. Sumir bænda læstu sig inni, aðrir sig- uðu hundunum á þá, enn aðrir flýðu um stundarsakir, og sum- ir sögðu við þá: „Því drepið þið okkur ekki, — þá getið þið hirt eigur okkar?“ Bóndi frá Dresden kvað áróð- ursmenn koma í hópum. Kona hans fékk taugaáfall, og þau ákváðu að flýja, og svo mætti lengi telja. Lemmer kvað áróðursbarátt- una einn mesta harmleik sem sögur fara af, og þeim aðferðum væri beitt, að innan 2ja—3ja ára mundi stjórninni hafa tek- ist að uppræta seinasta sjálf- stæða bóndann í landinu og hneppa allt í viðjar samyrkju- fyrirkomulagsins. Krafizt fundar í Frh. af 1. síðu. forseta og heldur svo heimleið- is. Macmillan flytur neðri mál- stofunni greinargerð sína síð- degis á morgun. Krúsév, sem í gær ræddi við fréttamenn, fer til Austur-Berlínar. Fyrirskipað að fagna — í Austur-Berlín er mikill við- búnáður til að taka á móti Krúsév. Fólki hefur verið slcip- að að skreyta hús' sín fánum og blómum. Krúsév ekur um borg- ina í opnum vagni. Hann mun dveljast þar tvo daga. Mjög hefur verið um það rætt hvort hann framkvæmi nú hótun sina um að undirita sér- samninga við Austur-Þýzka- land. f gær sagði hann, að upp- kastið væri tilbúið til undirrit- unar þegar réttur tími væri kominn. Hinn rétti tími — En það er margra ætlan, að það sé að minnsti engan veg.inn víst, að hinn „rétti tími“ sé kom inn — en allir viðurkenna, að ef til þess kemur, að Sovétríkin undirriti friðarsamninga við Austur-Þýzkaland upp á eigin spýtur, fekapist mjög hættulegt ástand. Ekki heit styrjöld. - Blöð úlr-um'heim virðashekki telja, að.heit styrjöld sé yfirvof- andi. Kjarnorkuvopnin' bjárgi ' • • Oryggisráði — því — enginn þori að hætta á slíkt vegna hræðslu við eigin tortímángu sem annarra. Brezku blöðin í morgun birta aðvörunarorð um, að enn geti margt átt eftir að gerast, sem valdi bæði kvíða og hneykslan. Þau telja, að mark Krúsév sé hið sama og áður — og það hafi komið fram hjá honum í París — að reka fleyg milli bandamanna, og einkum Banda ríkjanna og bandamanna þeirra, eri vestrænu þjóðirnar verði að treysta einingu. sóma og snúa bökum saman. Ólíkar orsakir — Blöðin spgja, að það hafi ver- ið gerólíkar orsakir fyrir því, að Stalín hafi haft í hótunum á sínum tíma og Krúsév nú. — Stalín hafi hótað vegna þess, að hann fann til vanmáttar meðan Rússar stóðu Bandaríkjamönn- um að baki á sviði hinna nýju vópna — Krúsév hóti vegna þess að hann finni til máttar síns vegna þess að nú séu Rúss- ar komnir eins langt og í sumu framar en Bandaríkjamenn á sviði hinna nýju vopna. En blöð in segja, að vestrænu þjóðirnar láti ekki hræða sig, og Daily Herald í London segir honum að fara til helvítis. Fyrsta sovétskipið, sem flyt- ur olíu og benzín til Kúbu, kom til Havana í byrjun vikunnar með 10.000 lesta farm. 7 1 V f S I R -------------------------------------------------------------------;---% fiettina - kona en ekki eiginkona Aly Khans. 9,/ySir elskuðu elskaði Bettina heitir hún og var með Aly Khan, er hann beið bana af völdum bílslyssins á dög- unum. f finnn ár stóð hún hon- um við hlið í meðlæti og mót- læti, sem einnig hinir auðugu og dáðu geta átt við að stríða. Og þau ætluðu að giftast í sumar. En margir liéldu, að þau væru leynilega gift. Jafnvel eftir slysið titluðu franskir embættismenn Bettinu: Frú Aly Khan. hana og hún alla66. trú, en seinna skifti hún um skoðun. Fyrir þremuf árum at- hugaði Aly Khan rnöguJeika á, að þau væru getin saman í Dublin, en einnverra crsaka vegna varð ekki af því. Vinur hans spurði hann um hjúskaparáformin i vetur. og fékk þetta svav: „Bíddu þar til í súmar. Folk giftist á sumrin.“ Nú liggur lík Aly Khans á viðhafriarbörum í París og verð ur flutt til Sviss til bráða- birgðagreftrunar. Berklavöm á ísafirði. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gærmorgun. Sl. sunnudag var stofnuð hér Berklavörn, deild í SÍBS, með starfssvæði á ísafirði og í ná- grannakauptúnum. Stofnndur voru 34, og í stjórn deildarinnar voru kosin Maríus Helgason, Sigurður Jó- .hannsosn, Ásberg Sigurðsson, ! Sigríður Aðalsteinsdóttir og Elías J. Pálsson. Á stofnfund- inum mættu Oddur Ólafsson. yfirlæknir, Árni Einarsson frkvstj. í Reykjalundi og Kjart- an Guðnason frkvstj. í Múla- lundi, og fluttu erindi um fé- lagsstarfið. Á sambandsþing SÍBS voru kosin Maríus Helga- son og Jóna Ingvarsdóttir. Verður þingið að þessu sinni haldið á Vífisstöðum. Gróðri hefir farið mjög mik- ið fram undanfarna hitadaga, tún orðin algræn og úthagi far- inn að lifna. Sauðburður geng- ur ágætlega hvar sem til spyrst. Handavinnusýning hús- mæðraskólans var sl. laugardag og sunnudag. Sýslufundur N,- ísafarðarsýslu hófst í fyrradag. Símrekstrarstjóri og aðal- bókari landsímans skipaðir. Bragi Kristjánsson, skrif- stofustjóri hjá Innflutnings- skrifstofunni, hefur verið skip- aður fortsjóri símarekstrardeild- ar landssímans frá 1. júní n. k. Jón Kárason, .símafulltrúi, hefur verið skipaður aðalbok- ari landssímans frá 1. júní n. k. En Charles Thorem lögfræð- ingur Aly Khans í New York tck af allan vaía: Þau voru akki gift, en í sum- ar átti hann að taka við emb- ætti sem ambassador Pakistan í Argentínu, og eg taldi víst, að þau mundu giftast áður en hann tæki við embættinu. Bettina hefur nú séð sínar draumaborgir hrynja, þessi glæsilega kona, nú 34 ára, sem í fimm ár heíur búið hjá hon- úm, komið þar fram sem hús- freyja á heiinili hans, verið honum sem eiginkona. Hún heitir ekki Bettiria réttu nafni. Hún er dóttir fátæks járnbrautarverkamanns í Nor- ’mandie, komst til Parísar og öðlaðist frægð sem sýningar- stúlkan Bettina. Réttu nafni heitir hún Simone Boudin. Þegar hún kynntist Aly Khan hætti hún að vera sýningar- stúlka, en hélt Bettinu-nafninu. Nú liggur hún harmi þrung- in, segir í Parísarfregnum, á hinu skrautlega Parísarheimili Aly Khans. Cerchi VoJterra. einkaþjónn Aly Khans í 12 ár, segir um hana: „Madame Bettina er dásam- leg kona. Þau tilháðu hvoit annað. Allir í fjölskyldunni elskuðu hana og húri elskaði alla“. Hvers vegna giftust þau ekki? Þegar Aly bað hennar f-yrir 4 árum vildi hún ekki giftast, af trúarlegum ástæðu.m, — vildi ekki íaka Mohameðs- Olíufélagið greiði nál. 50 þús. vegna slyss. Báðir áttu sök, og fær hinn slasaði helming slysabóta. Nýlega dœmdi Gunnar Guð- mundsson, fulltrúi borgardóm- ara, Olíufélagið h.f.til að greiða Jóni Gunnarssyni, Hagamel 8, nálega 50 þúsund krónur í bæt- ur vegna slyss, sem Jón varð fyrir í árekstri við bíl félagsins fyrir rúmum 6 árum. Tildrög málsins voru þau, að morguninn 29. marz 1954 var Jón á leið til vinnu sinnar hjá Landssímanum. Hann kom á reiðhjóli norður Suðurgötu, inn á Túngötu og hugðist sveigja til hægri austur Kirkjustræti. í sama mund var vörubifreið- inni R 1968, eign Olíufélagsins, ekið niður Túngötu og ferð heit- ið austur Kirkjústræti og suð- ur á Reykjavíkurflugvöll. Hjá bílstjóranum ók einn farþegi. Rákust bifreiðin og reiðhjólið á, en málsaðilja greinir á um, með hverjum hætti það varð. Við áreksturinn féll stefnandi af hjólinu í götuna, og kom í ljós við rannsókn í sjúkrahúsi, að hann hafði hlotið brot á hægra lærlegg og áverka á vinstri úlnlið. Mikil spjöll urðu á hjólinu, en engin á bifreið- inni. Bílstjórinn kveðst hafa eki'ð hægt, með 10—15 km hraða og einskis orðið var fyrr en hann heyrði skurðning við hægri hlið bifreiðarinnar. Vitri- um ber saman um, að hæg ferð hafi verið bæði á bifreiðinni og reiðhjólinu. Upphaflega krafðist stefnandi kr. 215.210.67 bóta, en lækk- 1 aði þær í kr. 200.915.67. Dóm- ^ arinn taldi, að báðir hafi ekið hægt, en á nefndum tíma hafi Túngata verið aðalbraut, og því hafi stefnandi átt að hyggja gaumgæfilega að umferð um þá götu og fara ekki inn á hana nema hann teldi tryggt. Mætti því rekja slysið að nokkru til gáleysis hans. Líta bæri svo á, að báðir hafi átt sök á slysinu. Stefnandi sundurliðaði fjár- hæð kröfu sinnar þannig: Vegna atvinnutjóns kr. 139.929.00. Fyr- ir sjúkrakostnað kr. 8.061,67. Fyrir reiðhjól 2000 kr. Fyrir fatnað 500 kr. Fyrir læknis- kostnað og vottorð 425 kr. Vegna þjáninga, óþæginda og lýta 50 þús. kr. Dómarinn komst að . þeirri, Frarnh. á 5. siðu. ,.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.