Vísir - 11.06.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1960, Blaðsíða 4
i .................. ......................................................................y4-s::i-ii- - ±r. „ !■■■■■■ i ■m' ' ■ ■■ ■ ■— ■ ■■■ ■> ■■ ■ ' " ■■ * " m 'II ."ijjPi' j. '.n ' l 1 1 1 1 1,1 ..* '■■■ — WÍ8KB. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rititjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. „Víst njósna i einhvers eru Sú játning var gerð í forustu- grein í Þjóðviljanum h. 8. þ. m. að öll stærri ríki njósni. „Víst njósna öll ríki sem ein- hvers eru megnug“, stóð þar orðrétt. Þar með er fengin 1 viðurkenning Þjóðviljans á því, að Rússar njósni, því að vafalítið verður að telja þá meðal þeirra ríkja, sem „ein- hvers eru megnug“. A. m. k. hafa þeir sjálfir ósjaldan boðist til að sýna heiminum mátt sinn. Það hefur gengið illa að fá þessa játningu hjá Þjóðviljanum, en betra er seint en aldrei. En hvernig víkur þessu við? Hvað hefur gerst í herbúðum íslenzkra kommúnista? Hef- ur einhver af- ráðamönnum þeirra séð að hve miklum fíflum þeir hafa gert sig með skrifunum í Þjóðviljanum um njósnirnar? Þjóðviljinn er löngu kominn í sjálfheldu í þessu máli, og það hafa foringjarnir auðvit- að séð. Það hefur verið þjarmað svo að þeim í hin- um blöðunum með óyggjandi sönnunum fyrir njósnum Rússa, að þeir treysta sér ekki lengur til að berja höfð- inu við steininn. En hvað átti þá að gera? Ekki dugði að viðurkenna hið rétta í þessu máli, þ. e. að flug þess- ' arar margumtöluðu vélar inn yfir Sovétríkin var engan veginn svo alvarlegur at- burður, að það tæki þvi, að róta upp öllu þessu moldviðri út af honum. Þetta mátti auð- vitað ekki viðurkenna, hvað sem tautaði og raulaði. Ekki var heldur talið fært að leggja niður rófuna og hætta að gelta, og þá varð að finna eitthvert ráð til þess að geta haldið áfram að útmála fyrir I ríki, sem megnug." þjóðinni, hve sára litlu hafi munað að Bandaríkjamenn hleyptu af stað heimsstyrj- öld! Og ráðið fannst. Einhver snjall áróðursmeistai-i i hópi Stal- inista fann það: Við skulum viðurkenna að Rússar njósni, án þess þó að segja það ber- um orðum. En við skulum jafnframt hamra á því, að engar njósnir séu umtals- verðar, nema þegar flogið sé inn yfir Rússland. Við verð- um núna að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að dreifa athygli fólks frá snuðri Rússa hér við strend- urnar. Það var hábölvað að fá það og söguna um sendi- stöðina í skjaldarmerkinu einmitt núna, þegar vígstaða okkar var orðin svona slæm. Nú er því að duga eða drep-. ast. Félagar! Það er ekkert njósnir nema að fljúga inn yfir Sovétríkin. Munið það! En ekki tekst betur með rök- færsluna hjá Þjóðviljanum þegar farið er að skrifa eftir þessari línu.- í umræddri for- ustugrein er sagt frá því, að Bandaríkjamenn hafi allra þjóða fullkomnast kerfi til þess að verjast skyndiárás- um. „Þeir hafi hluta sprengjuflugvéla sinna sí- fellt á lofti til þess að vera til taks, ef skyndiárás væri gerð“. Og síðan kemur þessi stórsnjalla ályktun, með breyttu letri: „Ef njósnarflugvélin 1. maí hefði verið sovézk og flogið inn yfir Bandarikin, hefði allt þetta kerfi verið sett af stað, og það þarf ekki mikla hugkvæmni til að sjá hver hætta þá hefði verið á nýrri heimsstyr jöld“!! Þeim hefur verið þoiai meira. Hann er eitthvað skrítinn í kollinum sá, sem heldur fram svona vitleysu. Ætli Bandaríkjamenn hefðu ekki látið nægja að skjóta flugvél- ina niður, eins og Rússar gerðu? Þeir hafa þolað Rúss- ] um annað eins og miklu meira, án þess að þeim dytti í hug að hóta heimsstyrj- öld.hvað þá að hefja hana. Sú ■ staðreynd, að Rússar hafa hneppt hverja smáþjóðina á fætur annarri í fjötra, gert um sig varnarvegg úr undir- okuðum löndum, flutt þús- undir fólks þaðan í þræla- búðir og drepið aðrar þús- undir og reynt að uppræta þjóðernisvitund og tungu, eins og í Eysti'asaltslöndun- um, væri miklu meiri ástæða til stríðsyfirlýsmgar á hend- ur þeim en það, að þeir hafa sent njósnarflugvl inn yfir önnur lönd t. d. Vestur- KIRKJA DG TRÚMÁL: S| ómannadagnr. Sjómenn eiga sér hátíðisdag. Þeir hafa valið til þess einn af helgidögum kirkjunnar, fyrsta sunnudag í júni, þegar hann ber ekki upp á hvítasunnu, annnars næsta sunnudag þar á eftir. Víðsvegar um allt land í fjölmenni við sjávarsíðuna er dagurinn haldinn hátíðlegur með margvíslegri dagskrá og gleðskap að kvöldi. En hvar sem því verður við komið, mun hátíðin hefjast með messugjörð eða guðsþjónustu í samkomu- húsi, ef engin kirkja er í þorp- inu. Útvarpið minnist þessa dags með langri og fjölbreyttri dag- skrá. Og margt er þar jafnan mætavel gert. Einn liður henn- ar hefur mér þó oft þótt orka tvímælis, og hef ég heyrt al- menna óánægju með hann. Er |það leikþáttur dagsins. Honum er vist ætlað að vera gaman- þáttur og gleðihjal, fyndinn og skemmtilegur. En höfundi, eða höfundum, virðast nokkuð mis- lagðar hendur í þeim efnum, því að glaðværðin verður mest hávaðasöm drykkjulæti, en gamansemin ruddalegt Ölæðis- þrugl. Hef ég árum saman furð að mig á langlundargeði sjó- mannastéttarinnar að v<gra ekki löngu búin að hrópa þennan ó- merkilega þvætting niður, og gera stjórnendum ríkisútvarps- ins skiljanlegt, að það er al- gjörlega ósamboðið virðingu sjómanna, að bjóða þeim upp á slíka ,,skemmtun“ á degi þeirra. Og það er fjarri öllu lagi, að draga fram slíkar mynd ir, þegar sjómannastéttarinnar er minnst. Auðvitað er til mis- jafn sauður í mörgu fé, og sjálf- sagt er til sori í þessari stétt, en það er einnig til í mörgum öðrum stéttum. Og víst er það rétt, að margir sjómenn eru hrjúfir á yfirborði, þegar þeim þykir það við eiga, og grófir í orðavali á stundum. En enginn þekkir sjómannastéttina, sem ekki veit, að hún er fyrst og Þýzkaland, Noreg, Indland og fleiri sjálfstæð ríki. Þeir sem eru að reyna að telja fólki trú um, að atburður eins og ferð þessarar banda- rísku flugvélar inn yfir Sovétríkin hefði verið ástæða til stríðsyfirlýsingar, eru annaðhyort óleyfilega illa að sér um þessi mál, eða þeir eru að afsaka fyrirfram of- beldisaðferðir, sem þeir eiga von á af hendi Rússa. Af því að ritstjóri Þjóðviljans virðist hafa gaman af að velta fyrir sér, hvað gerst hefði ef staðreyndir væru ajlt aðrar en þær eru, sbr. ef njósnaflugvélin hefði ver- ið sovézk, en ekki bandarísk, þá ætti hann líka að velta því fyrir sér, hvort Hendrik Ottósson TOundi hafa haldið stöðu sinni, ef hann væri t. d.i þulur ungverska útvarpsins og hefði talað þar um Rússa svipað og hann gerði um Bandaríkjamenn í samtals- þættinum á dögunum. Svars er óskað við þeirri spurn- ingu. fremst rík af valmennum, á- gætum prúðmannlegum og göf- Ugum- drengjum. Og mér þykir ósennilegt, að þeim sé skemmt- un að því, á hátíðisdegi stétt- arinnar, að hlusta á svo ómerki legan samsetning um það lé- legasta í stéttinni. Þetta er ekkert skjall, enda á það ekki við. Það er ekki til- gangurinn með sjómannadeg- inum, að afla sjómönnum hrós- yrða eða fá handa þeim ræðu- menn til að hefja þá til vegs upp yfir annað mannfólk og aðrar stéttir manna, sem hetju- stétt þjóðfélagsins. Á slíku þurfa þeir ekki að halda, sjó- menn, eru enda litlu bættari fyrir. ' Hver stétt mótast nokkuð af sínú starfi og umhverfi. Það gera sjómennirnir einnig. Ég hef verið prestur í sjávarþorp- um, um nokkur ár, og kynnst sjómönnum og tekið þátt í há- . tíðarhölflum þeirra. Það fór ekki fram hjá mér, hve mikla áherzlu þeir lögðu á guðsþjón- ustuna, og hve innileg og heils- hugar þátttaka þeirra var í henni, og þetta kemur heim við persónuleg kynni mín af sjó- mönnum og samtöl mörg um trúmál, sem ég hef átt við ýmsa einstaklinga í stéttinni í góðu tómi. Djúp trúhneigð virðist mér vera mjög almennt ein- ' kenni sjómanna og traust á for- sjón og handleiðslu Guðs og full vissa um gildi bænarinnar. Hvað er það í lífskjörum eða umhverfi þessarar stéttar, sem mótar þeirra trúarþel og gerir þá að einhverjum hinum beztu þátttakendum í kirkjulegum guðsþjónustum? Starfið er að vísu þreytandi strit oft á tíðum, og gefur flest- um litið tóm til lesturs eða and- legrar uppbyggingar. En út- hafið er áhrifarikt og minnir daglega á staðreyndir, sem mönnum lítilla sæva oftlega sést yfir. Æðandi stormar og æstar öldur magnaðar jotunafli, sem vinda saman stálbita skipsins eins og pappír, leiða hugann til að leita fullvissu um, hvort til sé sú hönd, sem bylgjur get- ur bundið og bugað storma her. Og sá, sem einu sinni hefur séð þessa hönd að verki á haf- inu, hann gleymir því ekki strax aftur, hann verður snort- inn af þeirri lifsreynslu til lífs- tíðar. Sá, sem hefur séð bylgj- urnar og stormana hlýða skíp- un Drottins, þagna, kyrrast, hafa hljótt um sig, ég á bein- línis við það, að hafa séð nátt- úruöflin í hamförum neyðast til þess að lúta lögmálum bæn- heyrslunnar, og það hefur marg ur sjómaður gert, hann kemst ekki hjá því, að slík reynsla móti hugarfar hans og afstöðu til lífs og dauða. Ægileg tign úthafsins og endalaus víðátta kennir góða lexíu um smæð • mannsins og mikilleika Guðs. Hafdjúpið minnir á dýpt Guðs kærleika, lognsléttur sjór, sem enginn vindblær ýfir, á Guðs góða frið, sem er æðri öllum skiln- ingi. Sólin minnir á Ijós Guðs Laugardaginn hl. júní l-960 - Hauskúpur — Frh. af 8. sfðu. gripi fyrir lítið og hreint ekki neitt. En sannleikurinn er sá, að munir þessari liggja ekki á lausu, það er bókstaflega úr lausu lofti gripið, hjá kollega, að gestur og gangandi láti þarna greipar sópa. Allar leifar hinna góðu gengnu borgara fara í einn stað, rannsóknarstofu líffæra- fræðideildarHáskólans, þar sem prófessor. Jón Steffensen rann- sakar þær gaumgæfilega og vísindalega, reynir að setja saman úr þeim beinagrind og mæla hæð manna á þeim tíma sem jai’ðað var í garðinum. Þarna var einmitt grafinn skurð- ur f-yrir nokkrum árum, og upp kom talsvert af beinum sem síðan hafa verið rannsökuð á rannsóknastofunni. „Það er einmitt ágætt að fá bein úr þessum garði, því að okkur hefir einmitt vanhagað um beinagrindur frá þessu tímabili“ sagði prófessor Jón við fréttamann Vísis í morgun. „Kemst þetta allt fyrir hjá ykkur?“ „Ojá, það verða nú líka tals* verð afföll, svo að ekki er hægt að setja saman beinagrindur úr þessu öllu. Það molast og skadd- ast í uppgreftinum. En mér er ekki gagn að því við hæðarmæl- ingar að fá aðeins eina og eina beinagrind frá hverjum tíma, það verður að vera talsvert magn til að gefa meðaltal.“ Hvað er annars verið að grafa þarna í garðinum? Því er til að svara, að grafinn verður skurð- ur þvert vestur garðinn út í Að- alstræti frá Landsímahúsinu til að leggja nýjar símaleiðslur í stokkkerfi, tengja þær úr nýju viðbyggingunni við eldri leiðsl- ur, steypa þær í stokka, svö að varanlegt verði og ekki þurfi að endurnýja þetta á nokkurra ára fresti. náðar, stjörnurnar að nóttu á vakandi auga Guðs. Oft er litið á áttavitann i hverri sjóferð. Mætti hann minna hvert sinn á leiðsögn Guðs heilaga orðs í lífi voru frá vöggu til grafar, og vekja upp í huga hvatningarorð Matt- íasar: Haf Guðs orð fyrir leiðar stein í stafni, og stýr þú síðan beint í Jesú nafni á himinsins hlið. Aflinn minnir á gjafarann allra góðra gjafa, hann, sem upplýkur sinni hendi og mett- ar allt, sem lifir með miskunn. Þannig mætti lengi telja bg benda á, hversu sjómenn eru í starfi sínu á hafinu umluktir á alla vegu af vitnisburði um tign og mildi almáttugs Guðs. Menn, sem eru vakandi í hugs- un og tilfinningu mótast af þess um volduga vitnisburði. Þessa hef ég greinlega orðið var með- al þeirra sjómanna, sem ég þekki. Ég veit að vísu ekki, hve almennt ég má telja þetta ein- kenni meðal sjómanna. En þetta er það, sem mér er ríkast í huga, þegar ég hugsa til sjómannanna á hátíðisdegi þeirra og sendi þeim kveðju með ósk um bless- un Guðs og handleiðslu í lífi þeirra og starfi. I. Á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.