Vísir - 15.06.1960, Síða 9
VÍSIB
Miðvikudaginn 15. júní 1960
*
Iþróttir ör öllum áttum
Tony Blue — liann á bezt í ár
1.47.9 mín.
Framh. af 4. sí'ðu.
A-Þjóðverjar eru engir eft-
• irbátar hvað 800 m. snertir, og
þeir hafa einnig a.m.k. þrem-
ur mönnum á að skipa, þótt
einn þeirra muni sennilega ekki
geta látið mikið að sér kveða
í sumar vegna veikinda. Sá er
hinn kunni íþróttamaður Sig-
-fried Valentin, sem hljóp í
fyrra á 1.47.6 sek. Hann hefur
lítið getað stundað æfingar
vor.
Þekktur er einnig Manfred
Matuchewski: Hann hljóp í
fyrra á 1.48.9 sek. og er talinn
■ mjög líklegur til stórafreka
einkum með tilliti til þess að
hann er ekki nema tvítugur.
Þriðji A-Þjóðverjinn er
fried Reinnagel, en hann gat
lítið keppt siðastliðið ár vegna
lasleika, en mun nú einnig í
mjög góðri æfingu.
Aðrir Þjóðverjar sem einn-
ig eru góðir 800 m. hlauparar
eru Edmund Brenner, sem ann-
ars er þekktari sem 1500 m.
hlaupari. Hann náði í fyrra-
haust 1.49.0 sek., sem mundi
nægja honum til þess að verða
sendur á Ol, en annað er það.
að hann mundi sennilega verða
að endurtaka afrek sitt, nema
svo ólíkiega vildi til að hinir
beztu 800 m. hlauparar aðrir
Peter Adam, 400 in. hlauparinn!
sem náði strax 3. sæti á lieims-
afrekaskránni í 800 m. I
þar í landi brygðust.
í Sviss er eánnig mjög góður
hlaupari, Christian Wágli, sem.
í fyrra náði 1.47.5 sek. og var 1
næstur á eftir Moens á afreka-
skránni. Hann hefur einnig náð
góðum tíma í vor, og verður
vafalaust góður í sumar.
Englendingar eiga Brian
Hewson, klæðskerann, sem þeir
hafa haldið fram (í World
Sport) að gæti unnið á Olym-
píuleikunum, en varast skj'ldu
menn að taka slík stóryrði allt
of hátíðlega. Hewson er að vísu
góður hlaupari, en honum er
farið eins og svo mörgum öðr-
um brezkum hlaupurum, að
stundum tekst honum upp og
stundum ekki, og þeir sem
fylgst hafa með ferli hans segja,
að hann eigi það jafnvel enn
til að vera haldinn slæmri
taugaveiklun fyrir keppni. —,
Undra maður Breta á þessu
sviði, er 400 m. grindahlaup-,
arinn Farrell, sem hljóp vega-
lengdina í fyrsta skipti nú fyrir
skömmu og náði þá einum bezta .
tíma sem náðst hefur í ár 1.48.3
Herbert Missalla á bezt 1.47.0
— en búizt er við að hann bæti
árangur sinn í sumar.
mín. Hvort hann getur endur-
tekið slíkt skal hins vegar lát-
ið ósagt.
Frakkar eiga góða menn eins 1
og t.d. Michel Jazy 1.47.9, og |
Pierre Yvon Lenoir 1.43.0. e' j
þessum árangri náðu báðir í I
fyrra.
Tom Murphy frá Randaríkj-
unum er almennt talinn sterk-
asti hlauparinn þar vostra og
hann stj'rkti enn í þe.irri trú
nú fyrir fáum dögum er hann
hljóp 880 y. 1.48.2 sem almennt
er talinn samsvara 1.47.5 í 800
m. Ernie Cunbffe er einnig
góður (á 1.46.6), en náði bezt
1.48.5 í fyrra.
Pólski skurðlæknirinn Stef-
an Lewandwsk.i var í fyrra í
2. sæti með 1.46.5 mín., en
hann er sennilegri til að leggja
aðaláherzluna á 1500 m., þar
sem hann á mjö góða tíma. Dan
Waern frá Svíþjóð er einnig
góður 800 m. hlaupari, en legg-
ur sig þó sennilega einkum
fram á lengrj vegalengdinni.
Ástralski þátttakand.inn er
Tonv Blue, 23 ára gamall lækn-
ir, sem náð hefur L47.9 í vetur,
en það er betri tími en Elliot
hefur náð á þeirri vegalengd.
Elliot á bezt 1.46.6 mín en náði
1.49.1 nú í vetur, en nokkur
vafi er talinn leika á því hvort
Elliot muni frekar reyna til við
800 eða 5000 m. utan 1500 m.
hlaupsins.
Eins og menn sjá, eru marg-
ir sem koma til greina, en sá
sem við fáum að sjá hér á vell-
inum eftir rúma viku, verður
annar af hinum tveimur lík-
legustu til að sdgra í Róm.
----•------
Blrtmgur 5 ára.
Tímarit listamanna, Birting-
ur, hefur nú verið gefið út í
fimm ár, og er 1. hefti 5. ár-
gangs nýkomið út.
Það hefst á kafla ur ljóða-
bálkinum Vindar eftir franska
skáldið Saint-John Perse í þýð-
ingu Jóns Óskars, og skrifar
þýðandinn kynningragrein um
skáldið. Perse er í hópi allra
fremstu nútimaskálda heimsins
og hefur iðulega verið nefndur
sem líklegur Nóbelsverðlauna-
þegi. Þá eru þýdd ljóð eftir
rússneska stórskáldið Alexand-
er Block, sem kunnastur er
hér á landi af ljóðaflokkinum
Hinir tólf í þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar, og sænska skáld-
ið Johannes Edfelt, hvort
tveggja í þýðingu Thors Vil-
hjálmssonar. Ari Jósefsson á
hér smásöguna Dauðaleit, en
Steinar Sigurjónsson þýðir sög-
una Dúna er þjófur eftir André
Loos, einn hinna kunnustu í
hópi yngri höfunda Júgóslavíu.
Endurfundir heitir Ijóð eftir
Einar Braga, og fimm ljóð eru
eftir Jóhann Hjálmarsson. Af
öðru efni í heftinu má nefna
greinina Dólgamarxismá, þar
sem Einar Bragi tekur fyrir
J'mis atriði í greininni Bók-
menntir í blindgötu, sem Hann
es Sigfússon ritaði í febrúar-
hefti Tímarits Máls og menn-
ingar, langa ritgerð eftir Thor
Vilhjálmsson um Quasimodo og
ítalska nútímaljóðlist, og rit-
dóm eftir Hannes Sigfússon um
ljóðabók Sigfúsar Daðasonar,
Hendur og orð.
Annað hefti Birtings er nú í
prentun og kemur út seint í
þessum mánuði.
íainaóur
karhiiaima
og drengja
fyrirliggjandi.
L H. MÍÍLLER
Johan Rönning h.f.
Raflagnir og viðgerðir á
öllum heimilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
Sími 14320.
Johan Rönning b-f-
«100008008001
Þýzkir fótboltaskór
gamla verðið.
Kex og kindur —
Framh. af -3. síðu.
lambið með lungnabólguna, því
að það hafði sloppið út úr kof-
anum, og hljóp nú með mömmu
sinni, anginn litli. Það hafði
fæðst 12 dögum fyrir tímann
(hvernig vissiSæmundurþað?),
og fengið lungnabólgu í ofaná-
lag, — en mér er langmest
annt um þessi litlu, veiku grey,
sagði Sæmundur, og mest í það
varið að geta dregið þau úr
greipum dauðans.
— Ilvernig veistu, að það er
með lungnabólgu?
— Ég heyri það bara.
-— Heyrirðu?
— Já. Ég hlusta það bara,
sagði hann, og brá lambinu upp
að ej'ranu á sér.
— Er það ennþá með lungna-.
bólgu?
— Já, greyið. Það er alveg
þegjandi. Kemur ekki upp
nokkru hljóðd.
— Mee, sagði lambið.
— Já, sjáum bara til. Kann-
ske þú sért að hressast, asninn
þinn litli.
Svo fór hann að blanda í
sprautuna af vísindalegri ná-
kvæmni.
— Níu kúbik, heyrðá ég hann
tauta, um leið og hann hristi
glasið í ákafa. — Haltu nú á
| litla skinninu fyrir mig, sagði
j hann og fékk mér kroppánn.
j Nálin á kaf í herðakambinn,
lambið sagði me og spriklaði
og Sæmundur tæmdi níu kúbik-
in í kroppinn. — Svona greyið.
Ég hugsa bara, að þú lifir það
af.
— Svo að það sé hægt að
drepa þig seinna, bætti ég við
af innilegri meinfýsi, en lamb*
| ið skildi ekki hvað ég sagði,
því að það var svo ungt og
) ekki búið að læra að tala.
Svo fór ég heim með skíta*
lyktina á skónum til ritstjór-
ans. e >
Karlsson.
Stefnuljós
fyrir vöru- og fólksbifreiðir. í
Sjálfvirkir rofar og blikkarar 6 og 12 volta. tj
Bifreiðaperur — Ljósasamlokur 12 volta. j
SMYRILL
Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
Tilkymniii!!
N. 20/1960. 1
Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi há-
marksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niðursuðu—
vörum:
Fiskbollur, 1/1 dós . . Kr. 11.80 Kr. 15.20
Fiskbollur, Vz dós . . — 8,20 — 10.55
Fiskbúðingur, 1/1 dós. . . . . — 14.25 — 18.35
Fiskbúðingur, Vz dós . . — 8.60 — 11.05
Grænar báunir, 1/1 dós. . . . . — 9.65 — 12.40
Grænar baunir, Vz dós. . . . . — 6.30 — 8.10
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Að öðru lej'ti heldur gildi sínu tilkynning nr. 14/1959»
en heimilt er þó að bæta söluskatti við smásöluverð það er
þar greinir. ...
r
Reykjavík, 14. júní 1960.
V erðlagsst jórinn.