Vísir - 15.06.1960, Síða 10
10
V í S I R
Miðvikudaginn 15. júrií 196®
SliZAN MARSH
FJÁRHALDSMAÐURINN
20
Judy svaraði ekki. Hún var svo einkennilega huglaus. Hún fór
snemma að hátta um kvöldið. Netta og Stephen voru að horfa
á sjónvarp og Símon bað Tom um að finna sig inn í bókastofu.
— Ég skal ekki eyða mörgum orðum að því, sem gerðist í
dag, byrjaði hann. Ég veit af reynslu að það er unnið fyrir gýg
að deila við þig. Hann kveikti í vindlingi og horfði á Tom gegnum
reykslæðuna.
— En erindið er það, að ég ætla ekki að styrkja listamanns-
grillurnar í þér lengur. Ég hef gefið þér öll tækifæri til að sanna
að eitthvert gagn sé í þér. Þú hefur verið að gutla við þetta í tvö
ár, og sjálfur veistu undir niðri, að þú hefur ekki snefil af
listgáfu.
— Það er lygi, hreytti Tom út úr sér.
Símon hrissti höfuðið. — Þú varst við nám í Cambridge í
þrjú ár, hélt hann áfram, — og svo hættirðu við lögin, án þess
,að ljúka prófi. Ég veit hvernig hugur þinn er i minn garð, og
hve mikið þér gremst að ég var skipaður meðráðsmaður þinn.
— Já, til þess að þú gætir haldið íyrir mér arfinum mínum
og slett í mig ölmusu við og við, hvæsti Tom. — Hvers vegna
í ósköpunum leyfist mér ekki að ráða yfir peningunum mínum
sjálfur?
— Þú færð að gera það undir eins og þú hefur sannað að þú
getir unnið fyrir þér, sagði Símon lágt. — Ég verð guðsfeginn
þegar sá dagur rennur upp, því að það er ekkert gaman að bera
ábyrgð á þér og framtíð þinni.
Hann horfði fast á Tom. — En frá deginum í dag verður þú
að vinna. Ég sting upp á að þú farir að vinna í fyrirtækinu og
byrjir á lægsta þrepinu. Þér veitir áreiðanlega ekkert af því,
sem þú hefur lært ....
— Mér dettur það ekki hug! hrópaði Tom. Röddin var loðin
af heift. — Reyndu að hindra aö ég máli ef þú þorir!
— Það kemur ekki til mála að reyna það framar, sagði Simoh.
.— Þú hefur haft frjálsar hendur í tvö ár — starfsfrelsi. Ég get
ekki teygt mig lengra. Þú ert orðinn 25 ára og hefur aldrei
nrinið þér inn grænan eyri. Ég naga mig í handarbökin fyrir að
ég1 skyldi nokkurn tíma láta undan listamannsgrillunum í þér,
en mér fannst að þú yrðir að fá tækifæri til að reyna. En ég
hef aldrei orðið var við að þú værir þakklátur tyrir það.
— Átti ég að þakka þér það? Það eru mínir eigin peningar,
sem þú hefur pírt í mig, — og þú hefur verið nískur á þá.
Símon virtist ekki heyra hvað hann sagði. — Þú hefur, sem
sagt, eytt tveimur árum án þess að taka nokkrum framfcrum. Þú
þarft ekki að minna mig á, að flestir listamenn verða að berjast
hárðri baráttu til að ná árangri. Ef þú hefur hæfni og nægi-
lega trúa á sjálfan þig, getur ekkert afl í heimi hindrað þig í
að máia. En þetta getur ekki haldið áfram eins og það er.
Hvorki ég eða þú eigum nægilega peninga til þess að lifa án þess
að vinna. Auk þess hugsa ég að þú gerir ráð fyrir að giftast
einhvern tíma.
— Já, ég þarf að minnsta kosti ek.ki að biðja þig' um leyfi
tií þess, sagði Tom storkandi. — Og ég segi þér í eitt skifti
fyrir öll aö ég byrja ekki í fyrirtækinu. Fyrr skal ég svelta.
— Það verður enginn hægðarleikur fyrir þig, sagði Símon
stutt. — Hvað langar þig eiginlega til að gera? Þú skilur, Tom,
að þetta er ekkert skemmtilegt fyrir mig lieldur.
— Reyndu að telja mér trú um það! Þú hefur nautn af vald-
inu, og þú hefur beitt því enn hrottalegar við mig síðan Judy
kom hingað. Er það til að stækka þig í hennar augum? Ef svo
er, þá verð ég að segja að þér hefur tekist slysalega. Hún þolir
ekki að sjá þig, og ef þú hefur gaman af að heyra það, get
ég sagt þér að hún þráir þann dag, sem hún getur komist burt
héðan.
Svipur Símonar harðnaði og hann varð fölur. Tom horfði á
hann með sigursvip. Loks hafði hann yfirbugað bróður sinn.
Var hugsanlegt að Símon væri sjálfur ástfanginn af Judy? Það
gat verið skýringin á því, hve ótækur hann var orðinn. Afbrýðin
getur knúið menn út í ófærur.
— Við tölum ekki um Judy, sagði Símon afundinn.
— Hvers vegna ekki. Hún skiftir miklu máli fyrir okkur, og
ég er ekki blindur. Þessi óstöðvandi umhyggja fyrir velferð
herinar blekkir mig ekki, eða dettur þér það í hug? Þú ert
blátt áfram hræddur um að missa hana — til mín. Tom hló
storkandi. — En hún vill ekki giftast þér, þó þú værir síðasti
maðurinn á jörðinni!
Símon tókst með erfiðismunum að stilla sig.
— Seinast þegar við töluðum um Judy sakaðir þú mig um að
ég ætlaði að krækja i fjármuni hennar .... Ég vil hvorki niður-
lægja hana eða sjálfan mig með því að tala frekar um það, sem
þú hefur sagt.
— Það er líka hreinn óþarfi, sagði Tom. — Þú ert raunveru-
lega ástfanginn af henni. Hann hló hátt. — Því miður finnst
mér óvenjulega gaman að því!
— Mergurinn málsins er hve mikið þú kærir þig um hana!
Ef þér stendur þá ekki alveg á sama um hana! Trygglyndið ei
ekki þín sterka hlið. Ég þekki þig og aðvara þig.
— Þú varður að afsaka að mér finnst þú vera þreytandi,
^sagði Tom. — En nú vitum við þó hvar við stöndum. Þú rekur
mig af heimilinu, rænir mig fjármunum mínum og eyðileggur
framtíð mína.
— Vertu ekki svona barnalegur, sagði Símon. — En þetta
er mitt síðasta orð. Þessu iðjuleysi þínu verður að ljúka. Ef
þú ert ekki svo greindur að skilja, að þessir úrslitakostir mínir
eru þér fyrir bestu, hef ég eytt tímanum til ónýtis.
— En þú ert greindur, er ekki svo? Jæja, við sjáum nú til!
— Ég gef þér tveggja vikna frest til að hugsa þig um hvað
þú gerir. Þú getur valið þér það starf, sem þú átt völ á. Upp
frá því færðu ekki eyri meira, þá ferðu kanske að vitkast.
— Það er þvert á móti ég, sem verð að reyna að láta þig
vitkast, sagði Tom. — Ég er ekki jafn vopnlaus og þú heldur!
Þelr voru svo háværir að það heyrðist til þeirra fram í
forsalinn, og allt í einu stóð Netta í dyrunum og horfði óróleg
á þá. — Hvað gengur á? spurði hún.
Símon áttaði sig. — Það er ekki neitt sem þú þarft að hafa
áhyggjar af, sagði hann vingjarnlega. — Því miður á ég dálítið
ógert, svo að ég ætla að bjóða ykkur góða nótt ....
Hann var langstígur þegar hann gekk burt.
Þá gaus upp úr Tom: — Þessi viöbjóðslegi lubbi! Montinn
vindbelgur! Hann dirfist að segja mér um, hvað ég eigi að
gera!
Hann varð að hella úr skálum reiði sinnar og fannst frænk-
an sú rétta til að hlusta á það. Hann sagði henni allt, sem
hafði farið á milli þeirra bræðranna og lauk rausinu þannig:
— Ég mundi ekki hafa sagt neitt, ef Símon væri ærlegur, en
það er hann ekki. Hann er brjálaður af afbrýði, vegna þess aö
Judy tekur mig fram yfir hann. Þess vegna ætlar hann að svelta
mig. En hann heldur mig bljúgari en ég er, sagði hann óður.
Netta horfði á hann með skelfingu.
— Veistu eiginlega hvað þú ert að segja, Tom?
— Já, það veit ég mætavel. Ég ætla fyrst og fremst að kljúfa
þetta peningamál til mergjar. Ég ætia að snúa mér til með-
eigenda Símonar, og ef það kemur á daginn að hann hefur
féflett mig, skal hann fá það borgað, að mér heilum og lifandi.
Hann hefur hótað að hætta að borga mér mánaðarpeningana
mína. Þetta er bein þvingun, sem hann beitir, alveg eins og ég
væri fátækur ættingi og upp á miskun hans kominn....
— Ég mundi ekki fara til félaga Símonar ef ég væri í þínum
sporum, sagði Netta óróleg. — Ég held tæplega að hann mundi...
— Nei, hann mundi eflaust gera allt til að verja Símon, tók
Tom fram í. — Ég verö að hafa önnur ráð til þess að láta sann-
leik.ann koma í ljós. Ég hef alltaf grunað Símon. Þegar mamma
dó hrifsaði hann allt í sínar hendur, og ég var of ungur til
að geta gætt hagsmuna minna. Og svona bófi — er bróðir minn!
m>mi■,issmng
INNnXpAQlOA)!
R. Burroughs
iíWIPE PKA.WN. WITI-I A
GUTTlKM. SWAEL.TAeZAW
LEAFEP TOWAKt? THE
AI-jiWAL. NUíAA WHEELEC7
ABOUl' IN REPIANCE
35252
Tarzan gaf frá sér hljóð
sem líktist urri og með hníf-
inn á lofti réðist hann gégn
dýi’inu. Núma, ljónið snerist
gegn þessum nýjá óvi'ni síri-
um, en þungt högg af hendi
rr
' .; ; 'þ.Xfi, :<L !• i*>-
hins sterka manns felldi
íjónið til jarðár.
Setið var að drykkju á jakt
Onassis og rætt um réttindi og
skyldur samkvæmislífsins og
einnig það ergelsi, sem af því
gæti stafað. Churchill gamli
var þar og lagði orð í belg:
„Eg hefi nú ætíð haft ánægju
af gestum,“ sagði hann. „Ann-
aðhvort gleðjumst við yfir
komu þeirra — eða við brott-
för þeirra.“
★ I
Póststjórn Bandaríkjanna gaf
nýlega út fjögra senta frímerki
j með mynd Georgs Washingtons
i og undirski’ift hans. En jafn-
skjótt og frímerkið var komið
út streymdu mótmæli til póst-
stjórnarinnar að. Menn fullyrtu
að skriftin væri fölsuð. Þetta
varð nú póststjói’nin að kann-
ast við, en sagði að rithönd hins
mikla hei’shöfðingja og forseta
væri svo ólæsileg, að orðið hefði
að „fegra“ hana. — Ekki urðu
hinir skriftlæi’ðu ánægðir með
þetta. — „Georg Washington
laug aldi’ei! Og að falsa undir-
skrift hans! Það er smán við
minningu hans. Það er
hneyksli!“
En þar sem prentuð hafa ver-
ið 120.000.000 frímerki, svona
hérumbil, ætlar póststjórnin
sér ekki að draga þau inn.
★
Afdalabóndi íiokkur hafði
ekki séð bíl, en einu sinni brá
hann sér til næsta bæjar, þar
sem þjóðvegur lá við túnfótinn.
Meðan hann stóð þarna við fór
bíll um veginn, og varð bónda
mjög starsýnt á hann, en þegar
bifhjól fylgdi á eftir varð hann
alveg setinhissa.
„Hver fjárinn,“ hrópaði hann.
„Hver hefði látið sér detta í
hug að svona hjólameri væri
með folaldi!“
★ ^
Eldingu sló niður á þrjá menn
er sátu fyi’ir utan þorpsknæp-
una. Einn þeirra féll í ómegin,
en hinir skræktu: „Hættu! Eg
skal strax koma heim!“
★
Hestur bóndans var svo stað-
ur að hann fékkst ekki úr spor-
| unum. Gafst bóndi loks upp og
bað dýralækni að koma og líta
, á klárinn. Læknirinn kom, leit
á klárinn og gaf honum síðan
inntöku úr flösku, sem hann
hafði í verkfæratösku sinni.
Hafði inntakan þau áhrif að
klárinn prjónaði og jós, en rauk
síðan á harðaspretti eitthvað út
í buskann.
„Hvað kostar þessi skammt-
ur?“ spurði bóndi.
„Fimmtán aUra,“ svaraði
læknirinn.
„Gefðu mér einn fyi’ir 25 aura
— fljótt! Eg verð að ná í klár-
inn!“
*
Gamall bóndi hafði oi’ðið fyr-
ir miklu tjóni af völdum flóða.
„Eg frétti, að þú hefðir misst
hverja rollu í flóðinu,“ sagði
nágranni hans. „Þý hlýtur að
hafa orðð fyrir óskaplegu
tjórii.“
„Það læt eg nú vera,“ sagði
^á,; gamli. „Jón og Sigurður
misstu allút „sínar skjátur
líka.“