Vísir


Vísir - 15.06.1960, Qupperneq 12

Vísir - 15.06.1960, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leatrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis efiir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 15. júní 1960 Neyðerfög sett í Katanga í BeSgíska Kongo - en afðétt í pyjassaðsndi. Hal og Haila Linker hafa ferðabók í smíðum. Hún kemur út í Bandarakjun- usn að ári. Hal og Halla Linker koma salltaf við hér á ferðalögum sín- um, þegar þau geta því við kom- ið, og þau eru stödd hér nokkra daga um þessar mundir. Þau hafa setið um kyrrt um skeið að undanförnu, en þegar þeim leiðangri er lokið, sem þau eru nú að hefja, munu þau hafa heimsótt hvorki meira né minna en 75 lönd. Fer ekki milli mála, að fá hjón eru þeim víðförlari, og sá drengur er varla tdl, sem hefur séð fleiri lönd en David litli sonur þeirra. Héðan fara þau eftir helgina til Danmerkur og þaðan til Færeyja, en síðan suður á bóg- inn, allt til Túnis, sem þau hafa ekki heimsótt áður, en á leiðinni koma þau m.a. við í Liechtenstein, einnig í fyrsta skipti, og þar halda þau upp á afmælisdag Davids litla. Annars hefur þeim borizt tilboð um að skrifa bók um ferðir sínar, og hefur verið ákveðið, að hún kemur út j í marz að ári. Nafn hennar verður „Three Passsports to ! Adventure", en útgefandinn er Doubleday, eitt helzta forlag Bandaríkjanna. Upp- lag verður 30—40,009. í kvöld kl. 7,15 verður sýn- ing á þrem sjónvarpsþáttum Linkers í Gamla bíó og er einn frá Pakistan, annar frá Belgíu, þriðji frá ýmsum Suður-Amer- íkulöndum og sá fjórði af hval- veiðum hér við land. Ferða- og fróðleiksþætt.ir þeirra hjóna eru nú sýndir vikulega í Bandaríkjunum, en auk þes.s í ýmsum öðrum lönd- um. Landstjórinn í Njassalandi tilkynnir, að neyðarástandi verði aflétt á morgun. Landstjórinn, Sir Robert Arimtage, tók þá fram, að heim- ildin til að banna fundi væri ekk,i úr gildi felid, og ekki yrði öllum sleppt úr haldi. Það væru þó aðeins nokkrir menn, sem hafðir yrðu í haldi enn um sinn af öryggisástæðum. Hann kvað neyðarástandinu aflétt í trausti þess, að menn freistuðu ekki að koma málum fram með því að beita ofbeldi. I sömu svifum að kalla og fréttin barst urn afnám neyð- arráðstafana í Njassalandi, barst fregn um, að neyðarlög hefðu verið látin koma til fram- kvæma í Katanga Belgiska Kongo, en þar eru aðalnámur landsins. Margir vilja sameina héraðið Njasalandi. Ekki virðdst það þó vera vegna þeirra hreyf- ingar sérstaklega, sem neyðar- lög voru sett, heldur vegna þess, að öryggi landsins er teflt í hættu að áliti landsstjórans, vegna ágreiningsins um það hvort mynda skuli sérstjórn í Katanga og ganga úr Belg.iska Kongo, eða vera hluti hins nýja sjálfstæða Belgiska Kong- o. Stærri flokkurinn hefur reynt að knýja fram samþykkt þar um á héraðsþingi, en stjórn- arandstaðan gengið af fundi í bæði skiptin til þess að hindra slíka samþykkt. xi, Lumumba reynir áfram. í Leopoldville reynir Lum- umba áfram að mynda sam- bandsstjórn fyrir allt landið og kveðst hann hafa aflað sér fylg- is þriggja flokka og geta mynd- að stjórn með örlitlum meiri- hluta. Enn er það talið vafa- samt að Lumumba geti myndað stjórn vegna ótrausts fylgis. Margir óttast, að stjórn við hans forustu myndi leiða til einræð- is, og hneigjast margir að stofn- un sambandsríkja, sem hafi sterka aðstöðu, en sambands- stjórnin tiltölulega veika. Þetta er gerlega þveröfugt við það sem Lumumba vill. Er nú að- eins hálfur mánuður þar til sjálfstæðisdagurinn rennur upp og þarf að hafa hraðan á með stjórnarmyndun. Flótti hvítra manná. Lumumba kvaðst furða sig á fjárflótta og enn frekar á flótta hvítra kvenna með börn sín. Ekkert væri að óttast. Hann kvað eignir hvítra manna ekki verða gerðar upptækar. Bátar eru farnir að koma j norður á Siglufjörð, en ekki hafa þeir farið niargir út ennþá. Síld hefur ekki fundist, svo vitað sé, enda hefur verið bræla á miðunum og hálfkalt. í morg- un var þó komið blíðskapar- veður og hlýja, og voru menn að byrja að hugsa sér til hreyf- ing's. Síldarleitin hefst ekki fyrr en á morgun, en bá verður hafizt handa af fullum krafti, með tveim flugvélum, sem stað- jsettar verða á Siglufii'ði og ' Raufarhöfn. Manntjón í flóði. 11 manns drukknuðu « flóð- um >' Hongkong fyrir skömmu, og 11 annarra var saknað. Þeir, sem fórust voru sex karlmenn, tvær konur og þrjú börn, en ókunnugt er enn um afdrif þriggja karla, einnar konu og sjö barna. Ungur maður og drengur drukkna fyrir vestan. Brerigurinn — níu ára — var héðan úr bænum. Hurð skall nærri hælunt. Ftugvél hrotnaði í lenúingu og maður mesddist. í gær vildi það slys til, að kennsluflugvél frá Flugskólan- lun Þyt, TF-KAP, af Piper Cub- gerð, rakst á háspennustreng við bæinn Fitjakot á Kjalarnesi, og hrapaði þar á túnið. Tveir menn voru í vélinni og mun, annar þeirra, kennarinn, hafði j meiðzt nokkuð, en þó ekki lífs- hættulega. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, að sögn sjónar-^ votta, að vélin kom mjög lágt '■ yfir tún rétt hjá bænum, og geta ■ menn sér til, að ætlunin hafi verið að æfa nauðlendingar. Hins vegar mun stjórnendum vélarinnar hafa yfirsézt há- spennulína, er lá þvert yf.ir tún ið. Skipti það engum togum, að vélin flaug beint á strenginn, og við það mun skrúfa vélar- innar hafa kubbazt sundur, þótt einnig mætti sjá skurð í væng vélarinnar eft.ir vírinn. Vélin virðist hafa haldið beinni stefnu a. m. k. 20—30 m. eftir ái'eksturinn, og óvíst, að hún hefði brotnað jafnmikið og raun bar v.itni, ef hún hefði ekki lent í skurði, sem var í túninu, en þar mölbrotnaði hún. Kennarinn sat í fremra sæti og hlaut hann meiðsli. Nemandinn slapp hins vegar ómeiddur að mestu. Hlaut 12.000 d. kr. sekt. Þegar Arnarfellið var í Kaup- mannahöfn fyrir nokkru, fann danskur tollþjónn 156 heil- flöskur af víni faldar um borð. Tonnþjónninn var að leita í skipinu, eins og gert er ávallt, og hafði hamar til að banka á járnplöturnar, í lítilli skonsu við stýrisvélina. Skyndilega fór hamarinn í gegn, og hringlaga málmplta datt á gólfið, og lét eftir sig gat á plötunni. Þar fyrir innan fann tollþjónninn 156 flöskur af pólsku vodka og gini. Vélstjóri skipsins var látinn bera ábyrgð á þessu, og var hann dæmdur til að greiða 12.000 danskar krónur í sekt og tolla. Nasser er kominn til Júgó- slavíu í opinbera þeimsókn. Honum var vel tekið í Grikk- landi og á Korfu. Kona hans og 4 börn eru tneð honum. Það sviplega slys varð síð- degis á mánudag undan bænum Vatnsdal í Patreksfirði, að rúmlega tvítugur maður og níu ára drengur drukknuðu bar. Héi var um að ræða Erlend Guðmundsson, 22ja ára, elzta son hjónanna i Vatnsdal, og Hilmar Benónýsson, sem átti heima að Heiðargerði 74 hér i Reykjavík en var i sveit í Vatnsdal. Ekki er nákvæmlega vitað um ferðir þeirra eftir hádegi í fyrradag, en þeir munu hafa farið út í vélbát skammt frá landi til að ausa hann og notað lítinn árabát til þess. Honum hefur siðan hvolft undir þeim á leið til lands. Vissi heima- fólk það fyrst um slysið, að báturinn sást á hvolfi skammt frá landi. Nokkru síðar fannst lík Hilmars litla, og voru björg- unartilraunir reyndar árang- urslaust í tvær stundir. Lik Er- lends hefur hinsvegar ekki fundizt, enda þótt vandlega hafi verið leitað og slætt á staðnum, að því er Vísi var tjáð í morgun, er blaðið talaði vestur. Skæruliðar upprættir í Kamerun í V.-Afríku. FelSdir voru 213 og mikið herfáng tekið. Fregnir frá París herma, að í Kamerun í Vestur-Afríku sem fyrir nokkru fékk sjálf- stæði sitt, hafi öryggissveitir gert árás á stöðvar skæruliða, sem unnið höfðu ýms hermdar- verk, fellt marga menn og tek- ið fanga. Samkvæmt fregnum sem borist höfðu til Parísar' frá Yaoundé felldu öryggissveitirn- ar 213 menn, tóku 30 fanga, og mikið herfang. Árásin var gerð suðvestur af Mbouda, þar sem ættflokkar lengi hafa verið í miklum uppreistarhug' og not- uðu sér af því, að mönnum voru almennt gefnar upp sakir fyr- ir þjóðaratkvæðið í apríl. Fóru ættflokkar þessir þá að endur- skipuleggja lið sitt og fóru brátt á stúfana. Loks var þeim veitt- ur frestur til 1. júní að gefast upp og leggja niður vopn sín ög þar sem þeir gerðu það ekki var látið til skarar skríða gegn þeim. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.