Vísir - 19.07.1960, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1960, Blaðsíða 2
t TÍSII Þriðjudaginn 19. júlí 1960 Bœjarþétti? Útvarpið í kvöld: 19.30 Erleííd þjóðlög. 20.30 j Erindi: Hafnarvist Verðandi- manna, II (Sveinn Skorri Höskuldsson magister). — 21.00 íslenzk tónlist: Verk eftir Sigurð Þórðarson. 21.30 „Djákninn í Sandey“ eftir Martin H. Hansen, V. (Séra Sveinn Víkingur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 íþróttir (Sigurður Sig- urðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdótt ir og Kristrún Eymundsdótt- ir) — til 23.20. Happdrætti Langholtssafnaðar. Dregið hefur verið hjá borg- j arfógeta í happdrætti Lang- ! holtssafnaðar. Þessi númer hlutu vinninga: 1. vinningur | nr. 9237. 2. nr. 7804. 3. nr. 1 5205. 4. nr. 14767. 5. nr. ' 13248. 6. nr. 13446. 7. nr. 3343. 8. nr. 13526. 9. nr. 4048. 10. nr. 9221. 11. nr. 834. 12. 10370. 13. nr. 8132. 14. nr. } 1074. 15. nr. 9007. 16. nr. j 11714. 17. nr. 3232. 18. nr. ! 12191. 19. nr. 6532. 20. nr. 3840. Vinninganna má vitja til formanns nefndarinnar, Vilhjálms Bjarnasonar, Álf- ! heimum 35. (Birt án ábyrgð- ar.) Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla er á leið til Noregs. — Askja losar salt á Austur- landshöfnum. Loftleiðir: Hekla er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Khöfn og Gautaborg. Fer til Nev/ York kl. 20.30. Skipadeild SÍS: Hvassafell fór 17. þ. m. frá Archangelsk til Kolding, i væntanlegt til Kolc’i íg 25. 'j þ. m. Arnarfell fór 17. þ. m. ' frá Archangelsk til Sv/ansea, ; væntanlegt til Swaisea 25. > þ. m. Jökulfell fór 17. þ. m. ' frá Hull til Reykjavík'ir. Dís- arfell er í Esbjerg. H lgafell átti að fara 17. þ. m. frá Len- í ingrad til fslands. H > nrafell fór 17. þ. m. frá Hr. .’.iarfirði til Batum. KROSSGÁTA NR. 1193, Skýringar: Lárétt: 2 dýr, 5 um tíma, 7 sérhljóðar, 8 hljóðinu, 9 fang- elsiseyja hjá Dumas, 10 mæli- eining, 11 skagi, 13 oft í kvefi, 15 flík, 16 nafni. Lóðrétt: 1 eftirlifandi, 3 kon- ungur, 4 fjall, 6 hrós, 7 andi, 11 til veiða, 12 var títt áður, 13 spurning, 14 .. feti. Lausn á krossgátu nr. 4192: Lárétt: 2 kóf, 5 td, 7 ly, 8 hrossin, 9 aó, 10 NN, 11 hik, 13 fugls, 15 lag, 16 ótt. Lóðrétt: 1 úthaf, 3 ólseig, 4 þynna, 6 dró, 7 lin, 11 hug, 12 kló, 13 fa, 14 st. Jöklar: Langajökull fór frá Hafnar- firði 15. þ. m. á leið til Riga. Vatnajökull var í Keflavík í gær. Ríkisskip: Hekla er væntanleg til Reykjavíkur árdegis á morg- un frá Norðurlöndum. Esja fer frá Reykjavík kl. 21 í kvöld austur um land í hringferð. Hei’ðubreið er á Austfjörðum á suðui’leið. — Skjaldbreið fer frá Reykja- vík á hádegi á morgun vestur um land til Akureyrar. Herj- ólfur fer frá Vestmannaeyj- um kl. 22 í kvöld til Reykja- víkur. Baldur fer frá Reykja vík í kvöld til Sands, Ólafs- víkur, Grundarfjarðar, Stvkk ishólms og Flateyjar. Eimskipafélag íslands: Dettifoss fór frá Akranesi 16. þ. m. til Livei-pool, Grims by, Gautaborgar, Árhus og Gdynia. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 17. þ. m. frá ísafirði. Goðafoss kom til Antwerpen 16. þ. m. Fór þaðan í gærkvöld til Gdansk og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík 16. þ. m. til Leith og Khafnar. Lagarfoss kom til New York 17. þ. m., fer þaðan um 25. þ. m. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór fi’á Immingham 15. þ. m. til Kahnar, Ábo, Ventspils, Hamina, Leningrad og Riga. Selfoss kom til Reykjavíkur 9. þ. m. frá New York. Trölla foss fór frá Keflavík 16. þ. m. til Hamborgar, Rostock, Ystad, Hamborgar, Rotter- dam, Antwerpen og Hull. — Tungufoss er í Reykjavík. Komast þeir hingað - Frh. af 1. síðu. viðbúið að dýrmæt húsgögn og annað innanstokks mundi eyði- ileggjast af sjó á leiðinni. Vestmannaeyingar segja það misskilning, sem yfir- leitt hefur verið haldið fram, að skipsmenn séu ekki nógu reyndir eða harðir sjómenn. Enginn íslenzkur sjómaður — segja þeir — mundi láta sér detta eitt augnablik í hug, að leggja á Atlantshafið í svo.ua kænu, hvað þá held- ur til Grænlands. í skipinu eru engir botntankar, og yfirbygging er svo þung, að skipið veltur og skoppar á öldunum eins og korktappi, og lætur ekki að stjórn sem skyldi. „Blessaður góði, þetta er eins og vatnabátur, — og hann ekki beisinn," sagði einn reyndur sjómaður í morgun. Skipstjór- inn átti í miklum erfiðleikum með að halda skipinu réttu í gær, og varð ao breyta stefnu um sjö sti’ik fram og aftur, til að halda skipinu á rétturn kili. Ekki var hægt að setja nýtt gler í gluggann í Eyjurn, svo þeir vei’ða að fara glei’lausir hingað. Búist var við að þeir „leggðu í hann“ um 10-leytið í morgun, en fyrirgreiðslumað- ur þeirra, sem hér er — ítalsk- ur — fór með flugvél til bæjar- ins. Kannske það sé líka vissara. Hér kemur Ioks íþróttagrein fyrir þá rólyndu — athuganir á fuglalífi. Maðurinn á myndinni er Vance Packard, bandariskur rithöfundur og áhugamaður um fuglalíf. Áhugi manna á fuglum og háttum þeirra mun vera talsvert útbreiddur í Bandarikjun- um, — og meira að segja talinn til íbrótta, svo að þeir sem vilja iðka greinina geta tekið því með sömu ró og maðurinn á nxynd- inni, auk þess fylgir sá kostur að hér er ekki um að ræða neinn metabarning. Þess má geta til skýringar litlu myndununx neðst, að Packard lék bandariska knattspyrnu í skóla — hin sýnir starfið. Norræni byggingadagurinn undirbúinn. Fulltrúar Norðurlanda á ráðstefnu í Reykjavík, Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík fundur formanna þeirra samtaka á Norðurlönd- um, sem standa að „Norræna byggingadeginum". Á hverju Norðurlandanna eru samtök flestra þeirra, sem að húsagerð standa og koma foi’menn samtakanna saman til að undirbúa Norræna byg'g'- ingadaginn. Á yfirstandandi fundi er rætt um undirbúning að næsta Norræna bygginga- deginum, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn í september 1961. Þar mun að vanda fjallað um þau málefni, sem efst eru á baugi varðandi húsagerð á hverjum tíma, í þetta sinn m. a. um aukna framleiðni og lækkun byggingakostnaðar. Fyrsti „Norræni bygginga- dagurinn" var haldinn í Stokk- hólmi árið 1927 og síðan reglu- lega, nema á stríðsárunum, fyrst á fimm ára fresti en síðar með þi’iggja ára millibili. Síð- asti „Norræni byggingadagur- inn“ var haldinn í Osló fyrir tveimur árum. Var þá aðallega x’ætt um smáhúsagerð, skipulag þeix’ra og ýms atriði önnur er hana varðaði. Tilgangurinn með „Norræna byggingadeginum“ er einkum sá að ræða og kynna á hag- kvæman hátt húsagerð og það sem að henni lýtur á Noi’ður- löndum. Er það m. a. gert með sýningum, kynnisferðum, er- jndum og persónulegum við- ræðum eða eftir því sem bezt hentar á hvei’jum stað eða efst er á baugi. í sambandi við „Norræna byggingadaginn“ eru gefin út rit, eitt sem inniheldur ræður þær, sem haldnar eru vegna „Norx-æna byggingadagsins“ og annað, sem inniheldur myndir og teikningar úr norrænni húsagerðarlist. Formannafundurinn hefur tvisvar verið haldinn í Reykja- vík, hinn fyrri árið 1954 til að undii’búa „Norrænan bygg- ingadag“ í Helsingfors. Á fundinum eru mættir for- menn allra stjórnanna á Norð- urlöndum nema sá finnski, en í hann stað mætir ritari stjórnarinnar. Frá Danmörku er Kern Jespersen, verkfr., sem er forseti norrænu sam- takanna, J. C. Kielland, arki- tekt, Noregi, form. norsku hús- næðismálastjórnarinnar, Nils Nessen verkfr., Svíþjóð, Nick Lin arkitekt, Finnlandi í stað J. Siern arkitekts og Hörður Bjarnason húsameistari ríkis- ins, auk Gunnlaugs Pálssonar arkitekts og Axels Kristjáns- sonar frkstj. Austurbæjarbio sýnir í kvöld í fyrsta sinn kvikmyndina „Rauða ridd- arann“ (II Mantello Rossi). Kvikmynd þessi er ítölsk og í litum, en danskur texti er í henni. Aðalhlutverk leika Bruce Cabot og Patricia Medina. Stjörnubíó sýnir í kvöld í allra síðasta sinn hina frægu kvikmynd „Brúi yfir Kwaifljót“, í allra siðasta sinn. Kvikmynd- ar þessarar hefur oft verið getið hér í blaðinu og mælt með henni, enda er þetta með frægustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. Al- kunnugt er, að margir hafa hrifist svo af þessari mynd, að þeir hafa séð hana tvisvar og jafnvel oftar. Kópavogskirkju berst stórgjöf. Frxi Sonja B. Helgason, Kárs- nesbraut 41, Kópavogi, hefur í dag gefið Kópavogskirkju kr. 10000 — tíu 'þúsund krónur — til minningar um eiginmamx sinn, herra Axel Helgason, seuu lézt fyrir réttu ári síðan. Um leið og ég þakka þessa höfðinglegu gjöf fyrir hönd Kópavogssafnaðar, nota ég tækifæi’ið til að þakka einnig ýmsum öðrum gefendum. sem þegar hafa stutt kirkjubygg- inguna með meiri og minni fjárfi’amlögum. Vei’ður þeirra getið nánar síðar. Kii’kjan er nú að rísa og mun á komandi öldum lýsa hug þeirra sem leggja þar hönd að verki. Gunnar Árnason. Sfóbjörgunarraðsíefnu Norðurfanda loki), Eins og áður er kunnugt í fréttum var haldin hér í Reykjavík Sjóbjörgunarráð- stefna Norðurlandanna á veg- um Slysavarnafélags íslands dagana 30. júní—1. júlí, og sátu hana framkvæmdarstjórar Sjó- slysavarnafélaganna á Norður- löndum auk fulltrúa úr stjórxi- um félaganna og manna er mᣠþessi varða sérstaklega. Á ráðstefnunni voru fyrst og íremst rædd málefni, sem eru efst á baugi og mikið varða sjó- slysin eða sjóbjörgunarmálefrxi þessara landa, þar á meðal til að kynna og fá tekin í notkun ódýr radio neyðarsenditæki, hvernig hagkvæmast og bezt verði að framkvæma leit og hjálp til nauðstaddra sérstak- lega á hafinu kringum ísland og að halda áfram tilraunum með að halda úti skipi í Norðursjón- um til veðurathugunar og björg unarstarfa. Minnkið ekki herinn. Salisbury a&varar brezku stjórnina. Salisbury lávarður varaði brezku stjómin mjög alvarlega við að fœkka í hernum, við um- rœður, sem fram fóru í lávarða-■ deildinni fyrir skömmu. Hann í’éðst á þá stefnu stjórn- arinnar að leggja niður ýmsar fótgönguliðssveitir. Hann sagði meðal annars: Það er rangt að leggja niður ýmsar beztu her- deildir okkar, nú þegar útlitið versnar dag frá degi.. Hann minnti á vandamálið í sambúðinni við Cúbu, njósna- flugin og hótunarræður Krú- sévs, og kvað þetta vera nægar ástæður til að Bi’etland héldi herafla sínum óskertum.# Salisbui’y minntist einnig á ógnaröldina, sem nú ríkir í Kongó og sagði um það m. a.; Getum við verið svo viss um, að ekki muni þurfa að vernda líf og eignir brezkra borgara og þeirra Afríkumanna, sem Bret- um eru trúir, jafnvel eftir nokkra mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.