Vísir - 27.07.1960, Blaðsíða 10
10
V í S I B
Miðvikudaginn 27. júlí 1960
H. WOGAK:
ASTARSAGA
11
meira um það, ekki að sprja hver tilgangurinn sé með þessu....
aðalatriðið er að það breytir engu milli min og þín.“
„Breytir ekki neinu? Hvað áttu með því, Jack“
„Þú veist ofurvel hvað ég á við,“ sagði hann. „Þú hefur ekki
gleymt dásamlega deginum í sveitinni og hvað við upplifðum þá.“
Gleymt.... Gleymt heillandi andlitinu, augunum, sem ljómuðu
af viðkvæmni, gleymt faðmlögum hans. Gleymt hamingjunni
sem fyllti hana af þakklæti til lífsins og forsjónarinnar. Gleymt
sólinni, sem skein milli trjánna, litaskiptum vorsins — bláu, brúnu
Og fjólubláu, ilminum af vakandi mold. Gleymt öllum ástarorð-
lim — gleði, eftirvæntingu, heitum....
Hún hafði falið hendurnar undir yfirsænginni, hún spennti
greipar og þrýsti þeim að brjóstinu, eins og hún vildi biðja urn
þrek. Andlit hennar var fölt undir þykkum umbúðunum. En hún
varð að gera þetta, varð að gera Jack frjálsan — leysa hann frá
Öllum skyldum gagnvart ósjálfbjarga örkumlastúlku.
„Það var dásamlegur dagur sem við vorum í sveitinni,” sagði
hún létt. „Eg hef ekki gleymt honum og eg man að þú kysstir
mig.“
„Manstu ekkert annað, Jill? Gerðist ekki neitt fleira milli
okkar þann dag? Dálítið sem gildir fyrir allt lífið og er óhaggan-
legt. Manstu ekki að ég sagði að ég elskaði þig? Og manstu ekki
hverju þú svaraðir?“
Rödd hans skalf, hún þagði augnablik áður en hún gat svaraö.
„Nei, því hef ég alveg gleymt,“ svaraði hún í sama létta tón-
inum, „og það finnst mér að þú ættir að gera líka. Það var ekki
nema augnabliks hughrif, Jack, maður getur orðið hálfvegis
ruglaður stundum — ekki sízt á vorin.“
„Þú veist sjálf að þetta er bull, ‘ sagði hann fastur. „Hvað
gengur eiginlega >að þér, Jill?“
„Eg er að kenna sjálfri mér að ég er blind,“ sagði hún.
„Eg skil það,“ svaraði hann rólega og fastmæltur. „Og nú
ætlaröu að reyna að kenna mér, að það sé sama og að við segjum
.sundur með okkur. Hélstu að ást mín til þín væri svona hvikul?
Þú hefur kennt mér hvað ástin er, Jill. Þú hefur opnað dyrnar
að nýjum heimi fyrir mér. Eg elska þig — elska þig heitar nú
en nokkurntíma áður.“
„Eg efast ekki um það, þegar meðaumkvun þín bætist ofan á.“
„Meðaumkvun er yfirgripsmikið og útslitið orð, það á ekki við
hjá okkur. Eg þjáist með þér, en ég villist ekki á ást og með-
aumkvun,'1 sagði hann og það var hiti í röddinni.
Nú varð þögn aftur — þögn sem titraði af þrá og kvíða.
„Mið tekur þetta sárt, Jack,“ sagði hún lágt. „Eg hefði kannske
ekki átt að segja þetta um meðaumkvunina. En er ekki bezt að
yið tölum út um þetta?“
„Tala þú, ég lofa því að hlusta á þig....“
„Þú hefur rétt að mæla, Jack, að við lifðum dásamlegan dag
saman," sagði hún, „en af minni hálfu var þetta aðeins stemn-
ing.... Það var hvorki upphaf eða endir á neinu, frá mínu sjón-
armiði. Mér þykir mjög vænt um þig, en tónlistin er þaö eina,
,sem mig varðar nokkru. Eg hafði aldrei hugsað mér að giftast
og hætta á listamannsbrautinni — hætta við allt það, sem mig
dreymdi um áður.... áður....“
„Þessu trúi ég ekki,“ sagði hann kuldalega. „Þú ert ekki þannig
gerð.“
„Því skyldi mér detta í hug að skrökva að þér?“
„Mér getur ekki hafa skjátlast svona um þig.“
„Þú hafðir ekki þekkt mig nema fáeina daga,“ svaraði hún.
Hann bandaði frá sér, óþolinn.
„Það skiptir etngu máli, nvað okkur snertir.“
Hún lét sem hún tæki ekki eftir hvað hann sagði og hélt
áfram í sama tón:
,,Þú varst svo öruggur um sjálfan þig, Jack, þú hélst þinu
striki án þess að líta til hægri eða vinstri. Starfið þitt og verk-
smiðjan var þér fyrir öllu. Vöxtur og viðgangur var orðtak þitt. j
Að visu hafðir þú umhyggju fyrir starfsfólki þinu á vissan hátt,1
en sástu eiginlega manneskjurnar að baki hlutverki þeirra. Nema j
sem verkfæri til að ná þvi marki, sem þú hafðir sett þér? Eg j
held ekki — og svo datt mér í hug, að láta þig fá augastað á i
mér. Reyna hvort mér tækist að fá þig til að gleyma starfi þínu |
og metnaðarsókninni. Það var þess vegna, sem ég fór með þér, i
það var þess vegna sem ég kyssti þig — það var alls ekki tákn
þess að ég elskaði þig.“
Hún þagði augnablik og kipraði varirnar.
„Haltu áfram,“ sagði hann kuldalega.
Rödd Jill var róleg ennþá og köld og hún hélt áfram:
„Eg vil ekki að þú haldir að þú sért eini karimaðurinn, sem
ég hef kysst á æfinni, Jack. Það ertu ekki, — ég hef hitt marga í
London, og ég hef skemmt mér talsvert mikið.“
„Einmitt það — þú hefur skemmt þér mikið? Og fengið reynslu
til að nota, þegar þú hittir auðtrúa fáráðling eins og mig?“
Það var bítandi kuldi i röddinni.
„Já, — ef þú vilt orða það þannig — og reyndar er það satt.
Hafðu vinsamlegt ráð, Jack, — hverfu aftur að starfi þínu og
gleymdu mér.“ Hún reyndi að hlæja. „Og innan mánaðar muntu
þakka heillastjörnu þinni fyrir að þú giftist mér ekki. Þú átt að
giftast annari, sem getur orðið þér stoð og til gleði.“
„Ég fer að halda að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði hann
drungalega. „Þetta var talsvert sannfærandi prédikun.“
Hún heyrði að hann stóð upp af stólnum, hún fann að hann
laut niður að henni.... Fyrir innri sjónum gat hún séð hann,
séð hvern andlitsdrátt hans, en hún gat ekki séð yfirbragð hans.
„Þá er ekkert fleira um þetta að tala, Jill,“ sagði hann.
Hún hristi höfuðið, hún var komin að niðurlocum.
„Eg giftist líklega einhverri, sem getur hjálpað mér i starfi
mínu — hjálpað mér til að lita ekki á manneskjurnar, eins og
þú sagðir með nokkrum rétti. Það er kannske bezt að það verði
svo, það liggur við að ég fari að halda það. Vertu sæl, Jill. A ég
að skila kveðju heim?“:
„Nei, þú þarft ekki að skila neinu.......Hún vildi ekki láta
hann fara strax, hún átti dálitið ósagt ennþá. ..Mér þykir vænt
um að þú tekur þessu svona rólega, Jack. Mér væri illa við að
baka þér sorg. Þú ert góðmenni og óeigingjarn í hjarta þinu, það
veit ég mætavel — þú átt eftir að vinna gott starf um æfina.
Eg — ég mun aldrei gleyma þér....“
Hann hló lágt. „Það var fallega sagt, Jill....“
Hún heyrði dyrnar opnast og lokast. Nú var hann farin, — nú
var það gert. Öllu lokið — óendurkallanlega lokið.
Rólega og að yfirlögðu ráði hafði hún myrt ást hans, eyðilagt
það göfugasta og dásamlegasta, sem hfið hafði nokurntíma gefið
þeim. Hún hafði gert honum illt, en hún hafði um leið gert hann
frjálsan. Hún hafði slitið öll bönd milli þeirra — hann mundi
aldrei finna til þess að hann ætti henni nokkuð upp áð inna.
Blindu stúlkunni, sem var nærri því orðin konan hans.... Hún
hafði bjargað honum undan vonlausri byrði, æfilangri fórn.
Og hún sjálf — hún hafði endurminninguna. Endurminninguna
um lífið, eins og það hafði verið — minningu um drauminn urn
lifið. Allt var hrunið í rúst, og nú lá hún þarna ein í ævarandi
ráyrkri og hafði ekkert að grípa i....
Og nú fyrst komu tárin, gráturinn hristi allan líkama hennar
frá hvirfli til ilja, bindið um augun varð gegndrepa af tárum.
Þarna lá hún i kæfandi, óumræðilegri örvæntingu og ótta við
framtíðina.
Þá heyrði hún allt i einu rödd — elskaða rödd, þrungna af ást
og viðkvæmni.
„Hvers vegna ertu að gráta, Jill?“
„Jack?“
„Þú hélst að ég væri farinn? Þú varst viss um að ég væri far-
inn út og kæmi aldrei aítur?“ Það var nærri því svo að heyra að
A
KVÖLDVflKM
*
R. Rurroughs
‘VOU iWSHT B£ THE SOLE HEIE TO
BAKWES SHIPF’INS, INC.(<' BOYLA.M
KEFLECTER *AHI7 IF 90, YOU WILL
NOT WAMT AMY INCRJAAINACTING
EVII7ENCE AKOUNf—
TARZAN -
w
3613
— Þér eruð einkaerfingi
Barnes-félagsins, ef Bobby
er látinn og það væri ekki
þægilegt að ný vitneskja
nHEEEFOREs I AA SUKE
YOU WON'T OBJEGT TO
FUKCHASING THE WESSAGE
I HOLC7— FOK A WOPEST
FKICE, OF COUK.SE/'
fengist. Eg er því viss um
að þér rnunið kaupa bréfið
af mér fyrir litilræði. — Þér
eruð svín, sagði Barnes.
I bæ nokkrum í Hellas var
það siður, að þegar bæjarfull-
trúi ber fram tillögu, þá er
snara sett um háls honum er
hann stígur í ræðustólinn. Ef
tillagan verður samþykkt, þá
er snaran samstundis losuð, en
verði tillagan felld, þá er ræðu-
stólnum sparkað undan honum.
Hvernig væri að taka þetta sy-
stem upp hér á alþingi og í bæj-
arstjórn?
Hneykslaður spurði gestuf-
inn:
— Þjónn, hvers vegna er súp-
an svona þunn?
— Mér þykir fyrir þessu,
sagði þjónninn. — En þakið í
eldhúsinu lekur.
*
Nýlega er dáinn milljóna-
mæringur Charles M. Bouise í
Dallas. Hann hefir ánafnað
konu sinni allar eigur sina með
því ófrjávíkjanlega skilyrði, að
hún reyki á hverjum degi sjö
Havanavindla. Skýringin er sú:
Að kona hans hafði alla ævi
hans harðlega bannað honum
að reykja. En hann var undir
íleppnum.
★
— Ætlarðu að telja mér trú
um, að hann leiki á fiðlu eins
og Yehudi Menuhin?
— Já, hann hefur hana und-
ir hökunni.
-¥■
— Hentugasti tíminn til þess
að afla sér vina er áður en mað-
ur þarf á þeim að halda.
★
— Veikin, sem þér hafið er
ekki hættuleg. Bara 3 af hundr-
aði deyja úr henni.
— Já, læknir, en eru þessir
þrír þegar dánir?
★
Það var stór heræfing. Liðs-
foringinn henti sér á jörðina og
hrópaði:
— Eg er fallinn, þér takið við
stjórninni, Johnsen liðþjálfi.
— Eg hef tekið stjórnina,
— Komið strax með skóflur.
-¥
Joe Louis, fyrrverandi heims-
meistari í hnefaleik, var eitt
sinn í bíl með vini sínum. Þeir
lentu í árekstri við vörubíl.
Enginn meiddist, og ekki var
auðvelt að segja um, hverjum
áreksturinn hefði verið að
kenna, en vörubílstjórinn rauk
út úr bíl sínum og jós skömm-
um yfir Joe Louis og hótaði hon-
um líkamlegum meiðingum.
Er leiðir skildi, spurði vinur-
inn, hvernig í ósköpunum hefði
staðið á því, að hann hefði látið
bjóða sér annað eins. — Hví
gafstu dónanum ekki einn á
liann? spurði hann.
— Það er nú það. anzaði Joe
Louis. — Heldurðu, að Caruso
hefði sungið aríu fyrir hvern
þrjót, sem móðgaði hann?
-¥
Einhver spurði blökkumann
jfrá Richmond, sem var í heim-
sókn í Norður-ríkjunum, hvað
margir íbúar væri í borg hans.
— Eg veit það ekki vel, herra,
svaraði negrinn. — En eg gizka
á að þeir séu þetta um það bil
125 þúsundir — þegar hvítir
eru taldir með.