Vísir - 24.08.1960, Síða 6

Vísir - 24.08.1960, Síða 6
B V f S I B Miðvikudaginn 24. ágúst 1960 WKSXR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. ▼íatr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíCur. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 3,00—18.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Felagsprentsmiðjan h.f. Þeir þögnuðu fijétbga. Það fór eins og Vísir sagði fvrir í síðustu viku. Þótt andstöðu- flokkarSjálfstæðisflokksins í i bæjarstjórn rækju upp skræk í sambandi við breyt- j ingu þá, sem gerð var á fjár- hagsáætlun bæjarins og gerðu harla lítið úr þeirri lækkun á’ útsvörum bæjar- búa, sem þar var boðuð, voru þeir fljótir að átta sig á því, að betra var að fara varlega í þessu máli. Það var vitað, að hver mundi geta áttað sig á þessu máli fyrir sjálfan sig, þegar hann fengi í hend- ur upplýsingar um það, hvert útsvar hans — eða hennar — yrði að þessu sinni. Að öllu óbreyttu lækka tekjuútsvör að jafn- aði um fjórðung. Eitt af því, sem Tíminn og Þjóðviljinn voru látnir benda á, var það, að ,,við reisnin“ gleypti svo að segja allar þær milljónir, sem kæmu í hlut Reykjavíkur af söluskattinum. En sá á- róður gat einnig komið þeim í koll, svo að siglt var með meiri gætni en menn eiga almennt að venjast hjá þeim rauðu. Þetta er nefni- lega i fyrsta skipti sem rík- isvaldið gerir tilraun til að bæta bæjarfélögunum það, að breytingar verða til hækkunar af völdum að- gerða í efnahagsmálunum. Rauðu flokkarnir geta ekki bent á neitt dæmi þess, að þeir hafi sýnt svipaða tillits- semi, þegar þeir hafa verið í stjórn — eða hvað gerði stjórn Hermanns Jónasson- ar, sem komst nærri þessu? Það er eðlilegt, að framsóknar- menn og kommúnistar eru hljóðir þessa dagana. Það vakti líka athygli, þegar breytingarnar á fjárhags- áætluninni voru ræddar á fundi bæjarstjórnar á VGGIR 06 VEGLEYSIR EFTIR Víðförla fimmtudaginn, að fulltrúi Framsóknarflokksins, Þórð- ur Björnsson, mælti varla orð, og er hann þó vanur að reyna að hrekja bæjarfull- trúana úr húsinu með lang- lokum sínum, þegar hann telur sig hafa fundið ein- hvern höggstað á andstæð- ingum sínum. Má segja, að fokið sé í flest skjól, þegar þessi maður treystir sér ekki til að standa upp og halda margar og langar ræður um svo sem ekkert. Ekki er ósennilegt, að líkt fari um áróður rauðu bræðra- flokkanna á öðrum sviðum á komandi tímum. Þeir hafa nú hamazt vikum og mán- uðum saman gegn ráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar, en vita þó í hjarta sínu, að stjórnin gerði það eitt, sem hefði átt að gera fyrir löngu. Þeir sögðu í upphafi, að stefnan væri röng, alröng, og mundi leiða til allskonar vandræða og loks hruns. Nú eru þeir hættir að tala um það, en segja hinsvegar að hún ætli að mistakast. Má segja, að þar sé mikil breyt- ing á orðin. Hyggilegast væri fyrir stjórn- arandstöðuna að temja sér þjóðhollustu, sem væri í því fólgin að gera sitt til þess að efnahag landsmanna' verði komið á réttan kjöl. I Þeir fengu sitt tækifæri fyr-j ir fjórum árum til að stjórna 1 landinu og koma því út úr; eyðimörkinni, sem kallað; Veizlujargan ýmissa opin-’ berra aðila hefur keyrt svo úr hófi fram í sumar að jafnvel veitingamönnum er farið áð ofbjóða og eru þeir þó ýmsu vanir í bruðli. Það hafa verið hér ótal þing og nefndarfundir og öllum hefur orðið að halda veizlur og þær oftast margar. Eg hefi haft dálitla nasasjón af sumum þeirra og fundist nóg um. Það sagði mér einn veit- ingamaður hér í bæ að hjá hon- um væri búið að halda 4 veizl- ur í tilefni af vígslu Steingríms- stöðvar og munu þó einhverjar hafa verið haldnar annarsstað- ar. Við skulum fara að átta okkur á því að við'fáum aðeins spé og spott fyrir svona hátta- lag. Það er gaman að taka velj á móti gestum og veita vel en j þetta og annað eins heitir og er ekkert annað en flottræfils- háttur. Valhöll á Þingvöllum hefur bakast vel við þennan austur- j eld í sumar og má þó segja að j staðurinn sé ekki þannig útlít- andi að þangað sé bjóðandi inn höfðingjum. Eigendur þess staðar hafa gjörsamlega van- rækt allt viðhald mörg undan- farin ár og nú er svo komið að öll húsakynni eru í svo mik- illi niðurníðslu að hörmung er að sjá. Snyrtiherbergi hafa alltaf verið ófullkomin þarna og í stöðugri afturför. (Þrátt fyrir klósettstyrk frá því op- inbera). Það er ekki af því að þau séu sérlega þröng heldur vantar þar tæki og þeim gömlu er ekki haldið við. Um handklæðin þar talar maður ekki. Síðast er eg kom þarna var komin stór skella af gul- um gólfdúk á mitt gólf aðal- salsins og þarna hafa ráðherrar og aðrir mektarmenn verið í boðum í sumar og ríkisstjórn og borgarstjórn og margir aðr- ir aðilar ausið út stórfé í veizluhöld öll undanfarin ár. Ef það væri ekki fyrir Sigurð Gröndal, sem þarna er veit- ingamaður, væri ekki komandi í Valhöll. Eigendurnir eiga sannarlega ekki nema skömm skilið fyrir sinn hlut. A8 Hvolsvelli var verið að vígja nýtt danshús nú nýlega, það er að segja það á að koma meira seinna, en danshúsið varð að ganga fyrir svo plássið væri samkeppnisfært í fylliríis- málum. En það lá ekkert á að fá í gang veitingastað þarna þó að í allri Rangárvallasýslu sé enginn slíkur staður í boðleg- um húsakynnum eða með fram- bærilega þjónustu. Á Hvöls- velli er þó eini staðurinn sem fólk vill verzla við í sýslunni en þar býr veitingamaðurinn við slík húsakynni og van- rækslu í viðhaldi að ótrúlegt er. En þetta er alveg í ætt við annan menningarbrag þarna á Suðurlandi. Ballhúsin skulu ganga fyrir en hvort hægt er að veita þeim þúsundum ferða- manna, sem sækja í þessar sveitir, sómasamlega fyrir- greiðslu er aukaatriði. Nýi Laugardalsvegurinn upp í Biskupstungur v.erður skemmtileg leið og áreiðan- lega fjölfarinn. Það mun íeitun á eins fallegu útsýni eins og af hólnum fyrir ofan Efstadal. Nú verður að herða róðurinn að fá Lyngdalsheiðarveginn líka og brúna á Tungufljót hjá Geysi. Þá verður gaman að ferðast austur. var. Þeir gáfust upp og hlupu frá öllu saman. Það var ekki karlmannlegt, og þótti þó mörgum, að þar, færi mjög að vonum. En1 það er hvorki karlmennska né drengskapur fólginn í því' að reyna að hindra, að bætt verði fyrir afglöp þeirra. MINNISBLAÐ FERÐAMANNA. Ferstikla hefur fengið á sig gott orð í sumar, Botnsskál- inn þarf að hafa meiri snyrtimennsku í u.mgengni. Bæði Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustúr haia fengið mikið hól í mín eyru fyrir góða frammistöðu. Mér er sagt, að vegurinn kringum Vatnsnes í Húnavatns- sýslu sé erfiður og varasamur lágum bílum. Það á að laga veginn frá Grindavík út að Reykjanesvita nú í haust, pen- ingarnir eru til en það kvað vanta tækin til að vinna verkið. En nú má ekki láta hinn veginn falla í vanrækslu því þessi hringakstur verður skemmtilegur. Víðförli. Þetta er ssgur. Það er óhætt að segja, að í útsvarsmálinu hafi Sjálf- stæðisflokkurinn unnið mik- inn sigúr, þótt þar hafi í rauninni ekki verið um j neina baráttu að ræða. Sig- urinn er í því fólginn, að al- menningi er sýnt fram á, að þær hliðarráðstafanir, sem boðaðar voru af ríkisstjórn- inni, eru ekki loforð ein, heldur koma fram í minni áLögum fyrir þá, sem minnsta hafa getuna til að bera byrðar. Fjölskyldubæturnar voru aukn- ar til þess að létta barna- fjölskyldum lífsbaráttuna þegar verðlag hlaut að hækka vegna réttrar gengis-| skráningar. Frádráttur við skattframtal var aukinn til muna fyrir alla, einhleyp- inga sem fjölskyldur, og loks hefir nú tekizt að lækka útsvörin, svo að miklu mun- ar fyrir hvern einstakan. Almenningur mun sjá af þessu, að það er fjarstæðukenndur áróður, sem kommúnistar og íélagar þeirra í Fram- sóknarflokknum viðhafa, Leiðrétting á sSysfregn. I frásögn um dauðaslys, sem birtist í Vísi í gær, urðu þau leiðinlegu mistök, að sagt var þegar þeir segja að stjórnar- stefnan sé við það miðuð, að níðst sé á þeim, sem minnst bera úr býtum í þjóðfélaginu. Núverandi rík- isstjórn hefir einmitt gert meira til að rétta hlut þeirra, sem verst eru settir. en nokkur stjórn, sem að völdum hefir setið. að maðurinn. Jón Valgeir Hall- varðsson, hefði fallið ofan af fjórðu hæð á húsi, og að hann hefði verið færður af slysstað — eða farið sjálfur — áður en sjúkrabifreið kom í. staðinn. Þetta er ekki rétt, og biður Vísir afsökunar á missögninni. Jón mun hafa verið í stiga við einnar hæðar hús, og fallið tiJ jarðar þaðan. Hann var ekki færður til á neinn hátt áður en sjúkrabifreiðin kom á staðinn, skv. frásögn lögregluþjóna, sem komu á slysstað nokkrum augnablikum eftir að slysið varð. Missögnin varð vegna rangrar bókunar á slökkvistöð- inni. Býsna alvarlegt mal — Einn af lesendum blaðsins, góður og gegn borgari, kom fyrir 2—3 dögum að máli við þann, sem sér um þennan þátt, og ósk- aði eftir, að vakin væri athygli á eftirfarandi, sem hann taldi sig hafa öruggar heimildir fyrir, en það væri, að búið væri eða því sem næst að kaupa frystivélar í skip til flutnings á meira en helmingi meira magni af freð- fiski, en ársframleiðslan nemur. Það væri að visu nauðsynlegt, að til væri nægur skipastóll með frystivélum, til að flytja fram- leiðsluna á erlendan markað, en sér virtist hér allt of langt gengið i veitingu slíkra leyfa, og væri þetta býsna alvarlegt mál fyrir margra hluta sakir, þótt hann kysi að aflað væri upplýsinga um það frá aðilum, sem öllu væri kunnugri en hann, og ein- hliðin á málinu væri þessi: Ein lvlið málsins. Eimskipafélag Islands, sem mikils væri krafist af, hefði komið sér upp slripastól með frystivélum, og mun það anna útflutningi frystrar framleiðslu er næmi 86 þús. lestum árlega, en á síðari árum hefði öðrum félögum verið veitt leyfi til kaupa á hverju skipinu á fætur öðru með frystivélum, og myndi flutningsgeta þeirra vera orðin yfir 60 þúsund tonn eða verða innan tíðar, en ársframleiðsla á freðfiski kvað vera um 70 þús. smálestir. Önnur skip en Eim- skipafélagsins geta því nú eða a.m.k. innan tiðar annast svo til allan þennan útflutning, og horfir þá svo, að Eimskip fái lítið eða ekkert af slíku að ílytja. Borgarinn kvaðst ekki vilja á neinn hátt fara dult með það, að þetta — þessi þróun — heíði orðið sér umhugsunarefni vegna gamallar velvildar til Eimskipa- félagsins, sem öll þjóðin sam- einaðist um, til þess að það gæti annast nauðsynlega þjónustu i hennar þágu á þessu sviði. Alla tíð hefðu miklar kröfur verið gerðar til þess, en á síðari árum ■ virtist sér og í vaxandi mæli, I að ráðandi menn séu of gleymnir á það, hvað þjóðin á þessu félagi að þakka, og hvert hlutverk þess er enn í dag. Á bví liefðum við ekki efni. j Hann kvað það ekki vaka fyrir sér, að engum öðrum aðila mætti veita heimild til að smíða og reka skip eða að ekki mætti veitanein- um stuðning i þessu efni, og sam- keppni væri Emskipafélaginu nauðsyn seri cðrum stofnunum, j en hér hefi verið of langt gengið, 1 er leyfð væru skipakaup til flutnings á helmingi meira ! magni af freðfiski, en þörf væri fyrir. Hann vildi spyrja hvort nægur gjaldeyrir væri til þess? Og jafnvel þótt hann væri til, hefði honum ekki mátt betur verja en á þennan hátt, þ.e. fara út fyrir öll skynsamleg mörk I með það að kaupa dýr skip og vélar til flutnings á helmingi meiri framleiðslu en fyrir hendi væri? Ríkisstjórnin ætti sannar- lega að geta haft í hendi sér, að hér sé öllu haldið innan hæfi- legra marka. 1 Bergmál taldi rétt, að koma því hér á framfæri, sem lesandi blaðsins bað um. Hlut- verk þess er að vera vettvangur fyrir lesendur, svo að þeir geti látið skoðanir sínar í ljós í ekki allt of löngu máli, og er nú sem jafnan, orðið laust fyrir þá, sem ! hér kunna að vera á öðru máli.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.