Vísir - 24.08.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 24.08.1960, Blaðsíða 10
Miðvikudaginn 24. ágúst 1960 |0 H. WOGAN: UjCHa4j^ullíHH ÁSTAKSAGA v____________________J \ 24 Bob Millar sat við rúmstokkinn hjá Jill, er hún vaknaði úr yfir- liðinu. Hann tók varlega í höndina á henni, næmir fingur henn- ar þukluðu varlega á hörðum, vinnulúnum höndum hans; svo læstust þeir fast um úlfnlið hans „Pabbi,“ hvíslaði hún. „Já, Jill, vertu ekki hrædd. Þú ert ómeidd, þó að veslings höf- uðið á þér fengi slæmt högg í annað sinn. Þetta skeði skammt héðan, og þeir komu með þig hingað.“ „Hingað,“ endurtók Jill forviða, „hvar — hvar er ég?“ i „Heima í gamla rúminu þínu, heil á húsi og óbrotin.“ „Ó, en hvað það er indælt að vera heima." Bob Millar horfði á nábleikt andlit dóttur sinnar, undir ljósa jhárinu. Hvað hafði komið fyrir blessunina hana Jill hans? Hann' gat ekki séð urmul eftir af hamingjunni og lífsgleðinni, sem hafði .Stafað af henni fyrir nokkrum vikum. „Hvar er King?“ spurði Jill allt í einu. „Hann bjargaði lífi þínu, en hann ... Ja, það var ekkert hægt að gera við því...“ „Er King dauður?“ spurði Jill og róddin varð eins og tíst. „Hjólin á bílnum fóru beint yfir hann, hann hefur drepizt á svipstundu. Hann fórnaði lífinu fyrir þig, Jill — hann var trúr þér fram í dauðann ... Æ, gráttu ekki svona, Jill...“ EnJill grét heitum, beiskum tárum, sem runnu niður á kodd- ann. „Þú getur fengið annan hund, Jill." sagði Bob vandræðalega Og deplaði augunum í ákafa til að ná burt sínum eigin tárum. „Enginn getur bætt King upp — það — það er svo margt, sem ekki er hægt að bæta upp,“ sagði hún og héltt áfram að gráta. Bob Millar fannst léttir að því að konan hans kom inn og faðm- aði Jill að sér. i „Guði sé lof að þú ert vöknuð, barnið mitt — líttu á, hérna kem Hún heyrði skrjáfa í nýstroknum kjól móður sinnar — hún fór út aftur. Faðir hennar stóð upp og svo settist einhver annar á rúmstokkinn hjá henni og rétti henni stóran, rjúkandi bolla. Hún tók um hendurnar, sem héldu á bollanum, til að geta borið hann upp að vörunum, en sleppti þeim fljótlega aftur. „Jack...“ „Já, víst er þaö ég, elskan mín, ég kom undir eins og ég frétti livað komið hafði fyrir. Hvers vegna fluttu þeir þig hingað en ekki heim til þín?“ „Eg ætlaði mér hingað.“ „Enhvers vegna vildir þú fara hingað?“ „Eg var á leiðinni hingað þegar slysið varð. Og ég hef hugsað mér að fara aldrei til þín aftur, Jack.“ Hann setti frá sér bollann og tók fast um úlinliðina á henni. Hún streittist á móti, en hafði lítið afl á við hann. „Jill, við verður að komast til grunns í þessu,“ sagði hann í öng- um sínum. „Þú mátt ekki yfirgefa mig — ég elska þig svo heitt, og þú elskar mig — við getum hvorugt án annars verið, Jill. Manstu þegar við hittumst í fyrsta sinn hérna, og þú spilaðir fyrir mig? Og allt það, sem við höfum átt sameiginlegt síðan — Jill, þú mátt ekki spilla æfi okkar----fyrir ...“ „Talaðu út,“ sagði hún ögrandi. „Fyrir það að þú einhverra VÍSIB hluta vegna vilt eiga bæði eiginkonu og hjákonu." Loksins virtist hann missa stjórn á sér. „Það er lygi,“ sagði hann ákafur, „brjálæðiskennd ímyndun og firra, sem þú getur ekki losnað við. Eg hef sagt þér aftur og aftur að þessi hjákona er ekki til.“ „Og ég hef reynt að trúa þér,“ sagði hún lágt, „líklega af því að mig langaði til að trúa þér. Eg elska þig — það er satt — og mun alltaf elska þig. Já, þú hefur rétt að mæla — án þín vildi ég eins vel deyja ... En ég hef talað við Sylviu Braden. Hefurðu gleymt því?“ Nokur stund leið þangað til hann svaraði. „Það voru engir blóðblettir á skrifstofugólfinu, Jill,“ sagði liann svo. „Skrifstofudyrnar voru læstar — og þú hafðir engan lykil.“ Allt í einu settist Jill upp í rúminu. „Þú ert að reyna að fá mig til aö trúa, að þetta sé allt ímyndun mín. Alveg eins og þegar þú og Dulcie reynduð að sannfæra mig um, að bréfið, sem sent var til þín, væri ímyndun ein.“ „Hverju viltu að ég trúi, elskan mín?“ Röddin var volandi von- leysi. „Komdu með mér heim, Jill, og gleymdu þessu. Við skulum byrja á nýjan leik. Læknirinn sagði, að það væri hættulaust að fiytja þig — eftir nokkra daga ertu orðin jafngóð aftur.“ Jill hallaði sér út af aftur, teygjur sáust kringum munninn á henni og tognaði á hörundinu yfir fíngerðum kinnbeinunum. „Nei, ég fer ekki með þér,“ sagði hún lágt. „Eg kem aldrei til þín aftur, Jack. Skilurðu ekki að ég get það ekki. Úr því að þú ert ekki hamingjusamur ... ferð svo mikils á mis ... Hún hafði rétt fyrir sér, þessi hin,“ bætti hún svo við andstutt og reyndi að halda tárunum aftur. „En eitt get ég gert — ég gat afsalað mér." Hún sneri sér til veggjar og lá hreyfingarlaus. Svo leið löng stund án þess að hann svaraði, og þá var rödd hans róleg og föst. „Er geng ekki að þessu sem úrslitaorði, Jill. Eg ætla mér að komast að því rétta í málinu, og ég kem aftur. En á meðan skaltu reyna aö hugsa til þess, hve hamingjusöm við höfum verið og að ég elska þig meira en allt annað á jörðu.“ Hún lá jafn hreyfingarlaus og áður og leit ekki við fyrr en hún heyrði að hann hafði lokað dyrunum á eftir sér. Þá lagðisc hún á bakið.hagræddi höfðinu á koddanum til að reyna að draga úr kvölinni, og starði blindum augum á viðfangsefnið, sem ógern- ingur virtist að ráða fram úr. Orð Jacks hljómuðu enn í eyrum hennar, hún endurlifði hver raddbrigði, sérhverja breytingu á rödd hans, og ný og öflug fulh vissa fór smám saman að fylla hug hennar. Hann hafði sagt satt. Eftir nokkra stund opnuðust dyrnar aftur og nú heyrði hún háa og skýra rödd Dulcie. „Líður þér betur núna, Jill?“ „Eg er dálítið rugluð i höfðinu, en að öðru leyti líður mér vel.“ „Eg var að tala við hann pabba og mömmu, þegar sjúkrabíllinn kom með þig,“ sagði Dulcie. Svo gat hún ekki stillt sig um að spyrja að því, sem var komið fram á tunguna í henni. „Hvað hefur þú eiginlega sagt honum Jack? Hann virtist hvorki heyra eða sjá, þegar hann fór.“ „Spurðu hann sjáiían að því,“ sagði Jill þreytulega. „Hvar er hann pabbi?“ „Hann er úti í garði að vökva blómin sín.“ „Viltu segja honum, að mig langi til að tala viðhann?" „Er það um eitthvað, sem þú vilt ekki trúa mér fyrir?“ sagði Dulcie smeðjulega og tók bollann, sem stóð við rúmstokkinn. Treyjuermin hennar snerti höndina á Jill, sem lá ofan á sæng- inni. „Nei, ég vil helzt tala við pabba.“ „Jæja, ég skal segja honum það.“ Hún kipptist við og kæfði niðri í sér sársaukahljóð, er Jill kreppti fingurna að handleggn- um á henni. „Þótti þér þetta slæmt, Dulcie? Þú skilur sjálfsagt, að ég ber traust til þín, en ... Nú, ertu í ermalangri treyju í dag? Þú sagð- ist alltaf hafa skömm á löngum erfum því að líningarnar ó- hreinkuðust svo fljótt.“ „Eg átti ekki aðra treyju hreina,“ svaraði Dulcie stutt. „Nú skal ég kalla á hann pabba...“ Eftir nokkrar mínútur var Bob Millar kominn að rúmi Jill. „Seztu hjá mér, pabbi,“ sagði hún. O geftir dálitla stund bætti hún við: „Þér fellur vel við Jack, er ekki svo?“ „Jú, mér finnst hann vera afbragðs maður,“ muldraði hann. 1 „Hvers konar snurða hefur hlaupið á þráðinn milli ykkar?“ ( R. Burroughs — TAKZAM — 3630 TWE APE-MAM WAS WEATONLESS ANV / OM WIS BACK AS TWE APE CWARSEC7— BUT WIS KNEES CAME 07 INTO TWE MONSTEP& WilfSECTION-- » QUICkt AS A CAT, TASZAN PKESSEf WIS APVANTASE IT WASN'T LONS UNTIL' TWE VICTOKY CeYOF TWE AF'E CAUSSt? BOSBV TO KESAIN CONSClOUSNESS VAN i'4ÍW Jo»I Ciu wo Tarzan hafði misst vopn sitt og apinn stökk. Tarzan náði í handlegg hans og fljótur sem köttur náði Tarzan kverkataki og það leið ekki á löngu, að hann stóð yfir apanum dauðum. A KVÖLDVðKUNNI Kona sjóveika mannsins var í þann veginn að fara út úr klefa sínum til miðdegisverðar. Hún spurði bónda sinn um- hyggjusamlega: — Georg á eg ekki að biðja þjóninn um að koma með svo- lítinn miðdegisverð handa þér? — Nei, sagði hann efabland- inn og stundi við. — En eg vildi að þú beiddir hann sjálfur um að fara með matinn upp á þilfar fyrir mig að fleygja honum í sjóinn. * Skotinn McNepp hafði verið á ferð í Evrópu, og þegar heim kom til Aberdeen, sagði hann auðvitað ferðasöguna. „Vínarborg, sagði hann — er reglulega kát borg. Viljið þið trúa því að eg eyddi tveim skildingum daglega? — Tveir skildingar! sögðu áheyrendur þrumu lostnir. — í hvað? — Oh, svona aðallegá í vín og kvenfólk sagði McNepp. ★ Margir meðal kvikmynda- vina eru farnir að kalla hina yndislegu Lollo, Lollo Bryn- ner. En hvers vegna? Það er af því að í næstu kvikmynd sinni, sem Jovanka heitir, á hún að leika unga stúlku, sem hefir haft samstarf við óvinina — og því verður hún að fá refs- ingu svikarans. Það á að raka af henni allt hár — skilja hana eftir bersköllótta. Um það segir hún: — Ef fólki finnst eg jafn yndisleg eftir sem áður, held eg að eg missi alveg trúna á mannfólkið. ★ Gamall viðskiptavinur kom inn til frægs skraddara í Savile Row og vildi fá skraddarann til þess að sauma fyrir sig sport- jakka. Það vildi hann gjarnan, en sagði frá því, að það lægi svo mikið fyrir hjá sér að jakkinn yrði ekki búinn fyrr en eftir mánuð. — Heilan mánuð! Er yður það ljóst að blessaður drottinn skapaði heiminn á sex dögum, sagði viðskiptavinurinn. — Það er hugsanlegt, sagði skraddarinn. En hafið þér skoð- að hann nákvæmlega nýlega? ★ Amos Perkins var leigður eitt vor til að skjóta moskus- rottur sem fjölgaði ört við mylnutjörn. Kunningi hans j kom þar að til að masa við Am- os, sem sat hinn rólegasti við | mylnustrauminn og var byssan jþað fjarri honum að hann gat ekki náð til hennar. — Eg heyri að moskusrott- urnar sé að eyðileggja tjörnina, sagði kunninginn. „Já, já, þær eru að gera það! sagði Amos. „Hæ! þarna fer ein, hrópaði kunninginn og benti. — Hvers vegna skýturðu ekki maður? Amos spýtti frá sér langri gusu af tóbakslegi og svaraði: — Huh! Heldurðu, að eg vilji missa vinnuna, maður?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.