Vísir - 12.09.1960, Page 6

Vísir - 12.09.1960, Page 6
VÍSIB ■>;> Mánudaginn 12. september 1960 insm D A G B L A Ð Útgefandi; BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritgtjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Jörðin er fiöt! Og þeir, sem hverfa, detta iit fvrir bninina. Hvai er nú tií varnar... ? Á næstunni mega menn eiga von á, að kommúnistar tali mikið um |)að, hve mikinn sigur þeir höfðu i Brúsa- staðahardaga. Er þó engan veginn víst, að sigurinn verði alveg eins mikill og kommúnistar munu vilja vera láta og telja almenningi trú um. Sigurljóminn mun fara af kemp- unum, þcgar þeir, sem látið hafa hlekkjast, gera sér grein fyrir því, að þessi fundur í Brúsastaðalandi var fyrsl og fremst haldinn til að hlekkja — fá menn til að gleymá efna- hagsmálunum. Samkvæmt þeim lýsingum, sem kommúnistar i hafa á undanförnum mánuðum gefið á stjórnarstefn- í unni og afleiðingum hennar á afkomu einstaklinga og framtíð atvinnuvega þjóðarinnar, gat ckkert réttlætt i - það, að þeir hættu all'ri baráttu gegn þeim — hætíu jafnvel að minnast á voðann, se;m framundan er. Þrátt fyrir stóru crðin og ægilega spádóma gerðust kommúnistar svo ábygðarlausir að gleyma þessu rnáli, sem vissulega er mikilvægara í augum verkamanna en flakk trúða og lcddara um landið og sprell á 'börm- um Almannagjár. En Brúsastaðafundurinn getur ekki verio þeim vörn og lilíf lengi. Þegar kemur i'rarn í |)cssa viku, verða þeir að taka upp unu’æður um eitthvað annað en allan þann mikla fjölda, sem veitti þeim traust og stuðning fyrir austan um lielgina. Og hvað tekur þá við hjá þeim? Hvað geta þeir þá lundið til að leyna almenning því, að þeir hafa ekkerl fram að færa í efnahagsmálunum? Það verður fróðlegt að sjá fyrir andstæðinga þeirra, en vinum þeirra mun renna eymd jjeirra lil rifja. l Upp á hvað er ! Fyrst eftir að ráðstafanir ríkisstiórnarinnar í efna- hagsmálum komu til framkvæmda, töluðu kommún- istai' mikið um ill áhrif þeirra. Síðan hafa þeir orðið jafn og þétt hógværari og orðvarari, unz svo hefir verið komið síðustu vikurnar, að þeir hafa leitt allt i tat um þessi mál hjá sér og' helgað sig óðrum hugðar- efnum, eins og getið er um hér að ofan. Kommúnistar sjá nefnilega, þrátt fyrir hlindu sína, að ]>að er ekki nóg að vera á móti einhverjum málum eða ráð- stöfunum. Almenningur jafnvel fylgismenn þeirra gerir kröfu til ])ess, að sá sem segir, að ráðstafanir sljórnar- innar sé til einskis, ef ekki til ills éins, béndi á einhver úr- ræði ístað þeirra, sem ónothæf eru talin. Það hafa kommún- istar ekki gert. Allir vita, að styrkjakerfið er búið að ganga sér til húðar, og enginn óskar þess, að það verði upp tekið aftu.r Verkfallaalda og aukinn framleiðslukostnaður, sem hcnni fylgdi, mundi aðeins leiða til þess, að við yrðum að taka upp nýja styrki eða lækka gengið einu f sinni enn. Það er aðeins þetta, sem kommúnistar geta komið til leiðar með verkföllum. Aðeins eitt er rétt. Þótl stundum komi fyrir, að liægt sé að fara tvær jafn- góðar ieiðir að sama marki, kemur slíkt ekki til greina i efnahagsmálunum; Þar er aðeins uni eina leið að ræða. Það er sú leið, sem við hefðum átt að fara fyrir löngu og vinstri stjórnin sveikst svo rækilega um að fara. Það er sú leið, sem rikisstjórniil leitast nú við að fara. Það hefir komið greinilega í ljós á síðustu mánuð- um, að andstæðingar stjórnarinnar samþykkja þessa leið, þótt með ólund sé. Þeir gera bað með hví að I leiða hjá sér að benda á aðra leið betri. Það mundu i þeir vitanlega gera, ef þeir gætu. En har sem þc r treysta sér ekki til þess, er það skylda hvers gcðs manns að styðja þá stefnu, sem nú er fylgt og gera ■ það af heilum hug. Samuel Shenton hefir merki- lega skoðun á fólki, sem hverf- ur heiman að frá sér og sagt er að sé horfið. Hann heldur að það hafi bara gengið út fyrir „rönd heimsins“. Shenton er 56 ára að aldri og er formaður í alþjóðlegu fé- lagi, sem heitir „Flöt jörð“. Formaðurinn segir að ef menn haldi áfram að ganga i beina línu þá komi menn að endalokum jarðarinnar. Þar fyrir handan er þéttur ísvegg- ur — og bak við þennan ísvegg eru kannske að finna þær þús- undir manna, sem hverfa á hverju ári. Félagar í hinu alþjóðlega fé- lagi „Flöt jörð“ borga 5 shill- inga í ársgjald og eru mál fé- lagsins þeim mikil alvörumál. Reiður við BBC. Sem stendur er félagið sár- reitt við brezku útvarpsstöðina. Það segir að BBC hafi af ráðn- um hug gert gys að félagi þeirra þegar Shelton kom fram þar ný- lega og ætlaði að útiista átrún- að þeirra fyrir milljónum hlust- enda. Shenton var rauður í andliti og reiður og segir: „Það var aug- ljóst frá upphafi, að BBC ætlaði ekki að hlusta á okkur í alvöru. Eg fékk ekki að útskýra átrún- að okkar í aðaiatriðum.‘“ Hann sagði að hugmynd sín um „flata jörð“ væri ekki nein vitleysa. Árið 1920 ákvað hann að kenningar þær, er fallist er á um alheiminn væri falskar og að jörðin væri flöt eins og disk- ur.t „Þegar menn ferðast um-' hverfis heiminn og koma aftur á þann stað, sem þeir fóru frá er þetta alveg eins og að ganga eftir röndinni á diski,“ segir hann til skýringar. „Handan við röndina er stór- kostlegt ísvirki og þaðan hefir enginn maður komið aftur.“ Shenton þykist ekki vera neinn vísindamaður en hann álítur að sólin sé 32 enskar míl- ur í þvermál. Hún er flatur lýs- andi skjöldur og það er tunglið líka. „Degi og nótt er stjórnað af hreyfingum sólarinnar, en heimurinn hreyfist aldrei“, seg- ir Shenton. Og hann segir að þak sé yfir heiminum, en það sé of hátt uppi til að hiífa honum fyrir regni. Eftir því sem árin hafa liðið hefir Shelton fundið hundruð manna, sem hafa sömu trú og hann og þetta fólk hefir gengið í félagið. „Flöt jörð“ er alþjóðlegt fé- lag og hefir haft hægt um sig árum saman. En það vakti eft- irtekt á sér fyrir svo sem ári, þegar blaðamaður gat þess að viss athöfn væri svo ómöguleg Styrkir tií aí Eæra ítalsku. ' ítölsk stjórnarvöld hafa boðið fram styrki handa íslendingum til að sækja málanámskeið á Ítalíu námsárið 1960/61. 1 Styrkirnir eru fjórir, ætlaðir til mánaðardvalar, og nema 60.000 lírum hver. Þó getur komið til greina að veita held- ur færri styrki til lengri dvalar, eða þriggja mánaða hið lengsta. Námskeiðin, sem um er að ræða, eru ítölsku-námskeiðið: fvrir útlendinga og haldin við ýmsar menningastofnanir á It- alíu, aðallega háskóla. ' Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneyt- isins fyrir 10. október n. k.,“og fylgi upplýaingar um aldur, nárrisferil og störf. Umsóknar- evðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu við Lækjartorg. að hún jafnaðist á við það að finna einhvern, sem ennþá tryði því að jörðin væri flöt. Félagsmönnum fannst þessi yfirlýsing ekkert fyndin. Þeir skrifuðu blaðamanninum og sögðu honum frá því. Hreindýraveiðar leyfðar í sumar. Frá fréttaritara Vísis. Osló í september. Hreindýraveiðarnar hófust eins og venjulega 1. þessa mán- aðar og eru leyfðar í 25 daga. Að þessu sinni verður mönn- um leyft að fella 7500 dýr, fyrst og fremst fullorðna tarfa, og gert er ráð fyrir, að 5000 dýr verði unnin. Þá má fella 9500 elgsdýr, en gert er ráð fyrir, að 7500 falli. ’A' Stjórnin í Bonn hefur sam- þykkt aS greiða belgiskum borgurum, sem urðu fyrir ofsóknum nazista 80 millj ónir marka. Skaptá - Framh. af 1. síðu. hraunið á þessu svæði. Aftur á móti sagði Valdimar Lárus- son á Kirkjubæjarklaustri í við- tali við Vísi í morgun að litlir bílar hafi komizt allra sinna ferða bæði í gær og eins í fyrri- nótt, m. a. hafi Volkswagen-bif- reið farið þá yfir og gekk slysa- laust. Var vatnið þó talið stígið einna hæst þá í ánni. Sigurður Jóhannsson tjáði Vísi í morgun, að óhemju |flaumur hafi verið í Skaftá upp jhjá Skaftárdal þegar flóðið var jmest í henni. Sem dæmi um það gat hann þess að nýlega hafi verið fylltur upp hliðar- farvegur frá ánni, sem jafnan er þurr nema í mestu flóðum. Er fylling þessi 3ja metra há og var gerð með brúarsmíði þar uppfrá fyrir augum. í flóð- inu núna fylltist þessi farveg- ur svo rækilega að flæddi yfir garðinn. Að því er Valdimar á Kiaustri skýrði blaðinu frá í morgun hefur elcki vaxið stór- lega í Skaftá þar undan, enda fer meiri hluti flóðsins ýmist í Eldvatnið eða siast gegnum hraunið þar fyrir austan. Hins vegar sagði hann að frá ánni legði óvenju megna jökulfýlu, einkum hafi borið mikið á henni um það leyti sem áin tók fyrst að vaxa um miðja vikuna. Síðan hafi gengið rigningar og þá hafi dregið úr óþefnum, fyrst og fremst vegna þess hve vatnið blandast rigningarvatni, enda hafa allar ár og lækir ver- ið í vexti undanfarna daga. Valdimar sagði og að vatnið í Skaftá hafi verið eins og jökul- leðja á lit og þykkt og hann var uggandi yfir því að silungur dræpist í vatninu. Kvaðst hann undanfarin ár hafa veitt í net- stubba sem hann leggur út frá árbakkanum í túninu og .jafnan hafa haft nóg til matar, stund- um fengið þar allt upp í 10 punda silung. Valdimar sagði að hlaupið í Skaftá stæði sennilega ekki í neinu sambandi við rigningarn- ar enda hefði áin byrjað að vaxa áður. Hins vegar taldi hann allar líkur til að daunninn sem lagði norður í land í síð- ustu viku, hafi stafað frá Skaftá. II £ R & L Það fer víst ekki á milli mála, að sumarið er liðið og haustið gengið í garð, enda þótt margir standi á því fastar en fótunum, að það hefjist í rauninni ekki fyrri en um jafndægr.i eða eftir svo sem tíu daga. En hvað sem almanakið segir, þá er hitt víst, að þræsingurinn, sem hefir ver- ið undanfarna daga. hefur verið í ætt við haustið og ekkert ann- að. I Ýmist í ökla eða evra. Það má segia um veðurfarið hér. að þar skiptir mjög oft al- gerlega í tvö horn. Hér er ým- ist yndislegasta veður, vikum og jafnvel mánuðum saman, eins og verið hefur eiginlega allt þetta ár, bæði í vetur og í allt sumar — eða rosarnir koma snemma og standa síðan ós’itið, svo að varla er hægt að vinna nokkra vinnu, sem undir veðri er komin. Erfiðleikar hér og þar. Það er eins og veðurfarið hafi verið slíkt á undanförnum ár- um, að sums staðar hafi jafnan verið einmuna blíða — og er hér átt við sumarveðrið — en annars staðar sífelld illviðri. í sumar hefur til dæmis verið á- ^gæt heyskapartíð hvarvetna á ■ landinu nema á norðausturhorn inu. Þar hefur heyskapur geng- ið mjög örðuglega. Var það í Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.