Vísir - 30.09.1960, Síða 11
Föstudaginn 30. september 1960
VÍSIR
11?
4 4
V BRIDGEÞATTIR V
♦ 4
4 visis 4
Eg hitti gamlan félaga um
daginn, síldarkaupmann að
norðan, Þar eð hann hefur áður
verið gestur þáttarins hirði ég
ekki um að kynna hann frekar.
Við ákváðum að fá okkur slag
og fengum uppgjafalogfræðing
og vin hans fyrir þriðja og
fjórða mann. Við drógum okk-
ur saman og ég lenti á móti
lögfræðingnum. Eg gaf fyrsta
spilið, sem var eftirfarandi:
Vinurinn
A x-x-x
V A-x-x
+ K-x-x-
4» A-K-9-x
eg logfr.
A K-G-x N. A x-x-x-x-x
¥ K-D-G-x-x-x V. A. ¥ 10-x
+ ekkert S. ^ x-x-x
A D-G-10-x A x-x-x
kaupmaðurinn
A A-D
V 9-x
+ A-D-G-x-x-x-x
A x-x
Þar eð þetta voru beztu spil,
sem ég hafði séð í mánuð, varð
ég yfir mig hrifinn og opnaði á
einu hjarta. Vinurinn sagði tvö
lauf og sildarkaupmaðurinn
stökk beint i sjö grönd. Lög-
fræðingurinn gerði strax at-
hugasemd þar eð hann hafði
ekki fengið að segja i milli og
var það fljótlega leitt í ljós að
viðurlög voru þau að norður
mætti ekki segja aftur. Aðeins
það, að ég var búinn að vera í
mánaðaróstuði aftraði mér frá
því að dobla en ég spilaði út
hjartakóng og var vongóður
um að setja spilið niður. Síld-
arkaupm. beið ekki eftir að
blindur hefði lagt öll sín spil
upp áður en hann fór að
skammast. „Þessar blöffsagnir
hefur einhver sérfræðingur
kennt þér,“ sagði hann. „Veiztu
það ekki, að þegar maður opn-
ar á tveimur laufum á maður
að hafa úttekt á einni hendá.“
Ha? Hvað segirðu? Opnaði vest
ur. Ertu viss? Eg heyrði það
ekki, en það er alveg sama. Þú
hefur ekki leyfi til að ströggla
á tveimur á fjórlit og .... Án
þess að hætta nöldrinu drap
hann á hjartaás. Austur hugs-
aði sig vel um og lét tíuna. Eft-
ir að hafa spilað tígli fjórum
sinnum kom lítill spaði úr
blindum og ég tók kónginn til.
„Þú áttir sjálfur út“, sagði lög-
fræðingurinn. S. hætti við
spaðann og var kominn með
tígul fram á borðið, þegar aust-
ur kom með aðra lögfræðilega
athugasemd: „Gerðu svo vel að
spila spaða að heiman." S.
fleygði spaðaásnum á borðið og
skammaði blindan fyrir að
hafa ekki minnt sig á hvoru
megin hann átti að spila út.
Þegar hér var komið voru ör-
lög mín ráðin. Með samantvinn
uðum ráðagerðum hafði s-a tek
izt að setja á mig „áframhald-
andi kastþröng“, sem engin
leið var að forðast. Þettá var
staðan með fimm spil á hendi:
A ekkert
¥ x
^ ekkert
A A-K-9-x
A K
¥ D
+ ekkert
A D-G-10
A D
¥ 9
♦ x
A x-x
í síðasta tígulinn lét ég'
hjartadrottninguna. Þá kom
hjartanían og ég prófaði að láta
spaðakóng. Og þá kom spaði
og ég varð að gefast upp. „Þú
áttir ekki að kasta hjarta“,
sagði lögfræðingurinn, ég sýndi
þér tvispil í hjarta. „Það var
A x
¥ x
^ ekkert
A x-x-x
ekki það sem gaf mér spilið,
sagði nú síldarkaupm., heldur
þegar hann kastaði spaðakóngn
um. Það var ekki von að þú
þyrðir að dobla, þegar þú viss-
ir að ég átti að spila sp.ilið,
sagði hann að lokum og brosti
drýgindalega.
Vélstjóri
(meiraprófs) óskast nú þegar.
Landhelgisgæzlav
MjóHairbúið —
Framh. af 4. síðu.
úr ryðfríu stáli, tvöfaldir, en
traf á milli til einangrunar.
Sprenging í mjólkur-
geymi.
Svo var það einn sólfagran'
dag í sumar, að starfsmenn1
heyrðu sprengingu mikla og
drunur í einum tankinum. Varð j
þá uppi fótur og fit um gjör-'
valt búið. Ekkert varð séð á
tankinum að utan en við athug-
un kom í ljós að einangrunar-
flötur hafði brostið. Og var nú
tankurinn tæmdur. Og nokkru
síðar fóru tveir hinna risavöxnu
mjólkurtanka sömu leiðina. j
Var nú ekki beðið boðanna,
en hringt til Kolding og þaðan
kom tæknimenntaður maður.
Tók hann nú vélaverkstæði
Kaupfélags Árnesinga í þjón-
ustu sína, skar þessar tröll-
aukna mjólkurkyrnur í tvennt
og gaf þá að líta ófagra sjón.
Stálplötui'nar, sem áttu að vera
sem spegilfægðar voru nú rifn-
ar hér og þar og sums staðar
sem bárujárnslagaðar, en tróðið
stóð út, í hæsta máta ólystauk-
andi mjólkurgeymsla. (Það er
sjáifsagt til of mikils mælst, að
svokallað mjólkureftirlit rík-
isins hafi orðið vart við þessa
„pasteuriséringu“ á neyslu-
mjólk Reýkvíkinga).
í nafni bænda?
Öll logsuðu- og rafsuðutæki
Kaupfélagsins voru nú í gangi
dag og nótt í nokkurn tima. Að
því búnu stóðu þremenningarn-
ir á sínum stað, en ljótur saum-
ur á stálfeldi. — Enginn maður
mun hafa flýtt sér eins mikið
úr landi voru og logsuðumeist-
arinn frá Kolding.
Margt er spjallað hér austan-
fjalls um þessar mundir um
þessi mál, en hér verður staðar
numið að sinni.
Fiskisagan flýgur segja menn,
og mætti kannske heimfæra það
upp á þá sem vilja breiða út ó-
hróður um náungann, en sjald-
an lýgur almennarómur, stend-
ur líka einhvers staðar. Hvað
um það, þá verður að taka þetta
allt saman til rækilegrar athug-
unar. Er hér verið að fremja ó-
hæfuverk í nafni íslenzkrar
bændastéttar?
Stefán Þorsteinsson.
Ökumennirnir. -
Framhald af 6. siðu.
hægt að koma ökumönnum þess
um til betri skilnings á réttri
notkun stefnuljósa, held ég, að
lítinn mun gerði þótt þessi
merku og annars bráðnauðsyn-
legu öryggistæki væru lögð
niður.
Er raunar ástæða til að undr-
ast hin miklu umferðartjón hér
eins og nú standa sakir?
Að lokum langar mig þó til
að geta þess, að ég þykist hafa
tekið eftir því, að einn hópur,
eða stétt ökumanna í höfuð-
staðnum, á hér ekki óskipt mál
með áðurnefndum ökumönnum,
en það eru bílstjórar Strætis-
vagna Reykjavíkur. Hvað sem
segja má um akstur þeirra að
öðru leýti, sem Hður máske fýr-
ir það, hve skorðaðir þeir eru
um tíma, hygg ég, að þeir yfir-
leitt beiti stefnuljósum á þann
hátt, að tilganginum með þeim
sé náð.
Ýmsar þingsál. á nýafstöðnu
8. þingi framhaidsskóiakennara.
Landssamband framhalds-
skólakennara hélt 8. fulltrúa-
þing sitt 16.—18. september og
gerði ályktanir um launakjör,
námsstjórn og tilhögun gagn-
fræðanáms og um starfsfræðslu
í skólum, o. fl.
Þingið taldi það ekki þola
lengur bið að endurskoða
launakjörin, þar eð kennarar
telji starf sitt vanmetið og
kaupmáttur launa hefði stór-
minnkað. Byrjunarlaun gagn-
fræðaskólakennara væru nú
4187 krónur á mánuði, álíka og
laun ófaglærðra verkamanna.
Annars staðar á Norðurlöndum
hefðu slíkir kennarar frá 40—
178% hærri byrjunarlaun og
73—222% hærri hámarkslaun
en hér tíðkaðist. Af þessum á-
stæðum leituðu háskólamennt-
aðir kennarar betur launaðra
starfa á frjálsum vinnumark-
aði. Nú væri svo komið, að nær
engir þeirra, sem nú væru sett-
ir í nýjar kennarastöður, hefðu
lokið tilskilinni menntun. Þing-
ið skoraði á ríkisstjórnina að
hraða nýrri löggjöf um launa-
kjör og að opinberir starfsmenn
fái samningsrétt sem aðrar stétt
ir. Einnig að húsmæðrakennar-
ar fái sömu launakjör og gagn-
fræðaskólakennarar.
Þingið styður tillögur Skóla-
máianefndarinnar 1958 um
námsst(jórn og gagnfræðanám
og skorar á menntamálaráð-
herra að láta hefja þegar kynn-
ingu á þeim meðal skólamanna
og kenna framkvæmdamögu-
leika á hvei’jum stað. Vegna
knýjandi þarfa á aukinni verk-
menningu bæri brýna nauðsyn
til að auka starfsfræðslu í skól-
um og taldi sjálfsagt að höfð
yrðu samráð við samtök at-
vinnuveganna og aðra, sem
stuðla vildu að þessu. Skyldi
máli þessu fylgt eftir við
fræðslumálastjórnina.
Þá telur þingið óhjákvæmi-
legt, að settar verði reglur um
veitingu skólastjóra- og kenn-
araembætta, þar eð stjórn-
málahagsmunir og kunnings-
skapur virðist ráða slíkum veit-
ingum úr hófi fram, sanni það
mörg dæmi, en skemmst sé að
minnast ráðstöfun skólastjóra-
stöðunnar við Gagnfræðaskóla
Kópavogs fyrir nokkrum dög-
um. Samþykkir þingið að kjósa
3ja manna nefnd til að gera til-
lögur í þessu efni, svo að ung-
um og efnilegum kennurum
verði hvatning til að leggja sig
fram í að afla sér menntunar
og í starfi.
Svo er kveðið á i lögum, að
heimilt sé að veita starfandi
kennurum eftir 10 ára starf
eins árs orlof á fullum launum
til að stunda nám og kynnast
nýjungum í kennslumálum ér-
lendis, 10 á landinu hverju
sinni. Þingið telur, að hækka
beri þá tölu, þar eð mjög hafi
fjölgað í séttinni síðan ákvæð-
ið var sett á, einnig að sett sé
reglugerð um orlofsveitingu, og
að kennurum sé tilkynnt með
hálfs árs fyrirvara, hvort þeir
fái orlof, svo að þéífc geti 'und-
irbúið sig, sem bezt. •
Þingið télur náuðsyn. á, að
handavinnukennarar hafi á-
vallt. aðgang að nægu handg-
vinnuefni eða fé , til kaupa , á,
þvi, svo að nægar birgðir séu til?i
þegar kennsla hefst, en á þessu
hafi verið misbrestur, og kenn-
arar sjálfir orðið að ganga í á-
byrgð á efniskaupum svo að
kennsla hæfist á tilskyldum
tíma, en slíkt sé þeim mjög oft
ókleift.
Þingið mótmælir erlendum
herstöðvum á íslandi og varar,
einkum við óheillavænlegum
áhrifum, sem dvöl erlends her-
liðs í landinu hafi á æskuna.
Þingið heitir stjórnarvöldum
stuðningi í baráttunni fýrir
endurheimt handrita úr er-
lendum söfnum.
Þingið beinir þeim tilmælum
til heimilanna, að þau sjái ung-
lingunum fyrir góðum morg-
unverði og nesti í skólann, sem
hljóti að bæta námsárangur og
heilbrigði. Til skólastjóranna
beinir þingið þeim tilmælum,
að þeir reyni að koma því sem
fyrst á að mjólk sé til sölu í
skólunum. Þingið lítur alvar-
legum augum á áfengisnautn og
lausung, sem grefur um sig í
þjóðfélaginu og hvetur for-
eldra og alla fullorðna að vera
æskunni til fyrirmyndar í
reglusemi.
Loks fagnar þingið endur-
byggingu Kennaraskóla íslanda
og væntir þess, að skólinn taki
þar til starfa að hausti.
Rjúpan. -
Framh. af 1. síðu:
— Það hefur engin skýring
fundizt ennþá á þessu fyriiV:'
brigði . ... ?
„Engin, sem fær staðiz't.
Skýringarnar eru að vísu 4Ö
talsins, en engin þeirra næéi*
lega sennileg eða sambærilég
við staðreyndir.“
■ . / ‘á j
— Svo að það veit engipn
hvort hér er um farsóttir að
ræða, eða einhver önnur nátt-
úrufyrirbrigði, sem valda þess-
um sveiflum í stofninum?“
„Nei, það veit enginn með-;
vissu. Þetta er jú náttúrufyrír-
brigði, og „til þess gert“ að
halda stofninum í skefjum. Þa5
er svo með allar tegundir viltra
dýra, að náttúran tekur í taum-
ana, svo að offjölgun eigi sér
' ekki stað. Ef að svo væri ekki,
j f
myndi jörðin fyllast a svip»
stundu af viðkomumestu dýrun-
i um og allt jafnvægi raskast
með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum. Venjulega heldur nátt-
úran þannig i taumana, að
menn verða ekki varir við þetta,
og helzt þá svipað jafnvægí í
viðkomandi dýrastofni að stað-
aldri. Hvað rjúpunni viðkefn-
ur, — og reyndar fleiri tegund-
um af hænsfuglum og nag-
' dýrum, — þá gengur þetta
‘ svona upp og niður, að stofn-
inn nær sínu hámarki með
vissu milibili, en fækkar sýo
aftýr.“ ' J
— Það má þannig búast vjð
töluverðri fjölgun á næstu á!r-
um?
! „Já. Líklega fer að.eins|'áð
' vdtta fýrij: ’þýí í haustj en;íá
| naesta -ári verður það tölúvéirt
meira, og gepgur fjölgunin riijög
hrátt úr'þvl, þar til hámarki
er náð á árunum ’63—
Það er sérii sagt ekki mikil
veí®%n 1
•)-. (i:. rui>'