Vísir - 06.10.1960, Síða 7

Vísir - 06.10.1960, Síða 7
Fimmtudaginn 6. október 1960 VlSIR STUART: MOTTIN et Ajáandi 25. gúmmekrueigendur úr næstu sveit og hjón nokkur, sem^ hétu Fellows. Fellows var orðfár og alvarlegur, en konan hans var fjörug og símalandi og spurði mikið um sjúkdóm Lucy og störf Mary á sjúkrahúsinu. Mary fannst líkast og frúin spyrði hana svona itarlega til að viða að sér efni i mörg tesamkvæmi Og ekki varð Mary hughægra er frú Fellows fór að spyrja hana um MacLean lækni og hvað væri milli hans og ungfrú Bloor. Robert hlustaði glottandi á samtalið. Ungu ekru-eigendurnir reyndu að stífla vaðalinn i frú Fellows til þess að láta Mary sjá að þeir væri til. Henni leist vel á þá. Þetta voru auðsjáanlega góðir vinir og reyndu að hamla á móti frú Fellows í allri vinsemd. Þeir töluðu báðir um föður hennar með auðsærri aðdáun og bankastjórinn lagði orð í belg. Samkvæminu lauk kringum klukkan ellefu. Þegar Max*y kvaddi gestina var ausið yfir hana heimboðunum — að koma og borða miðdegisverð eða spila tennis. Hún kom sér hjá að gefa nokkur ákveðin svör, því að hún væri bundin á sjúkrahúsinu. Robert fylgdi henni út af bílnum, og bilstjórinn sem hafði sofið, hrökk upp og opnaði dyrnar fyrir henni. — Við verðum að spila tennis, undir eins og Lucy er orðin svo hress að hún getur verið án þín siðdegis, sagði Robert urn ieið og hann hjálpaði henni inn i bílinn. Hann brosti alúðlega. — Þú hefur gaman af tennis, er það ekki? Og svo verðum við að ná í Lucy heim, undir eins og hún þolir það. Hún verður miklu á nægðari hérna, og þá' verður þetta ekki eins erfitt fyrir þig. Mai-y ætlaði að andmæla en þá bandaði hann hendinni og sagði: — Jæja, þá það. Eg skal ekki vera of bráðlátur. Fyrst og fremst verðum við að hafa hugfast hvað Lucy er fyrir beztu. En hvað það snertir, sem þér er fyrir beztu, Mary mín góð, þá hugsa ég að þvi fyrr sem þú kemst af sjúkrahúsinu, þvi betra. Mac- Lean virðist vera nokkuð ráðríkur við þig. Þú mátt ekki verða ástfangin af honurn, fyrir nokkra muni.... Hann klappaöi henni á handlegginn. — Góða nótt, Mary. Mary kinkaði kolli og hallaði sér aftur í sætinu. Loks núna skildist henni að fullu að hún var að verða ástfangln af Alan MacLean. Og henni fannst hræðilegt að hugsa til þess. Robert bætti við í hálfum hljóðum utan út myi’krinu: — Hefur þú nokkurntima spurt hann hvar hann hafi verið nóttina sem John var myrtur. Mary? Hann beið ekki eftir svari. Robert aSvarar Mary. Dagamir liðu fljótt á spítalanum. Lucy var á batavegi og mánudaginn, tveim vikum eftir uppskurðinn, var henni leyft að lala lengi við Robert. Hann var auðsjáanlega glaður að sjá hve mikið henni hafði farið fram og sparaði ekki lofið um hina ágætu hjúkrun Mary, og sagði að henni væiá það fyrst og fremst að þakká hve Lucy gekk fljótt að batna. Mary gramdist þetta. Hún gat ekki gleymt því að það var Robert sem hafði verið höfuðpaurinn í óvildinni gegn MacLean, og þegar hún andmælti og sagði að það væri læknirinn einn, sem ætti heiðurinn af því að sjúklingnum færi svona vel fram, brosti hann og svaraði: — Æ, ég veit hver á heiðurinn af því að Lucy er orðin hress aftur. Vertu ekki svona hæversk! — Ef þu hefðir ekki uppgötvað hvað var að, væfi Lucy ekki lifandi núna. Lucy heyrði ekki hvað hann sagði og vissi ekkert að hún tók í sama strenginn og hann, í hvert skipti sem hún hóf Mary til skýjanna, og það var hún alltaf að gera. Hún var kát og hló óspart að Robert þegar hann var að gei-a gamni sínu, svo að Mary var hrædd um að hún afreyndi sig. Því að Lucy var mátt- farin enn, og þurfti ekki mikið til að hún ofreyndi sig. Mary benti á Robert að hann yrði að fara varlega. Lucy skildi aðvörunina og sagði gröm: — vertu nú ekki svona ströng, væna mín. Robert er að koma mér til að hlæja, og mér líður miklu betur þegar ég hlæ, svo það getur ekki verið skaðlegt. Mai-y hafði vit á að fara ekki að deila við hana, en hún sá til þess að Robert sat ekki of lengi. Hann maldaði i móinn þegar hún fylgdi honum til dyra. Þegar Lucy gat ekki lengur heyrt til þeirra sneri hann sér að Mary og sagði gramur: — Það getur ekki verið þörf á svona járn-aga hérna lengur. Lucy er orðir. miklu betri. Hún hefur ekki nema gott af að hlæja. Við erum svo góðir vinir, að hún ofreynir sig ekki á að tala við mig. — Nei, ég veit það, Robert, sagði Mai-y sáttfús. — En þú hlýtur að skilja aö hún er svo veik fyrir ennþá, og má alls ekki komast í geðshræi-ingu. Þú verður að i-eyna að skilja, að ég geri þetta eingöngu vegna Lucy. MacLean læknir.... . — Jú, vissi ég ekki að hann mundi koma við söguna, sagði Robert bitur. — Þessi almáttugi MacLean læknir er heldur ekki hrifinn af að við Lucy erum vinir.Það mun vera þess vegna, sem ég fæ varla að sjá hana. — Það er fásinna að tala svona, Robert, svaraði Mary gröm. — Þú ert eini maðui’inn, sem fær að heimsækja Lucy. Ef Mac- Lean vildi ekki láta þig heimsækja hana, mundi hann bannaf þér það. Hann er hennar læknir og sá eini, sem ræður nokkru^ um þetta. — Já, mér hundleiðist þetta allt, sagði Róbert ólundarlegur — Þú heyrðir það sem frú Fellows sagði um daginn? Malaja- sjúkrahús er ekki neinn vei-ustaður fyrir Lucy. Þú hefur ekki dvalið héma nógu lengi til þess að skilja þetta! Því fyrr sem hægt er að flytja hana heim því betra. Eg ætla að ná í MacLean og segja honum það. En'ég veit vel hvers vegna þú vilt helzt vera hérna. Mary roðnaði en hennj tókst að stilla sig. Hún svaraði rólega: -— Mér þykir ieitt að þú skulir halda að ég hafi sérstakar ástæður til þess að láta Lucy vera sem lengst hérna í sjúkrahúsinu. En ég fullvissa þig um að þér skjátlast gersamlega. Eg geri aðeins það, sem ég tel henni vei-a fyrir beztu. Hún er ekki orðin nógu heilbrigð til þess að fara af spítalanum. Hún myndaði sig til að fara en Robert tók hendinni um hand- legginn á henni. — Eg verð að fara inn-til Lucy aftui-, sagði hún. — Þú getur biðið svolítið, sagði hann hvasst. — Við verðum að komast að niðurstööu um ákveðið atriði. — Já? — Eg vil ógjaman blanda mér i skipti þín við þennan Mac- Lean, en s'annast að segja, Mary, þá vei-'ður þú að hafa augun opin. Lucy hefur miklar áhyggjur af þér. Mary hefði viljað gefa mikið til að roðna ekki eins og hún geröi. Robert sá það og sagði samstundis: — Góða Mary! þarf ekki meira en að nefna nafnið hans til þess að þú roðnir út uixdir eyru? Þú hlýtur að skilja hye fráleitt þetta er: Maður sem er alræmdur fyrir að vera í þingurn við múlattakvendi! Gætirðu hugsað þér hvernig Lucy yrði við, ef hún heyrði nafn þitt bendlaö við hann? Það mundi kvenfólkinu hérna þykja matur.... Mary roðnaði enn meir. Hún sagði kuldalega: — Mér finnst þú fax*a lengra en góðu hófi gegnii*, núna, Robert. Það ætti ekki 4 KVÖLDVÖKUNNI s.. ..^«taawi'^ R. Burroughs ajTN'UMSEitcp; -^ezAsi m'íseu/ EEO'.N THE TWEEAT OP THt MATíVéS. — TARZAM — 3670 a\7 to foluow the \ATlVES TO A HIPTENJ CACHE IN THE JUNGLE- A ejvee BET! Tarzan gekk á brott, því hann vissi að hér var við 'xfvirefli að etja. En hann kom brátt aftur til þeirra, og lá í felúm til þess að geta fylgzt með svertjngjunum sem voru í óða önn að flytja’ j burtu fílabeinið. líann veitti | þeim eftirför og sá að þeir j fóru með það í uppþornað- an árfarveg sem var hulinn skógargróðri. i Það voru tveir sjúklingar i sömu stofnun með stórmennsku æði. Aðstoðarmaður í stofnun- inni spurði hinn fyrri: — Hvernig stendur á því að þér álítið að þér séuð Napóleon? — Guð sagði mér það, svar- aði hann. Frá næsta klefa kom hneyksl- uð og reiðileg rödd hins. — Eg sagði það ekki. i ★ Dr. Lampson segir frá heim- sókn til frænku sinnar, sem var piparmey og hafði meiðst lítils- jháttar í bílslysi. Þegar Lamp- , son kom inn í svefnherbergi hennar, rak hann augun í lög- í-egluþjónsflautu, sem lá á bún- ingsborðinu. — En Katiún fi-ænka, sagði hann. — Hvernig stendur á því, að þú hefir lögregluþjónsflautu á borðinu hjá þér? — Góði frændi minn, sagði hún. — Eg get ekki hugsað mér að fara að sofa á kvöldin án þess að hafa þessa flautu mér til varnar. Dr. Lampson brosti. — Væi-i það ekki frekja af mér að stinga upp á því, að þú fleygðir flautunni út um glugg- ann, en tryggðir þér andlega og líkamlega heilsu með því að fá lögregluþjón í herbergið til þín? ★ John Larkin yngri bauð sig fram sem fyikisstjóri. Svo kom hann á nautgripauppboð og þar veifaði hann svo ákaft til eíns af kjósendum sinum, að upþ- boðshaldarinn hélt að hann hefði gert tilboð og sló hóhura. kálf fyrir 15 dali. Hætt vðskiptum yfir tjaldið. Stjóm vestur-þýzka sam• bandslýðveldisins hefur sagt upp viðskiptasamningum við Austur-Þýzkaland og er miðað við áramót. Samtímis lýsir hún yfir, að' hún sé fús til þess að taka upp viðræður um nýja viðskipta- samninga, og hafi núverandi samningum alls ekki verið sagt upp vegna ágreinings út af mál- um, sem varða Berlín, eða gerða austur-þýzku stjórnarinnar í. þeim efnum. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Herðubreið vestur um land í hringferð 10. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag og érdegis á morgun til Kópaskérs, Fiaufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarð- ar. Borgarfjarðar, StöðVar- fjarðar, Breiðdalsvíkúr og Djúpavogs. á. Favseðlar séldir árdégis á laugai'dbg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.