Vísir - 17.10.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 17.10.1960, Blaðsíða 1
12 síður I V L-'J 12 síður SO. árg. Mánudaginn 17. október 1960 234. tbl. Leiðangur á Vatnajökul heppnadist með ágætum. Unnið rð margvísfegum mætingum og athugunum uppi á jöklinum. i Straumey sökk við Eyjar í fyrrinótt. Skipverjar björguðust í gúmmíbát. Vélskipið Straumey RE 81 sökk 5 sjómilur austur af Vest- mannaeyjum aftfaranótt sunnu dags. Áhöfnin 7 manns komst í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað um borð í Ieitarskip um það til tveimur tímum eftir að skipið sökk, Straumey var á leið til Aust- fjarða með sementsfarm. Um kl. hálf eitt um nóttina sendi skipstjórinn, Magnús Einarsson út neyðarkall og sagði að leki væri kominn að skipinu. 20 mínútum eftir að neyðarkallið var sent voru tveir bátar frá Vestmannaeyjum farnir af stað til að veita Straumey aðstoð, en þá barzt annað kall frá Straumey og sagði skipstjórinn að skipið væri að sökkva og áhöfnin myndi yfirgefa skipið og fara í gúmmíbjörgunarbát- inn. Var nú þriðji vélbáturinn frá Eyjum sendur af stað til að að- stoða við leitina. Einnig var Akraborg, sem var á þeim slóðum kvödd til að taka þátt í leitinni að björgunarbátnum með mönnunum sjö. Klukkan þrjú um nóttina fannst svo bát urinn og var mönnunum bjarg- að heilum á húfi. Fóru þeir með Dettifossi til Akraness í gær Straumey var tréskip 318 brúttórúmlestir byggt í Eng- landi 1943 til hernaðarþarfa, sem eftirlitsskip. Þrjú skip af sömu gerð og Straumey voru keypt til íslands eftir stríðið. Eigandi Straumeyjar er Gisli Þorsteinsson Reykjavík, Skipverjar á Straumey komu með Akraborginni i morgun til Reykjavíkur. Þeir eru Sigur- sveinn Ingibergsson 1. stýri- maður, Pétur Pétursson 2. stýrimaður, Guðmann Sveins- son 1. vélstjóri, Alfreð Lárus- son 2. vélstjóri. Hallgrímur Hallgrímsson matsveinn og Páll Gunnarsson háseti. Sovétríkin liafa tekið að sér að reisa 1500. nemenda verkfræðiskóla í Conakry, höfuðborg Guineu 1 Afríku. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður er ásamt þremur öðrum fjallagörpum nýkominn úr viku leiðangri upn á Vatna- jökul. Aðalfarartækið var Ferguson dráttarvél á lieilbelt- um og reyndist í hvívetna á- gætlega. | Svo sem áður hefur verið skýrt frá reyndi leiðangur frá Jöklarannsóknarfélaginu áður í háust að komast upp til Gríms- j vatna á Vatnajökli. en varð frá að hverfa skammt frá jökul- röndinni vegna jökulþýfis, þ. e. sandorpinna íshóla, sem snjó- bílar komust ekki yfir. Vegna ýmissa mælinga, sem gera þurfti á Vatnajökli fékk Sigurjón Rist vatnamælinga- maður lánaða Ferguson drátt- arvél á heilbeltum, en einmitt á slíku farartæki komst Hillary á Suðurskautið fyrir skemmstu og gaf það þá hina ágætustu raun. Hið sama varð upp á Smygl í KEA. Sl. laugardag gerði lögreglan á Akureyri húsleit í birgða- geymslu gistihúss KEA þar í bænum, og fundust þar nokkrir pakkar af smygluðum sígarett- um. Lögreglan hafði orðið vör við, að eitthvað væri í umferð af smygluðum sigarettum þar í ( bænum, og hafði grun um það,1 að þær mundu vera komnar frá KEA-hótelinu. Var síðan gerð húsleit þar og fundust 6 lengj- ur af sígarettum, sem lögregl- an tók í vörzlu sína. Ekki er en vitað hver muni vera eig- andi smyglavarningsins, en rétt- arhöld munu fara fram í dag ! og hvergi var nein fyrirstaða. f leiðangrinum með Sigurjóni voru Jóhannes Briem, Magnús Eyjólfsson og Halldór Eyjólfs- teningunum í Vatnajökulleið- son, allt þaulvanir og reyndir angri Sigurjóns Rist. Hann jökulfarar og ferðagarpar. Fóru sagði að með slíku farartæki þeir fyrst í skála Jöklarann- myndi vera unnt að komast sóknafélagsins, Jökulheima, en allra' sinna ferða um allt há- það var 6. okt. Næstu tvo daga lendi íslands við hvaða að- unnu þeir við mælingar á leið- stæður og skilyrði sem væri. í inni upp í Grímsvötn og við að þessari ferð komust fyrirstöðu- setja niður svokallaðar snjó- laust yfir jökulþýfið, þeir mertur, en það eru stengur á lentu í lausamjöll og nýsnævi Framh. á 6. síðu. IviVfr) unt t'jfúpu. Frá ferð gamallar rjúpnaskyttu á Holtcvörðuheiði. StjéFaileysi og öngþveiti ríkir í Kongó. fttobutv i'ór ú fttitil Tsjotn- bes í Eli&ubethville- Stjórnleysi ríkir í Kongó og vaxandi öngþveiti og horfur uggvænlegar. Mobuto ofursti fór öllum óvænt til Elisabeth- ville, höfuðborgar Katanga- fylkis í Kongó um s.l. helgi og ræddi vmS Tsjombe forsætisráð- herra. Voru viðræðurnar vin- samlegar. Tsjombe er sagður ihafa tekið fram. að hann líti >ekki á Mo- buto sem stjórnmálaleiðtoga og geti ekki tekið þátt í fundi helztu stjórnmálaleiðtoga lands- ins, en Mobuto hefur sem kunn- ugt er unnið að því að slíkur fundur væri haldinn, en ekki getað komið því máli í höfn. Tsjombe og Mobuto hafa orðið ásáttir um, að ráðið í Leopold- ville fari áfram með völd til áramóta fyrst um sinn, og um eitt eru þeir hjartanlega sam- mála, að þeir hvor um sig eigi við mikla örðugleika að etja vegna truflana af hálfu komm- únista. Iskyggilegar horfur. Það er ekki talið neinum vafa undirorpið, að Mobuto hafi far- ið til Katanga nú til að leita samstarfs við Tsjombe, vegna þeirra erfiðleika, sem við er að etja í Leopoldville og annars staðar, — landið er raunveru- lega stjórnlaust, segja fréttarit-, arar, og fulltrúar Samemuðu þjóðanna í Leopoldville halda Framh. á bls. 10. j Það er að sjálfsögðu komið í ljós, að það sem dr. Finnur sagði um rjúpuna í ár er alveg rétt. Hann sagði Vísi fyrir nokkru, að bað yrði lítið um rjúpu í ár, en hún mundi fara að aukast á næstu árum. Nú skulum við heyra, hvað gömul og þekkt rjúpnaskytta sagði við okkur í morgun. „Við fórum upp á Holta- vörðuheiði á föstudaginn. Þar var mikið um manninn. Eg giska á að það liafi verið 20— 30 manns þar í rjúpnaleit. — Sumir gengu allt upp í Trölla- kirkju, en ekki fréttist af nein- um, sem hefði haft yfir 10 rjúpur. Sjálfur fékk eg 3 og félagi minn 2. — Við sáum ekki IMú fer það að koma. Þess er beðið með óþreyju íran, að Farah Diba drottning ali barn sitt. 1 Tilkynnt var fyrir nokkru í keisarahöllinni, að drottning mundi verða léttari milli 20.1 og 25. október, og vonast flest- ir til, að hún ali keisaranum son. Læknir hennar verður Ja- hansan Saleh, sem er í semi heilbrigðismálaráðherra og líf- lælcnir keisarans. Nasser tiSkynnir töku 8 Jordana. Frétt frá Kairo hermir, að handteknir hafi verið 8 menn. sem laumuðust inn yfir landa- mærin frá Jordaníu. Fjórir þessara manna rey.nd-. ust vera úr Jórdaníuher ög höfðu þeir sprengiefni. með- ferðis i fleiri. — Eitthvað sáu þeir að- eins meira uppi í eggjum í Tröllakirkju, en þar var þoka, og erfitt við að eiga. Annars var 7—8 stiga hiti í Forna- hvammi á laugardagsmorgun, svo að varla var von, að rjúpan væri neðarlega." — Þú hefir þá lítið haft gaman af ferðinni?“ „Jú, jú. Það er alltaf gaman að koma í fjallaloftið, skal ég segja þér. Svo kom nú ýmis- legt annað fyrir. Tveir smala- menn náðu tófuyrðlingi við Fornahvamm — hundurinn þeirra hljóp hann uppi. Lítill bíll fór út af veginum við ,,sikið“ hjá Ferjukoti, valt þar niður og skemmdist nokkuð. Tveir ungir piltar voru í bíln- um, og meiddist annar dálítið. Svo fannst ær í smalamennsku, sem hafði lent í ullarhafti (reifið flækst um fæturnar), og hafði ein löppin nagast af og gróið fyrir stubbinn. Ærin var flutt til bæja og henni lógað þar. — Svo að þú sérð, að það gerist ýmislegt, ef maður hef- ir augun opin.“ 3000 manns farast. f fréttum frá Karachi í morgun segir, að flóðalda ltafi valdið miklu manntjóni og eigna í Austur-Pakistan. Gerðist þetta fyrir viku. Hvirfilvindur hratt af stað flóðöldu, sem koin á land við Gangesósa og bar í grennd og sópaði öllu með sér. . . A._ m. k. 3000 manns fór- ust af völdum þessara nátt- úruhamfara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.