Vísir - 17.10.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 17.10.1960, Blaðsíða 10
AO VfSIR Mánudaginn 17. október 1960 VIVIAN STUART: NÓTTIBÍ ef Ajáahdi 34 Þau eru komin, kallaði Sonja fram til mannsins síns. Hún fór út til að taka á móti gestunum og Alan sagði: Klúbb- ínn? En.... — Þvi ekki það? sagði Robert, sem sat í sófanum. — Það er dansað þar í kvöld. Eg stakk upp á að við færum þangað til að jhalda upp á trúlofunina. Eg er viss um að Mary hefur gaman af því, MacLean og Sonja hefur gert ráðstafanir til að geta komist, því að henni fellur ekki að láta börnin vera ein í húsinu. En úr því að Carters-hjónin koma er allt í lagi.... Hann yppti öxlum. — En ef þér hafið hugsað yður að útiloka Mary frá öllu sam- kvæmislífi þá------þér um það! Mary horfði á Alan. Eg held ekki.... byrjaði hún, en Alan tók íram í fyrir henni. Hann var fölur og röddin ögrandi: — Eg er meðlimur. Ef þig langar til að dansa, Mary, þá skal mér vera anægja að dansa við þig. Langar þig, góða min? Mary hikaði. Hún sá að Alan var reiður. — Eg hef mikið að gera á morgun.... byrjaði hún afsakandi. — Það er víst um það, Mary, — við höfum öll mikið að gera, sagði Robert. — En nú er þetta allt undirbúið. Sonja hefur líka gott af ofurlítilli tilbreytingu. . Sonja kom inn og kynnti gestina. Hún sagði glaðlega: — Hér kemur barnagæslan mín — grá fyrir járnum — samkvæmt kröf- um tímans. Vinnukonan hugsar um börnin, Phillis, og hérna er kvöldmaturinn. Mikið var það fallega gert að hjálpa okkur í kvöld. Mary sýndist nýju gestirnir verða hálf vandræðalegir er þeir heilsuðu Alan, en hún tók líka eftir að vandræðasvipurinn hvarf af þeim þegar Sonja sagði þeim frá trúlofuninni. Henni datt allt í einu í hug að kannske væri það til góðs að Alan sæist á al- mannafæri með Grantshjónunum og Róbert og henni og henni sjálfri. Undir eins og fréttin bærist út um uppsögnina, mundi honum ekki veita af allri þeirri stoð, sem hægt væri að fá. Aðeins það, að hann var trúlofaður henni gat snúið almenn- íngsálitinu honum í hag. Hún var dóttlr Johns Gordons. Það gæt orðið þungt á metunum hjá fólki, sem hafði verið vinveitt honum. Og Sonja hafði lagt á sig ómak til að ná í manneskju til að vera hjá börnunum í kvöld — hún hafði kannske séð bréfið sem Robert fékk? En þegar henni varð litið á glaðlegt andlitið á Sonju' skildist henni að það var óhugsanlegt að hún vissi um þetta. Hún skildi ekki Robert. Hvernig gat hann hugsað sér að láta sjá sig í klúbbnum með manni, sem hann hataði jafn mikið? — Jæja, væna mín? sagði Alan lágt. Hún sá að hann var sár. Var mögulegt að hann héldi að hún vildi ekki fara í klúbbinn með honum? Að hún óskaði ekki að láta það vitnast að þau væri trúlofuð? — Eg vil gjarnan koma í klúbbinn. Alan, sagði hún og rétti honum höndina. Hann varð svipléttari og tók hönd hennar undir arminn. — Þá förum við, sagði hann glaðlega. Er þau voru sest í bílinn sagði hún kvíðandi: — Alan, ertu Viss um að þig langi að fara? Eg veit að þér fellur ekki klúbb- urinn og.... Hann brosti. — Eg er orðinn annar maður síðan þú lofaðir að giftast mér, elskan mín. Svarti sauðurinn snýr aftur í hópinn. Þú veist að ég var ekki rekinn úr klúbbnum. En ég fór þangaff aldrei eftir að ég kom þangað með Dinu. Og þegar eg komst á snoðir um að þeir báru út allskonar sögur um mig, langaði mig ekki til þess að sækja eftir gapastokknum sjálfur. Hann tók í höndina á henni og þrýsti hana. — Það verður gaman áð fá að dansa við þig, elskan mín. Og fá að sýna þig! Eg er svo ógurlegu montinn af þér. Leiðinlegt atvik. Þau óku upp að klúbbhúsinu. Bíll Roberts, sem enn var með götum eftir kúlurnar, stóð beint fyrir utan dyrnar. Dick og Sonja biðu þeirra í anddyrinu. Danslög og hlátrasköll heyrðust innan úr salnum. Mary var eftirvæntingarfull. Hún fór með Sonja inn í fatageymsluna og þær lögðu af sér kápuna og svo gengu þau í hóp inn í danssalinn. Robert tók á móti þeim við dyrhar. — Eg náði aðeins í fjögra manna borð, sagði hann. — Hin voru setin. En það nægir handa ykkur. Eg get setið hjá Pointers. Hann benti og hvarf svo innan urn dansfólkið. Þau settust við borðið og þjónn kom til að taka við pöntun- inni. Mary sá að fólk leit við og starði til þeirra, og hún hélt að það rnundi vera af forvitni, vegna þessa að hún var nýr gestur þarna. En það var engin alúðarsvipur á þessu fólki og enginn brosti til þeirra. Disk Grant tók eftir að hún var forviða og brosti til hennar um leið og hann stóð upp til að dansa við konuna sína. Alan stóð upp líka. — Eigum við að dansa, Mary? sagði hann. Hún stóð strax upp og hann tók utan um hana. Hann dansaði ágætlega, en Mary hafði enga gleði af því samt. Henni leið illa undir öllum þessum forvitnisaugum sem góndu á hana. Þegar þau voru komin hálfan hring á gólfinu og viku til hliðar til aö hleypa öðru danspari fram hjá, heyrðu þau mannsrödd segja við borðið bak við þau: — Hvern fjandan er þessi náungi, Mac- Lean að gera hérna í klúbbnum? Og hver er þessi stúlka, sem með honum er? ^ Einhver sagði „Þei-þei“ og Mary leit kvíðafull á Alan. Hann var fölur en sagði ekkert. — Alan, við'Skulum hætta að dansa, sagði hún. Hann leit á hana. Eldur brann úr augum hans. — Hvers vegna? — Góði, gerðu það fyrir mig.... Hann sleppti henni strax. — Já, sjálfsagt, Mary. Svo leiddi hann hana að borðinu aftur. — Þú heyrðir það? spurði hann. Dick og Sonja komu að borðinu þegar danslagið hætti. Með þeim komu roskin hjón. — Mary, sagði Sonja áköf, — mig langar til að þú kynnist Gillian majór og konunni hans. Þau þekktu hann föður þinn vel. — Þetta er Mary Gordon. Majórinn heilsaði Mary með handarbandi. Svo starði hann á Alan og sleppti hendinni eins og hann hefði brent sig. Eftir að hafa sagt nokkur innantóm hæverskuorð tók hann konuna sina undir arminn og sagði: — Þér verðið því miður að afsaka okkur, ungfrú Gordon. Við verðum að fara. Konan mín er ekki vel frísk. Sonja horfði hnuggin á eftir þeim. Hún hafði fölnað. Þvi að það var deginum ljósara og frú Gillian var gallhraust. — Eg skil ekki hvers vegna.... byrjaði Sonja. Alan stóð upp og sagði rólega: — Eg held að það sé bezt að viö förum, Grant. Það er fallega gert að yður að láta, sem þér takið ekki eftir neinu. Þér verðið að fyrirgefa okkur, frú Grant. Mary þótti vænt um að honum finndist sjálfsagt að hún færi með honum. Hún stóð upp. Dick Grant stóð upp líka. Hann var orðinn sótrauður í framan. — Eí þið farið þá förum við líka. Er það ekki, Sonja? — Jú, vitanlega, sagði hún. Þau gengu yfir þveran salinn og margir eltu þau með aug- unum. Kongó — Framh. af 1. síðu. að sér höndum, svo og lið Sam- einuðu þjóðanna, því að fyrir-, mæli vantar frá Dag Hammar- skjöld um hvað gera skuli. Það var viðurkennt af afstoð- armanni Mobuto, sem með hon- um fór til Katanga, að tilgang- urinn væri sá, sem að ofan seg- ir, með förinni, en hvorki Mo- buto eða Tsjombe víkja þó beint að því í tilkynningu sinni. Mannrán. í vikulok síðustu var framið mannrán á götu fyi'ir framan gistihúsið, þar sem Evrópu- menn búa. Flokkur unglinga réðst að blökkumanni og hafði hann brott með sér. Ekki hefur spurzt til hans síðan. Fyrirsát. Liðs- foringi veginn. Það hefur nú verið staðfest í i Elisabethville, að belgiskur liðs foringi úr öryggisliði Katanga var veginn í fyrirsát nálægt járnbraut nokkurri, þar sem skæruflokkar af Balubaætt- flokknum hafa haft sig mjög í , frammi. — Á þessum slóðum ' hafa um 1500 manns leitað hæl- is í klaustri og er þess gætt af liði Sameinuðu þjóðanna. Stjórnleysi, at- vinnuleysi, hungur. Auk þess sem stjórnleysi rík- ir sem fyrr var sagt, er at- vinnuleysi hraðvaxandi og , margir hálfsvelta og hungurs- neyð yfirvofandi, nema gripið verði til víðtækra ráðstafana, til þess að koma í veg fyir frekari neyð. Pparið -yður hlaup á nulli margra. veralana! wwj|l ÍÖÉM HMU KSá -Ausfcurstræti R. Burroughs — TARZAIM — 3679 THE NWIVE SFUTTEKSC7 WEAK.LV, ^ECAUSE Ov= VOU—PUNISHEr ME BECALSE IPIPN'T . KiLLVOUl' 6-12-5256 Þeir flýttu sér að losa j manninn og Tarzan sá það [ brátt að það var maðurinn, sem talað hafði til hans, sem var foringi fílabeinsþjófanna. Hvers vegna var þetta gert við þig? spurði apamaður- inn um leið og hann hjúkr- aði • svertingjanum. Vegna þín umlaði í svertingjanum, vegna þess að ég drap þig ekki. KPKM'R TRi KT JBj öjrj^o^ LAUFÁSVEGÍ 25 . Sími 11463 i FCTIIR-STÍLAR-TALÆFÍNGAR Ws ri SKIRÆ RIK LÚi lIS FGCRÐ iINS Skjaldbreið vestur um land til Akur- eyrar 20. þ.m. Tekið á móti flutningi á mánudag og þriðjudag til Tálkna- fjarðar, áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og til Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Heilbrigðir fætur er undirstaða vellíðunar,. — Látið þýzku Berkenstork skóinnlegg lækna fætur yðar. Skóvinnustofan Vífilsg. 2. Opið alla virka daga frá kl. 5—7 e.h. :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.