Vísir - 01.11.1960, Side 3

Vísir - 01.11.1960, Side 3
Þriðjudaginn 1. nóvember 1960 VÍSIR Á borði þessarar grasalyfjaverzlunar eru nashyrningahorn, sem eru sögð ágæt til þess að lækka Iíkamshitann, dýrahorn, sem má taka inn sem hressingarlyf og gall úr snákum, notað við augnbólgu. Grasalækningar Um aldaraðir hafa Kín- verjar stundað grasalækningar. I fyrstu voru það ættingjar hinna sjúku, sem leituðu um hæðir og hóla að grösum og folómum, sem síðan voru soðin, og seyði tekið inn eða notað til foakstra og baða, ef imi útvort- is sjúkdóma var að ræða. Er fram liðu stundir, þróaðist þessi lækningaaðferð með þjóð inni og upp risu sérfræðingar í grasalækningum. Á eynni Formósu eru hvorki meira né minna en 10.200 menn, sem fást við lækningar, ög þar af eru 1.725-grasalækn- ar. Þeir skiptast aftur í flokka eftir sérgreinum, og er miðstöð þeirra í höfuðbörg Formósu, Taipe. Þessi miðstöð er eigin- lega grasaverzlun, og ér þar geysiíegt úrval grasa. Auk þess starfa þar sérfræðingar í nála- stungum, en það er aðferð t.il að finna meín í líkama sjúk- lingsins með því að stinga hann með glóandi nálaroddum. Margvíslegur æðasláttur. Sjúkravitjanir á Formósu eru allfrábrugðnar því, sem Vest- urlandabúar eiga að veniast. Tökum t. d. sjúkling, er þjáist af magaverk. Hann leitar grasa læknis, sem er sérfræðingur 1 ,,innvortis“ sjúkdómum. Lækn- irinn byrjar skoðun sína á því að taka á slagæð sjúklingsins. Kínverskir grasalæknar ráða margt fleira af æðaslættinum en læknar á Vesturlöndum: Þeir greina æðaslátt manna í 27 mismunandi flokka, og á þeim byggja þeir yfir 100 sjúk- dómsgréiningar. Lýsingar á æðaslætti hinna ýmsu flokka eru margskonar — hann getur verið „dreifður, óregiulegur. breiður, likur pílviðarblómi í blænum“, o. fl. Þar næst athugar læknirinn gaumgæfilega útlit siúklings Af vinstri k.inninni ræður hann 'ástand lifrarinnar, af hægri kinn og nefi ásamt lungnaanna. 'Efri vör og eyru segia til um, hvort nýrun séu heilbrigð, og hjartabilun kemur í ljós á enn- inu. Ennfremur kemur það iram í kring um munninn, ef eitthv-að er að miltinu eða nýc- unum. Að lokum skoðar lækn- irinn tungu sjúklingsins og rannsakar heyrn hans, gérir síðan sjúkdómsgreiningu sína og skrifar lyfseðilinn. Sjúklingur sýður lyfin sjálfur. Nú fér sjúklingurinn í grasa- búðina, sem er lyfjabúð Kín- verjanna. Lýfsalinn dregur fram skúffur og fallegar flösk- ur með kínversku letri, vegur nákvæmléga smáskammta af margskonar grösum, vefur þeim inn í pappír og skrifar leiðarvísi um notkun hvers þeirra. Með þetta allt heldur sjúk- lingurinn heim og sýður með- ulin sjálfur, alveg eins og land- ar hans gera og hafa gert í þús- undir ára. Hér er ekkert eitt lyf, sem ræður niðurlögum ákveðins sjúkdóms, heldur er hvert lyf gefið vegna þeirra áhrifa, sem það er talið hafa á vissa hluta mannslíkamans. Þannig hafa grasalæknarnir skipt líkaman- um í þrjá hluta. Efsti hlutinn er nefndur „fljótandi" hluti lík- amans, þá kemur ,,miðhlutinn“ og neðstur er hlutinn, „sem er í kafi“. Síðan eru lyfin gefin eftir því, hvaða hluti líkamans er sjúkur. Álgengustu lyfin. Meðal algengustu lyfja grasa •læknanna eru dahlíublóm, sem notuð eru við sótthita, dýra- skinn og rætur- til þess að auka matarlystina, liljublóm og möndlur við hósta og appelsínu börkur gegn lungnakvillum. Þurrkuð jasmínblóm eru sögð hafa sefandi áhrif á líkam- ann, schinseng jurtir eða dá- dýrahorn eru soðin í vatni og drukkin til hressingar, og brennisteinn er notaður til að bæta meltinguna eða sem sótt- hreinsunarlyf. Möluð nashyrningahorn draga úr sótthita, vegna kæl- andi eiginleika sinna. Biti af þurrkaðri slöngu er góður við gigtveiki, þar sem efni í líkama slöngunnar koma í veg fyrir stirðleika ög lina þr’autir. Gall úr kobraslöngu getur læknað augnsjúkdóminn trachoma og aðrar augnhimnubólgur og steytt antilópuhorn róa taug- arnar. 3000 ára gullvæg regla. „í náttúruna ber oss að sækja kraft og örvun fyrir líkamann til þess að byggja uon mót- stöðuafl gegn sjúkdómum“, skrifaði kínverskur læknir fyr- (ir meira en 3000 árum. Þetta er enn í dag hin gullvæga regla kínverskra grasalækna, og það leynir sér ekki. þegar komið er inn í miðstöð þeirra í Taipe, höfuðborg Formósu. Þar eru ■veggir skreyttir risastórum myndum af mannslíkamanum, auk mynda úr náttúrunný og af þeim dýrum, er þar lifa — . öpum, tígrisdýrum, pardusdýr- um o s. frv. Kið klassíska verk gula- keisarans um lyflæknisfræði ber vott um þann áhuga, sem Kínverjar höfðu á myndun málmsteina, enda voru þeir snemma vel að sér í jarðfræði og ) steinafræði. Sú þekking varð grundvöllur ýmissá lækn- ingaaðferða, sem byggðust á notkun málmsteina og plantna. í fornu kínversku læknisfræði- riti, sem hefur verið eignað kéisaranum Shen Nung, en var þó ritað í tíð keisaraættanna Chin og Han um 200 f. Kr., er greint frá yfir 100 tegundum grasa er nota mátti til lækn- inga. Þekktust áður í Kína. List grasalæknanna er alda- gömul, en það er eins um hana og læknisfræði Vestur- landabúa, þróun hennar verður að halda áfram. Nýir sjúkdóm- ar stinga upp kollinum, og þá verður að finna ný meðul við þeim. Það er alkunna, að grös og jurtaolíur eru uppistaðamargra lyfja, sem notuð eru af lækn- um á Vesturströndum. Það er því engin furða, þótt kínverskir læknar haldi því fram, að margir meiri háttar uppgötv- anir í læknisfræði á Vestur- löndum hefðu þekkzt og verið notaðar árum saman í Kína. Þeir benda á það, að læknar á Vesturlöndum hafi ekki gert sér grein fyrir þýðingu eitur- efna við lækningar fyrr en ár- 1 ið 1909 — þegar farið var að nota arsenik gegn syfilis — en Kínverjar hafi notað það í 300 Dréyfing fyrir 1800 árum, Sama máli gegnir um deyf- ingar, sem voru . fyrst- fram- kvæmdar á Vesturlöndum árið 1847. Á annari öld e. Kr. er sagt frá því, að kínverskur læknir að nafni Hwa Tu hafi náð eitr- aðri ör úr handlegg: manns, með því að deyfa handlegginn fyrst með eitraðri jurt, er greri í fjöllunum í grennd við landa- mæri Tibets. • Kínverskir læknar telja, að enn séu um 200 kínversk grasa- lyf, sem á eftir að greina og rannsaka vísindalega. Hver veit, nema hin ævaforna lækn- islist Kínverja eigi eftir að færa mönnum lausn á ýmsum ráðgátum, er læknar á Vestur- löndum hafa glímt við árum saman, og lyf við sjúkdómum, sem áður voru ólæknandi. Að- eins tíminn og þrotlausar rann- sóknir geta leitt það í Ijós. Akureyrarkirkja eign- ast myndarúður. Eru skreyttar me5 atriðum úr æsku Jesú Krists. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun, I tilefni af 20 ára afmæli Ak- ureyrarkirkju, sem er um miðj an næsta mánuð, hafa nú ver- ið settar upp fjórar myndarúð- ur í kórglugga kirkjunnar. Fyrir nokkrum árum hafði Jakob Frimannsson framks.stj. og kona hans gefið myndrúðu í miðglugga kórsins, og mun það vera eitt fyrsta listaverk sinn- ar tegundar, sem komið hefur verið upp í kirkju hér á landi. Síðan beitti Kvenfélag Akur- eyrarkirkju sér fyrir því að •myndarúður yrðu settar í hina fjóra kórglugga .kirkjunnar og hefur það nú verið gert. Sjálft gefur kvenfélagið eina þe.irra til minningar um séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup á Akur- eyri og frú Arndísi konu hans, en hún var fyrsti formaður Kvenfélags Akureyrarkirkju. Kirkjan mun standa straum af kaupum og kostnaði við hinar rúðurnar, en þær kosta um 50 þúsund krónur hver. Vera má þó að einhverjir einstaklingar eða aðrir aðilar vildu minnast kirkjunnar með áþekkri minn- ingargjöf og kvenfélagskonurn ar gáfu, og rhyndi það þá vel þegið Myndrúður þær, sem nú hafa verið settar upp í Akureyrar- kirkju sýna atriði úr æskú frelsarans og eru hinar feg- urstu, enda gerðar af einum færasta listamanni á þessu .sviði. Hann er brezkur og heit- ir F. Cole. Guðmundur Einars- son frá Miðdal sá hinsvegar um uppsetningu myndanna fyr ir norðan að ósk fyrirtækisins J. Wippel í London, sem útveg- aði þær hingað til lands. Akureyrarkirkja á 20 ára af- mæli þann 17. nóvember n. k. og er þá meiningin að minnast þess á margvíslegan og vegleg- an hátt. Qeilt um skýrslu Monckton- nefndar um Mið-Afríku. Einkiim iirsagnarreft einstakra i’íkja ■ því. Sun Yang-chai er kunnur skurðlæknir í Taiwan, en sérgrein hans að lækna með stungu þá, sem þjást at þindarsjúkdómum. Um 150 læknar stunda aida gamlar lækningaaðferðir í Taiwan. Birt hefur verið skýrsla Monckton-nefndar um Mið-Af- ríku ríkjasambandið til að kynna sér ástand og viðhorf. Samkvæmt niðurstöðum nefnd arinnar eiga hin einstöku ríki í því, að fá úrsagnarrétt, en nú- verandi sambandstengsl þó að haldast um sinn. ýfirleitt er skýrslunni ágæt- lega tekið í brezkum blöðum. þótt athugasemdir séu gerðar, en ein er þó undantekning, því að eitt blaðanna — Daily Ex- press — segir, að stjórnin hefði átt að henda skýrslunn-i í eld- inn. Og Sir Roy Walensky, for- sætisráðherra Mið-Afríkusam- bandsins, er æfur, < og segist ekki fara til London til að ræðá úrsagnarréttinn, en hann telur ófært að leyfa hann. Brezka stjórnin segir hinsvegar, að ó- hjákvæmilegt sé að. rseða hann. — Leiðtogi blakkra í Njassa- landi segir, að ekkert komi til greina; nema að Njassaland fái sjálfstæði þegar. Fyrirsjáan- legt er, að úrsagnarákvæðið muni valda miklum deilum. „Togarar" Rússa fara ví5a. Það er ekki einungis liér við strendur íslands, sem orðið hef- ir vart við einkennilega útbúna rúsneska togara. Nýlega sigldu 8 rússneskir kafbátar út í Miðjarðarhaf frá höfn í Albaníu. Nærri þeim voru gervitogarar, sem héldu sig nærri 6. flotanum banda- ríska. Bandaríkin svöruðu í sömu mynt og éltu hiná rúss- nesku „tógará“. *•

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.