Vísir - 05.11.1960, Blaðsíða 1
q
i\
I
y
M. árg.
Laugardaginn 5. nóvember 1960
251. tbí.
Meira smyglgóss og Sovétríkin hafa stundað njósnir
dollarar milli þilja. viö Noregsstrendur árum saman
Talið að ekki séu öll kurl komin
til grafar.
Tollverðir hafa haldið áfram
leit .að smyglvamingi í Lagar-
fossi í dag enda hafa þeir verið
að finna eitthvað annað slagið
og er það borið í pokum upp á
Tollgæriustöð þar se?n það bæt-
ist við myndarlegan haug af
smyglvarningi, sem tekimi var
úr skipinu í gær.
„Þetta er eitt það mesta af
smygivarningi af þessu tagi.“
sagði einn af elztu tollvörðun-
um er Vísir átti tal við hann í
gær. Ekki var þá hægt að fá
uppgefið magn hinnar smygl-
uðu vöru eða áætlað innkaups
verð hennar, einn gizkaði á að
það færi að nálgast 200 þúsund
krónur. En svo voru þeir að
finna meira til viðbótar og all-
ar bollaleggingar um verðmæt-
ið fóru út um þúfur.
Rannsóknarlögreglan sat með
nokkra skipverja í dag og yfir-
heyrði og fleiri munu að líkind
um verða yfirheyrðir áður en
lýkur. Ekki vildi lögreglan
segja meira að svo komnu máli.
Hver á 55 dollara?
Þegar tollverðir voru að
ki-ækja milli þilja í dag fundu
þeir gamalt eintak af Vísi. Ó-
Framh. á 7. síðu.
Maiínaskipti í utanríkis-
þjónustunni.
2. nóv. s.l. var Henrik Sv.
Björnsson, ráðuneytisstjóri ut-
anríkisráðuneytisins, skipaður
ambassador íslands í London
frá 1. janúar 1961 að telja.
Sama dag var Agnar Kl.
Jónsson, ambassador íslands í
París, skipaður ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins frá sama
tíma að telja. (Frétt .frá utan-
ríkisráðuney tinu.)
Síidaruppgrip á
AkurayrarpoEli.
J
Frá fréttaritara Vísis. —j
Akureyri í gær.
Síldaraflinn á Akureyrar- í
polli hefur glæðst til muna síð-
ustu dagana, en einkum var
hann mikill í gær. Þá veiddust
hér um 2000 mál síldar.
Einn bátanna ,,Gylfi“, tví-
fyllti sig í gær og fékk samtals
talsvert á 8. hundrað mál. Hann
kastaði aðeins 5—6 metra frá
bryggjusporði Torfunesbryggj-
unnar og þar fékk hann þenna
afla.
í morgun var vitað að bát-
arnir höfðu feng'ið nokkurn
afla, en ekki vitað hve mikið
því þeir voru ekki komnir að
landi.
Sildin fer ýmist til bræðslu
í Krossanesi, til niðursuðu í
vrksmiðju Kristjáns Jónssonar
& Co. eða þá til beitu í Ólafs-
firði.
ýl-
Fyrir tveimur vikum kom nýr bátur til Tálknafjarðar. Heitir
hann Sæfari og er smíðaður í Austur-Þýzkalandi. Hér sést bát-
prinn sigla inn á Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Sn. Sn.)
iliÉÉi1
Austurrískt bíað birtir frétt
um frávikningu Krúsévs.
Er af flestum talin uppspuni —
A&rar nýjar fréttir í stuttu máli.
Rafmagnsklukkur eru engin nýjung, en það er nýjung, að
armbandsúr sé knúið rafmagni og geti gengið í ár á hleðslu
lítillar rafhlöðu. Það eru Bulova-verksmiðjurnar brezlcu, sem
sent hafa úr af þessu tagi á markaðinn og á myndinni séstí
greinilega, hve rafhlaðan er lítil. Úr bessi kallast „accutron“
(samsetning úr accurate, nákvæmur, og electron, rafeind) og
kostar miimst 175 dollara.
í Vínarborg var birt óstað-
fest frétt í gærkvöldi þess
efnis, að Nikita Krúsév for-
sætisráðherra Sovétríkjanna
hefði verið vikið frá.
Fréttamenn og aðrir eru
ekki trúaðir á, sannleiks-
gildi fréttarinnar. Er hald
flestra, að um orðróm sé að
ræða, er reynast muni upp-
spuni.
•fc Watkins landvarnaráðherra
Breta svaraði £ da» fyrir-
spurn um Polaris-kafbát-
ana, sem eiga að fá skipa-
laígi á Holy Loch við Clyde.
Hann kvað beim verða
stjórnað frá bækistöð á
austurströnd Bandaríkj-
anna. Polarisskeytum yrði
ekki skotið í brezkri land-
helgi, nema um skyndiárás
\æri að ræða.
-£• Ellefu kirkjuhöfðingjar í
Bandaríkjunum hafa skorað
á kjósendur, að láta trúmál-
in ekki l’.afa áhrif á hverj-
um þeir yreiða atkvæði. Er |
talið, að það muni hafa átt,
nokkurn þátt í að áskorun
þéssi var birt, að umferða-
prédikarinn Billy Graham
sat við hlið Nixons á kosn -
ingafundi. Ekki tók þó
Billy til máls. — Rómar-
kirkjan er talin I£ta svo á, j
að rómversk-kabólskum
kjósendum sé ekki skylt aðt
kjósa Kennedy vegna þess,
að hann sé römversk-
kabélskrar trúar.
•fe Ríkisstjórnir Ehíópíu og.
Liberíu hafa kært Suður-
Afríku fyrir meðferð á inn-
bornum mönnum í Suð-
vestur-Afríku, bar sem S.A.
fer með verndargæzlu. Hafi
stjórn S.A. þverbrotið öll
ntannúðarlög og reglur sett-
ar urn verndargæzluna.
0g ríkisstjórnin hefir
vitað það.
Dvpíarmælin^ar
hjá stærstu Iiolniiiu
Norsku blöðin eru tekin að'
ræða njósnir sovétskipa á At-
lantshafi á ný, og nú er um-
ræðuefnið það, að slíkar njósn-
ir eru stundaðar við Noreg.
Það er fyrst og fremst Noregs
Handels & Söfartstidende, sem
hefur hafið umræður um þetta,
og var fyrirsögn fyrstu greinar-
innar, sem blaðið birti um þetta
efni, svohljóðandi: „Skipulags-
bundnar sovétnjósnir við
strendur Noregs.“ Síðan segir
blaðið frá því, að togarar frá
Sovétríkjunum og önnur fiski-
skip sé notuð til þess að vinna
skipulega að kortlagningu á
norsku ströndinni, en auk þess
eru sovétskipin látin vinna að
dýptarmælingu með ströndum
fram — fyrst og fremst í ná-
munda við helztu hafnir lands-
íns
Mörg blöð hafa rætt þetta
mál, og Arbejderbladet hef-
ur komizt svo að orði, að
sovézk fiskiskip og ýmis
smáskip hafi verið látin
vinna við njósnirnar árum
saman án þess að farið væri
Framh. á 2. síðu.
Lélegar sölur á ísaðri
sild í Þýzkalandi.
Kunnugir telja betri horfur er
líður á vetur.
Talsvert magn hefur verið
flutt út af ísaðri síld í haust til
Þýzkalands. Hafa stórir vél-
bátar annað hvort tekið síld
sem hlutn af farmi eða fario
eingöngu með ísaða sild. Hafa
þessir síldarflutningar > hausí
ekki gefið eins gcð?. raún og
menn væntu og mun lægra verö
hefur fengizt fyrir sildina en
gera mátti ráð fyrir, þegar
haft er i huga það verð sem
fékkst fyrir ísaða sild á þýzk-
um markaði í desember í fyrra.
Síldin sem Narfi flutti út fyr-
ir nokkru seldist fyrir lítið
verð enda fór mikiil hluti
hennar í úrgang. Nýlega fór
v.b. Margrét með síld ásamt-
fiski. Síld Margrétar- seldist
fyrir 11.500 mörk, 45 lestir. Þá
seldi Ruriólfur. frá Grundárfirði
50,5- tuiinur fyrir 15.500 mörk.
Verður hvorttveggja að teljast
mjög lítið verð.
Að því er kunnugir telja
mun verða framhald á útflutn-
ingi ísaðrar síldar í haust og
eru líkur fyrir betri sölum er
líður nokkuð á. Það virðist
helzt skorta á að síldin þykir
ekki nægilega góð markaðs-
vara og þá heizt fyrir það að *
hún er mjög -misstór að stærð,
en slíkt dregur úr sölumögu-
leikum. Þá mun einnig hafa (
borið á því að síldin var ekki
nógu mikið ísuð eða ísuð of
seint og ekki í kassa, en hinn
viðkvæmi fiskur þolir illa
þrýsting eða hnjask.
Nú er verið að ísa sild í
Helga -Helgason í Keflavík. Ýár :
báturinn búirih að fá uiii það -
;bil .40 tonn í gær, en afli vár 'r
enginn í.hótt végna veðurs. :