Vísir - 05.11.1960, Blaðsíða 7
lÆugardáginh 5. nóvembér 1960
VlSIB
z
Lozania Prole:
J(| hem C huöld
u
Hún er vinkona min og stelur honum ekki frá mér, hugsaði
hún — þegar efinn byrjaði að naga hjartarætur hennar — og
efínn óx og það var sem hún fyndi rýtingsodd snerta hjarta sitt.
Therése var ekki vinkona hennar — ekki í reynd — og hún
hafði vald til þess að taka hann frá henni, og þar með yrði hún
svift tekjum, og framtíð hennar — og barnanna — enn í óvissu.
í kvöld hafði Barras stungið upp á, að hún sendi Eugéne eftir
sverði látins eiginmanns síns— að hann krefðist þess af hinum
manninum, — þessum Napoleon Bonaparte. Ailir Parísarbúar
vissu allt um hann, svo sem að líkum lætur. Hann var Korsíku-
maður, af alþýðuættum, — svo hafði henni verið sagt, fram-
koman hrjúf, — hann var klunnalegur. Ekki fríður sýnum, en
hugrakkur og ákveðinn, þvi að hann hafði rutt sér braut með
mikilli festu og dugnaði, frá því að vera korpórall i þá stöðu, sem
hann nú gegndi. Hann var maður — eða svo sögðu Parísarbúar,
sem menn urðu að taka tillit til. Það var sú almenna skoðun,
þótt sumir segðu, að hann væri „kominn eins langt og hann
mundi komast," og enn aðrir, að hann væri og yrði sveitamaður
— án nokkurs bakhjarls, sem ailir er íramast vildu yrðu að hafa.
Og það var skrafað um, að móðir hans hefði haft ofan fyrir sér
með því að þvo þvott, oft sést vera að skola i læknum nálægt
kotinu, og verið þakklát fyrir þá aura, sem hún vann sér inn meö
þessu.
„Sendu Eugéne eftir sverði föður sins,“ hafði Barras sagt og
endurtekið og hún þoröi ekki að neita. Vitanlega hirti hún ekki
um sverðið — hví skyldi henni ekki standa á sama um það. Hún
óskaði ekki eftir neinu, sem yrði til þess að minna hana á
Alexandre á nýjan leik. En Barras hafði sagt þetta sem skipun
og tillitið í augum hans lét hana ekki vera í neinum vafa um, að
hann ætlaðist til, að skipun sinni væri hlýtt. Hún þorði ekki
að neita. 1
Og hún sendi drenginn til þess að' biðja um viðtal og um
sverðið. Hún lagði honum lífsreglumar, sagði honum hvað hann
ætti að segja, þegar hann hitti hershöfðingjann, sem einu sinni
var korpórall.
Hann átti að segja:
,JSg er sonur de Beauharnais markgreifa, og móðir mín Beau-
hamis markgreifafrú biður um, að ég megi bera fram ósk um,
að fá sverð föður míns...
Eugéne kom aftur þetta kvöld. Það var annarlegur glampi í
hinum dökku augum hans, eins og ný hugsjón hefði fæðst hið
innra með honum — eins og hann hefði sett sér mark. Þetta
var brjálæði af mér, hugsaði hún, því að Engéne er á þeim aldri,
að hann mun líta á þennan mann sem hetju, og kannske fer sonur
minn að dá hann eins og allur almenningur í París gerir, þótt
þeir í öðru orðinu kalli hann leiðinda sveitalubba.-
En hún sagði aðeins:
„Hvemig er hann, — hvernig lítur hann út?“
„Hann er dásamlegur maður, — dásamlegasti, mesti maður-
inn, sem ég hefi nokkurn tíma kynnst. Eg hefi aldrei séð neinn
svo valdmannslegan, fyrirmannlegan, eg sver, að ég vildi fús-
lega ganga í dauðann fyrir hann.“
Hún leiddi þetta hjá sér — en vissi vel, að margir ungir menr j
höfðu þegar látið lífið í sölurnar fyrir Napoleon Boneparte -
sumir sögðu, að hann hefði „slátrað heilum herjum“, því að
hann vílaði aldrei fyrir sér að fóma mannslifum til að ná
markinu.
„Og sverð föður þíns, Epgéne?“
„Það verður sent þér. Og hershöfðinginn spurði mig um þig,
Maman! Hann sagði, að þú hlyti að vera djörf, mikilhæf kona.
áð eiga svo efnilegan son. Honum fannst ég vera efnilegur, eiga
framtíð fyrir mér, eg.... Maman!"
Og hann barði hnefanum á brjóst sér með brosi á vör.
„Hann var kurteis og sendi þér kveðjur. Hann óskár eftir að
fá að kynnast þér.“
Það var sem skugga skýs legði yfir efri hluta andlits hennar.
Hún hafði það á tilfinningunni, að hér væri um samsæri að ræða
— og Barras mundi hafa hér hönd sína með í spilinu. Henni
fannst sem verið væri að lokka sig inn í dimm trjágöng og að
hún ætti sér ekki undankomu auðið. Hún væri komin út á þá
braut, sem hún fengi ekki snúið af aftur — að yfir henni vofðu
örlög, sem hún mundi ekki fá umflúið.
„Eg mun fara í höfuðstöð hans og votta honum virðingu
mína,“ sagði hún lágt, og daginn eftir sendi hún orðsendingu
þangað til þess að boða komu sína.
Það var ungur aðstoðarforingi í dökkum einkennisbúningi, sem
kom með sverðið og afhenti það. Eugéne varð gripinn mikilli
hugaræsingu, er hann sá hver kominn var.
„Sá tími kemur,“ sagði hann við móður sína,“ er ég verð her-
maður, því að þessi hershöfðingi er mikilmenni, það vissi ég
þegár ég horfði á hann. Hann tendraði í mér löngun til þess að
verða hermaður."
„Já, hann hefur haft mikil áhrif á þig,“ sagði hún lágt.
Barras kom til miödegisverðar til hennar um kvöldið. Enda
þótt hann segði ekki neitt var hún viss um, að Napoleon Bona-
parte hefði aldrei gert boð eftir henni, ef ekki hefði verið vakin
sérstaklega athygli hans á henni. Höfðu þeir, Barras og Napoleon
rætt um hana? Kannske höfðu þeir varpað teningi um hvor
þeirra skyldi njóta hennar, því að þaö var ekki óþekkt skemmt-
un meðal aðals- og auðmanna Parísar, að varpa upp teningi til
úrslita um hvor skyldi njóta hylli ástmeyjar.
Barras renndi grun i hugsanir hennar, er hann sat gegnt
henni og neytti lostætra rétta af beztu lyst, og skolaði kverkarnar
i uppáhalds Bordeux-víni sínu.
„Þú ert hugmyndarik, Jósefína, en í þetta skipti liefur ímynd-
araflið hlaupið með þig í gönur. Ef Napoleon Bonaparte hefur
fengið áhuga fyrir þér er þaö vegna þess, að honum finnst þú
vera fögur kona og aðlaðandi — og sé það svo, ertu fyrsta konan,
sem hei'ur haft slík áhrif á hann. Gerðu þér þess vegna grein
fyrir, aö hann sýnir þér mikinn heiður. Vertu viss um þaö, að
franska þjóðin öll á eftir að veita Napeleon Bonaparte athygli."
„En ég hefi enga löngun til að kynnast honum,“ sagði hún, því
að andartak ólgaði Kreólablóöið i æðum hennar.
Hann yppti öxlum svo að axlaskúfarnir á einkennisbúningi
hans hristust til.
.. ,,N’importe,“ sagði hann, skiptir engu.“
Og það varð ekki annað séð af svip hans, en að þetta skipti
hann engu máli.
„Eg mun fara á fund hans, ef þú óskar þess,“ sagði hún hik-
andi, þvi að hún óttaðist að hún kynni aö stíga skakkt skref og
iðrast þess alla sína daga. En hún varð að lifa — hugsa um fram-
tíð barnanna. Hún var 33. ára og fegurðarljóminn kynni að fara
að dofna, — .íafnvel þótt hún vissi að hún var glæsilegri og feg-
urri nú en þegar hún var um tvítugt.
„Já, ég mun fara á fund haiis,“ sagði hún.
Tveimur dögum síðar bárust boð um það, að Napoleon Bona-
parte óskaði eftir aö heimsækja móður hins fríð'a og vasklega
pilts, sem komið hafði til þess að biðja um sverð íöður síns.
Hún gat vart búið sig undir heimsóknina, þvi að henni leið
illa og hún var æst á taugum, af kvíða vegna þessarar heim-
sóknar — en undir niðri lagðist það í hana, að þessi heimsókn
mundi marka timamót í lifi hennar. Hún klæddist kjól úr mjúku
og bláu efni — kjól af þeirri gerð, háum í mittið, sem Marie
Antoinette hafði haft mætur á. Bleika rós festi hún á barm sér,
A
KVÖLDVOKMI
, Ava Gardner kom nýlega frá
'Astralíu til Lundúna. Og hún
; kom með nýjung með sér —
jþað eru ilskór með bjöllum á,
sem hringlar í þegar hún hreyf-
ir sig.
— Eg varð strax svo hrifin
af þessari hugmynd. Það, sem
mér er óþægilegast í lífinu,
1 kom fyrir mig þegar eg kom
öðrum á óvart. Nú er ekki hætt
við því.
★
Tveir ameríkanar tala sam-
an.
— Eg vinn í svo stóru verzl-
unarfélagi, að við höfum ekki
hugmynd um hversu marga
starfsmenn við höfum.
— Uss, svaraði hinn. — Hvað
er um það að tala! Verzlunar-
félagið, sem eg vinn í er svo
stórt, að við uppgötvuðum það
fyrst eftir reikningsuppgjör, að
það vantaði tvo gjaldkeranna.
Og við erum ennþá að leita að
þeim.
Smygfið —
Framh. af 1. síðu:
líklegt þótti að verdð væri að
smygla Vísi úr landi eða í, en
þegar 16. júní blaðinu frá 1959
var flett í sundur kom í ljós að
þar voru 55 dollarar í seðlum
kyrfilega innvafðir í blaðið. Nú
er bara að vita um eigandann
og það mun helzt vera sá, sem
i í klefanum bjó þá. Eigandlnn
þarf víst ekki að vera hræddur
um að gera tilkall til fjárins,
því það er ekki saknæmt að
eiga nokkra dollara.
Síðustu fréttir:
Talningu smyglvarningsins
var ekki lokið, þegar Vísir fór £
j prentun, því að alltaf var eitfc*
hvað að bætast við, en það sem
; komið var í leitirnar var þetta:
j 180 tylftir brjósthöld, 60 t.
; nylonsokkar, 54 t. sokkabuxur,
24 pakkar tyggigúmmí, 30 þús.
sígarettur, 220 stk. kvenpeysur,
10 tylftir leikföng, 4 t. segul-
bandsspólur, 74 pör kvénskór
og 9 símamagnarar.
•• # M: dtp,! .
-A-usfíursíríeti
R. Burroughs
-TARZAIM-
4G»4
Al_L,THAT S SXCEP^T ThE
HICTSCjS CVCUOPS. who
WAS BASEKty LOOiONö
POKWAAP'TO THE =í£hT!
Nóttin var liðin. Haninn
og sðl rann á himinin.
Fangamir voru órólegir. —|
Þeir skyn.juðu ókyrrð í þorp-
inu og órói í öllum nema
Cyclops. 'T.'nn teygði úr
Könnuður ■
Framh. a< 4. síðu.
lögun og í honum margskonar
vísindaleg tæki. Hann er 7.62
m. langur og jafnbreiður þar
sem hann er breiðastur, í hon-
um eru 8 tæki til rannsókna á
rykkornum (dust particles),
semeru á sveimi í jónusferunni.
Könnuður er 112 mínútur að
fara kringum jörðina. Næst
jörðu er hann 413 km., fjærst
henni 2275 km. — Búist er v-ið;
að gagnlegar vísindalegar upp-
lýsingar fáist frá honum í 2—3
mánuði, í honum er aðeins einn.
sendir, sem fær orku úr raf-
h’öðu, og gert ráð fyr.ir að ork-
I an endist í hæsta lagi 3 mánuði.
| En Könnuður kann að hring-
. tcrum líkamahum ■<g sat sóla kringum jörðu í allmörg
-hlakkgndi og ,beið bardag-j ár ....