Vísir - 09.11.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 09.11.1960, Blaðsíða 10
10 ylsiB Miðvikudaginn 9. nóvember 1960 rr Lozania Prole: em t ' Luöícl u hreinasta brjálæði, að hún skyldi hafa orðið fyrir þeim áhrifum, að hún raunverulega óskaði eftir kossum hans. En hún hafði gert Sér grein fyrir því of seint. Hann fitlaði dálítið við annan axlaskúf sinn: „Þér eruð mikill vinur Barrasar hershöfðingja, frú?“ „Hve mikið vissi hann?“ hugsaði hún. „Það er hyggilegt í Frakklandi nú á dögum, að eiga vini, sem Jnega sín mikils,“ sagði hún. I Hann kinkaði kolli og það var í þessum svifum, sem börnin !komu inn. Hortense kom til þess að leika á slaghörpu fyrir gest- Snn, Eugéne til þess að heilsa hershöfðingjanum, sem hann hafði fengið svo mikla aðdáun á. Andlit drengsins ljómaði af ánægju yfir, að hitta hann þama hjá móður sinni. ' En Napoleon dvaldist þarna ekki lengi eftir að börnin komu. Hann sagði nokkur orð um það hver ánægja sér hefði verið að því, að fá tækifæri til þess að koma í þessa heimsókn og baðst leyfis að mega koma aftur. Og hann sagði, að sér hefði skilist, að hún mundi verða í boði á heimili Hamoins hershöfðingja dag- Snn eftir, en heimili hans var við Etoile-götuna, þar mundi hann einnig verða. i „Ó-já,“ sagði hún og hugsaði með sér að velja fallegan kjól til þess að vera í. Henni þótt miður, að hann skyldi fara svo fljótt. Hún lagði yið hlustirnar, er vagni hans var ekið burt, og þegar nætur- vörðurinn fór um götuna síðar um kvöldið var hún enn að hugsa um hann. Hún slökkti á kertunum, sem loguðu í silfurstjökun- um, og gekk svo að arninum. Gleyma, bezt að gleyma. í kvöld mundi Barras koma, og hún minntist fagurra, mjúkra handa hans, er hann leitaði leiða til þess að strjúka mjúkt, heitt og nakið hörund hennar. „í kvöld verð ég að gera hann hamingjusaman," hugsaði hún. ! Hún klæddi sig í nærri gegnsæjan náttkjól, sem var með fin- jgerðum, nýstroknum blúndum, og kom öllu fyrir í legubekknum, ■ieins og hún vildi, að hann helzt kaus. Hún kom fyrir fögrum iblómum í skál. Honum féll vel angan ilmvatna og hún úðaði allt ■imeð leau d'Arabie, yfir alla silkisvæflana, en um leið leit hún eítirvæntingaraugum á lítill gullinn Amor, sem sat með boga ,sinn og örvar á gylltri klukku, sem tifaði á arinhyllunni. Hún beið. En maturinn kólnaði á fötunum, kertin brunnu niður í stjök- unum og angan af arabíska ilmvatninu dvínaði. Að eins jasmínu- anganin hélst. Henni var orðið dálítið kalt og hún var orðin óróleg. Skjálfandi höndum smeygði hún sér í léttan slopp yfir ináttkjólinn þunna. Seint, mjög seint um kvöldið, kom Lucien Detois, aðstoðarhers- ihöfðingi Barrasar, til hennar. Hann var glæsilegur ungur maður, vel vaxinn, og hann kom frá Avignon. Það vissi hún. Hann var Ijós á hár og bláeygur, eins og þeir voru í sumum héruðum þar syðra. Hún hafði þegar á tilfinningunni, að hann hefði engar gleðifregnir að færa henm — og hann gerði sér ljóst, að henni mundi mislíka. En hún reyndi að gera allt auðveldara fyrir hann. \ „Hershöfðinginn getur ekki komið?“ ; „Hann biður yður afsökunar. Það eru mikilvæg landsmál, sem valda því, að hann getur ekki komið.“ Hún horfði í augu hans og hún vissi, að hann vissi eins vel og hún, að það var vegna Therese, sem hann kom ekki. „Þetta eru líklega utanríkismál," sagði hún og liætti á að bæta yið hlæjandi: . „Líklega varðandi Sján.“ Hann brosti, en var bersýnilega ekki styrkur á taugum. Henni varð litið á borðið, sem var hlaðið fötum með lystilegum rétt- um, vínkaröflum og krystalsglösum. Það var eins og hún hefði skyndilega dottið niður á eitthvað snjallt: „Ef til vill hafið þér ekki neytt kvöldverðar? Vilduð þér neyta kvöldverðar með mér — mér leiðist að sitja ein til borðs?“ Hann hiaut að gera sér grein fyrir áhyggjum hennar yfir morgundeginum, kvíða hennar, angist, yfir að hafa glatað elsk- huga — og að hún vissi ekki hvernig hún ætti að greiða reikn- inga. En það væri Barrasi mátulegt, ef hún veldi nú þennan unga mann sér fyrir félaga. Hún komst í ævintýrslega hugaræs- ingu, og fann minna til þess en fyrr, að Barras hafði lítilsvirt hana. Þau sátu andspænis hvort öðru. Ný kerti voru komin í stjakana og kveikt á og þau sátu nú þarna andspænis hvort öðru og horfð- ust í augu. Daufa, þægilega birtu lagði út í yztu horn stofunnar. unnar. Þau neyttu réttanna. Þau drukku vín rosé og síðar kampa- vín — og það var sem eldur færi um æðar hennar, er hún kenndi áhrifa vínsins, hún endurgæddist þrótti, sálar og líkama, og allur ótti var á brott rekinn. Hún vissi, að Lucien dáðist að henni og það var henni uppbót — græðandi smyrzl í sárin. Þegar leið á kvöldið fann hún ákafar en áður til þess hve allt var breytt — hve hún sjálf hafði breyzt á þessari kvöldstund. Valið var milli óhamingju yfir elskhuga, sem var henni glataður, og ævintýris með ungum aðlaðandi, nýjum elskhuga. Hún fyllti glas hans hvað eftir annaö. Á glasi hans var hvít rós greypt í krystalinn, en á stilknum voru þyrnar. Svona var lífið. Hvítar rósir, fegurð, mótlæti, skuggar, þyrnar. En í kvöld ætlaði hún ekki að hugsa um sársaukann af stungum þyrnanna. í kvöld ætlaði hún að reyna að gleyma. „Þetta verður yndislegt kvöld fyrir Barras liershöfðingja,“ sagði hún, „hvers vegna skyldum við ekki eiga yndislegt kvöld líka?“ „Barras er hverflyndur,“ sagði Lucien lágt — hann vissi, að það gat verið hættulegt, að gagnrýna þann mann, og hann hefði ekki árætt að koma með neinar aðfinnslur í hans , garð undir venjulegum kringumstæðum, en í kvöld var hann . hreifur af víni og varð nú hreifari með hverri stundinni sem leið. „Spánn er fagurt land,“ sagði Jósefína, „og konur Spánar enn fegurri en landið.“ „En konur með Kreólablóð í æðum eru enn fegurri en konur Spánar," hvíslaði hann djarflega. Kreólar! Hún drakk skál síns eigin fólks, og þyrnarnir duttu af legg hvítu rósarinnar, hún breiddi út blöð sín í mýkt og fegurð, og það var sem hún bærðist i hlýjum blæ. Nú var hún kát aftur, nú gat hún hlegið. „Barías tekur spanskar konur fram yfir aðrar.“ Lucien - brosti til hennar. Vínið yljaði honum meir og meir og hann sagði: • „Mér finnst ekkert til um Therese, og nú hafði losnað svo um málbeinið á honum, að hún þurfti aðeins að spyrja, — hann svaraði. Og brátt var hún ekki i neinum vafa um, að allar grun- semdir hennar höfðu við full rök að styðjast. Barras var vissu- lega hverflyndur. „Það er auðvelt að hafa áhrif á hann. Hann er frá Flandri og allir Flandrarar eru asnar. Þeir eru hyggnari í minni sveit.“ Lucien var að vera drukkinn. Hann drakk til botns. „Mér liður svo illa, Lucien. Eg er svo einmana.“ „Aldrei, aldrei skaltu vera einmana. Eg sver, að frá þessu andartaki skal eg alltaf vera hjá þér — aldrei skaltu ein vera.“ „Eg veit ekki hvað verður um mig.“ Hún sagði þetta, þótt hún vildi ekki, að hann gerði sér grein .... gipaiið -yður Haup d milli margra. veralaiaJ OóWJOðL ó ÖttUM UÖUMJ 1 -AusfcurstTðeti R. Burroughs -TARZAN- 4697 'WEUnUTTLE HyENAj SNAELE7 CVCLOrS. 'WHAT AKE YOU klTINS P-OZ'?" | Jæja, litla hyena, hvæsti | i ‘Cyclops þar sem hann stóð, } hinn vígalegasti. Eftir hverjuj: TENSION SZirrEF THE CZ0VV7AS NOW THE TVVlO ENEWIES CZOUCHEP7 AN7 CIZCLEF, EACH SEEK.INS A CHANCE TO stzike! TAZZAN SZEATHE7 FEEFLY, EESOLUTELVv ANF THEN SrTEPPSF PÓZmZP. 7A.5777 ert þú að bíða auminginm þinn? Tarzan dró djúpt and-| ann. Svo steig hann fram á-| kveðinn. Nú jókst spennan. Óvinirnir gengu í hringi, fikruðu sig áfram með var- færni og leituðu færis hvor á öðrum. Trúlaus maður, sem vildi allt gera til þess að hlegið væri . að sér, ákvað að stríða presti sínum. — Mér er mikill vandi á höndum, sagði hann við prest- inn. — Eg get ekki skilið hvern- ig á að koma skyrtunni minni yfir vængina á mér, þegar eg ? geng inn í dýrðina. — Það er ekki yðar vanda- mál, sagði prestuinn. — Ef eg' væri í yðar sporum myndi eg hafa meiri áhyggjur af því hvernig eg ætti að koma hatt- inum mínum ofan yfir hornin á höfðinu á mér. ★ Stofustúlkan kom inn í svefn- herbergi frúarinnar og hélt á litlum poka, sem vart troðfullur af smápeningum. — frú Beatrice, sagði hún afarkurteislega. —Mynduð þér ekki vilja vera svo góðar, að geyma fyrir mig peningana mína? — Hvers vegna ætti eg að geyma þá? spurði frúin undr- andi. — Eg hélt þér ætluðuð að gifta yður í næstu viku. — Já það ætla eg, sagði stofu- stúlkan. — En eg kann ein- hvernveginn ekki við það, að hafa alla þessa peninga í hús- inu hjá bláókunnugum manni. ★ — Hoskins, eldabuskan segir mér, að þér hafið verið mjög fullur í gærkvöldi og hafið ver- ið að reyna að velta tunnu út . úr kjallaranum. Getur þetta - verið satt? — Já, herra. — Og hvar var eg meðan á þessu stóð? — Þér voruð í tunnunni, herra. ★ — Hverskonar kona er kon- an þín? — Hún er blessaður engill. — Þá ert þú heppnari en eg. — Hvernig þá? — Mín er ennþá lifandi. ★ — Er konan yðar á yðar fram- færi? — Þða er hún áreiðanlega. — Við hvað eigið þér? — Hún er það áreiðanlega dómari. Ef eg sæki ekki þvott- inn fyrir hana, myndi hún deyja úr hungri. ★ Svartur maður var færður fyrir dómarann, ásakaður um áráis og líkamsmeiðingar. — Hvers vegna börðuð þér manninn? spurði dómarinn. — Það var af því að hann kallaði mig bölvaðan, svartan bófa. — Já, eruð þér það ekki? — Jú, herra eg geri ráð fyr- ir því. En dómari, gerum nú ráð fyrir því, að einhver kallaði yður bölvaðan svartan bófa, . mynduð þér þá ekki berja hann? — En eg er ekki svartur bófi, er það? — Nei, herra vitanlega eruð þér það ekki. En gerum nú ráð . fyrir að einhver kallaði yður , bófa af þeirri tegund, sem þér eruð — hvað þá?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.