Vísir - 14.11.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 14.11.1960, Blaðsíða 10
10 VtSIR Mánudaginn 14. nóvember 1960 r~ Lozania Prole: 11 [(j Lem í huöld u 11 athygli hans, — og nú gekk hann til hennar. Hún ætlaði að reyna að láta sem ekkert hefði gerst — hún var í uppreistarhug af tilhugsuninni um, að það ætti að nota hana sem táldúfu, að henni var varpað í flækivef áforma, sem hún vissi ekki um. j Hún horfði í augun, sem voru eins á litinn og Rínarvín, og reyndi að svara honum eins rólega og hún gat: „Eg trúði, að hann æski hjúkskapar." En hann hafði spurt hana: „Hvað sagði Bonaparte?“ 'i Og nú spurði hann: „Og hvað sagðir þú, Jósefína?“ „Slægur sem refurinn," hugsaði hún. Hann iét ekkert í ljósj hvernig honum var innanbrjósts, og hún dró svarið til að erta hann, ef unnt væri. „Eg vil ekki giftast honum. Eg vildi ekki hafa eiginmann eins Og Napoleon Bonaparte alla mína daga í vasanum?" „Hvers vegna „vasanum“?“ í „Hvers vegna ekki „í vasanum“?“ Þau horfðu hvort á annað og hvorugt þorði að láta innri hugs- anir koma fram í svipbrigðum. Hljómsveitin var aftur farin að leika, hún heyrði sóla strjúkast við gólfið, smella í hælum, og Idið eins og í lækjarnið, er faldar silkikjólanna svifust til í dans- inum. Hún horfði ögrandi í augun Rínarvínslitu og sá enga breytingu á tilliti þeirra. Og þó hafði straumur flókinna áforma harðnað og framundan braut á klettum.-------Hún bað í hljóði. Hún þarfnaðist öryggis — þarfnaöist hjálpar einhvers. Hún var óttaslegnari en nokkru sinni fyrr. j Allt í einu tók Barras til máls, án þess tillifc augnanna breyttist, nokkurra svipbrigða gætti eða rödd hans skipti um blæ: y „Ef þú giftist Bonaparte, verð ég áfram vinur þinn. Eg hefi lagt áætlun, Chérie, og ég skal sjá um, að hann fari þegar í klið eins og í lækjarnið, er faldar silkikjólanna sviftust til í dans- hernað — sem yfirmaður armée de Vltalie (ítalíuhers)." yein, en kæfði það með því að grípa fyrir munn sér. Á vinstri handlegg hennar var eins og marblettur — purpurarauður, eftir karlmanns varir. En engin breyting var sjáanleg í fölleitu augum mannsins, sem starði á hana, án þess að horfa á blettinn, sem hún vissi þó að hann hafði veitt athygli. Það fór ekkert fram hjá honiun. | „Þú mundir ekki framkvæma þetta?“ spurði hún loks. 1 Hljómsveitin lék áfram, danslög, sem ýmist ómuðu sem kliður eða vindsvali í trjám eða sem dálítið andvarp, er herrar hneigðu sig og dömur í kjólum sínum úr Lyons-silki eða Rúðuborgar- flaueh beygðu kné. Innan veggja þessara sala þar sem voru menn, er barist höfðu fyrir byltinguna til að bæta kjör fólksins, var allt með sama glæsibrag og þegar aðallinn var öllu ráðandi — <og enn, ekki fjarri þessum sal, var og allt með sama brag. í skúma- jskotum í nánd við rennusteinana hneigðust líka hugir saman, þar sýndu karlar og konur hvort öðru ástarlot, án þess að hugsa um tötra sína, apasjar myrtur og stálu, í eldhúsum þjófanna var nógur matur, ef til vill aðeins hjá þeim, — og gleðimeyjarnar gengu um strætin, þar sem engin ljós voru tendruð, en máninn .varpaði á andlit þeirra sinni fölu birtu og gerði þær girnilegri. Jósefína hugsaði um þetta allt saman. Henni fannst París vera hörmunganna borg, sem ekki hafði enn náð sér eftir byltinguna. En sá dagur mundi koma — hvað var það, sem Napoleon haíði sagt? Hún vildi hafa getað lesið i hug mannsins slægvitra með föl- iblá augun, mannsins sem nú snart hana mjúkri hendi — hendi, sem hún vissi að hann myndi hikiaust beita til þess að kyrkja hana, ef það þjónaði tilgangi hans. Hann hafði aldrei elskað hana. Hann hafði blekkt hana og svikið og hún hafði verið svo heimsk, að halda, að hann hefði verið einlægur vlð hana. Hún starði á hann hjálparvana. „Napoleon Bonaparte," hvíslaði hann, „mun fara í herleið- angur — stjórna ítalíuhemum — og hann leggur af stað næstum þegar eftir að hjónavígslan hefur fram farið. Þetta er loforð, chérie. Ert þú ekki fús til þess samkomulags?" IV. Jósefína kom seint heim. Húsvörðurinn hafði dottað í körfu- stól sínum og hleypt henni inn, syfjulegur mjög. Þegar hún gekk gegnum forstofuna sá hún bunka af bréfum á hliðarborði. Reikn- ingar, reikningar! Og hún minntist þess á ný, að ef Barras hætti að sýna henni örlæti, hefði hún ekkert tii að greiða þá með. Hún yrði að giftast Napoleon Bonaparte. „Eg er enn vinur þinn,“ hafði Barras sagt, — og að hann gæti komið’ því til leiðar, að hann færi í herleiðangur, stjórnaði armée de IJtalie. Var hægt að skilja það svo, að honum þætti enn ofurlitið vænt um hana? Ekki nóg, hugsaði hún, ekki nóg, ef til vill aðeins örlítið. Hún vaknaði í birtingu við hjólaskröltið, er grænmetisvögn- unum var ekið um steinlagðar göturnar, og vögnum, sem hlaðnir voru smjörkvartilum og ostum og kjúklingum, og garg alifugla barst að eyrum, því að. einnig voru vagnar með lifandi alifugla á leið til slátraranna. Þegar hún var komin á fætur fann hún fleiri reikninga. Það var eins og snjóaði reikningum og þeir hlæð- ust í skafla. Það sást ekki lengur í rósaviðarplötuna á skrifborð- inu. Og þetta varð skelfilegur dagur, — hún beið milli vonar og ótta. Seint síðdegis var henni sagt, að vagni Barrasar hershöfðingja hefði verið ekið að húsinu. Hún strauk hárið -frá andliti sínu, reyndi að hagræða því, og laga sig til, en hann gekk inn í þeim svifum. „Eg — ég hélt, að þú myndir ekki koma í kvöld,“ sagði hún áhyggjufullum, titrandi rómi. Hann gekk til hennar brosandi. Hún minntist þess, sem Lucien hafði sagt um augu hans, og nú minntist hún þess, að Adéle barnfóstra hennar hafði eitt sinn sagt við hana, er hún var barn: Treystu aldrei neinum, sem brosir smeðjulega, — þú gætir betur treyst geltandi hundi. „Eg kem í viðskiptaerindum, Jósefína,“ sagði hann. Dyrnar luktust að baki honum. Húsvörðurinn, sem hafði fylgt honum irín, var farinn. Henni fannst kaldur vindur næða um sig, og hann grunaöi, að eitthvað illt væri á seiði. „Viðskipti?" endurtók hún. Hann gekk að marmarahillunni yfir arninum og vermdi hend- ur sínar við eldinn. Hún veitti því athygli, að hann gerði sig ekki líklegan til þess að fara úr frakkanum. í kvöld kom hann ekki til þess að njóta ástar. Hvað hafði hún gert af sér, að tilfinningai þessa manns til Hennar höfðu allt í emu kólnað? „í gærkvöldi, Jósefína, talaði ég um framtíð Napoleons Bona- parte,“ „Þú sagðir, að þú ætlaði að koma því til leiðar, að hann færi í herieiðangur —“ „Eg nefndi eitt skilyrði." Hún sneri sér við skyndilega. „Af hverju ertu svoná áfjáður í, að ég giftist honum? Hvað liggur á bak við þetta allt?“ „Eg óska þess, að þú getir verið örugg.“ Það var ekki satt! Hún fyrirleit hann, hataði hann. Húsi kreppti hnefana svo að' neglurnar skárust í lófana. „Eg óska þess, að hann verði fyrir áhrifum, mildandi áhrifum. * A KVÖLDVðKUNNI ; r , -)< R. Burroughs APTEK A‘7AK1WS EXHIBITION OF STKATESY AM7 STKSNSTHJAEZAN EAiEeSEÞ VICTOCIOUS OVEItn-IE SIANT CVCLOF'S! — TARZAN — 4701 THEN 3EF0ZE TLE STHNNEF7 EV ES O— THE AU7IENICE,. HE 9CZ9A.KXE7 OUT THE HIF’EOUS CALL THE-SULLATE THAT HAS K.ILLEF’! Tarzan sýndi bæði dirfsku, hugrekki og mikla kænsku í viðureigninni við Cyclops og nú lá risinn hálsbrotinn á vígvellinum. Svertingjarn- ir stóðu með uppglennt augu af undrun þegar sigurveg- arinn steig fæti sínum á hinn fallna óvin pg rak- upp hið hryllilega siguróp karl apans, Herramaður nokkur sat við barinn eitt kvöld, er inn gekk ungur maður í „Bermuda shorts“, snotri Kasmír ullar- peysu og með hvíta perlufesti um hálsinn. Maðurinn sneri sér að barþjóninum og sagði undrandi: — Hefurðu nokkurn tíma séð nokkuð svona brjálað? Barþjónninn yppti öxlum og svaraði: — Nú, hvað annað passar við svarta peysu? + Maður nokkur kom inn í kirkjugarð og ætlaði að huga að leiði. Hann kom auga á Kínverja nokkum sem var að koma fyrir skál með hrísgrjón- um á öðru leiði. | — Hvenær heldurðu að hanrí vinur þinn komi upp til að borða grjónin? spurði hann Kín- verjann. 1 Kínverjinn brosti: — Um svúpað leyti og hann vinur þinn kemur upp til að lykta af blóm- Iunum þínum? ★ — Hefurðu lent í vandræð- um með bílinn þinn? spurði ná- granninn. — Já. Eg keypti nýjan blönd- ung sem sparaði 20 % af ben- zíninu, nýjan sjálfskiptan gír- kassa sem sparar 50% .og svo ný kerti sem spara um 40%. . , — Nú, og, hvað gerðist? J — Eg var ekki búinn að keyra nema 10 mílur, þegar flæddi út úr benzíngeyminum. | Trúboði var enn á ferðinni í frumskóginum, þegar hann stóð skyndilega augliti til auglitis við ljón. Það var ekki hægt að flýja, svo að trúboðinn féll á kné og tók að biðja. Ljónið fór að dæmi hans. — Kæri bróðir, sagði trúboð- inn. :— En hvað það er ánægju- legt að sjá þig nú biðja hér við hliðina á mér, og fyrir augna- bliki siðan var eg í ótta um líf mitt. — Vertu ekki að trufla mig'. maður, sagði ljónið. — Eg er að fara með borðbænina. ★ Hjúkrunarkona við starfs- systur sína: — Það er bara einn maður á minni deild, sem hefur ekki reynt að kyssa mig. — Já, það er einn með- vitundarlaus hjá mér líka, svar- aði hin. ísfenzk námsmey — Framh. af 3. síðu. um Menntaskólans, erí þó telur hún, að betra væri að fækka tungumálunum um eitt og gefa nemendum kost á að stunda hin því meira. Margrét er mjög ánægð o'g' í góðum hópi nýrra félaga, sem hjálpa henni eftir beztu getu að komast yfir alla byrjunarörðug- leika og heimþrá, ef eiphver er, en heima bíða hennar amman, Margrét Jónsdóttir, Bergþóru- götu 1, sem hún hefur búið hjá nokkur undanfarin ár, og' svo foreldrar hennar Stella og Jón Arnórsson, Grundarstíg 12, auk þriggja bræði'a. Fríða Björnsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.