Vísir - 19.11.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 19.11.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni lieim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðiS ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 19. nóvcmber 1960 Vernd gegn innbrotum og þjófnaði. Efnkenniskíæddir varðmenn me5 kylfur, gasbyssur og lögregiuhunda. Fyrirtæki með nýju sniði er einmitt nú að taka til starfa hér í bænum. Hefir það sent frá «ér auglýsingabækling, sem út- skýrir fyrir væntanlegum við- skipavinum hverskonar við- «stu fyrirtækið lætur í té. Fyrirtækið heitir Varðgæzl- an s.f., og mun taka að sér að .gæta eignamanan og fyrirtækja og. verja þær fyrir þjófnaði, inpbroti, eldi og vatnsskaða. Slík fyrirtæki eru nú algeng erlendis, og hefir fengizt af þeim mjög góð revnsla. Þetta eru einkafyrirtæki, sem semja við hlutaðeigandi fyrirtæki um að gæta eigna þeirra á nótt- unni. Einkennisklæddir varð- menn eru síðan á eftirlitsgöngu alla nóttina og koma á um- samda staði 6—8 sinnum á nóttu. „Athugunartíma á hverj- um gæzlustað“, segir í bæk- lingnum, „er breytt daglega til þess að ekki sé mögulegt að þjófar njósni um verðina.“ Um verðina og tæki þeirra segir ennfremur: „Verðir okkar eru valdir og áreiðanlegir menn, sem hafa verið ráðnir með aðstoð lögregl- unnar. Verðirnir munu skilja eftir á hverjum einstökum gæzlustað seðil með áletruðu uúmeri og nákvæmri tíma- ákvörðun. Sérstakur eftirlits- maður mun síðan fyígjast með Herrabúðin á nýjum stað. í dag opnar Herrabúðin í iiýjum húsakynnum í Austur- stræti. Hefur fyrirtækið tekið á leigu húsnæði það sem Har- aldarbúð hafði áður til umráða. Nánar verður sagt frá hinu J1Ýja fyrirkomulagi verzlunar- Snnar síðar. varðmönnunum á gæzlusvæði þeiri'a. Ennfremur hefir hver vöx'ður stimpilúr, sgm stimpl- ar númer gæziustaðar ásamt réttri tímaákvöi'ðun, rneð sér- stökum lykli, sem geymdur er á gæzlustaðnum. | Að sjálfsögðu verða menn okkar búnir nauðsynlegustu | varnartækjum, samkvæmt ís- lenzkum lögum um nauðvörn, svo sem kylfum og gasbyssum. En þar sem þáð getur ekki aðeins verið hlutverk okkar að fæla bui't þjófa. heldur og líka að handtaka þá og afhenda lögx-egiunni, munu verðir okk- ar leiða með sér þjálfaða lög- regluhunda." Hvert það hús, sem Varð- gæzlan s.f. tekur að sér að gæta, verður einkennt með félags- Framh. á 2. síðu. Vörður með hund. Aívaríegt uppþot í N.-Orbans út af skéiamátum. Á k’Undrab maiins tekstár 'höndum. Uppboðshaldarinn sló hamrinum í netarennuna — og höggið Kostaði rúmar 4 millj. (Sjá 1. síðu). Uggur á Bretlandi út af tilboöi „Detroit-Fordanna". Stjórnmálafréttaritari eins Lundúnablaðsins segir, að nokkur leynd hvíli yfir tilboði „Detroit-Fordanna“ að kaupa brezka hluti í Dagenham- verksmiðjunum (dótturfélagi Fords á Englandi) fyrir 128 millj. og 500 þúsund stpd. Enn hafi ekki verið leitað sam- þykkis ríkissjóðs Breta og fjár- málaráðherra (Selw. Lloyds) fj'rir bessum kaupum. Þetta vai' og tekið fram af Butler innanríkisráðherra um miðbik vikunnar, sem og „kvaðst ekki eía, að hægt væri að koma því svo fyrir, að um- ræða yrði um málið í neðri málstofunni, en klappað var fyrir Gaitskell, er hann sagði að hað væri almennt álit manna í deildinni, að nauðsynlegt væri að fá meiri vitneskju um þetta mál, og Jo Grimmond leiðtogi Frjálslyndra spurði hvort menn ættu að trúa því, að Fordarnir í Amei'íku létu á þrykk út ganga frétt um tilboð sitt, án þess að hafa hugmynd um afstöðu brezkra stjórnar- valda. Ríkti dauðahögn, er Butl- er sagði, að hann gæti ekki bætt neinu við það, sem hann hafði áður sagt. Einn af þingmönnum Vérka- lýðsflokksins kvartaði þá yfir þvi, að innanríkisráðherrann svax’aði fyi'irspurnum, sem fjármálaráðherra ætti réttilega að svara. Þingmaður þessi, Mellich, sagði: „Er ekkert, sem við getum gert til þess að fá fjármálaráð- herx ann tii þess að rísa úr sæti sínu og taka til máls?“ Framh. á 4. siðu. Hinir dánu orðnir 163. Tala þeirra, sem fórust í kvikmyndahúsbrunanum íAm- i uda í Sýrlandi á sunnudag, er nú komin upp í 163_ Það voru næstum einvöi'ð- ungu börn, sem inni brunnu eða dóu af sárum á eftir, þvi að aðeins einn fullorðinn fórst af völdum eldsvoðans. Var það maður um 30 ára gamall, sein bjai'gaði 11 börnum út með hetjulegum hætti en fói'st, er hann reyndi að bjarga því tólfta Þess er getið í fréttum frá Amuda, að þar sé engin fjölskylda, sem eigi ekki um sárt að binda. Eigendur kvikmyndahússins, tveir menn, hafa verið teknir fastir í sambandi við rannsókn á brunanum. n Hringurinn" gefur 400.000.00 kr. í dag hefur stjórn Kvenfé- Iagsins Hringsins afhent ráðu- neytinu 400.009.00 til viðbygg- ingar Landsspítalans vegna væntanlegs bamaspítala. Hefur Hringurinn þá lagt samtals 4.6 miíljónir króna til byggingarframkvæmdanna og hafa fjárframlög félagsins vei'- ið mjög mikilsverð fyrir fram- gang byggingaframkvæmd- anna en fjárframlög Hringsins nema meira en tíunda hluta heildarbyggingarkostnaðar fram að þessu. Þingsályktitnartillaga: Lög um vita og lei&armerki verði endurskoðuÖ. , Áframhald hefur verið á ó- cirðum í New Orleans og hafa yerið handteknir yfir 100 inanns, en margir liafa meiðst. Óeirðirnar stafa af því, að Mökkubörn fá nú aðgöngu lög- Um samkvæmt að opinberum skólum, þar sem hvít börn ein- vörðungu hafa stundað nám til ■Jxessa. Þegar fjórar blökkutelpur 3comu í skólann undir eftirliti íór þegar að hitna í hvítum mönnum. Hvítu börnin flest d'óru heim, Að óeirðunum hafa «ðallega staðið unglingar, og ctundum foreldrar þeirra. Ung- lingai'nir hafa beitt hnefunum, stundum bareílum, tekið bíla og skekið þá, en er mikill hópur manna hafnaðist saman fyrir utan skrifstofur skólaráðsins varð lögreglan að grípa til sinna ráða og fékk slökkviliðið í hð með sér og dældi það vatni yfir kröfumanna, sem þó náði einni slöngu og létu slökkviliðið fá það. Yfir 50 voru handteknir. Aðsókn að skólum liggur niðri, en í Baton Rouge, höfuð- borg Louisiana, er aukaþing haldið til að ráða fram úr vand- anum. Brstp Ásgeirsson Bragi Ásgeirsson opnar myndasýningu ■ Listamanna- skáíanum í dag oy sýnir þar 130 myndir. Þetta er þriðja sjálfstæða sýning Braga, en áður hefir hann tekið þátt í níú samsýn- ingurn. Sjálfstæðar sýningarj hélt hann árin 1955, 56 og 57. j Myndir hans nú eru 130 alls, sem skiptast þannig: 90 olíu- myndir, 9 steinþrykk, 2 lítró- j grafíur, 11 raderingar, 3 sáld- þrykk og 14 vatnstempera. ; Fram er komin í Sþ. tillaga til þingsályktunar varðandi ör- yggi sjófareiida. Þeir Kjartan J. Jóhannsson, Eggert G Þorsteinsson og Jón Árnason flytja eftirfarandá þingsályktunartillögu um það mál: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta eiidur- skoða lög um vita og Ieiðar- merki með hliðsión af beim búnaði, sem nú tíðkast á fiski- og farskipum hér við íand; einn ig að fá till. kimnáttumanna á þessu sviði mn. hvernig þV£ fé, sem fer til þessara rtiála, verði bezt varið tiT öryggis sjófar- enda við landið. Einnig skal athuga, efíir því sein við á, þá þýðingu, sem slík tæki kunna að hafa fyrir flug- samgöngur.“ Gi'einargerð er á þessa leið: „Það er aikunnugt, að mikil breyting hefur orðið á sigiinga tækjum og útbúnaði skipa á undanförnum áratugufri. Þéssi breyting er svo gagnger, að heita má, að gerbréyting hafi orðið á þessu sviði á flestum skipum. Áður voru varla notuð önnur tæki á skipum hér við land en áttaviti, dýptarlóð og leiðmælir, leiðmælirinn þó ekki nema á lengri leiðum. Nú eru flest skip og bátar búin sjálf- virkum dýptarmælum, miðun- arstöðvum og ratsjám. Þetta gerbreytir þörfinni fyrir venju- lega vita og vekur til umhugs- unar um það, hvort ekki megi spara eitthvað á þeim eða hvort einhverju af því fé, sem til þeirra fer, væri ekki betur var- ið til þess að koma upp stöðv- um, sero kæmu að enn betra gagni eða veittu meira öryggi, með þeirri tækni, sem nú er kunn.“ Varðarkaffi í dag í Valhöll frá kl. 3—5 síðdegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.