Vísir - 19.11.1960, Blaðsíða 4
VISIB
Laugardaginn 1&. núvember 1960
¥I8IK
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Víiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjómarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Breytíieg afstaða Framsóknar.
Þegar Eramsóknárflokkurinn er í rílcisstjórn cr for-
uslulið hans jafnan mjög andvígt öllum kauphæklcunum
eða kjarabótum launjæga, í hvaða mynd sem er. Öll þau
ár sein Eysteinn Jónsson var fjármálaráðherra, barðist
hann allra manna mest gegn kauphækkunum og 'reyndi
ævinlega, ef hann varð undir í þeirri baráttu, að taka þær
jafnharðan aftur með nýjum sköttum, seni honum oftasl
tókst að finna upp með sínu alkunna skattahugviti.
Það kemur því mörgum undarleg-a fyrir sjónir,
> að Framsókn skuli nú standa við hlið kommúnista í
■ -Á
kröfum urn kauphækkanir og kjarabætur, og ganga
jafnvel lengra en þeir i því efni. Margendurteknar
3 yfirlýsing-ar Eysteins og ýmissa annarra forustumanna
i Framsóknarflokksins, fyrir nokkrum árum, um ó-
| heillaáhrif kommúnista í verkalýðsfélög-unum, koma
* illa heim við samstarf þessara tveggja flokka þar nú,
Nú þótli forustumömium Framsóknarflokksins sjálí-
sagt að styi’kja kommúnista til valda í hvei'ju verkalýðs-
ielagi og tryggja þeirn meirihluta í Alþýðusambandrtiu. Og
svo skilyrðisláus er þjónustan, að einskis er krafist fyrir
liðveizlima annars en þess, að kommúnistar luildi skcmmd-
arstarfi sínu áfram í enn ríkara mæli en nokkru sinni fyrr.
Þá sjaldan að nokkur merki þess eru sjáanleg í
V Tímanum, að hann hafi eitthvað við áróðursaðferðir
; -?• kommúnista að athuga, verða þau helzt skilin á þann
f veg', að forráðamönnum Framsóknarflokksins þyki
i - Þjóðviljinn of linur í sókninni. Það kemur hvað eftir
annað fyrir að Tírninn fer fram úr Þjóðviljanum í (
1 ósvífnu orðbragði og æsiskrifum, enda er sagt að
i ýmsir í'ylgismenn Framsóknar úti um byggðir lands- j
j ' ins eigi dálítið erfitt með að átta sig á hinni nýju
stefnu flokksstjómarinnar, bæði í launamálum og
ýmsu öðru.
Það vekur undrun margra greindra og gætinna hænda,
sem. hafa lesið Tímann árum saman, að sjá þar nú allt í
einu hrúgað saman öllum sterkustu byltingarslagorðum
kommúnista og kröfum, sem blaðið hefur fordæmt uíidan-
farna áratugi.
Flestir sem lcsa þessi skrif Tímans, hljóta að komast
að þeirri niðurstöðu, að mat Framsóknar-l'orsprakkanna á
starfsemi kommúnista sé liarla breytilegt eftir aðstæðum.
Þegar Framsóknarmenn eru í stjórn, en kommún-
istar í stjórnarandstöðu, eiga Eysteinn og fylgismenn
hans ekki nóg-u sterk orð til þess að lýsa, hvílíkir
skaðræðLsgripir kommúnistar séu í þjóðfélaginu, en
þegar þeir eru saman í stjórnarandstöðu, leggja Fram-
sóknarmenn blessun sýna yfir allt sem þeir fordæmdu
mest hjá kommúnistum áður og ganga jafnvel enn
lengra en þeir í ódrengskap og þjóðhæítulegum bar-
áttuaðferðum.
samvmna.
Sú afstaða Framsóknarflokksins, að styðja -kommún-
ista hvarvelna til valda i verkalýðsfélögunum, getur reynst
Jijóðinni hættulegur leikur áður en langt um líður. Það er
fáheyrt áhyrgðarleysi hjá gömlum lýðræðisflokki, að leika
slíkt glæfraspil til Jiess eins, að spilla fyrir því, að and-
stæðingum hans takist að framkvæma Jiá viðreisnarstefnu,
sem hann hefði sjálfur viljað standa að, en gat ekki fram-
kvæmt i samstarfi við kommúnista
Forustumönnum Framsóknarflokksins er vel ljóst,
að sú leið sem valin var til viðreisnar í efnahags-
málunum með valdatöku núverandi ríkisstjórnar, er
sú eina, sem fær er út úr ógöngunum. En þeir vissu
það líka, og þjóðinni var sagt það sti*ax í upphafi, að
allir yrðu að taka á sig nokkrar byrðar og þjóðin öll
' v* að standa saman meðan verið væri að sigrast á erfið-
leikunum.
Þess vegna má öllum. vera ljóst, að stuðningur Fram-
sóknarflokksins viðl kommmiista er þjóðbættulegt-æyintýid,
sem engimi lýðræðisflokkyr má gerasrt sekur urn.
KIRKJA OG TRUMAL:
Eyrir ekkjunnar.
Kirkjan er gagnrýnd i dag.
Það er raunar engin ný bóla;
Hún hefur ávallt mætt meiri og
minni gagnrýni ýmissa aðilja,
og svo mun vafalaust áfram
verða. Stundum kemur gagn-
rýnin frá óvinum, sem viljá
kirkjuna feiga, og eru þá ekki
alltaf vandir að meðulum. Og
finni þeir höggstað, er hann
notaður með kostgæfni sem
uppistaða í þann áróðursvef,
sem ofinn er markvíst og linnu-
laust ár eftir ár. En stundum
kemur gagnrýnin frá þeim
mönnum, sem gera sér grein
fyrir að kirkjuiífið hefur mögu
leika til að flytja einstakling-
um og þjóðarheild ómælanlega
blessun. Þeir menn vænta sér
mikils af kirkjunni, telja sig
hafa rétt til að gera miklar
kröfur til hennar, en eru von-
sviknir Stundum gleyma þess-
ár menn að vísu, að kröfur
þeirra á hendur kirkjunni og
aðfinnslur beinast að nokkru
gegn þeim sjálfum, þeir eiga
sinn hlut, sínar skyldur, sín
tækifæri til þátttöku, sem oft
vill gleymast.
Flestir munu vera sammála
um það, að veruleg þátttaka i
lífi kirkjunnar sé ekki almenn.
Kirkjan nær ekki til almenn-
ings, segja menn, og færa fram
þær orsakir, sem þeir, hver um
sig, telja liggja til þess.
Er ekki orsökin fyrst og
fremst sú, að hún höfðar ekki
til almennings til þátttöku svo
sem skyldi? Guðsþjónustuform
ið er til dæmis mótað á þann
hátt, að fremur virðist við það
miðað, að söfnuðurinn sé hóp-
ur áhorfenda og áheyrenda
heldur en ein samvirk heild í
guðsdýrkun, bæn og' lofgerð.
Og þó kallar kirkjan almenning
miklu fremur til þátttöku í
guðsþjónustunni en til annarra
sviða í heilbrigðu, blómlegu
kirkjulífi. Þættir heilbrigðs
trúarlífs eru tveir, að biðja og
að iðja.
Verkefnin eru nóg . fyrir
hendi, starfskraftar vafalaust
miklir til, ef þeir væru nýttir,
sameinaðir að ákveðnu marki.
Það vantar s'tarf fyrir sjó-
mennina, að búa þeim hlýlegt
skjól og athvarf, þegar þeir eru
ekki í heimahöfn. í hinum stóru
útgerðai'bæjum, þar sem fjöl-
menni er mikið á vertíðum,
eiga sjómenn og aðrir aðkomu-
menn að mæta útréttri hendi
kirkjunnar, sem býður þeim
aðstöðu til að nota frlstundir á
hollan og heilbrigðan hátt og
verndar þá fyrir þeim örþrifa-
ráðum að gefa sig á vald þeim
öflum, sem bjóða ómenningu í
hverri mynd til dægrastytting-
ar með það fyrir augum að kló-
festa afla þedrra.
Kirkjan á að hefja skipulags-
bundið æskulýðsstarf, ekki að-
eins með guðsþjónustum fyrir
unglinga, heldur einnig tóm-
stundaheimilum, móta skemmt-
analíf þeirra, taka upp frístund
ir þeirra í kristilegu félags-
starfi, veita þeim verkefni, sem
göfgar og tengir þá við kirkju-
lífið.
Heimili vantar fyrir aldrað
fólk. Á ekki kirkjan að leggia
eitthvað fram til þeirra mála?
Það vantar heimili fyrir van-
gefin börn, mjög átakanlega.
Gæti kirkjan ekki rekið
kirkjulega æskulýðsskóla, þar
sem skólaíífið væri mótað af
kristilegum anda og nemendur
þroskuðust í kristnu trúarlífi?
Dvalar- og hressingarheimili
fyrir sjúka vantar einnig.
Hér hefur aðeins ver.ið bent
á nokkur mikilvæg verkefni til
að minna á hve yfirgripsmikið
verkefni bíða úrlausnar kirkj-
'unnar.
Hvers. vegna er ekki hafizt
handa á einhverju þessu sviði?
Við erum því svo vön, að gera
kröfur til ríkisins og ríkisins
eins um úi-lausn allra ahnennra
vandamála. — Ríkið á að greiða
kostnað af öllum framkvæmd-
um, sem horfa til almennings-
heilla. Þessi hugsunarháttur
örfar ekki til sjálfstæðra at-
hafna.
Það væri ekki vanþörf á, að
við lærðum meira af því guð-
spjalli morgundagsins, sem
segir frá eyri ekkjunnar.
Ekkjan gaf tvo smápeninga
til helgiþjónustunnar. Það vildr
svo til, að á henni hvíldu þá
stund- þau augu, sem skyggnust
hafa verið héf á jörð á mann-
legt líf og viðleitni. Hún ,,lagði
meira en allir þeir, sem lögðu i
f járhirzluna.“
Það, sem gaf fátæklegri gjöf
hennar slíkt. gildi, var það, að
hún niat málefnið þess að fórna
því aleigu sinni. Það var mál-
staður Guðs ríkis meðal manna,
sem hún unnl svó. Það var
henni guðsþjónusta að færa því
málefni fórn, það svalaði at-
hafnaþörf trúarinnar.
Fóriiin héfur ávallt verið tal-
in eðlilegur og sjálfsagður þátt-
ur í kristinni guðsþjónustu.
Fyrir ekkjunnar var þannig
máttugt afl í kirkjulífi liðinna
alda. Hann byggði .kirkjurnar,
.sjúkrahús og aðrar líknarstofn-
anir, skóla, allt frá barnaskól-
skólum til háskóla. Og hann
hefur kostað heiðingjatrúboð
kristinna þjóða frá öndverðu
fram á þennan dag. Útbreiðsla
Bíblíunnar hefur byggst á hon-
um. Blessuð Guðs hefur ávallt
fylgt þessum þætti guðsþjón-
ustunnar, hinni frjálsu fórn,
enda talinn óaðskiljanlega sam
gróinn almennri guðsþjónustu
í hinúm kristna heimi.
Guðsþjónustuform okkar hef
ur ekkert rúm fyrir éyrl ekkj-
unnar. Þar er hann útlægur. Er
það ekki alvarlegt umhugsun-
arefni? Gæti ekki sú einfalda
staðreynd verið undirrót fá-
tæktar okkar kirkju i dag?.
Uggur t Bretbndi —
Frh. af 8. síðu.
En báðir, Butler og Selwjm
Lloyd sátu sem fastast.
Tilboð Fordfélagsins í De-
troit er rætt í blöðum um land
allt og' manna meðal og mörg
blöð og margir menn hafa mót-
mælt öllum þessum áformum,
m. a. á þeim grundvelli, að
meiri hluti bifreiðariðnaðarins
brezka kæmist þá á bandarísk-
ar hendur, og megi öllum vera
ljóst að í því gætu'verið hætt-
ur fólgnar fyrir framtíð iðn-
aðarins í landinu.
Seinustu fregnir henna, að
brezka fjármálaráðuneytinu
hafi boðist beiðni Ford í
Detroit um . að mega kaupa
brezku hlutina.
Umræða verður um málið
í néðri málstofunni n. k.
mánudag og gerir þar Sel-
-■vvyn Lloyd fjármálaráðherra
grein fyrir málinu öllu.
BERGMAL
Bílastæði er verið að gera
norðan til á Arnarhóli, sem
kunnug't er og er vel á veg
komið. Verður þar með 'bætt
nokkuð úr bi’ýnni þörf, því að
mikill er skortur bifreiðastæða
í miðbænum — og raunar víð-
ar í bænum. Ber að fagna þess-
ari viðbót við þau bifreiða-
stæði, sem fyrir eru, en alltaf
eru einhvei’jir óánægðir, eins
og „Borgari‘-‘, sem skrifar:
„Nýtt bifreiðastæði er nærri
fullgert norðan til á Arnarhóli
og ber að játa, að mákil þörf er
fyrir bifreiðastæði í miðbæn-
um. Eg er, þó þeirrar skoðunar,
að þetta svæði hefði SVR áttað
fá vtil viðbótar, ekki veitir af,
meðan það hefur sína höfuð-
stöð í miðbænum. Með því hefði
verið unnt að láta SVR fá edna
allsherjar miðstöð í miðbænum
fyrir vagnana.
Mínar tillögur eru þessar:
Strætisvagnar hafi ekki við-
komu á Lækjartorgi og þar
verði engin bifreiðastæði leyfð.
Innskotin við Lækjargötu
verði tekin fyrir bifreiðastæði,
þar sem SVR — vagnar hafa
stæði nú.
SVR fái alla ræmuna vestan
og norðan Arnarhólstún (Hreyf
ilsstöðin verði flutt, eins og
einu sinni mun hafa verið á-
kveðið og s-tóð og að sjálfsögðu
einnig söluturninn).
SVR-skýlið milli bifreiða-
stæða Hreyfils og SVR verði
flutt, — það er illa staðse'tt og
brottakstur óþægilegur — á
hornið á Kalkofnsvegi og Sölv-
hólsgötu, þar sem nú er skúr og
port, en trúlega mætti finna
annan samastað fyrir slíkt.
Þettá miða ég við, að ekki sé
unnt enn sem' komið er, að
koma þeirri skipun á SVR-ferð-'
ir, að þær hafi ekki viðkomu í
miðbænum nema til að hleyþa
út farþegum og taka við nýj-
um.
Höfuðkostir þessa yrðu: Þægi
legri að — og brottakstur, þæg-
indi fyxir farþega, að vagnarn-
ir hafi einn samfelldan.stað.
Borsrari.“ ' '