Vísir - 03.12.1960, Side 7

Vísir - 03.12.1960, Side 7
VlSIB Laugardaginn 3. desember 1960 S! Lozania Prole: EG £ Luöíd u 27 hennar með —ítalska stúlku, sem þurfti að fá vinnu, og stúlkan gat gert svo vel við allt, að allt varð sem nýtt, er hún hafði gert við. Og Jósefína réð hana um stundarsakir til þess aö hjálpa Louise eða meðan hún væri að ná sér. En Louise náði sér ekki. Nú hafði Jósefína nægan tírna aflögu og leiddist stundum og koma það þá fyrir, að hún las bréfin, sem eiginmaðurinn skrifaði henni. En hann beið óþolinmóður eftir því, að hún skrifaöi hon- um, að hún væri orðin barnshafandi. Það var nú orðið of seint að iðrast þess, að hafa drukkið úr glasinu, með grasvökvanum, sem átti að hindra að hún yrði barnshafindi — en áhyggjulaus var Jósefina ekki um þetta allt saman. Veturinn á ítalíu var mildur að þessu sinni. Golan hlý, — það var eins og að vera farinn mjúkum önnum þegar hún lék úm mann. í París hlutu naprir vindar að leika um húsasund og torg. Það var eins dásamlegt í Milano eins og í París um páskana, blómskrúð i öllum regnbogans litum, og dag eftir dag var hægt að sitja úti á svölunum við bróderingar og þess háttar. Það var kvöld eitt snemma á árinu. Louise kom inn í svefn- herbergi hennar til þess að búa allt undir nóttina. Hún leit mjög illa út. Kvíði skein úr starandi augurn hennar og andlitsdrætt- irnir báru þvi vitni, að hún sárkenndi til. ,,Eg er smeyk um, að ég sé aö veröa mikið veik,“ sagði hún við Jósefínu. „Þá læt ég senda eftir lækni.“ „Nei, nei, ekki nú. Það er ekki hægt. Það er of seint. Eg haföi vonað, að við rnyndum verða komnar aftur til Frakklands, því að ég á frænku þar, sem ég hefði getað verið hjá, og hún heíöi ann- ast mig vel og verið mér góð.“ Hún þagnaði, fyrst í stað var sem hún gæti ekki náð andanum og svo var sem hún ætlaöi að kasta upp. Hún strauk hið dökka hár sitt frá enni og augum. „Þú verður að fyrirgefa mér. Eg gæti ekki lifað, ef mér væri ekki fyrirgefið, en ég geng með barni.“ Á þessu andartaki fæddist eldingarsnögtt sú hugmynd Jósefínu, að þarna væri lausnin á vanda hennar. Tækifærið hafði borist henni upp í hendurnar. Hún faðmaði Louise. „Barnið skal verða mitt bam. Ef þú eignast son gefurðu mér hann og ég segi hann vera son Napoleons, og hann mun aldrei renna grun í neitt, því að við verðum þöglari en gröfin. Það hver ég. Gefðu mér son, Louise. Eg bið þess, að þú eignist son.“ Hún leiddi stúlkuna að sínu eigin rúmi og læsti öllum dyrum, því að enginn mátti vera vitni að því, sem þarna gerðist — enginn nema hún sjálf. Hún gæti sagt, að hún hefði orðið að hafa stúlkuna hjá sér meðan á þessu stóö. Enginn mátti gruna neitt. Hún dró fyrir alla glugga. Fótatak vaiðmannanna er þeir gengu fram og aftur barst samt inn. Bráðum yrði skipt um varðmenn. Þá væri hún kannske búin að eignast son. Blóðið streymdi örara um æðar hennar og það var annarlegur ljómi í augum hennar. „Vertu ekki hrædd Louise, — þetta verður afstaðið.“ Hún vonaði, að stúlkan veinaði ekki, því að það gæti vakið grunsemdir. Og þegar verkirnir fóru að ágerast sneri hún höíði hennar að svæflinum, til þess að kæfa hljóðin. Hver klukku- stundin leið af annari. Stúlkan var föl sem liðið lík. Þetta gekk allt miklu fljótara fyrir sér hjá mér, hugsaði Jósefína, og baö" þess, að ekkert alvarlegt væri að. Sonur — ef hún eignaðist son — | gæti ögrað móður Napoleóns og allri hans ætt. Hún gæti þá ætlast til mikils af þeim — af Frakklandi. En hún gat ekkert gert til þess að flýta fyrir fæðingimni. Allt verður að ganga sinn gang, þegar líf er að kvikna, eins og þegar einhver er að deyja — stundin náigast hægt og hægt. Stundin rann upp. Augnablikið kom, er þær litu hvor á aðra í angist og eftirvæntingu, því að nú var þetta að ske. Jósefína gerði sér allt í einu ljóst, að barnið var fætt. Louise hallaði sér aftur með lukt augu, því að kvalirnar höfðu dofnað. Jósefína skildi á milli og vafði barnið í ábreiðu sem hún hafði tilbúna. Heimi fannst hann svo agnar lítill, að hún var næstum smeyk að snerta við honum — því að það var lítill sonur, sem fæðst hafði — lítill drengur meö svart hár eins og Napoleon. Hún beygði sig yfir hann og furðaði sig á hve kyrr hann lá í barm hennar. Hún hristi hann örlítið til, en hann lá máttlaus í fangi hennar. Svo lagði hún hann á legubekk, hreyfði hann til, handleggi hans og fætur, fór alveg- eins að og ljósmóðirin hafði gert, þegar Horstense fæddist, en hann var að verða blár í fram- an og henni fannst hann vera að kólna. Og allt í einu rann blákaldur sannleikurinn upp fyrir henni. Litli drengurinn var andvana fæddur. Þessi drengur, sem hefði getað bjargað Frakk- landi. Henni fannst sem eitthvað í henni sjálfri væri að deyja, — henni fannst, að hún hefði brugðist og framtíðin var auðnarleg. Hún lagöi dúk yfir andlit drengsins, hún gat ekki horft lengur á | litla andlitið, og svo gekk hún að beði Louise, en veikur roði var nú aö færast í kinnar hennar. „Sonur þinn er dáinn, Louise.“ „Eg hefi brugðist þér.“ „Það virðist svo sem þú hafir brugðist Frakklandi." Louise, sem var úrvinda af svefnleysi og magnþrota, fór að gráta. Úti fyrir höllinni var verið að skipta um varðlið. Korpóráll- inn gaf fyrirskipanir sínar hörkulega, varðflokkur gekk burt, annar kom í staðinn. Jósefína fannst þessi varðflokkaskipti marka einhver þáttaskil i lífi sínu. Næsta dag kom ánægjulegt bréf frá eiginmanninum, sem lofaði að koma til hennar bráðlega. Án hjartahlýju þinnar og ástar, skrifaði hann, finn ég, eiginmaSur þinn, enga hamingju. Hamingjan gúöa, hve liam- ingjusamur ég væri, eg ég vœri kominn til þín, þegar þú ert að skipta um föt, til þess aö sjá aftur hvítu. jallegu herðarnar þínar, þrýstna litla barminn og hár þitt vafið sam- an og brugðið um kreólskum klút. Hve hann elskaði hana, þessi maður! Hún andvarpaði, er hún lagði bréfið frá sér. Hún hugsaði um, að hún aðeins dáðist aö honum sem hershöfðingja, — en allt Frakkland tignaði hann. Hún gat ekki elskað hann einlægri ástríðukenndri ást hversu mjög hún reyndi. Viku síðar kom hann, — þramaði óvænt inn í íbúð hennar, beint af hestbaki, en hann hafði riðið alla nóttina. Hann varp- aði frá sér klæðum jafn hiröuleysislega og hann var vanur, stiklaði til hennar og vafði hana örmum sterklega. Hann var rykugur og óhreinn, — en hún elskaði snyrtimenni, sem báru ilmsmyrsl i liár sér og klæddust glæsilega, — henni var illa við að sæta meðferð sem eldastúlka eða búrstúlka, vera kysst hranalega og kannske fá skell á lærið. „Napoleon,“ sagði hún. „Eg hefi lokið hlutverki mínu á ítalíu — og næsta hlutverk mitt er aö sigra Egyptaland. Eg skal gera það. Eg skal sigra það. Eg skal sigra allan heiminn. Og er eg við búinn að taka á móti honum. Allur heimurinn blasir við okkur, Jósefína." Hún horfði á hann. „Og England?“ spurði hún. Hún hafði alltaf, er hún hugsaði um England, gert sér í hug- arlund að þar réði vitskertur konmigur rikjum, en þar væri indæll og skáldlega sinnaður prins — prins af Wales, sem gengi A KVðLDVÖKUNNf R. Burroughs — TARZAM — 4714 *?UTTWS\ i-IE'S NOT ANY WOSSE THAN som o? rne 'av/- UZtfp'' EOFLE X USE7 'TO KNOW! * í Höfðaborg hefir sá ein- kennilegi atburður komið fyrir að 9 ára gömul stúlka af blökkumannakyni hefir allt í einu orðið hvít. Fyrir fjórum árum var Logora Orrie greini- lega hörundsdökk — hún hafði gulleitt hörund, dökkt hrokkið hár og dökk augu. í dag álítur fólk í Höfðaborg hana vera hvíta. Þegar hún var fimm ára tók hörund hennar að hvítna í hnakkanum. Og nú er hún al- veg hvít, jafnvel hár hennar hefir upplitast. Stúlkan býr með foreldrum sínum, fjórum bræðr um og einni systur i borgar- hluta, sem ætlaður er hörunds- dökkum. Nú segir faðir hennar: — Það hefir eitthvað komið fvrir litlu stúlkuna mína, sem Guð einn getur útskýrt. ★ Eiginmaður hafði ákveðið að senda eiginkonu sína til fjalla, hún leið af andarteppu. — Eg er hrædd um að fjalla- loftið yrðí mér andstætt, sagði hún ákveðin. — Góða mín, sagði hann. —* Það myndi ekki dirfast þess. ★ A gistihúsi í Lundúnum fór eg að tala við sendisvein, sem þar var. — Það hafa margir Amerík- anar komið til okkar á þessu ári, sagði hann. — Geðjast ykkur að þeim? sagði eg verandi úr þeirri sveit. Hann hugsaði sig lengi um, svo birti yfir andliti hans og hann svaraði: — Við venjumst þeim. i ★ Síðasta bindi af endurminn- ingum de Gaulles er riú þegar selt í 260.000 eintökum. Fran- cois Mauriac segir um það: — Það er í fyrsta sinn að bók selzt svo vel, er höfundurinn hefir ekki fengið rithöfunda- verðlaun áður. ★ Það var í svörtustu Chicago. Falleg ung kona kom til lög- fræðings síns og spurði: — Getið þér ekki losað mig við manninn minn? Eg er svo dauðleið á honum. Jú, það hélt lögfræðingurinn að hann gæti gert. — En það myndi kosta yður 2000 dali. — Svo mikið? sagði hún steinhissa. — Eg veit þó um einn, sem segist geta losað mig hann fyrir 500 dali, í mesta i lagi. — Og hver er hann, ef mér leyfist að spyrja? — Hann er varðmaður hjá einum af hinum miklu glæpa* mönnum. ■k Þetta þykir huggunarríkt máltæki í Marokkó: — Sjáðu um að konan, sem | þú kvænist sé lítil. Föt hennar i kosta minna. ★ A sterum búgarði langt <rá mannrsbyggðum í kjarr- skógaríundinu, bjó Sam vc-iðimaður. Hann mikið af dýrum og talaði við dóttur sina. Þessi górilla er grimm, finnst þer það ekki llettyV En apinn er, samt ekki grimmari en sumr mtaða- éinu sinniý. ! ■/ sem; Það er ótrúlegt hvað fólk s- ði hefir líkar hugsanir. Sér í lagi ! þegar það velur brúðargjafir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.