Vísir - 03.12.1960, Blaðsíða 4
Laugardagtiin ’3. desember 1960-
6
VISIR
VÍ81E
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
'fíiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritítjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kL 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f.
KIRKJA DG TRLJMÁL:
Eftirvænting aðventu.
Árangurinn af fuilveidinu.
1 fyrradag var, að venju, minnst þeirrar miklu stundar
í sögu íslendinga, þcgar samhandslögin tóku gildi 1918.
Er vel ineðán þeirri venju er haldið, þvi að svo mikilvæg
tímamót markaði sá atburður í lífi þjóðarinnar.
Þær framfarir, sem orðið hafa á íslandi þau liðug'
40 ár, sem síðan er liðin, eru flestum öðrum þjóðuni
undrunarefni, enda höfum AÚð á þessum tíma al'kastað
verkefnum, sem víðast hvar annars staðar þurfti
aldir til að leysa. Þetta er þeim mun furðanlegra þegar
haft er í hug'a, að meginið af þessum tínía hefur þjóðin
búið við svo mikið stjórnmálalegt sundurlyndi, að oft
hefur virst að mesta áhugamál surnra stjórnmálafor-
ingjanna væri að koma í veg fyrir að þjóðþrifamál
næði fram að ganga, ef þau voru borin fram af öðrum
fiokki en þeirra.
En áraugur þessarar 40 ára framfarasóknar sýnir þó,
aðþrátt fyrir illvígar stjórumáladeilur og misnotkun sumra
flokka á valdaaðstöðu sinni, á vissum tímáhilum, hefur
meirihlutiun af forustumönnum þjóðarinnar á hvcrjum
tíma aldrei misst sjónar á því markmiði, sem frumherjarnir
stefndu að. Innhyrðis deilur milli flokka liafa frairi að’
Jiessu ekki megnað að villa svo mn fyrir meirihluta þings
og ríkisstjóma, að hugsjón lýðræðis og i'relsis væri hafnað
og í hennar stað komið á kúgun og kyrrstöðu.
Síðustu tvo áratugina hefur þó þeim öflum í þjóð-
félaginu vaxið fiskur um hrygg, sem vilja breyta þjóð-
skipulaginu til samræmis við stjórnarhætti erlendrar
þjóðar, sem býr við þá háskalegustu tegund ai' ein-
ræði, sem upphugsuð hefur verið í heiminum. Þessi
stjórnmálastefna, sem í öllum öðrum löndum heims
er kölluð kommúnismi, og var á frumbýlingsárum
sínum hér hiklaust nefnd því nafni af leiðtogum
flokksins, þykir nú þjóna betur markmiði sínu með
gervinafninu Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista-
flokkur, og jafnvel Alþýðubandalag, þegar mest þykir i
við liggja. I
Þessi íslenzka deild liins konimúnistíska sóknarhers,'
sem stjórnað er frá Rússlandi, og ætlað er það hlutverk, aðj
grafa úndan íslenzku þjóðskipulagi og íslenzkri ménningu,;
hefur auk gervinafnanna valið þér það gervihlutverk, að
látast vera málsvari ísleuzkra vinnustétta. Húu heldur því!
fram, að íslenzk alþýða búi \yð verri lífskjör en alþýða'
annarra landa, og þá fyrst og fremst kommúnistaríkjanna.l
Þótt allir, sent eitthvað hafa kynnst lífskjörum |
alþýðu í öðrum löndum og vilja viðurkenna stað-
i reyndir, viti að þetta er hin herfilegasta blekking, hafa
þó cf margir Islendingar látið þessi skaðræðisöfl villa
sér sýn og' fylg’t þeim í blindni.
Austanmenn ur5u hissa.
i' Þeir sem muna lífskjör íslenzku þjóðarinnar fyrir
j fjörutíu árum og bera þau saman við lífskjör okkar
j í dag, hljóta að komast að þeirri niðurstöðu, að eitt-
hvað sé bogið við söng kommúnista um þá laigun og
arðrán, sem stjórnarvöld hér hafi beitt almenning.
Það mun hafa verið á valdatíma vinstri stjórnarinnar,
að liiiigað til lands komu gcstir frá einu járntjaldslandannaj
sem voru einhyerskonar „eftirlitsmenn“ með kjörum al-!
þýðunnar í heimalandi sínu, meðal annars í húsnæðismál-i
uin. Sálufélagar þeirra hér heima, gott ef ekki sjálfur!
Hannihal ásamt Jícirum, gengu með þeim um horgina lengi
dags og sýndu þeim íbúðir. Flestar voru þær af þeim lakari,1
sem hér geraát, því að’ ætlunin var að’ sýna þessum vinum1
og skoðanahræðimm, hve auðvaldið á Islandi hefði húið
illa að alþýðunni.
Þegar þeir höfðu farið hús úr húsi og líða tók á
daginn, sögðu gestirnir: „Þetta er alveg ágætt hjá
ykkur, en eigum við nú ekki að fara að skcða híbýli
verkafólksins?“ „Það eru þau, sem við höfum verið j
að skoða,“ sögðu þeir íslenzku. Þá er sagt að dottið
hafi yfir gestina, en einn þeirra. svo spurt: „Hvaða'
- stéttír i‘ru það.þá, sem f}lgja ykkur?4‘ | !
Aðventan er tími eftirvænt-
ingar. Það, sem menn vita
framundan, er þess eðlis, að
menn bíða þess með eftirvænt-
ingu.
Árstíminn sjálfur, sem að-
ventan fellur á, gefur slíkt til-
efni. Við vitum að eftir örfáar
vikur hættir birtutími dagsins
að styttast, og úr því færir
hver einasti dagur eilítið
lengri sólarbirtu, unz komin
er nóttlaus voraldar veröld.
Jólanna er beðið með eftir-
væntingu, að vísu fyrst og
fremst af hinum smávöxnu
borgurum, en það er þó hin
upprennandi kynslóð og ekki
óverulegur hluti þjóðarinnar.
Og það eru fleiri en börnin,
sem fagna komu jólanna. Ætli
það séu ekki flestir, sem eiga
með sér einhverja tilhlökkun
tengda við þá hátíð, flestir
sem vænta þess að njóta ein-
hvers yls og einhverrar birtu
af ljósum hennar. Og áreiðan-
lega er það mikill fjöldi manna,
sem beinlínis bíður í eftirvænt-
ingu aðventunnar, eftir því að
fá að heyra enn einu sinni boð-
skap jólaguðspjallsins fluttan
á heilagri hátið og jólasálma
sungna. Gleðileg jól er stað-
reynd, sem fylgir hinum fagra
boðskap og hefii- auðgað líf
almennings frá bernsku til elli.
Þess vegna verður aðventan
auðveldlega eftirvæntingar-
tími, ekki aðeins meðal ungra,
sem fagna, e. t. v. fyrst og
fremst ytri hátíð, án þess að
gera sér fulla grein fyrir and-
legu gildi hennar, heldur einn-
ig meðal fullþroska fólks, sem
dýpra sér, hefir fundið kjarn-
ann og fagnar yfir fæðingu
mannkynsfreisarans.
Það voru aðventutímar, þeg-
ar hann fæddist. Andrúmsloftið
var þrungið af eftirvæntingu.
Guðs útvalda þjóð átti fyrir-
heit, sem hún hafði beðið eftir
öldum saman að fá að sjá ræt-
ast. — En nú var eftirvænting-
in ákveðnari, almennari, aug-
ljósari en nokkru sinni fyrr.
Hið mikla var i vændum, hjálp-
ræði Guðs, fyrirbúið í augsýn
allra lýða, Ijós til opinberunar
heiðingjum, og til vegsemdar
fsrael.
Enn eru aðventutímar og
eiga að vera eftirvæntingar-
tímar. Þeir miðast aldrei aðeins
við komu jólanna, lengra er
séð.
Eins og Gyðingaþjóðin átti
aldagömul og margendurtekin
fyrirheit um fæðingu frelsar-
ans, þannig eigum vér, kristn-
ar þjóðir, fyrirheit um endur-
komu hans, fyrirheit frá hon-
um sjálfum, sem lifað hafa í
boðskap og dýrkun og von
kristinnar kirkju á öllum öld-
um og lifur á eftirvæntingu trú-
aðra manna í dag.
Kristur mun koma í dýrð
sinni, eins og hann áður kom í
fátækt. Allt Nýja testamentið
er þrungið af fullvissu þessa
fyrirheits. Það er beinlínis
eitt aðaleinkenni kristinnar
trúar frá upphafi. Guðfræði-
rannsóknir síðari tíma hafa
bent á þessa staðreynd og
áhrifin borizt inn í trúarlíf
safnaðánná. -r- Eftirvæntingin
eykst í kirkjunni ár frá ári.
Ðrottinn er í nánd.
Eigum vér þessa eftirvænl-
ingu í trúarlífi íslenzkrar kirkju
þannig að hún sé eitt aðalein-
kenni þess? Vér hljótum að
játa fátækt vora á þessu sviði.
En því meiri ástæða er til að
hugleiða á aðventutið, að eftir-
vænting er einkenni aðventu,
og beina sjónum vorum og von
vorri lengi-a en til jóla, minn-
ast fyrirheita um endurkomu
Drottins í dýrð. Mætti líf vort
allt með nokkrum hætti verða
aðventutími, eftirvæntingar-
tími, er vér væntum mikilla
hluta í kirkju Krists fyrir ná-
lægð hans.
Mættum vér verða hluttak-
endur þeirrar eftirvæntingar
sem fyrirheitið um endurkomu
Drottins vekur í kirkjiun
margra þjóða í dag.
„Þegar Kristur, vort líf, opin-
berast, þá munuð þér og ásamt
berast í dýrð.“ (Kól. 3, 4.)
Sovézku geimfari með 2
hundum skotið á loft.
GreíniSegar sjónvarpsmyndir og htjóómerki
í fyrstu, en svo mjög dauf.
Hljóðmerki voru mjög tckin
að dofna í gær frá sovézku
geimfari með tveimur hundum
innanborðs, sem tilkynnt var í
gær að Rússar hefði skotið út í
geiminn.
I Lundúnaútvarpinu í gær-
kvöldi kl. 23 var sagt, að búist
hefði verið, að það færi yfir
England nokkru fyrir kl. 22
((ísl. tíma), en ekki heyrst í
því. Bæði á Englandi og' i
Bandaríkjunum og víðar var
hlustað eftir hljóðmmerkjum
frá því og reynt að fylgjast með
ferðum þess, og var sagt i
bandarískum fregnum í morg-
un, að það gæti bent til þess
hve hljóðmerkin dofnuðu fljótt
að það færi aftur inn í gufu-
hvolf jarðar og eyddist þar.
Fvrr hafði verið tilkynnt í
Moskvu að ágætar sjónvarps-
myndir og glögg hljóðmerki
hefðu borist frá geimfarinu
og' var haldið áfram að tilkynna
að svo væri, eftir að farið var
að tala um dofnandi hljóðmerkl
í fréttum frá brezkum og
bandarískum athuganastöðv-
um.
Gervitungl þetta er 4% lest
að þyngd og þegar í gær var
farið að spá því, að þess værí
nú skammt að bíða að Rússar
gætu sent mannað geimfar út
í geiminn og náð því aftur til
jarðar, —- Jafnvel forstöðumað-
ur Jodrell Bank athugunar-
stöðvarinnar á Englandi lé’fc
þessa skoðun í Ijós.
Ekkert heyrðist í sovézka
geimfarinu eftir hádegi í dag'
og voru tilgátur uppi í gær-
kvöldi um, að það hefði verið
látið lenda — eða þá að raf-
eindaheili þess væri í ólagi.
Bezt að auglýsa í VÍSI
BERGMAL
Jæja, þar kom hann loksins.
Osköp var nú búið að bíða lengi
og mikið eftir honum, en þegar
þetta er skrifað, er alls ekki
vist, að nóg hafi komið af hon-
um! Já, það er snjórinn, sem
hér er átt við. því að börnin
f |
hafa sannarlega beðið þess með j
eftirvæntingu, að hann léti sjá j
sig —- og svo um munaði. En
það hefur verið huggun harmi
gegn, að skautagarpar framtíð-
arinnar hafa getað leikið listir
sínar á tjörninni.
Snjóaði fyrr sunnar.
Sá, sem þetta -ritar, hefur aíS
undanförnú tekið éftir því í erý i
lendum blöðum, að þar er sagt
frá fyrstu snjókomu í ýmsum
höfuðborgum í Evrópu. Moskva
varð fyrst að þessu sinni, því
að þar snjóaði óvenjulega
snemma á þessu haust-i og kom
sér illa í sveitum víða. Þar voru
menn ekki búnir að hirða korn
ið. Nokkru seinna barst svo
fregn um að Osló hefði fengið
sinn fyrsta snjó, og einhverjar
fleiri borgir voru nefndar
Island langt á eftir
Það var þess vegna sjálfsagt,
að einn blaðamanna Vísis^ sem
hefur á hendi- fréttaþjónustú.
fyrfr'fréttastofu/tæki viðbragð,
þegar hann sá fyrstu snjóflyks-
úrnar fyrir utan gluggann sinn.
Og hvað gerði hann? Nú hann
síma'ði vitanlega, að norðlæg-
asta höfuðborg í heimi hefði
loksins fengið að sjá snjó —
löngu á eftir þeim, sem sunnar
eru á hnettinum. Það er
kannske frétt í sumra augum.
Alvörumál.
Annars er það fullkomið al-
vörumál, hversu lítið hefm'
rignt hér á landi í sumar og
haust. Þarf ekki að orðlengja
það, að víða horfir til stórvand-
ræða, af_ því að orkuver háfa
■ • -ý Framh. á 7.- síðu.