Vísir - 08.12.1960, Qupperneq 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréftir og annað
lestrarefni licim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 8. desember 1960
Með töku le^nivm§ala
dregnr úr nætnrsvalli.
Nýr vi&skiptasanningur
ísiands og Tékkósióvakíu.
Um síðuslu heEgi voru þrír
Eeynivínsalar teknir.
Tveir hfii'iiu ttiinr yerzt brotloyir.
Ðregið hefur til muna úr næt-
tirsvalli í Reykjavík eftir að
lögreglan hóf róttækar aðgerðir
gegn leynivínsölum og kærði
tim 40 leigubifreiðarstjóra hér
íbænum.
Virðist það vera furðanlega
stór hópur I jafn fámennri stétt
óg ( leigubílstjórar eru, sem
titunda leynivínsölu, eins og
sáést á því að á tiltölulega stutt-
um' tíma hafa 40 þeirra verið
staðnir að ólöglegri áfengissölu
og tólf þessara manna verið
teknir tvívegis. Þess eru jafn-
vel dæmi að einn og sami bíl-
stjóri hafi verið staðinn að
leynivínsölu tvívegis í sömu
vikunni.
Um síðustu helgi tók lögregl-
3n þfjá leigubílstjóra, sem
gerzt höfðu sekir um áfengis-
áölu. ■ Tveir þessara bílstjóra
voru nú teknir í annað skiptið.
Mál flestra þeirra leigubíl-
stjóra, sem teknir hafa verið
fyrir óleyfilega áfengissölu í
fyrsta sinn, hafa verið afgreidd
með dómssætt og hafa bílstjór-
arnir greitt misjafnlega háar
fjársektir eftir gerð brota
þeirra. Við hina, sem brotið
hafa af sér oftar en einu sinni,
er ekki heimilt að sættast og
koma mál þeirra til dóms. Sam-
kvæmt lagaákvæði munu þeir
verða sviptir ökuréttindum
lengur eða skemur, auk sekta
sem þeim verður gert að
greiða.
Götulögreglan í Reykjavíkj
telur það skipta verulegu málij
að hafa hendur í hári leynivín-]
salanna, ekki aðeins vegna
þess að þeir séu að fremja lög-|
brot sem beri að hegna fyrir
og uppræta eftir beztu getuj
heldur líka vegna hins að um
Dæmdur fyrir nauðgunartilraun
við fimmtán ára gamla stúlku.
Kveðinn hefur verið upp
Hæstaréttardómur í nauðgun-
árrnáli og hinn seki dæmdur í
2ja og hálfs árs fangelsi fyr-
ir nauðgunartilraun við 15 ára
gamla stúlku.
Tildrög málsins voru þau, að
stúlkan var gestkomandi í húsi,
þar sem og var staddur Guð-
jón Atli Ái'nason, 33 ára. Stúlk
an hélt heim til sín siðla kvölds
en þá var Guðjón Afli farinn
áðuf, og sat hann fyrir henni,
Bræla hindrar
síldveiii.
Bræla var í nótt og fáir eða
engir hátar úti. Sjómenn segja,
að mikil síld sé nú á miðunum
og verður hennar vart í þykk-
um torfum á stórum svæðum
sem sjást á dýptarmælum.
Reknetabátar eru hættir
vegna aflatregðu, en margir
þeirra verða útbúnir með hring
nætur, því reynslan hefur sýnt
sig að bátar alt niður í 40 estir
geta haft þær um borð.
er leið hennar lá gegnum
Kringlumýrarhverfi,’ gerði árás
á hana hjá jarðhúsi einu, felldi
hana, gfeip yfir kverkar henni
og reif af henni föt. Ekki tókst
honum að koma fram vilja sín-
um, þrátt fyrir ítrekaða tilraun.
Loks sleppti hann stúlkunni
gegn loforði um að hún léti síð-
ar að vilja hans og þegði yfir
athæfinu. Stórsá á stúlkunni
eftir verknaðinn.
Ekki bar þeim saman um öll
atriði, og Guðjón Atli neitaði sí-
fellt að hafa gert nauðgunartil-
raun, en hann hefur oft áður
gerzt brotlegur Við geðrann-
sókn reyndist hann vera and-
lega heilbrigður.
I Hæstarétti var dómur und-
irréttar þyngdur um hálft ár
og hinum seka ’gert að greiða
stúlkunni 12 þús. króna skaða-
bætur. Einnig var hann sviptur
kosningarétti og kjörkengi.
TTt
191C-14.des.-1960."
GcH sítdveiði á
Akureyrarpolli.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
í gœr fékkst ágœt síldveiði
í Akureyrarpolli.
Einn bátur, Hannes Hafstein,
fékk 450 mál í einu kasti, rétt
framan við Torfunefsbryggj-
una. Og yfirleitt öll skip, sem
komin voru á veiðar fyrir há-J
degi í gær, fengu einhverja
veiði.
í fyrradag var líka allgóð
veiði hjá nokkrum bátum.
leið og leynivínsalarnir hverfa,
dregur mjög úr nætursvallinu
í bænum. Það er þýðingarmesta
atriðið og þess vegna verður
lögreglan að ganga ötullega
fram í því að uppræta þennan
ósóma eftir beztu getu.
Stjórn Guineu í Afríku er
að athuga tilboð um vopna-
kaup í Kína.
Flokkur blökkumanna í S.-
Rodesiu hefur lagt til, að
landið verði skýrtt „Zimba-
bwe“, en svo hét ríki Bantú-
svertingja á þessum slóðum
á Miðöldum.
Hinn 16. nóvember s.l. var
undirritaður í Prag nýr við-
skiptasamningur milli íslands
og Tékkóslóvakíu og gildir
hann í þrjú ár, til 31. ágúst
1963, en vörulistar, sem jafn-
framt var samið um gilda í
eitt ár, 1. sept. 1960 — 31. ág.
1961.
í samningnum er gert ráð
fyrir sölu til Tékkóslóvakíu á
frystum fiskflökum, frystri og
saltaðri síld, fisimjöli, lýsi, nið-
ursoðnum fiskafurðum og ýms-
um öðrum afurðum svo sem
húðum, görnum, osti, kjöti og
Fádæma aflatregða hjá
togurunum nyrðra.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Aflatregða hjá Akureyrartog
urum hefur verið mikil í allt
haust en aldrei meiri en nú, að
því er útgerðarstjórinn tjáði
fréttaritara Vísis í morgun.
I morgun komu tveir togar-
ar af veiðum til Akureyrar,
þeir Harðbakur — eftir 15 daga
útivist — og Kaldbakur — eftir
17 daga útivist — hvor um sig
með 60—70 lestir fisk. Sagði
útgerðarstjórinn að í aflanum
væru flestar hugsanlegar fiski-
tegundir sem í sjó fyndust. Afli
tveggja togaranna fer að mestu
til vinnslu í hraðfrystihúsinu.
Einn Akureyrartogari, Slétt-
bakur seldi afla sinn í Cuxhav-
en í .Þýzkalandj í gær, 80 lestir
fyrir 58652 mörk Norðlending
ur selur í Bremerhaven í dag
90 lestir.
Nýr gervi-
hnöttur
á lofti.
Nýr gervihnöttur er á lofti
og fer kringum jörðu á spor-
braul um norður- og suður-
heimsskaut. Honum var skot-
ið í loft frá Vandenberg-
flugstöðinni í Kaliforniu.
Gervihnöttur þessi nefnist
Könnuður 18 og eru í honum
margskonar mælingatæki.
Thor-eldflaug flutti Könnuð
á braut kringum jörðu. Reynt
verður að' ná hylkinu með
rannsóknartækjunum, er
það svífur til jarðar „næstu
1—2 sólarhringa“, eins og
komist var að orði í gær-
kvöldi.
Könnuður þessi er 94 mín-
útur að fara kringum jörðu.
Hann vegur 945 kg., en rann-
sóknastöðin 130.
Svalbakur er einn Akureyr-
artogaranna á veiðum. í gær
hafði hann verið 8 daga á veið-
um og ekki aflað 35 lestir.
Síðasti togari sem landað hef
ur á Akureyri þar til í dag var
Norðlendingur (Hrimbakur),
sem kom þann 16. nóv. s.l.
Þetta mun vera ein mesta
aflatregða hjá togaraflotanum,
sem átt hefur sér stað frá því
er togveiðar hófust hér við
land.
ull. Á móti er gert ráð fyrir
kaupum frá Tékkóslóvakíu, á
vefnaðarvörum, skófatnaði,
gleri og glervörum, ýmiskonar
áhöldum, vélum, bílum, járn-
og stálvörum, sykri o. fl. vörum.
Jafnframt var undirritaður
nýr greiðslusamningur milli
landanna, sem gildir til 31. ág-
úst 1961 en framlengist eftir
það sjálfkrafa um eitt ár í senn,
ef honum er ekki sagt upp með
þriggja mánaða fyrirvara.
Af íslands hálfu önnuðust
samningagerðina þeir dr. Odd-
ur Guðjónsson, Pétur Pétursson,
forstjóri, Björn Tryggvason,
skrifstofustjóri og Árni Finn-
björnsson, framkvæmdastjóri.
4 slösuðust af völd-
um hálku í gær.
Eins og Vísir skýrði frá í gœr,
var komið með sjö manns í
ffyrradag í slysavarðstofuna,
sem beinbrotnað höfðu við að
detta á hálku.
í gær var einnig um nokkurn
slysafaraldur að ræða af völd-
um hálkunnar. Þá fluttu sjúkra-
bifreiðir þrjá slasaða, tvær kon-
ur og einn karlmann, sem
meiðzt höfðu við að detta á
hálku.. A.m.k. í einu tilfellanna,
var um fótbrot að ræða.
Kasper, Jesper og Jónatan
N-
Hinir frægu ræningjar úr
Kardemommubænum, þeir
Kasper, Jesper og Jónatan, eru
nú komnir á jólakort. Teikning-
ar eru gerðar af Halldóri Pét-
urssyni og eru þrjár gerðir af
kortunum í fögrum litum.
Ekki er að efa að börn muni
hafa mikla ánægju af að,fá kort
á jólum með þessurn ágætu vin-
um sínum.
Ákveðið er að hefja sýningar
aftur á Kardemommubænum
upp úr áramótum. Þetta er eins
og kunnugt er vinsælasta barna
leikrit, sem hefur verið sýnt hér
á landi. Leikurinn var sýndur
45 sinnum á s.l. vetri og var
uppselt á allar sýningar. Oft
voru langar biðraðir þegar sala
á aðgöngumiðum hófst. Hér að
ofan er mynd af einu jólakort-
inu, sem nú fást í flestum bóka-
búðum. Kasper, Jesper og Jón-
atan eru leiknir af Ævari Kvar-
an, Baldvin Halldórssyni og
Bessa E|jarnasyni.