Vísir - 21.12.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 21.12.1960, Blaðsíða 10
M. VÍSIR Miðvikudaginn 21. desember 1960' Lozania Prole w [0 lem C hvöld u 42 arinnar, sem vonar að niðurlæging eða enn verra biði mín. Eg sver þess dýran eið, að ég elska þig, Napoleon, ástin mín, þig elska ég, þig einan.“ Tilfinningahiti hennar hafði þau áhrif á hann, að ástartil- finningar hans sjálfs ruddust fram af nýju, og hann tók utan um hana og þrýsti henni að sér. Og — á þessu andartaki minntist hann þess hversu skyldmenni hans höfðu sameinast gegn henni. Var ekki Jósef, bróðir hans, alltaf að tauta eitthvað um hana í aðvörunartón? Var það ekki svo, að Lúðvik bróðir hans fyrirleit hana — og móðir hans, var hún ekki jafnan reiðubúin til þess að hrinda henni frá honum? Og Jósefina, hve fögur hún var — og veikbyggð og verndar þurfi. „Við skulum sigra, Jósefína,“ sagði hann, „alla — allan heim- i inn.“ Það var farið að verða kalt úti, þvi að svalvindur fór yfir ‘landið og skók hin ungu lauf trjánna og krónur blómanna. Og úti í geiminum virtust stjörnurnar lýsa upp geim vetrar frek- ar en vors. En þau hjúfruðu sig hvort að öðru sem ungir elskendur, sem geta þó ávallt veitt hvort öðru hlýju, hversu svalt sem blæs allc í kringum þau. Það var líkara en þetta væri fyrsta stundin, sem öldur ástriðnanna í beggja hugum risu jafnhátt samtímis, og sameinuðust í einn sterkan streng. Hún elskaði hann! Hvers oft hafði hún ekki þráð, að hún gæti elskað hann svona — svona heitt, svona takamrkalaust,-----hún, sem hafði hatað hann á stundum, vanrækt hann, ekki lesið bréfin hans nema með höpp- um og glöppum — oft sárgröm yfir, að hann hafði gert heimiii hennar að hermannaskála. Og nú, — nú eftir öil þessi ár, elskaði hún hann. Kannske hún yrði alltaf kona, sem elskaði marga menn, en hann var hetja hennar, og hann yrði ávallt fyrstur. I kvennadyngju, þar sem unnið var að fíngeröum saumaskap, sat Ginni, stoppaði í blúndur og raulaði fyrir munni sér. Hún bar enn hefndarlöngun i brjósti, en — hún gat beðið. Aldrei mundi hún gleyma kvöldinu, er liún tifaði allsnakin með möttulinn einan sér til hlífðar til höfuðstöövar hins mikla hers- höfðingja, fullviss um, að hún mundi sigra hann með likams- fegurð sinni og þokka, — en hann liafði hrundið henni frá sér ,í fyrirlitningu og hún hálfdottið og verið marin og meidd eftir. .Hún hafði beðið um, að hlíft væri lifi manns, hermannsins, sem Jrafði hleypt henni inn til hershöfðingjans — lokað augunum meðan hún læddist fram hjá honum á verðinum. Já, hún gat beðið, en stundin mundi koma, enn yrði nokkur bið, já, hún gat beðið, og það var líf og fjör í hirðsölum, — matur- jnn góður, vinin Ijúffeng. Aldrei hafði henni liðið eins vel. Hún hafði braggast og blómgast. Lífið hafði verið miskunnarlaust, er hún var ambátt Amelíu, nornarinnar í Strada Forni. Oft hafði hún soltiö, en þar hafði hún lært þá list, aö kveikja bál skjótt 1 karlmanns hug — og hér kyrrlátlega, — mundi hún geta notaö sér reynsluna. Hún dáðist að Francois Cordille. Hún hafði horft á hann losta- fullu augnatilliti, er hún sá hve fagur hann var og vel byggður. Varir hennar höfðu titrað af girnd, en hann hafði ekki virt hana viðlits. Hún hafði tvívegis horft á Napoleon þeim augum, að hann hefði átt að skilja — en hann var ekki maður, sem konur sigruðu auðveldlega. En hún var hamingjusöm. Vinningar voru framundan í happ- drætti lífsins — sannast að segja þurfti hún aöeins að seilast eftir þeim. Henni var hlátpr í hug. Augu hennar tindruðu. Og iiún raulaði fyrir munni sér. Frúin mundi ekki deyja sem frönsk keisarafrú. Það skyldi aldrei verða. Aætlanir hennar voru að fá á sig fast form í huganum. XIV. Hans heilagleiki Pius II. páfi var kominn til þess að embætta við krýningu Napoleons keisara og Jósefínu keisarafrúar. Það var komið fram í nóvember og mistur umvafði Notre Damedóm- kirkjuna. Signa var lygn og svo hægstreym, að svo virtist sem hún væri hætt að renna. Trén í skóginum voru ber orðin — greinarnar eins svartar og herðasjöl spænskra kvenna, en í ljósaskiptunum ómaði enn kvak fugla. Jósefína drottning tók sjálf á móti hinum Heilaga föður, heilsaði honum með djúpri knábeygingu og með því að hneigja höfuð sitt virðulega. Hún var mild og auðmjúk á svip — en hún hafði áform í huga. í fyrsta skipti á ævinni hafði hún tekið þátt í ráðabruggi, því að þótt krýning hennar væri ákveðin, vissi hún að staða hennar var enn sú, að hættur gátu verið á næsta leiti. Orðið skilnaður var sem oddur rýtings, sem stöðugt var beint að hjarta hennar. Hve hún hataöi þetta orð. Hún hafði oft hugleitt hið borgaralega hjónaband sitt og Napoleons. Þau bönd var svo auðvelt að rjúfa. Hún hafði aldrei verið trúuð kona — þau mál hafði hún sannast aö segja aldrei hugsað um, en nú gerði hún sér ljóst, að hjónaband blessað af kirkjunni mundi binda hana og Napoleon böndum, sem ekki yrðu rofin. Og hún var staðráðin i að gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að fá Napoleon til þess að faliast á kirkjulegt hjónaband. En þegar að því kom — þegar tækifærið gafst til þess að biðja hann um það, hafði hún ekki árætt að hreyía málinu. Hann var og önnum kafinn við undirbúning krýningarinnar og þau höfðu þar að auki verið í hjónabandi svo lengi, að hún gat ekki verið viss um hvernig hann mundi taka uppástungunni. Tæki hann henni illa gat það spillt miklu. Henni hafði dottið betra ráð í hug. Hún kom fram af svo mikilli virðingu og innilegri alúð við hinn Helga föður, að honum fannst mjög til um hana, fram- komu hennar og hversu hún gætti þess að allt væri gert til þess að verða við óskum hans. Þetta kvöld sendi hún eftir einkaklerki páfa, sem kom til viðræðna við hana. Hann v.ar í purpurarauðri hempu og tveir Copuchin-munkar með honum. Þeir hneigðu höíði. „Eg hefi játningu fram að bera, íaðir,“ sagði Jósefína hik- andi og óskaði sér þess, að munkarnir væru sendir burt, áður en hún segði það, sem henni lá á hjarta. Þau voru í litlu herbergi, sem hún hafði valið sérstaklega til þessa fundar. Þarna var alvörublær á öllu. Gluggatjöldin voru úr dökku silki. Hún var dökkklædd og handlék titrandi íingrum perlu-talnaband. „Faðir,“ sagði hún, „á morgun verð ég krýnd drottning Frakk- lands. Og ég hefi áhyggjur miklar. Eg verö að gera játningu, — ég hefi byrði að bera, sem mér er orðið um megn að bera lengur ein. Hjónaband mitt hefur aldrei hlotið blessun kirkjunnar. Viö vorum gefin saman af borgaralegum embættismanni og hvorki ég eða maðurinn minn höfum verið á prests fundi síðan.“ Kapelláninn starði á hana með undrun í augum. Hann vætti þurrar varirnar með tungu sinni, og það var sem hann ætlaði varla að geta talað fyrir undrun. „Veit Hans Heilagleiki um þetta?“ spurði hann loks. „Eg hefi aldrei gert játningu fyrir neinum,“ sagði hún, eymd- arlega,-„og á þessari stundu veldur það mér mikilli hugarangist. Það var rangt, að láta hjónaband okkar ekki fá blessun kirkj- unnar.“ I „Vissulega var það rangt, dóttir mín,“ sagði kapelláninn og 1 var sem hann liryllti við tilhugsuninni. „Á ég að ræða málið við Hans heilagleika? KVÖLDVÖKUNNI R. Burroughs — TARZAM — 4729 L V WHEN n-IEV AeeiVEP1 AT THE f FAKM, SAM CALLEP TAKZAKl'S . ATTENTION TD THE CASEP GOBLLA- 'ANCT’ QUITE A P'ANJGEKOUS OKIEf ARAW STONE CALLER OUT. *LET'S HOFE he nevek. gets loose!" Þegar Ijónið var fali-ið í í þakkaði Sam Waters, Tárzan 1, fyrir björgunina. „Nú á ég ‘HEEE'S MV ELEAL rZlZB" HE SAIP’ FKOU7LV. OTÁ-53í2 þessum lftlu Ijónsungúm skuld að gjalda, sagði Sam, því það er mér að kenna að móðir þeirra, hefnr látið líf- ið. Eg skal hjálpa þér með búrin, sagði Tarzan, fyi'st hinir hraustu hermenn þínir hafa horfið út í buskann. Eins og sjá má á endurminn- ingum Rachele Mússólíni, lítm' hún enn á Mússólíni sem ein- hvern mesta mann, sem uppi hefir verið. Þessu kynntist Umbertó, fyrr- verandi konugur Ítalíu, er hann hitti ekkju Mússólínis, sem líka var að ferðast á Spáni. Samtalið gekk vel þar til Umertó sagði allt í einu: — Eg fullvissa yður um, að eg hugsa oft um vesalings manninn yðar. Þá stirðnaði frú Mússólíni og sagði ískaldri röddu: — Talið ekki svona um hann. Kallið hann il Duce, það geri , eg alltaf. ★ - Bindindi er dásamlegt, sagði faðir Magee. — Það er dá- .samlega Dannis. | — Já það er það áreiðanlega, sagði Dannis, — ef það er stundað í hófi. ★ — Sara, okkur þykir öllum mjög vænt um yður sagði frú Gottdoe. — Eg vona, að yður geðjist að herberginu yðar og séuð ánægðar með kaupið yðar. Eg er að hugsa um að gefa yður j eitt af silki-millipilsunum mín- um. ■ — Ojá, sagði Sara vantrúuð. ! — Hvað hafið þér boðið mörg- að borða miðdegisverð í dag? i ★ I Öskureiður ferðamaður var að leita að járnbrautarþjónin- um. — Þjónn, sagði hann, — Gaf eg yður ekki fimm dali til þess að vera viss um, að eg færi úr lestinni við Cleveland? — Nei nú dámar mér ekki, sagði þjónninn andstuttur. — Þá var ekki að furðu þó að eg þyrfti að glíma svona við þann mann, sem eg setti út úr lestinni í Cleveland. ★ Lífeðlisfræðingurinn James Van Allen, sem uppgötvaði geislunarbeltin í geimnum, var einu sinni að segja vísindafé- laga sínum frá þeirri áhættu, sem belti þessi sköpuðu geim- ferðamönnum. Spurningatími var á eftir og þá var hann spm'ð- ur hvort nokkurt hagnýtt gagn væri að þessum hættulegu geislunarhellum. — Jæja, sagði van Allen. — Mér hefir tekist að lifa vel á þeim síðastliðin 2 ár. ★ ' Það var á heræfingu og John kom allt of seint. Liðþjálfinn leit á hann með ísköldu augna- ráði: — Þá kemurðu loksins Nr. 105. Við vorum farnir að halda, að þú hefðir samið sérfrið. ★ Oii sjóari fékk sér frí og eyddi allri hýrunni sinni. Þeg- ar hann kom úm borð aftur, spurðu félagar hans hann í hvað hann hefði eytt öllum pening- unum. Ó, blessaðir, sumt fór í kven- fólk, sumt í áfengi, en mest af því fór í allskonar bannsettan óþarfa. ★ Þar sem allir. hugsa svipað, er yfirleitt ekki mikið hugsað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.