Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1960, Blaðsíða 2
2 VfSIB Föstudaginn. 23. desember 1960 Fálkinn h.f. Farsœlt komandi ár! Þökkuvi viðskiptin á liðna ári, Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1 Verzlunin Hamborg, Laugavegi — Vesturveri. Verziun Gunnars Gísalsonar, Grundarstíg' 12 %OFNASMIÐJAN (INMðl'l to - •ítrt(tAVÍ* - iSlAMO*' Gísli J. Johnsen. VeraJunarfélagið Festi, Trygging h.f., Vesturgötu 10 Beigjagerðin h.f. Prentmyndir h.f„ Laugavegi 1 urðar búnaðarmálastjóra, og öðrum þræði var búið byggt á miklu mannviti og mikilli trú, en þó fór það svona.“ í»á voru tíu Hvergcrðingar. „Hvað um Hveragerði, þorp- ið og fólkið?“ „Það voru eitthvað 10 manns, þegar ég kom hingað, bara fólkið í mjólkurbúinu, og svo var nýbýlið Fagnihvammur að rísa upp. Sigurður gamli var hér austur frá með annan fót- inn, Ragna djöflaðist hér um á gömlum Fordbíl og lagði veg- inn heim að nýbýlinu og Ingi- mar kom frá útlöndum um þetta leyti. Þetta voru góðir og skemmtilegir nágrannar, já ekki var folkið verra hér en á Hvanneyri. Síðan fóru menn að byggja hér, fyrst aðallega sum- arbústaði og síðan að dvelja hér allt árið. Það reis hér barna- skóli, siðan Kvennaskólinn hennar Árnýjar og setti svip á bæinn. Eg reisti fyrstu garð- yrkjustöðina, þ. e. a. s. á eftir nýbýlinu Fagrahvammi, svo komu hér tveir Þjóðverjar og byggðu hér gróðurhús. Þeir voru teknir til fanga og fluttir út þegar herinn kom. í stríðs- byrjun fóru menn svo að byggja hér gróðrarstöðvar, nokkuð almennt, nokkrir piltar komu hingað útskrifaðir frá garðyrkjuskólanum og settu sig hér niður og nokkrir garð- yrkjumenn, sem unnið höfðu í Fagrahvammi, fengu hér land og heitt vatn og fóru að vinna sjálfstætt. Nú munu vera rekn- ar hér tæplega 30 garðyrkju- stöðvar í Hveragerði,“ segir Christiansen, „og allir erum við garðyrkjumenn á heimsmæli- kvarða,“ bættir hann við. „Ekki er nú kjarkurinn meiri.“ Nú er ég búinn að jafna mig það mikið á mannréttindaspurs málinu að ég fer að velta því fyrir mér hvernig það megi vera að elzta löggjafarþing heimsins skyldi leggjast svo lágt að setja lög um nafnaaf- töku, sem skilyrði fyrir ríkis- borgararétti. En Christiansen er nú í sín- um heimi og vill 'ekkert um það tala. Hann fer að segja mér frá fólkinu sem sprottið hefur hér upp við jarðhitann á undan- förnum þremur áratugum, seg- ir frá garðyrkjumönnunum og listamönnunum og mörgu á- gætis fólki, sem setzt hefur hér að. Og nú færist jóska húmöríð hans í aukana, hann seg.ir mér frá ótal viðburðum og fjöldi skrítlna hrýtur af vörum hans í því sambandi. Mikill fróðleiks- sjór er maðurinn í þessum efn- um og mikið græskulaust gam- an fær að fljóta með. Okkur kemur saman um það, okkur Lauritz Christiansen að líklega komumst við ekki hjá því að rita þrjátíu ára veraldarsögu Hveragerðis. Ennfremtir að eigi hún að yerða í þeim dúr, sem við nú hofum spjallað, mundi verða hættúminhst fyrir okkur að laeðast undir græna torfu áð- ur en hún verður birt Ever- gerðingum og öllum almenn- ingi. Ekki er nú kjarkurinn meiri. Stefán Þorstelnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.