Vísir - 10.01.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 10. janúar 1961 VÍSIR L E Tl\l ETI Curd Jiirgeais Þýzka blaðið „Quick“ hefur lengi leitað á hinn fræga þýzka leik- ara Curd Jiirgens, að hann skrifaði ævisögu sína fyrir blíiðið. Hann hefur hingað til reynzt ófáanlegur til þess, m. a. vegna þess, að hann segist vera dálítið hjá- trúarfullur, og finnst það ekki rétt, að ævi- saga 45 ára gamals manns komi á prenti. „Quick“ var liins vegar ekki á sama máli, og því lét það nokkra af blaðamönnum sínum grafa upp ævisögu hans hjá vinum Jiirg- ens og samstarfsmönn- um. Síðan var kvik- myndaleikaranum sent það sem skrifað hafði verið, og þá bnrst blað- inu svar, þar sem hann lýsir ánægju sinni yfir því, hve vel hafi tekizt til. Jafnframt því, sem blaðamennirnir leituðu eftir efni, komu nokkr- ar myndir í leitirnar, og þær þrjár myndir sem við birtiun hérna, - sýna hann á ýmsum aldursskeiðum — mjög ungan — ungan — og alls ekki gamlan. Ann- ars er gaman til þess að vita, að flestum skuli lítast betur á hann nú en fyrir 20 árum. Morð eftír forskrift Hermann Gail heitir ungi maðurinn sem lög- regluþjónnimi hérna á myndinni til hægri er að stumra yfir. Ungi maðurinn, sem er rit- höfundur, er hér fyrir rétti fyrir morð á stúlk únni sem litla myndin er af. Morðið var fram- ið með allóvenjulegum hætti, því að nokkru fyrir morðið skrifaði hann bók, þar sem hann lýsir ást manns á stúlku, og því hvern- ig hann finnst hann ekki komast hjá því að myrða hana. í bók- inni segir: „Eg mun deyða mína heittelsk- uðu. Eg brenn eftir því að skjóta hana.“ — Síðan ke.vpti Gail skammbyssu og drap stúlku að nafni Indrid Wilczek, sem hann reyndar þekkti ekki neitt. — Skýringin sem hann gaf á verknaðinum var sú, að fyrir ástfangið fólk væri dauðinn eina lausnin, „því að eftir hann getur ekkert komið fyrir.“ — Samkvæmi myndinni virð- ist þó ýmislegt geta skeð — a. m. k. f yrir þá sem eftir lifa. „Amatör" e5a - Hinn ágæti þýzki íþróttamaður, Karl Kaufmann, sem heims- meistari og Ol-meist- ari í 400 m. hlaupi, er ekki sagður við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann hefur verið nefndur í sömu andráni og ýmsar fagrar konur. M. a. var þýzka leikkonan Elke Sommer sögð hafa verið svo hrifin af honum, að hún hefði ekki getað á sér heilli tekið. Hins vegar segir hún sjálf, að vissulega kunni liún vel að meta Kaufmann, en telur hins vegar, að það sé „pressu- agent“ Kaufmanns, sem nú hefur sungið inn á nokkrar dægurlagaplötur — við miklar vinsældir — hafi gert nicira úr kynnum þeirra, en rétt hefði verið. En hvað sem því líður, þá er víst Kaufmann mikið kvennagull, og hér sést hann á Iitlu myndinni með þeirri sömu Elke Sommcr. „Jæja, börnin mín —; dag skul- um við ræða svo- lítið um Jóhann- esarguðspjall, sem þið þekkið öll úr Cinema- scopemyndinni U Nvað er að frétta af Deart Marttn? Um þessar mundir er verið að sýna kvik- myndina „The Bell- boy“ í Tjarnarbíó, en þar fer Jerry Lewis með aðalhlutverkið, og eins og venjulega, þá er geysiaðsókn að myndinni. Það er alltaf svo, þegar Jerry Lewis sést hér á hvíta tjald- inu. En hvað er orðið af manninum, sem alltaf kom fram með honum í myndum hér áður fyrr — og söng þá venjulega nokkur lög — þ. e. Dean Martin. Hann hefur að vísu sést hér í a.m.k. einm mynd, „The Young Lions,“ sem sýnd vai' hér fyrir nokkru síð- an. En hvar er hanvt r.ú. .Við vákumst fyrir nokkru á gamalt við- tal við hann (frá • fyrra að vísu), þar sem hann er spurður um framtíðaráætlanir sínar. — „Það bezta sem komið jhefur fyrir mig, var þegar ég hitti Jerry Lewis á sínum tíma.“ Það bezta sem komið hefur fyrir mig síðan, var þegar ég hætti að leika með honum.“ Með þessu á Dean Martin við, að þegar þeir Lewis fóri. fyrst að leika saman. hafi sér fyrst farið að græð- ast fé. En samvinna þeirra varð æ erfiðari, því að állt snerist u:r. Lewís, en Dean bara söng. „Það var orðið þann- ig,“ segir Dean, „að ég var hættur að líta á handritið, að mynd- unum. — Þegar Jerry sagði: ..Eg ætla að fara út í apótek,“ þá sagði ég bara: „Jæja, æti- arðu út í apótek.“ Á þeim dögum eyddi ég meiri tíma úti á golí- velli en í kvikmynda- verinu.“ Einnig segir Dean frá frá því, að þegar hann hafi hætt að leika í myndum með Lewis, og slitnað hafi upp úr samvinnu þeirra, þá hafi hann varla vitað hvað hann ætti að gera. En svo barst honum hendur hlutverkið í „The Young Lions,“ og þar með var fram- tíð hans ráðin. Síðan hefur Dean Martin leikið i myndum eins og „Some Came Runn- ing“, þai sem hann lék fjárhættuspilara, í ,,Rio Bavo“, en áður en hann lék þar bað hann Marlon Brandö að lesa yfir fyrir sig handritið óg gefa sér góð ráð. Á árinu 1958 hafði Dean ] Martin : um I * , -milljóh'dála í" tekjury þar af . .tvó hundruð. , bí-vjyv. £ rh þusund.-dali fyrjr áð koma tvisvar fram í sjónvarpi — hann hef- - „Hættið þessu betli í kirkjum“ - ur samning um að gera það árlega — auk þess sem hann á í hótelinu „Sands“ í Las Vegas, og það kallar Martin gullnámu. Já, íramtíð hans er ráðin. Yerklýsing Fyrir ekki löngu síð- an var brotizt inn í stórt verzlunarfyrir- tæki í Chicago. Inn- brotsþjófamir skildu eftir svofellda vinnu- Iýsingu: Komum kl. 22.15. Fórum kl. 23.50. Tegund vinnu: Pen- ingaskápur tæmdur. Laun: 77.415 dalir. Eins og mörgum er kunnugt, þá er það al- siða erlendis, að spari- baukar eða safnbaukar séu látnir ganga milli kirkjugesta Þetta líkar mönnum misvel, eins og gengur, en nýlega gerðist all sögulegur atburður i Somerset í Englandi. Poulett jarl í Hinton St. George, var nýlega leidd- ur út úr kirkjunni þar fyrir móðgun við klerk inn og kirkjuna. Til að byrja með hafði jarlinn komið of seint til messunnar á jóladagsmorgun, og er hann barði dyra, sögðu menn, að hann hefði eilítið truflað kirkju* haldið. En þá fyrst tók að heyrast kurr í mönnum, er jarlinn stóð upp og sagði: „Þið, klerkar, hættið þessu betli í kirkjunum og prédikið eins og ykk- ur ber að gera.“ — Þessi orð jarlsins féllu ekki í góðan jarðveg, og' hann var leiddur út. Síðar sagði jarlinn við blaðamenn, að hon- um fyndist of mikið um betl í kirkjum nú til dags. Samt kom í ljós, að jarlinn mun vera sæmilega guð- hræddur maður, sem ár hvert hefur gefið bæði peninga og aðrar gjafir til kirkjunnar. Kona hans átti síðan tal við prestinn, en : reynt hafði verið að gefa í skyn, að jarlinn hafi verið drukkin'n. Áð ; iVísú : játaðí eigin- kona hans, áð hann!l hefði drukkið sem svaraði IVz- glasi á® kam.puyini, og hugsazt gæti að það hefði um stpndarsahir hitað íion,; „tim ,,hainsi, har. sém |iann.hpfði pýl^&ng- ið' undir magaskurð., en að hann hefði veri$, drukkinn, væri fráleitt. Þýzkir hermenn hafa oft dválið í Frakklandj, og a. m. k. tvisvar á þessari öld hafa þeir stáðið í blóðugu strí.ði þar í landi.,Nú hafa nýlega verið sendir þýzkir hermenn-til Frakklands —- ekki til að berjast að: þessu sinni ——. beldur til æfinga. -'Og þéim ínun háfa vérið ! munú hetur tekið' að þessu sinni, heldiir eh í hin tVö fyrri. Ungu in,enn- ■ irnir þrír hér að" ofati éru allir5úr'1iihUm síðast- nefnda hópi, óg liér sjást þéir í kirkjugarði í Sissone, þar sem þeir eru að virða fyrir sér lciði afa sinna, séhi féllu í 'styrjöldinni 1914—18.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.