Vísir - 10.01.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 10.01.1961, Blaðsíða 10
 10 VÍSIR Þriðjudaginn 10. janúar 1961 f /— lozania Prole W [(] í Luöíd cc 52 Lergi í kastala. Úr gluggunum var útsýn yfir hina bláu Dóná, en enn var vetur og vatnið kolmórautt. — Það vottaði ekki fyrir bláma, en vorið var þó í nánd. Brátt yrði allt í blóma og fugla- söngur í lofti. Þá yrði dansað i Vínarborg — þar var allt af dans- að, þegar vorið kom, þar var dansað vor- og sumarlangt. En skilaboð höfðu komið frá hinum stranga föður litlu prinsessunar — þess efnis, að hinn göfugi Napoleon Bonaparte hefði skilið við keisarafrúna, Jósefínu. Og hann fór á fund dóttur sinnar og ræddi við hana. Og hún, hin unga prinsessa, hávaxinn með gulleit hár, sagði: • „Þessi hersnillingur virðist vera vondur maður.“ , „Honum er iðrun í hug," svaraði faðir hennar, „hann hefur ekki hug á því aö vaða áfram yfir hvert hamingjulandið á fætur öðru og koma þar öllu i rúst. Land okkar verður að minnsta kosti örugt. Hann vill fá þig fyrir konu.“ Hún horfði á föður sinn og tilliti augna hennar bar því vitni í fyrstu, að hún skildi ekki hvað hann var að fara, en svo var sem eitthvað rofaði til og hún færi að átta sig á þessu. Hún sagðist ekki hafa neina löngun til að giftast og ekki vilja fara írá Vínarborg og í huga hennar brá fyrir myndum af skógunum í grennd hennar, hinni bláu Dóná, með bátum fullum af ungu fólki, sem var glatt og söng fagra söngva. En nú var henni orðið ljóst, að hún yrði að fara. Hún yrði að láta að vilja föður sins, og vissulega vildi hann, að hún giftist Napoleon Bonaparte. Hún gat ekki hugsað aí ástarhug til þessa manns, sem hún hafði aldrei hitt. í Austurríki vissu menn, að hann knosaði menn undir hæl sinum, ef honum bauð svo við að horfa. Þeir vissu að hann lét hýða menn til bana og að hermenn hans rændu og rupluðu — og tóku það, sem þeir vildu, hvenær sem tækifæri gafst til. En ef hún giftist mundi friður verða í landi hennar. Ham- ingju hennar var fórnað vegna landsins, en hirðmeyjar sögöu við hana: „Prinsessa, mikil gæfa hefur fallið yður í skaut, — það á fyrir yður að liggjast að giftast Napoleon Bonaparte.“ „En hvers vegna þurfti hann að velja mig? Mig langar ekkert til að giftast." ,Æn þetta er hamingja — mikill vegsauki." „En hvernig veit ég, að ég muni ala honum son?“ . „Vegna þess, að guð er góður, prinessa,“ sagði öldruð hirð- dama. „Eg hefi í rauninni verið lokuð inni alla mína æfi,“ sagði stúlkan lágum rómi. „Eg þekki lítið til kvenna, enn minna til karlmanna. Eg get enga hugmynd gert mér um framtiðina: Segðu mér eitthvað um hjónaband." „Það er guðs gjöf til kvenna,“ sagði hirðdaman. „Það fer kannske fram viðhafnarleg hátíð, Klerkur blessar hjónabandið, segir fögur orð — og svo fæðist sonur? Þaö gerist kraftaverk?“ „Það er meira, prinsessa — meira en orðin —“ sagði hirð- daman vandræðalega. „Og ég skil. Hann kyssir mig líka." Stúlkan strauk kyrtil sinn og leit upp. „En ég óska þess ekki, að hann kyssi mig — maður, sem veður með her manns yfir öll lönd jarðar og lemur menn til bana. Nei, ég vil ekki kossa hans. Eg vil ekki að varir hans snerti varir mínar, — ég vil eignast son án þess.“ . „Prinsessa, í hjónabandi geta komið til erfiðleikar —“ sagði hirðdaman enn vandræðalegar en áður. I svip virtist hún ekki ætla að segja meira, en svo var sem birti yfir henni, og hún bætti við: s „Keisarinn kennir yður allt.“ En prinsessan hristi höfuðið svo að gulu lokkamir flöksuð- ust til: „En ég ætla mér alls ekki að fara i tíma til keisarans — og vil ekki, að hann kenni mér neitt." XVIII. Hin hátiðlegasta hjónavígsla fór fram í Agústinusarkirkjunni í Vínarborg — að Napoleon fjarverandi. Karl erkihertogi kom fram í umboði hans. Hin unga brúður, aðeins átján ára, sak- leysið sjálft, var klædd hvítum brúðarkjól, og bar demantskórónu á höfði. Kirkjan var fagurlega skreytt og þar var fjöldi tiginna gesta, en almenningur fékk einnig aðgang að hinni miklu dóm- kirkju, og margir hvísluðu, er hin unga brúður var leidd inn eftir kirkjugólfinu milli stólraðanna. „Hve fögur hún er.“ Kórdrengir sungu og söngurinn og organleikurinn bergmálaði um alla kirkjuna, undir hinu gotneska hvolfþaki. Litlar, hvít- klæddar telpur stráðu blómum á kirkjugólfið fyrir framan hana, og kirkjuklukkurnar ómuðu, en úr íjarska bárust fallbyssu- drunur. Ósjálfrátt snerti hún nisti, sem hinn fjarverandi brúð- gumi hafði sent henni, en í því var myna af honum. Umgjörðin var sett demöntum og nistið hafði verið nælt í barm hennar, svo aö allir mættu sjá. Þegar athöfninni var lokið var ekið um götur borgarinnar. Brúðurin sat í vagni með föður sínum og stjúpmóður. Mergð- manna var hvarvetna og menn æptu sig hása af fögnuði. Sól skein frá heiðum himni og þótti mönnum það góðs viti urn íramtiðina. „Napoleonum" (gullpeningum) var úthlutað meðal særðra franskra hermanna í borginni. Og blómum var varpað inn i vagninn, í kjöltu hinnar ungu stúlku, sem var orðin keis- 1 arafrú í Frakklandi. „Eg vona, að ég verði góð keisarafrú," svislaði hún í einlægni. „Geröu það, sem keisarinn segir þér, barnið mitt,“ sagði faðir hennar. „Hlýddu honum í öllu, mundu það: / öllu.“ Og svo lagði hún af stað til kastalans í Compiégne, þar sem fundum hennar og Napoleons átti að bera saman í fyrsta skipti. Hún var nú gift kúgara Evrópu, manni, sem hiin hafði aldrei augum litið, og hún var í mikilli hugaræsingu út af því, að svo rómantískur atburður skyldl hafagerst að hún var orðin keisara- frú — að slíkt hafa orðið hlutskipti hennar. En Napoleon var svo óþreyjufullur, að hann gat ekki beðið hennar í Compiegiie-kastala, þvi að nú brann hann af löngum eftir að eignast son. Nú sem svo oft áður þoldi hann enga bið. Hann reið af stað á móti henni og var jafnan farið sem hestarnir komust, og var kominn til Soissons, er vagn hennar kom þar, en þar átti að skipta um hesta. Hann æddi að vagninum og rykkti upp vagndyrunum af ákefð, og einkenndi nú klunnaskapurinn framkomu hans eins og þegar hann kom heim með Jósefínu til heimilis hennar við Chanterainegötuna forðum. Ástríðueldur hafði kviknað í huga hans og hann gat ekki haldið honum i skefjum. Marie-Louise, rjöð í kinnum, bláeyg og 1rískleg, starði á hann ! Auðsjáanlega var hún tþ þess borin að vera drottning og hami hreifst af æskublóma hennar og fegurð, vafði hana örmum, og þrýsti henni að sér og kyssti hana hvað eftir annað, en hin unga stúlka var sem agndofa vegna ákefðár hans. Aldrei hafði nein ástriðukennd bært á sér í huga hennar og þegar þessi maður, ákafur, heitur og sveittur hélt henni rigfastri og hún fann hjartaslátt hans, varð hún gripin ótta. Hún furðaði sig á hve vangi hans var harður og hún hrökklaðist út í horn og strauk gullna lokkana frá enni sínu skjálfandi höndum. Og þarna sátu þau, eiginmaður samkvæmt umboði og eiginkona, keisari og keisarafrú, og framundan samlíf i þeim tilgangi, að hún æli hon- um son, en til þess hafði hún enga löngun. „Þú ert fámáll," sagði hann loks. „Kannske er það vegna þess, að ég er þreytt, liérra," svaraði hún. En hún var ekki aðeins þreytt, heldur var hún gagntekin aí ótta vegna framkomu hans. Og það fór að vakna í huga hennar A KVÖLOVOKUNM Hinn frægi brezki heimapek- ingur Bertrand Russel, sem nú er orðinn 80 ára, fékk nýlega heimsókn og það var ungur heimspekingur, sem kom til hans. Russel dáist ekki mjög mikið að honum, en hinn til- biður aftur Russel. — Meistri, sagði hann. — Vitið þér að eg er að vinna að ævisögu yðar? Þetta á að vera stórt verlc og koma út þegar þér eruð ekki lengur vor á með- al? — Já, eg veit það, sagði Bertrand Russell. — Og það er eitt af því, sem heldur lífinu í mér. ★ Það getur ekki 'verið að á vorum dögum sé karlmaðurinn þræll á heimili sínu. Það var til dæmis maður, sem var að sýna syni sínum mynd af brúðkaupi þeirra hjónanna. — Hvað er það eiginlega? sagði drengurinn. Faðirinn reyndi að útskýra það og honum hefir líklega tek- ist það, því að drengurinn sagði skyndilega: — Nú, var það þegar þú réð* ir hana mömmu til að koma og vinna fyrir okkur? * Það heyrðist harmakvein frá leikvelli í Berlínarborg og lög- regluþjónn flýtti sér þangað, Þar fann hann gamla konu, sem lá stynjandi fyrir neðan rennibraut barnanna. Hún kannaðist við að hún væri amma, sagði frá þessu stynj* andi, en gat þó ekki stillt sig um að reyna rennibraut barn* anna til þess að vita Hvað barnabörn hennar skemmtu sér við á daginn. Árangurinn varð mjaðmar* brot. R. Burroughs TARZAIM 4739 Sam hrópaðj í örvæntingu ’ sinni: Betty, hvernig getur| þú — þú getur ekki gengið. að eiga þennan.... Rólegur hr. Walters, sagði Adam ákveðinn. Betty getur ekki vepið barnfóstra þín alla æfi. Þetta var ekki rétt gert af þér, sagði nú stúlkan reiði- ‘THAT VVASN'T PA!UV AÞAM " Z&T0ZTE7 THE &ZL. 'ÁS A MATTEK OP FAC“ IT VVAS P-gETTV CKUEL!" S.28-&Z+ lega. Þetta var vægast sagt hrottalegt af þér Adam, bartti hún við. Wí -f/appdrætíi HÁSKÓLANS Voruhappdrætti SÍBS 12000 vinningor d ari 30 krónur miðinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.