Vísir - 27.01.1961, Page 4
VISIR
Föstudaginn 27. j anúar
kfRfllM
etfa —/
Mátkata 'bragur f
Sigurður hét maður Hall-
steinsson samtíðarmaður Bólu-
bændum fornu, Hjálmars og
Einars Andréssonar, sem marg-
ir vita nokkur deili á, einkum
Hjálmari, Bólu-Hjálmari.
Sigurður þessi var mann-
kostamaður, en hvorki var
hann talinn fríður sýnum né
eig.inlega skarpvitur, sízt mun
hann smekkmáður verið hafa,
en Einari féll vel við haiin og
manninum til verðugs hróss
gerði hann honum grafskrift í
lifanda lífi svo að hann mætti
fyrirfram sjá orðspor sitt lát-
ins, þegar þar að kæmi. Taldi
Einar fram lundgæði Sigurðar
og margt annað drengilegt vini
sínum til auðkennis — auðvit-
að allt vandlega satt og fluttd
honum drápuna svo gerða.
En hann hafði ekki varað sig
á smekk Sigurðar og fékk enga
þökk fyrir verk sitt. Gei’ði hann
því aðra útgáfu sniðna eftir
kröfum viðtakanda og bar þá
fórn fram á altari kunnings-
skapar þeirra, en þeir voru um
þann tíma á sama heimili. Sú
kviða var þakksamlega þegin
og lærðust úr glefsur, fékk ég
ungur að heyra það af henni,
sem föður mínum þótti barni
sínu áhlýðandi, því óstytt þótti
hún engu hollari yfir að hafa
en Buslubæn á náttarþeli og
hljóðaði svo það sem ég lærði:
Hér hvílir Sigurður Hallsteins-
bur,
hrikavaxinn og hreint úr lagi,
húðai’blakkur sem torfa’ úr
flagi,
raddai’hás, kjaftstór, rauð-
eyg(ð)ur.
Þetta Ijóðmæli kemur mér
oft í hug, þegar menn með
skáldeðli eða að minnsta kostd
einhverja tjáningarlöngun gera
sér það að ráði að kasta frá sér
kliði, samræmi og í’eglu bund-
ins máls og taka upp ókerfaða
fi’amsetningu þess efnis, sem þó
er oft ljóðrænt og gæti borið
skartlegan búning.
Smekkur Sigurðar Hallsteins
sonar á sér sýnilega enn all-
mai'ga fylgismenn, er þykir
eins og gamla manninum það
feguri-a eða frækilegra, sem ljót
ai’a er.
Og ljótleikinn er svo sem
ekki nýr eða hagnýting hans
að öllu óreynd eða ófi'amkvæm-
anleg. Hann getur verið nauð-
synlegt mótvægi fegurðarinnar
svo að hún sjáist þótt misiafn-
lega takist afnotin. Lengi hefir
kirkjan þurft eða talið sig
þurfa andstæðu góðra afia og
notað hugmyndina ótæuilega.
Eins hefir aðalskrautuður ís-
lenzkra nútímabókmennta löng
um hampað lúsinni og sjálfsagt
5 einhvei’jum tilgangi. Það er
því ekki nærri mér að fella
neinn dauðadóm yfir óliðaðan
eða á annan veg laust bundinn
eða óbundinn samsetning
skálda og skældinga. Sumt af
því er gott til ýmissa þarfa
,svo sem til þess að vekja eftir-
tekt á að bækur og ritlingar
þurfa ekki endilega að vera
sannari eða betur unnar en
blaðagreinar og er þó langt jafn
að. Meira að segja má nota þó
nokkurt hrafl slíkra vei’ka því
til sönnunar að fleira getur fag-
urt orðið af máii manna en
bragðliðum bundin orð.
Þó er ein óhæfa við slíka
framleiðslu alla og höfundun-
um mikið lægingarefni og er
hún sú, að nota sama nafn yfir
verk sín svo löguð og það orð,
sem fengið hefir ákveðna mei'k-
ingu um annað.
Kai'linn og kerlingin, foreldr
ar Velvakanda og bræði’a hans,
sýnast ekki hafa verið ófrjórri
orðasmiðir en flokkur sá virð-
ist sanna sig að vera, sem nú
seilist eftir lambi þess, er þeir
sjálfir telja fátækan, í stað þess
að framreiða eigin alikálfa til
skíi’nai’veizlu þeirrar rit-
mennsku, sem þeir ætla sér að
kynbæta með allan íslenzkan
skáldskap.
Gömlu hjónin úr ævintýrinu
skorti hugkvæmni til þess að
finna nöfn á di'engina sína, en
íslenzk „atómskáld" — allur
hópurinn — eiga enn óskírða
bókmenntagrein sína og hugga
sig líklega helzt við nafn Ljóða-
ljóðanna, þótt frétzt hafi að hr.
Ásmundur Guðmundsson fyrr-
verandi biskup sé nú launaður
nokkru fé til þess að endur-
þýða Nýja-testamentið og ætla
megi, að þetta aðalhaldreipi
þeirra í Gamla-testamentinu,
orðið Ljóðaljóð, kunni þá engu
síður að þurfa endurskoðunar
og hugsanlega umsköpunar, svo
að ekki verði lengur þangað að
sækja ljóðaheitið, sem þeir
nota.
Mönnum er nokkur nauðsyn
að birta hugarhræi’ingar sínar,
hversu fimlega sem þeim ferst
það. Löngunin til þess er að
minnsta kosti vorkunnarmál.
Falin kennd getur komið fram
á ólíklegasta hátt, stundum
sem geðiöstur eða geðbilun. —
Skáldskapur eða önnur listiðk-
un hefir möi'gum bjai’gað frá
þe.im voða, jafnvel leii’inn kann
að hafa fleytt einhvei’jum, auk
þess sem slikar tilraunir eru
hinir stórvirkustu áhrifavaldar
um hugarfar og menningu, Því
er hvað það, sem bætir eða
þroskar einhverja listgrein dýr-
mæti og haop, en bölvun og
fordæðuskapur allt það, sem
rýi’ir tækni eða innihald hvaða
listgreinar eða nytjaverks, sem
fyrir vei’ður
Almenningi er eins og nú
standa sakir mest nauðsyn á
orðfæri ljósu, myndauðugu,
fi’jósömu og á alla vegu göf-
ugu, því margt er, sem villir.
Þá þarf sérhver hlutur heiti og
þeim heitum má alls ekki rugla
saman. Hvorki lækni né sjúk-
lingi má á sama standa hvort
rétt er byssa eða holnál til þess
að framkvæma deyfingu með,
en svo mætti fara, að öfugt yrði
'boðið, ef nöfn þeirra hluta
hefðu ekki fasta merkingu.
Eins er með aðrar misnotkan-
ir orða, þótt ekki leiði króka-
laust til óhæfuverka. Þá mun-
ar og miklu hvaða hugmyndir
ólíkt orðalag og ólíkar samlík-
j ingar vekja, þótt um eitt efni
sé. Hljómur orðanna gefur enn
eina leið til nautnar eða kvalar
og allt þetta læra menn að nota
og varast fremur en þeir finni
það upp.
„Mikill stílisti er mikill þjóf-
I ur,“ sagði Martin Larsen, forð-
\ um sendikennari hér, maður,
sem sannlega er mikill stílisti
á tveimur tungumálum og hef-
ir drengskap til að viðurkenna
hvernig hann hefir komizt að
valdi sínu yfir þeim málum
báðum. Hann og allir þeir, sem
beztan hafa stílinn, hafa lært
utanbókar bálk eftir bálk af
bezt sögðu málsgreinum hinna
fyrri manna. Sú oi’ðaröðun og
það hugtakaval, er gerir það
ljóst, sem um er rætt, lærist
ekki fyrst og fremst við orð-
flokkagreiningu eða af reglu-
gerðum um hvernig skipa skal
sögnum, nafnoi’ðum og öðrum
hlutum ræðunnar, þótt það sé
gott að hafa með öðru, heldur
með því að festa sér í minni
og hafa á hraðbergi margar
málsgi’einii’, sem hafa haft á-
hrif Að því gei’ðu má veiia
fordæmi til endui’notkunar eða
eftirbreytni og hafa rökstudda
von um að mál manns nái
I nokki-u af þeim árangri, sem
til stóð með því.
Og þetta gera þeir bezt, sem
mest kunna af ljóðum. Dæmi
Snorra Stui’lusonar er hvað
traustast vitni um það. Um eng-
an jafn líttkunnan mann vita
menn jafnmikla ljóðakunnáttu
sarmanlega og er það samfara
ritlist hans, en þótt til væi’u
orðhagir menn, svo fjandsam-
legir ljóðum, að þeir mættu
hvorki hafa af þeim gagn né
lærdóma sjálfum þá hafa þeir
samt lært meira en þeir hafa
fundið upp og lært það þá af
þeim mönnum, sem áttu allan
grunn orðsnilldar sinnar i Ijóð-
um, í’éttnefndum ljóðum. —
Hræriþvöruháttur um nafngift
ir þeirrar bókmenntagreinar
minnir á uppmörkun sauðfjái’,
sem reyndist ófallin til fyrir-
greiðslu við heiðai’leg skil eða
heimtur.
Þessi afmoi’kun hugtaka —
og fleira en hugtaka einna —
er farin að tíðkast nokkuð. í
einum þætti Árna Böðvarsson-
ar um íslenzkt mál í Þjóðvilj-
anum stendur orðrétt:
„í reykvískum frambui’ði ei’u
mörg auðkeimi, sem ekki munu
þekkjast annars staðar á land-
j inu nema þá vegna áhrifa frá
höfuðstaðnum, Eitt hvumleið-
asta þeirra er sú tunguleti, sem
kemur fram í því að taland-
inn hreyfir tunguna varla til í
muiminum heldur myndar öll
hljóð málsins með eins litilli
hreyfingu tungu og vara og
hann kemst mögulega af með.“
Þessi lýsing er því miður sönn
og fyrirbærið á sér alveg til-
svarandi hliðstæðu í þeirri
framsetningu ljóðræns máls,
sem hvorki gætir auðkenna
bragláða, stuðla né ríms, en
krefst virðingar og nafns vel-
metinnar bólcmenntagreinar
því til handa, sem ekki e>- rétt-
ur eigandi virðingai’innar eða
nafnsins
Þessi tunguleti innfæddra
Reykvíkinga sumra og þetta
ljóðmarkaleysi þess, sem þó er
stundum skáldskapur, er hættu
legt. Það spillir verklagi að
gera sér ekki grein fyrir hvað
maður er að vinna, og það
snillir verkfæri að nota það í
gáteysi til annars en maður
heldur að maður sé að gera.
f þessu tilfelli er verkefnið
tungumál þjóðarinnar og dýr-
mætara en nokkur sá smíðis-
gripur, sem með því héfir ver-
ið gerður og það þótt margir
kæmu saman.
Margrevnt er, að einum hent-
ar þetta en öðrum hitt. í trausti
Kerfun eða 4
þess lærdóms mætti segja, að
sauðskinnsskóaðir sveitamenn
gætu notið hindrunarhlauns og
notað torfærur fornra ljóða-
reglna, en stígvéluðum unnaln-
ingum hins nýja tíma væri slíkt
erfiði á borð við skepnuníðslu.
En regla þessi um hæfilega
framreiðslu á ekki aðeins við
um einstaklinga. Hún á einnig
við um tungumál bióðanna. Þar
hentar líka einum það sem öðr-
um spillir.
Af nálægum málum hafa ís-
lenzkan og finnskan einar á-
herzlu á fvrsta atkvæði. Þetta
veldur því að þær halda báðar
stuðlasetningu. Bvi’jun orðsins
verður svo glögg í evra að auð-
velt verður að kerfa orð saman
í heildir eftir upphafshljóðum
þeiri-a.
„Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?“
segir Jónas Hallgrímsson. Sam-
ræmi byrjunarhljóða í auð-
kenndum áherzluatkvæðum
styrkir minni og léttir nám,
enda sér það á um geymslu
þessara tveggja þjóða á fornum
minningum. Þegar hér voru rit-
aðar sögur reyndust þær traust
ustu byggja mjög um alla at-
burðafræði á kvæðum og vís-
um. Kalevalakvæðin finnsku
gengu öldum saman órituð frá
manni til manns og fluttu
myndir málsins vonum fremur
óbreyttar frá kynslóð til kyn-
slóðar. Ljóðakunnátta er traust
ari málsvöm en málfræðin. Sá,
sem kann og hefir í mörgum
ljóðum og oft fluttum orðasam-
bönd, þar sem sögnin að langa
tekur með sér þolfall segir
aldrei: „Honum langar til þess“
heldur „hann langar til þess.“
Þetta eina dæmi nægir um
notagildið á þerman þátt
„Nú er bókaflóð á landi hér
og minni þörf á utanað lær-
dómi en áður.“ veit. ég verður
sagt, en er það þá stefnan að
verksmiðiuþræll komandi ára
eigi að ganga að vinnustað
þeim mun fátækari en sláttu-
maður aldamótaáranna síðustu
að kenna ekkert fallegt eða fal-
lega liótt sér til andlegrar
nautnar um starfstímann?
Sé svo, þá skal mig ekki
kynja, þótt einhverjum hjarta-
góðum en grunnfærum náunga
finnist þeim hinum sama full
þörf á velsterkum biór til að
bleyta í svo þurrlegum kjörum.
Svo alls vesælir eru auk þess
ýmsir af höfundum þessarar
þjóðar, að til haooa bæri að
telja að þeir hefðust við að
í’íma stuðla og leggja í bragliði
heldur en að telja sér hlaup-
fært með óskerfuð orðaskrípin
í fyrstu prentsmiðju og veltu
þeim þaðan yfir á útgjaldalista
þjóðarinnar. Það gæti sett aftur
sumt það versta frá þeim getu-
minnstu.
Svipaðs eðlis og stuðlar eru
bæði bragliðir og rím um það
að tryggja rétt málfar fram
eftir tímum og styðja að réttu
og traustu minni hvers þess,
sem búið er slíkum tygjum, er
þó rímið minnst vert af þessu
og er illt að heyra órímuð ljóð
löstuð, þegar þó er aðeins átt
við óbundna framsetningu, sem
að vísu getur verið fögur, göf-
ug og vandasöm, en er oft
þvættingur smekkleysingja,
sem enga kröfu kunna að gera
til sín eða verka sinna eða
nenna öðru en kosta kapps um
að draga sem flesta með sér út
í foræðið. — Kannske hefir
Biarna Thorarensen órað fyrir
yfirstandandi tímum, þegar
hann orti:
En þú, sem undan
ævistraumi
flýtur sofandi
að feigðarósi,
lastaðu ei laxinn,
sem leitar móti
straumi sterklega
og stiklar fossa.
Það mætti að minnsta kosti
vera athugunarefni fyrir óvand
v.irka menn, hugmyndafáa og
verka til friðunar fornra verð-
mæta.
Sigurður Jónsson frá Brún.
r r~ &
L-1— r t~ s *
• 1 ___« m a
Eins og getið hefur verið í fréttum liafa menn farið frá Kúbu
til Bandaríkjanna í stórhópum á valdatíma Castros. Er hér um
að ræða fólk af öllum stéttum. Nú hefur stjórnmálasambandinu
verið slitið milli Bandaríkjanna og Kúbu. Þessi mynd var tekin
nokkru áður og sýnir menn biða fyrir utan sendiráð Banda-
ríkjanna til þess að komast að til þess að fá vegabréfsáritun.