Vísir - 04.02.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1961, Blaðsíða 8
ij | Kkkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. í Látið hann færa yður fréttir og annað leatrarefni heim — án fyrirhafnar af Sími 1-16-60. Laugardaginn 4. febrúar 1961 Munið, að þeir, sem gerast áskrifenður Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið i ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Sl. sunnudag afhenti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, sendiherra Noregs, Bjarne Börde, bikar þann sem forset- inn gaf í tilefni af hinni norrænu sundkcppni 1960. Sendiherr- ann veitti bikarnum móttöku fyrir hönd Sundsambands Nor- egs, sem ekki gat komið því við að senda fulltrúa hingað. Af- hendingin fór fram að Bessastöðum. Viðstaddir voru, auk sendiherrans og Finn Sandbergs, sendiráðsritara, Erlingur Páls- son, fromaður Sundsambands íslands og formaður Landsnefnd- ar norrænu sundkeppninnar, Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi og framkvæmdastjóri norrænu keppninnar, og aðrir með- limir Iandsnefndarinnar og sundsambandsins, ásamt Benedikt G. Waage, forseta ÍSÍ. — Myndin var tekin við 'það tækifæri. Íslendíngar á Kanaríeyjum. Uppvaxaudi ferðauianualasid, — en vantar héicl. í gær munu 10 íslendingar hafa farið frá Southampton með stóru lúxus-farþegaskipi áleiöis til Kanaríeyja, en aðrir 8 eru annað hvort á leiðinni þangað með öðrum hætti, eða þegar komnir. Ferðaski’ifstofan Saga aug- lýsti fyrir nokkru ferðir til Kanaríeyja, og var töluverð •eftirspurn eftir þessari ferð, en vegna þess að hótel eru ekki Höfrungur II. veldur tjóni. Höfrungur II. frá Akranesi mun í fyrrinótt hafa siglt yfir ■og eyðilagt nætur 3ja báta. Mun tjónið gífurlegt. Það kom einnig fyrir í haust, að sama skip sigldi yfir nætur og var þá tjón einnig mikið. Mun tjón það, sem Höfrung- úr II. hefur þannig valdið á oinni vertíð skipta milljónum. Fréttin fékkst ekki staðfest í gærkvöldi. — Þá var isiglt á “bátinn Freyju í fyrrinótt. Hann ikomst þó til hafnar. mörg þar suðurfrá, var ekki hægt að veita fleira fóiki fyrir- greiðslu í þetta sinn. Ferðaskrifstofan Sunna aug- lýsti einnig ferð þangað suður- eftir, og var ætlunin að fara beint héðan með flugvél. Flest- ir farseðlar voru upppantaðir á síðustu dögum áður en fara skyldi, og voru þar á meðan nokkrir útgerðarmenn frá Keflavík ásamt fjölskyldu sinni, Þegar leið að því að fara skyldi, skall á verkfallið og ýmsir erfiðleikar í sambandi við það urðu þess valdandi að ferðinni var frestað. Frh. á 2. síðu. Kongósöfn- unin 400 þús. Fjársöfnunin til skreiðar- kaupa handa bágstöddum börn um í Kóngó, sem Rauði kross íslands gekkst fyrir, nemur nú kr. 397.540.00, og hefur því svo að segja tvöfaldast miðað við á- ætlun. Frh. á 6. síðu Galvao pólitízkur flótta- maÓur í Brasilíu. Galvao var I gær veitt hæliiRecife til þess að flytja þaðan ’í Brazilíu flóttamanni. sem pólitískum Brazilisk yfirvöld tóku í gær yiö hinu vopnaða liði hans. Leiguflugvél var komin til 57 farþega af Santa Maria til Evrópu. — Stjóm skipafélags- ins, sem á Santa Maria, segir að hún muni sjá um, að allir farþegamir komist heim til síiu Stórsvigsmót í Jósefsdal. Nú um helgina halda Ár- menningar hið árlega stórsvigs mót sitt í Jósefsdal. Tíu kepp- endur verða frá hverju félagi, svo búast má við harðri keppni, því þama verða samankomnir flestir beztu skíðamenn Rvíkur. Brautina leggur hinn aikunni skíðakappi Ármanns, Stefán Kristjánsson, svo búast má við skemmtilegum brautum.. Mótstjóri verður Bjarni Ein- arsson, Snjór er nægur þar efra, og má búast við að margir leggi leið sína í Dalinn um helgina. Ennfremur verður gengist fyrir skíðakennslu sem fyrr og mun hún verða framvegis um hverja helgi vegna síaukinna vinsælda. Stjórn Verzlunarsparisjóðs- ins hefur boðað til stofnfundar Verzlunarhanka f slands h.f. í dag. Fundurinn hefst kl. 14.30 og verður haldinn í Tjarnarbíó. Verður þar endanlega gengið frá stofnun Verzlunarbankans, en Alþingi samþykkti á s.l. vori lög, er heimila ábyrgðarmönn- um Verzlunarsparisjóðsins að að breyta sparisjóðnum í banka. Tónlistarkynning í Háskóianum. Á morgun, sunnudaginn 5. ferbniar kl. 5 stundvíslega, verður tónlistarkynning í há- tíðarsal háskólans. Flutt verður af hljómplöíutækjum skólans „Linz“-sinfónían eftir Mozart (nr. 36, í C-dúr, K. 425). Tón- skáldið samdi hana á fáum dög um, 27 ára að aldri, og má þar bæði kenna áhrifin frá Haydn og hina sérstæðu sköpunargáfu Mozarts. Columbia-sinfóníuhljóm- sveitin leikur, stjórnandi Bruno Walter. En hér er um næsta einstæðar hljómplötur að ræða, því að fyrst heyra menn æfingu hjá hljómsveitinni, sem hljóð- rituð var án vitundar stjórn- andans, þótt síðar gæfi hann samþykki sitt til útgáfunnar. Hann talar á ensku. lætur end- urtaka, setur út á, segir fyrir og raular jafnvel sum stefin. Að æfingu lokinni er svo sin- fónían flutt í heild sinni. Hér er því fágætt tækifæri til að kynnast vel merku tónverki og vinnubrögðum mikils hljóm- sveitarstjóra. , Aðagangur er ókeypis og öll- um heimill. Brímið líkinu Lík Ingibergs Karlssonar, sem fórst með trilhibátnum Arnartindi síðdegis í fyrradag fannst rekið í nesinu gegnt Grindavík í gærmorgun. Hafin var Ieit að honuiii sama kvöld og báturinn fórst, en sú leit bar ekki árangur. Farið var strax þegar bjart var orðið í gærmorgun og faunst líkið þá hjá brakinu af bátnum, sem brimið hafði molað í smátt og kastað á land. Það er ætlun manna að Ingi- bergur hafi lokast inni í stýr- ishúsinu og farið niður með bátnum. Var hann ekki með Á fundi ábyrgðarmanna sparisjóðsins 14. júní s.l. var einróma samþykkt að neyta heimilda laganna og var þá haf ist handa um söfmm hlutafjár. Frh. á 2. síðu. skolaði á land. björgunarbelti þegar halm farinst og ólíklégt að hanrí hafi verið búinn að setja það á sig. Fjöldi manrís stóð í larídi og horfði á hina tvísýnu sigl- ingu bátsins að landi. Menn. voru á einu máli um það að sundið væri algerlega ófært og brim svo mikið að sjaldan hefði hin síðari ár sézt svo mikið brim í Grindavík. Blíða- logn var og það óvenjulega var að brotin komu frá tveimur hliðum og því enn hættulegri en ella. Braut bæði á nesinu og svo landinu á móti. Þarna úti var að sjá brot við brot og það vakti furðu manna í landi að þeim skyldi takast að halda bátnum ofansjávar svona lengi. Hann var búinn að fá á sig mörg brot og komast klakk- laust úr þeim öllum en svo Frh. á 2. síðu. Varðarkaffi verður í dag í Valhöll frá kl. 3—5 síðdegis. Nú fer hver aS verða síðastur að sjá óperuna „Don Pasquale*’ i Þjóðleikhúsinu, því að eftir eru aðeins þrjár sýningar. Næsta sýning verðnr annað kvöld. Myndin er af Kristni Hallssyni, sem leikur og syngor titilhlutverkið Don Pasquale af miklu fjöri og þrótti. Verzlunarbanki íslands h.f. stofnaður í dag. 10 millj. kr. hlutafé. Menn undruðust hve báturinn varðist lengi í hvílíku brimi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.