Vísir


Vísir - 08.02.1961, Qupperneq 1

Vísir - 08.02.1961, Qupperneq 1
12 q síður k\ I y 12 síður 4 ■i Sl. érg. Miðvikudaginn 8. febrúar 1961 32. tbl. Njósnir í Svisslandi. Tveir menn hafa verið handteknir ■' Svisslandi, grunaðir um njósnir í þágu erlends ríkis. Sagt er, að mennirnir séu svissneskir borgarar og tal- ið er, að beir hafi njósnað fyrir kommúnista í Austur- f»j'\zkalandi. Þetta er fyrsta svissneska njósnamálið frá í marz í fyrra. Freyja brotn- aði í árekstri. Sandgerði í gær. Reitingsafli er á línu. Aflinn í gær var frá 7 til 10 lestir á bát. Hingað komu 15 bátar með 96 lestir. í aflanum er talsvert af löngu og ýsu. Vélbáturinn Mummi og Freyja lentu í árekstri fyrir helgina. Skeði það skammt út af Sandgerði. Við áreksturinn brotnaði Freyja nokkuð og varð að taka hana 4 dráttarbraut, þar sem hún var til viðgerðar í þrjá daga. Yfirmenn á vélbátum ganga i land í verkfall, og bátarnir stöðvast. Já, allt er mest í henni Amer- íku, og frostið líka. Gaddur- inn var svo ínikill þar um dag- inn, að þegar maður nokkur ætlaði að hella vatni úr könnu, þá fraus vatnsboginn á stund- inni.......Nei, annars ljós- myndarinn fonn bara myndar- legt grýlukerti og lét það frjósa við könnuna, eins og myndin sýnir. | Stórfyrirtæki sektuð. í rétti í Filadelfíu hafa yf- ir 30 stórfyrirtæki verið sektuð fyrir upphæðir, sem nema yfir milljón dollara. Voru þau dæmd á grund- velli laganna gegn auðhring- um (antitmst Iaw) fyrir of hátt verðlag. Um 40 einstak- lingar voru leiddir fyrir rétt og fengu sumir fangelsis- dóma. Dómarinn kvað það framferði, sem dæmt hefði verið fyrir vera „blett á frjálsu framtaki“. Meðal þessara fyrirtækja em General Electric, West- inghouse og mörg önnur heimskunn fyrirtæki. Um 200 bátar stöðvaðir í Faxafíóa, Suður- nesjum og Vestmanitaeyjum. ( m 1500 iiianns lálnir úr „filen§uM á Englandi. Hún virðist þó ekki breiðast út í London og á S.-Englandi. Frá því að inflúensan fór að singa sér niður á Bretlandi, en hún er ein tegund Asíuinflúens- unnar, hafa 1455 látizt af völd- um hennar (til 4. þ. m.). Af þeim voru aðeins 60 undir 65 ára aldri og yfir helmingurinn voru yfir sjötugt. Dauðsföllin í fyrri viku voru 699 og 358 þar áður. Læknar búast við, að dauðsföllum muni fjölga á næstu vikum, einkum í röðum aldraðs fólks. Verst er ástandið í norðurhluta Mid- lands, sumum hlutum Yorks- hire og í norðvesturhluta lands- ins. Þúsundir fullorðinna og barna halda kyrru fyrir heima frá vinnu og skólanámi. Erfið- leikum hefir verið bundið að halda uppi símaþjónustu, bera út póst, blöð o. s. frv. Til þessa hefir innflúensan lítið breiðst út í London og suðurhluta lands ins. Aðeins 7 manns létust af völdum innflúensunnar í Lon- doncounty (3 millj. íbúa) í fyrri viku. Aftur hermir frétt frá Aber- gavenny í Monmonthshire, að þar sé versti inflúensufaraldur um 15 ára skeið. — Um 6000 manns í Bristol fá nú sjúkra- styrk vegna innflúensu og 150 póstmenn eru veikir, en í Lu- ton-sjúkrahúsinu þar í borg liggja 10 hjúkrunarkonur. -fc Hákon. 7., æfingaskip norska floans, fer í heimsókn til Portsmouth, flotastöðvar- innar á S.-Englandi, um miðjan þennan mánuð. Þota af gerðinni Boeing-707 hrapaði til jarðar á Langey við New York á sunnudag. Sex menn voru í æfinga- flugi í vélinni og fórust allir. Klukkan að ganga 6 í morg- un gengu samningamenn Far- manna og fiskimannasambands ins og útgerðarmanna af fundi eftir 12 stunda setu með sátta- semjara og voru menn þá engu nær samkomulagi en þá er fundurinn hófst klukkan 5 síð- degis í gær. Verkfall formanna, stýri- manna og vélstjóra hófst á mið- nætti í nótt og nær það til stétt arfélaga í Reykjavík, Akranesi, Keflavík, Grindavík og Sand- gerði. Á föstudaginn hefst svo verkfall Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Kára í Hafnar- firði hafi ekki verið samið fyr- ir þann tíma. Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga hefur svo boðað verkfall 15. febrúar. Vísir átti tal við mann sem þekkir vel til þessara mála og sagði hann að eins og sakir standa séu ekki horfur á að gangi saman með samninga eins og málin liggja fyrir núú. Keflavíkur- og Grindavíkur- bátar eru í síðasta róðri í dag. Afli línubátanna var meiri í gær en undanfarið og svo var einnig hjá Grindavíkurbátum. Þeir 40 bátar sem voru á síld veiðum og sumir hverjir hafa mokað upp afla stöðvast nú vegna verkfallsins. Flestir þeirra eru komnir inn, með sild sem fékkst við Eyjar, en þeir sem ekki fengu síld í gær liggja úti og freista þess að fá afla áð- ur en þeir stöðvast í verkfall- inu. Tveir bátar frá Reykjavík eru í útilegu með línu, Helga og Pétur Sigurðsson. Helga fór út í gær, en Pétur Sigursson er væntanlegur inn seinnihluta vikunnar. Að meðtöidum Vestmanna- eyja bátum eru þvi nær 200 bát ar stöðvaðir vegna verkfalla. Acheson eftir- maður Spaaks? ' í brezkum blöðum í morgxin er Dean Acheson nefndur sem iíkiegur eftirmaður Spaaks. Nokkuð hefir verið rætt um, síðan Spaak sagði af sér starf- inu sem framkvæmdastjóri. NATO, að við því tæki. Bandaríkjamaður, að minnsta kosti um sinn, og nú hefir Dean Acheson, fyrrv. utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, verið nefndur í brezkum blöðum, og má því ætla, að talsverðar lík- ur séu fyrir, að hann taki við starfinu. Réttarhöld eru hafin í njúsnamálinu brezka. Ákærðir höfðu aftmikil sendi- og móttöku- tæki og njósnuðu fyrir Rússa. Réttarhöld hófust í London í gær yfir 3 karlmönnum og 2 konum, sem sökuð eru um Stal öllum efniviiíi i hnsib — nema þakpappanum. Ungur Reykvíkingur byggði sér í sumar hús af einstæðum dugnaði, en dugnaður hans var fyrst og fremst fólginn í því, að hann stal öllu, sem til hús-1 byggingarinnar þurfti. Það eina, sem maðurinn hafði fengið til hússins með heiðarlegum hætti, var þakpappinn! Rannsóknarlögreglan hefur1 lim nokkurt skeið undanfarið. haft tvo menn í gæzluvarðhaldi' vegna þjófnaðargruns, en ann- ar þessara manna hefur und- anfarið staðið í húsbyggingu. Við réttarhöldin 4 máli þeirra kom fram að allt það sem mað- urinn þarfnaðist til húsbygg- ingarinnar hafði hann stolið á' ýmsum stöðum í bænum, en aðallega þá frá ýmsum nýbygg- ingum, sem voru í smíðum,| hingað og þangað um bæinn. Það eina, sem manninum tókst hvergi að stela var þakpappi og varð þess vegna að kaupa hann fyrir eigið fé.-Allt annað, smátt og stórt, var stolið, jafnt byggingarefnið sjálft sem og fuilkomið hitunarkerfi, snyrti- tæki og allt niður 4 nagla. Sá sem með húsbyggo'andan- um sat í gæzJuvarðhaldi, hafði Jhjálpað dyggilega til bæði við húsbygginguna og eins við að stela því sem á þurfti að halda hverju sinni. En þetta gerði hann af miklum náungakær- leika og í óeigingirni því sjálf- ur bar hann ekkert úr býtum, hvorki 4 vinnulaun né hluta af þýfinu. En auk þess sem hann brauzt inn og stal með féiaga Frh. á 2. síðu. njósnir í þágu eriends ríkis. í réttinum í gær voru iögð fram mörg sönnunargögn fyrir sekt þeirra, í hópnum eru hjónin, Peter Kroger og Helen kona hans, sem sögðust vera kanadísk, og er sannað, að þau hafa notað hús í úthverfi í London sem að- albækistöð, og höfðu þar afl- mikil sendi- og móttökutæki og samband við Rússa. Þar fannst mergð ljósmynda, sendi- bréf og rússnesk skjöl með hernaðarlegum upplýsingum o. m. fl., sumt vandlega falið í leynihólfum á furðulegustu geymslustöðum. Hjónin höfðu og með höndum, að því er ætla Framb. á .11. síðu,T, , '& f: &

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.