Vísir


Vísir - 28.02.1961, Qupperneq 10

Vísir - 28.02.1961, Qupperneq 10
10 VISIR Þriðjudaginn 28. febrúar 1061 JENNIFER AMES'. amica- ARRJRIl 28 En stunurnar ágerðust, og hún íann að hún gat ekk; legið svona og hlustað á þær öllu lengur. Það hlaut aö vera hjúkrunar- kona einhversstaðar nálægt! Hún fór fram úr rúminu og vafði værðarvoð um sig. Hún sá nokkurnveginn kringum sig, því skýin hafði rekið frá tunglinu, og það skein inn um gluggann. Hún opnaði dyrnar og fór fram í ganginn. Það var dimmara þar. Hún fór að þreifa' fyrir sér eftir dyrunum að herberginu, en.... Hún stóð eins og fjötruð. Því að andspænis henni stóð eitthvað — það hlaut að vera einn •af þessum duppíum, sem Chalie hafði verið að tala um. Þessi "vera var hvít — alhvít, andlitið líka. En þetta var ekki venju- legt andlit — og nú kom þessi ófögnuöur beint á móti hénni.... Hún hlýtur að hafa rekið upp óp án þess að vita af þvi sjálf. ‘Hún vissi ekkert af sér framar fyrr en hún lá i rúminu Faðir rhennar stóð yfir henni og var að reyna að koma koníaki ofan í •hana. — Hvað var þetta sem ég sá? hrópaði hún. — Já, hvað var það sem þú sást? Eg heyrði að þú hrópaðir, og “þegar ég kom út úr herberginu minu lástu í yfirliði i ganginum. — Eg sá eitthvað hvítt. Mjallhvít. Eitthvað sem hreyfðist — ■aihvitt. Og þá mundi ég það sem bílstjórinn hafði sagt mér um duppíana. — Hélstu að það væri duppí? Hann hló. — Blessað barnið mitt, þú lætur ímyndunina hlaupa með þig í gönur. — En hvaö var það þá? Eg — ég fullvissa þig um aö ég Sá þetta. — Það hefur líklega verið sjúklingurinn í næsta herbergi. Sá sem var skorinn upp i gærkvöldi. Hann hefur komist fram í ganginn. — Sjúklingurinn? En andlitið var mjallhvitt lika, ég segi þér alveg satt. Rödinn var titrandi. — Og hann hreyfði sig. Ef hann hefur verið nýskorinn, hefur hann ekki getað hreyft sig. — Jú. Hann var nefnilega skorinn i andlitinu. Og allur vaf- Inn í umbúðir. Kurtz gerir fegrunaraðgei’ðirj skiluröu. — Eg — ég skil.... En hann stundi svo hræðilega. Hvers vegna var engin hjúkrunarkona til að hjálpa honum? — Hún hlýtur að hafa verið í eldhúsinu til að ná í mat, svaraði hann hikandi. — Við höfum marga sjúklinga en fáar hjúkrunar- konur. Nú verðurðu að reyna að sofna, Janet. Eg ski) að þér '.haíi brugöið við. Eg hefði átt að segja þér frá þessum fegrunar- aðgerðum hans Kurtz. — Er það þess vegna sem þú lítur öðru vísi út en áður, pabbi? Hefur andlitinu á þér verið breytt? — Kallaðu mig ekki pabba, ég hef sagt þér það. Og hvers vegna ætti ég að líta öðru vísi út en áður. Röddin var ailt í einu •orðin önug. — Eg veit ekki.... Nú fannst henni hennar eigin rödd vera orðin svo einkennileg. Kannske var það af koníakinu, sem hún hafði drukkið. — En ég ímynda mér að ef þú hefðir litið svona út þegar ég var barn, mundi ég hafa munað eftir andlitinu á þér. Eg man eftir líkamsvextinum, hárinu, röddinni.... ég hefði þekkt röddina þína hvar sem vera skyldi.... maður getur ekki breytt henni. Röddin smádvínaði. Janet var sofnuð. Faðir hennar fcr ekki niður í herbergið sitt. Hann fór inn í her- bergið næst Janet. Talaði við manneskjuna sem lá þar með and- litið vafið í umbúðum. — Hvað meinar þú með því að fara út á gang og gera íóík dauðhrætt? — Eg kvaldist svo mikið. Og kvelst enn. Þú verður að gefa mér eitthvað, sagði sjúklingurinn. — Þú hefur fengið eins mikið af morfíni og þú þolir í nótt, sagði hann. — Þaö er ekki okkur að kenna að þú varst svo gegn- sósa af eiturlyfjum fyrir, að ekkert bitur á þig. Við höfum gert það sem þú vildir láta okkur gera við þig, það sem þú komst alla þessa löngu leið til að láta okkur gera. Þú verður að brosa og þola þetta. Og þó þú getir ekki brosað þá verður þú að þola það samt. En hvað sem öðru líður þá verður þú að hafa þig hægan cg stynja ekki. Þú heldur vöku fyrir þeim, sem eru í næstu herbergjum. — Eru það sjúklingar, eins og ég? — Nei, og það kemur þér ekkert við hver það er. Hann fór út úr herberginu, og það var svipur á honum. Þegar Janet vaknaði var sólskin i herberginu. Hún leit út um gluggann. Sjórinn beggja vegna við tangann var grænn næst, en blánaði þegar fjær dró. — En hvað þetta er fallegt, hugsaði hún með sér. — Það væri dásamlegt að eiga heima hérna í raun og veru. Hún klæddist og fór niður. Hún hafði ekkert borðað kvöldið áður, og nú fann hún að hún var svöng. Hún sá að nokkrir þjónar voru að þvo gólfin. Hún spurði einn þeirra hvar hún gæti fengið morgunmat. — Karlmennirnir eru að borða í matsalnum, ungfrú, sagði stúlkan og benti á dyrnar sem fjærst voru í forstofunni. Janet þakkaði henni fyrir og gekk yfir þvera forstofuna. í gær hafði hún verið full af skuggum og óhugnanleg, en núna var hún falleg í morgunsólinni. Þetta var í rauninni undrafallegt hús. Skrítið að það skyldi hafa fengið svo slæmt orð á sig að faðir hennar hafði fengið það fyrir svo að segja ekkert. Hún hikaði snöggvast við matsalsdyrnar, en gekk svo inn. Stofan var mjög stór en fremur skuggsýnt þar inni, vegna þess að gluggarnir voru háir og mjóir og sneru í vestur. Tveir menn sátu við matborðið. Faðir hennar stóð upp þegar hún kom inn. — Komdu, Janet. Eg vildi ekki vekja þig. Mér fannst þér ekki veita af að sofa lengi. Þetta er Kurtz, Janet.... Nú hafði hinn maðurinn staðið upp. Janet reyndi aö brosa, en brosiö varð að engu. Hún vissi ekki hverju hún hafði búist við. Hún hafði kannske ímyndaö sér að austurrískur læknir hlyti að vega digur og vingjarnlegur. En maðurinn sem hún sá var allt annað. Hann var ótrúlega hár, eins hár og magur og Jason. En limaburður Jasons hafði minnt'hana á pardusöýr, en henni datt helst naðra í hug þegar hún horfði á þennan mann. Og ekki bætti það úr skák að hausinn var lítill og augun kol- svört og hörð. Nú kom angistarkenndin aftur yfir hana. Maðurinn brosti ekki en hreýfði hausinn ótt og titt meðan hann talaði. — Komið þér sælar, ungfrú Wood. Eins og okkar góði vinur Lawton var að segja heiti ég Kurtz. Doktor Kurtz. Hann lagði áherzlu á orðið „doktor“ og leit um leið ávítunar- a'ugum, eins og hann vildi setja ofan i við hann fyrir live óvand- lega hann hafði kynnt hann. — Viljið þér setjast þarna? Og viljið þér egg? Hinsvegar er ég hræddur um að erfitt sé að ná í steikt flesk hérna megin á eyjunni. Læknirinn klappaði saman beinamiklum höndunum og þjónn kom inn, hljóðlaust eins og vofa. — Ungfrú Wood vill egg og kaffi — eða viljið þér fremur te? — Kaffi, þökk fyrir. — Það er skynsamlegt. Kaffið er sérlega gott hérna á .Tamaica. Og ég er ekkert hrifinn af þessum enska sið, að drekka te með morgunverðinum. Henni létti við að hann félst á að hún vildi kaffið. Hún gat ekki varist þeirri hugsun, að ef maður gerði ekki þaö sem dr. Kurtz vildi, mundi tilveran í þessu húsi vera vægast sagt óþægi- leg. Þjónninn kom með stórt glas fullt af appelsínusafa. Og svo voru margar tegundir af ávöxtum á borðinu. Hún borðaði tvö egg og hafði góða lyst á matnum. Kurtz helti í bollann hjá henni og rétti henni glóðarbrauðið. Það var ekki um að villast að hann hafði alla stjórnina þarna. Hann skipaði þjónunum fyrir verk- um, hann bauð henni af réttunum og hann stjórnaði samræð- uiium. Það var þvi líkast að faðir hennar væri gestur á heimilinu. Hún tók líka eftir að Kurtz drakk marga kaffibolla. Og jam- A KVÖLDVÖKUNNI R. Burroughs — TARZAN — 3749 TAEZAN QUiCKty FIZEF AKSOW THAT HEECEC7 Tl-iE PEEZ'S Hi£7E— RJT THEN A ! FANTASTIC THIMG HAf7FEMEi7- INSTEAFOF FTCOFHNS TO THE GeOUNFj THE AMIMAL WHEELEF ASOUT AMFCHAÍCSEF FlltECTLy TOWAKF THE ^TONSHEF MEM1 Sól til Afríku. Ameríkumenn hafa stært sig af því að Jim Moran sé bezti sölumaður 1 heimi. Hann hefir selt Alaska- eskimóanum Charles Pasolick ísskáp. En nú hefir honum meiri maður fundizt. Enskur samstarfsmaður hefir heimsótt Accra, sem glóir í sól og er höfuðborg í Ghana. Þar hefir honum tekizt að selja íbúunum nokkra kvartzlampa. ★ íri, sem hafði fengið sér held- ur um of í staupinu, varð af- skaplega hnugginn yfir hegð- an sinni og ákvað að fara og ganga til skrifta. Presturinn sá hvernig ástatt var um mann- inn og sagði ljúfmannlega. ( — Það er betra að geyma þetta þangað til í næsta sinn, ,Pat. Farðu nú heim og farðu í jrúmið eins og almennilegur maður. Þú hefir þó ekki drepið neinn, er það? I — Vitanlega ekki munldaði Pat, og fór. Á leiðinni heim hitti hann vin sinn Tim Mur- phy, sem ætlað líka að ganga til skrifta. —- Það er ekki til neins fyrir þig að fara að finna hann í kvöld, sagði Pat. — Faðirinn hlustar bara á skriftir um morðmál í kvöld. ★ Daniel Gelin, hinn ágæti franski leikari hefir nýlega leikið Eirík. 14. í Parísarborg. Og þegar leiknum er lokið, stendur aðstoðarmaður hans til- búinn til' hárþvottar. Því að gult duft, sem Gelin ber í hár sér er álitið svo eitrað, að það verði strax að þvq það úr þegar ieikn- .um er lokið. Þetta hlutverk lék Jóhannes Poulsen fyrir nokkrum árum. Montblanc- göng hálfnuð Nú er svo komið, að jarð- göngin undir Montblanc milli Frakklands og Ítalíu eru fullgerð að hálfu leyti. Segja franskir verktakar, að þeir sé búnir að sprengja 2,9 km. löng göng, en þeir eiga að sprengja 5,8 km. Á móti þeim koma svo Italir, sem eru búnir með um 2,8, og þeir eiga þá eftir 2,8, því að samtals verða göngin 11,4 km. á lengd. Göngin verða væntanlega tilbúin til notk- unar á árinu 1964. Tarzan skaut ör að hirt-1 ”• inum og gekk hún inn úr | ^ skinninu, en þá skeði það, undarlega. í stað þess að j við hefði mátt búast kom'nú falla dautt til jarðar eins og. hjörtui’inn í feikna ferð í átt til mannanna sem stóðu furðu lostnir. Dauðsföll vegna læknaverkfalls Læknaverkfall, sem efnt var til í Japan í síðustu viku, hafði í för með sér sex dauðs föll. Höfðu læknar gert skyndiverkfall til að vekja athygli á kröfum sínum um bætt kjör, og segja japönsk blöð, að verkfallið hafi orðið sex manns að bana, af því að viðkomandi sjúklingar fengu ekki aðhlynningu lækna í tæka tíð. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.