Vísir - 02.03.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 02.03.1961, Blaðsíða 5
Fimratudagmn 2. marz 1961 VÍSIR JsL. ALÞIHIGISTfÐIIIIDI VfSIS Vistheimili fyrir stúlkur. Ágreiningur um skipulag. Vantar fé til húsbyggmgar. Gísli Jónsson gerði í gær á íundi sameinaðs Alþingis fyr- irspurn til menntamálaráð- liierra um vistheimili fyrir ung- ar stúlkur. Gísli spurði hvað liði byggingu vistheimilisins, hve margar stúlkur hafi verið sendar út á erlend vistheimili, hvort til séu skýrslur um fjölda þeirra stúlkna, sem þarfnast vistar og hvaða skýrsur það séu. Einnig spurði Gísli hvað ríkisstjórnin hyggðist gera í málefnum þessimi. f stuttri ræðu sem Gísli Jóns- son hélt með fyrirspurninni sagði hann m. a.: Árið 1955 var breytt lögum um vernd barna og' ungmenna þannig að bætt var inn í lögin grein um að byggja skuli vistheimili í'yrir afvegaleiddar stúlkur. Nefnd var skipuð til að athuga málið. Nokkru síðar urðu stjórnar- skipti. Ríkisstjórnin, sem tók við völdum, skipaði nýja nefnd í málið. Sú fyrri athugaði hús- næði, sem til greina kom og staði, sem til greina komu und- ir nýja byggingu. Síðan hefir ekkert gerzt. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason tók næstur til máls og svaraði fyrirspurnunum. í apríl 1955 var skipuð nefnd til að gera tillögur um þessi mál- efni. Nefndin gerði athuganir sínar og lagði síðan til að hafizt yrði handa um byggingu vist- heimilis fyrir 30 stúlkur, starfsfólk og stjórn slíks heim- ilis. Húsameistari gerði upp- drátt að byggingunni og var byggingarkostnaður áætlaður 6 • millj. kr. Jafnframt lagði nefndin til að tekin yrði upp í fjárlög einnar millj. kr. árlegt framlag til byggingarinnar. Var stungið upp á Sólheimum í Grímsnesi eða Reykjum í Grímsnesi, sem heppilegum stöðum fyrir vistheimilið. Ekkert fé var veitt á fjárlög- um og því ekki hægt að hefja bygginguna. Ástæðan mun hafa verið sú, að ríkið'var að byggja vistheimili fyrir drengi í Breiðuvík og hefir talið hyggi- legt að láta allt fé til þessara mála ganga til hennar eins I , , og a stoð. | Árið 1956, er eg tók við em- bætti menntamálaráðherra, sagði Gylfi Þ. Gíslason, varð eg var við ágreining um stærð og staðsetnigu heimilisins. Skipaði eg þá nefnd til að endurskoða málið. Lagði hún til að vistheimilið yrði fyrir stúlkur á aldrinum 13—18 ára. Skyldi það reist á Úlfarsá í Mos Ifellssveit. Jafnframt var lagt til að menntamálaráðuneytið gæfi þrem konum tækifæri til að fara utan og kanna rekstur slíkra vistheimila með það fyr- ir augum að þær tækju siðan við rekstri heimilisins hér. Gerði nefndin ráð fyrir að heimilið skyldi verða fyrir sex stúlkur. I Ekkert fé hefir fengizt þótt kostnaðurinn við framkvæmd þessarar tillögu sé mun minni ‘ en við framkvæmd hinnar Þó < hafa safnast 900 þús. kr., sem veittar hafa verið á fjárlögum til vistheimilis fyrir stúlkur. En þessir peningar endast skammt. Stofnkostnaður vistheimilis- ins í Breiðuvík eru unr 3.5 millj. kr. og nokkru ólokið. Ár- legur rekstrarkostnaður er 972 þúsundir. En ekkert fé hefir verið veitt til rekstrar vistheim ilisins fyrir stúlkur. Mér er ljóst, að hér er um mikið vandamál að ræða, sagði menntamálaráðherra. Eg gerði því ráðstafanir til þess að nokkrar stúlkur gætu fengið vist á dönskum vistheimilum. Vegna velvildar danskra stjórn arvalda hafa nú farið.9 stúlkur til slíkrar dvalar, Eru fimm þeirra komnar heim en 4 eru enn erlendis. Sérstök nefnd var skipuð til að athuga ástæður þeirra stúlkna, sem taldar voru þurfa vist og réði nefndin hverjar sendar voru. Tvær stúlkur bíða eftir vist erlendis. Árangurinn hefir orðið sæmi- legur eða ágætur. Foreldrar eru ánægðir með árangurinn og kvenlögreglan telur sig ekki hafa nema gott eitt að segja um stúlkurnar. Talið er að um 20—30 stúlk- ur þurfi hælisvistar í lengri eða skemmri tima. Kvenlögreglan hafði með mál 89 stúlkna að gera árið 1959. Þar af þurftu 18 á hælisvist að halda. Barna- verndarnefnd hefir haft af- skipti af ástæðum 20—30 stúlkna undanfarin ár. Allmikið hefir verið unnið að þessum málum. Ýmsir hafa farið utan til að kynna sér þessi mál og rekstur vistheimila þar. Nefndir sem kannað hafa málin eru ekki á eitt sáttar um1 staðarval og' stærð vistheimil-' isins. En þetta eru grundvallar-' atriðin. En þegar nægilegt fé hefir fengizt, verður hafizt' handa um byggingu vistheim- ilis. Gísli Jónsson þakkaði ráð- herranum upplýsingarnar. Taldi hann að ræða þyrfti mál- ið frekar, en kvaðst láta sér nægja að benda ríkisstj. á að ekki væri fullnægt þeirri grein, sem fjallar um byggingu vist- heimilisins, nema ríkisstj. á- kvæði stað undir heimilið svo og stærð þess. Fróðieg grein um ísland í bandarísku blaði. The Satiurday Evening Post birtir vinsamlega grein ásamt mörgum myndum. Kenya Frh. af 6. síðu: uggur er við kommúnistiskan áróður og áhrif í þessum lönd- um. Sagt ér, að mikilvægra tíð- inda megi vænta í Alsírmálinu eftir um það bil viku, ef til vill fyrr. í naesta hefti af The Saturday Evening Póst, einu útbreidd- asta vikublaði Bandaríkjanna, birtist stór og fróðleg grein um ísland og fylgja margar skenuntilegar myndir. Grein þessi er eftir blaða- mann, er kom hingað í stutta heimsókn s.l. sumar, Evan Hill að nafni, en myndirnar eftir Claude Jacoby. Sýnilegt er að greinarhöfundur hefur notað tímann einkar vel þessa þrjú daga, er hann dvaldist hér á landi, og vafalaust notið mikill- ar aðstoðar Islendinga og ann- ara kunnugra manna hér til að skrifa grein sína, því að hún ber ótvírætt með sér að þar hafa fróðir menn lagt hönd að verki. Sýnilegt er og, að próf- örk hefur verið yfirfarin og leið rétt af íslendingi, því að íslenzk staðarheiti, rriannanöfn o.fl. eru þar rétt skrifuð, sem óvenju- legt er um slíkar greinar, og' er það vel, enda ber það með sér góðan vilja höfundar til að fara rétt með. Segja má e. t. v. að greinin risti ekki djúpt, enda er hún ekki þannig rituð að til þess sé ætlast. Þar er hvergi minnst á stjórnmál, fjármál eða önnur vandamál nútímans, en aðal- lega leitast við að lýsa landinu, þjóðareinkennum og söguleg- um staðreyndum. Greinin er fyrst og fremst rituð þannig að ætla mætti að markmið hennar væri fyrst og fremst auglýsing fyrir land og' þjóð og til þess fallin að laða hingað ferðamenn og ber það sízt að lasta. Rögnvafdur Sigurjónsson heldur tónfeika í Þjóðieikhúsinu. Tvær umræður um landhelgina. Sameinað Alþingi ákvað í gær uniræður um þingsálykt- . unartillögu ríkisstjórnarinnar um landhelgismálið. Þingforseti Friðjón Skarp- héðinsson lagði til, að eins yrði höfð ein umræða. Reis þá Ein- ar Olgeirsson á fætur og kvaddi sér hljóðs um þingsköp. Taldi ' hann málið svo mikilvægt að ekki mætti minna vera en Al- , þingi ræddi það i tveim umræð- , um.' i ri Forsætisráðherra . Ólafur- . Thórs kvaðst,' eftir að :hafa' kannað afstöðu stjórnarliða, ekkert hafa á móti tveim um- ræðum. Hann hefði að vísu átt viðræður við'Hermann Jónas- son og Einar Olgeirsson um málið og skilizt, að þeir mýndu ekki leggja mikið upp úr því að umræður yrðu tvaér. En úr því að þessi ósk hefði borizt, þá kvaðst forsætisráðherra vilja lýsa því yfir í nafni Sjálf- stæðisflokksins- og Alþýðu- flokksins, að þessir flokkar teldu ástæðulaust að setja sig upp á móti óskum- Einars Ol- geirssonar ög flokks han'si Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu á morgun kl. 20.30, en síðast liélt hann sjálf- stæða tónleika fyrir 5 árum. Að þessu sinni leikur Rögn- valdur Sonata quasi una Fanta- sia op. 27 nr. 2 („Tunglskins- sónata“) eftir Beethoven, Fantasíu op. 15 í C-dúr (Wan- derer) eftir Schubert. Images eftir Debussy, Preludium og etýður eftir Scriabine, Úr „Années de Pelerinage" og Mefisto, vals eftir Liszt. Að- göngumiðar að tónleikunum fást í Þjóðleikhúsinu. Rögnvaldur bauð frétta- mönnum í síðdegiskaffi á heim- ili sínu nýlegá og sagði m. a. að innan skamms kæmi út ný hljómplata, sem hann hefir leik- ið inn á lög eftir Chopin. His ‘ Master's Voice gefur plöt- una út. Verður hún einnig til- sölu erlendis. Það er Fálkinn sem stuðlar að útgáfu þessarar plötu, og bar Rögnvaldur mikið lof á áhuga forstjórans, Har- aldar. Oláfssonar, sem sýnt hefði íslenzkum tónlistar- mönnum mikla vinsemd og gef- ið þeun góð tækifæri og kynn- ingu með útgáfu á íslenzum hljómplötum. j Fyrst kom Rögnvaldur fram á tónleikum hér 1937, en fyrstu jsjálfstæðu tónleikana hélt hann jí Washington 1945 og gerðist jsarna ár kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík, þar sem hann er nú yfirkennari píanó- 'deildar. Sjálfur stundaði hann Jframhaldsnám í Kaupmanna- ;höfn, París og New York. Hann hefir haldið tónleika víðar en |aðrir íslenzkir tónlistarmenn, á Norðurlöndum, Bandaríkjum, Sovétríkjum, Tékkóslóvakiu og víðar. Þegar Rögnvaldur var spurður, hvernig honum' líkaði að leika erlendis, svaraði hann því til, að það væri skelfilega þreytandi að vera á tónleika- ferðum erlendis. Og það versta væri, að geta ekki æft sig dag- lega,j þv.í að óvíðast væri að- gangur að hljóðfærum i gisti- húsum. Píanóleikara væri dag- leg æfing nauðsyn, og eiginlega þyrfti píanóleikari helzt _að halda tónleika árlega til að halda sér við efnið og skila góð- um árangri. Þeir færu fljótt úr j,formi“ eins og íþróttamenn, ef æfingar væru ekki sundaðar að staðaldri. í upphafi greinar lýsir höf- undur þeirri tilviljun, að hann, skyldi taka sér ferð á hendur hingað, og samtali við íslenzka, stúlku og skrifstofustjóra ferða skrifstofu í London. Síðan flyt- ur hann lesandann beint tiJ. Þingvalla, þar sem hann er í fylgd með Þór Hagalín, synii Guðmundar. Þar lýsir Þór fyrir hnum þeim atburðum, er gerð- ust árið 1000 að kristni var lög- tekin á íslandi. ísland var „upp götvað“ 9. maí 1940, segir höf., þegar Bretar hernámu ísland. til að verja það fyrir nazistum.. Síðan lýsir hann i fáum orðumt sögu íslendinga frá landnáms- öld, og minnist í því sambandi: á þá staðreynd að landnáms- menn skírðu. landið þegar nú- verandi nafni, og er skýring hans á því dálítið nýstárleg og’ vii'ðist þar aðeins „slá út í‘* fyrir honum. en þar segir hann: að fyrstu landnemar hafi verið svo hugfangnir af landinu aði þeir hafi skírt það fsland til þess eins að fæla burtu fleira fólk, því þeir vildu hafa landift'* fyrir sig'. Að Eiríkur Rauði gaf Grænlandi sitt nafn, segir hani'ji gert af þveröfugri ástæðu, og er það samkvæmt söguheimildum.. Evan Hill skrifar mjög vin- samlega um land og þjóð, segir landsmenn fáskipta, stolta., menntaða o. s. frv. Þeir séu. ekki sérstaklega stimamjúkir við erlenda ferðamenn. þvi afti meðfædd sjálfsbjargarviðleitnii og stolt meini þeim að sýna þá. lipurð og jafnvel undirlægju- skap, sem ferðafólk á víða a'ft< venjast. Höfundur fer mörgum orð- um um menntun og bókmenntai lega þekkingu landsmanna. Seg: ir hann t. d. að nóbelsverðlauna höfundurinn Halldór Laxness’- sé ekkert sérstakt afbrigði. Lýs ir hann kvöldstund í félagi. Þórðar Einarssonar, er starfar hjá bandarísku upplýsingaþjóni ustunni og fleira fólks, bæði: innlends og erlends, og þeirni fjölbreyttu, heimspekilegu um- talsefnum, sem báru á góma. í Hveragerði drakk hann, kaffi hjá frú Sigriði Björns- dóttur, sá þar gufugos í hver og lýsir hverasvæðinu. Borðar harðfisk. sem bragðast eins og saltaðir tréspænir. Lýsir þvi hve ódýrt sé að gista hér og; , ferðast um og lýkur greininní: I með því að lýsa landinu sem ^ sannkölluðum hvíldarstað. i „Flestir kyrrlátir staðir í ver- öldinni eru orðnir skemmdir með ofmiklum átroðningi. Hvar sem flugvél getur lent — f karabiska hafinu, við Minorca, eða meðal grænu. grísku eyj- anna — eru fjármálamenn, komnir . með fingurna til afti byggja, girða af 'og græða. En j það verður langt þangað til ís- land breytist. Það er paradísi kyfrðar og fegurðar. — „Dá- samlegt fuglaland“, sagði- brezk: ur fuglafræðingur — og dásam- lega vinalegt land með sterku, stoltu og' sjálfstæðu fólki.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.