Vísir - 11.03.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1961, Blaðsíða 7
Laugardaginn 11. raarz 1961 VISIE 2 JENNfFER AMESÍ awiica- 40 lega sönnun fyrir því hver Lawton var, eða fyrir því að hann væri flúinn glæpamaður. — Haldið þér að hann eigi sökótt við lögregluna? — Já, það er einmitt það, sem ég þarf að kryfja til mergjar, sagði Jason. Röddin var hörð. Janet gat ekki hreyft sig úr sporunum, þó hún hefði fegin viljað komast burt. Hún varð ísköld af skelfingu. Gat þetta þýtt, að Jason grunaði hver faðir hennar væri? Og að hann biði eftir tækifæri til að handtaka bæði Kurtz og hann? — Við verðum að fara inn til hins fólksins, sagði Hartson. — Komið þér til mín í skrifstofuna á morgun, og þá skulum við ráða ráðum okkar. — Já, það ætti að duga að gera það á morgun, sagði Jason. .— Eg held að þeir gruni ekkert, svo að þeir flýja varla í nótt. Janet hélt niðri í sér andanum og heyrði fótatak þeirra fjar- lægjast. Hún greip í handriðið og ríghélt sér. Hún var lémagna, hanaí svimaðí og hún var að sleppa sér af hræðslu. Jafnvel þó Jason vissi ekki beinlínis hver faðir hemiar var, þá gat þáö hæglega komið á daginn ef hann yrði yfirheyrður fyrir rétti. Hún mundi hvað faðir hennar haíði sagt um að lenda í fangelsi aítur. Hann vildi heldur deyja, hafði hann sagt. Og hún mundi að hann hafði þrýst hendur hennar og sagt: „Þú mundir aldrei svíkja mig, Janet?“ Og aftur fann hún þessa undarlegu samúö, sem "var svo náskyld kærleika. Hún heyrði Heather segja: — Hvers vegna í ósköpunum standið þér þama alein? Eg var að gá að yður. Við eigum að íara að borða. Janet leit snöggt v:'ð. — Afsakið þér mig, en það var svo dá- samlegt héma úti. Svo svalt og hljótt. Eg var að horfa á tunglið. — Þér hljótið að vera ástfangin, Janet. Það er aöeíns ást- íangið fólk sem fer einförum. — ....og horfir á tungiið, sagði Jason, sem í þessum svifum kom út á svalirnar til þeirra. — Hefurðu verið hérna lengi? sagði hann svo, eins og af til- viljun, — en röddin var harðari. — Svo sem tvær mínútur, svaraði hún. — Eg var svo lengi að fást við andlitið á mér.... en hvers vegna spyrðu? Hefurðu saknað mín? — Hann getur ekki hafa saknað yðar, því að hann hefur verið úti sjálfur, lengst af, sagði Heather og röddin var hálf ergileg. En nú skulum við kom inn. Pabbi kemst í slæmt skap ef matur- inn er látinn bíða, og hann má varla við meiru núna. Borðstofan lá út að forgarðinum og var opin á tvær hliðar. Hvítar súlur báru loftið uppi. Janet sat miili Wymans og sir Johns. — Hvað er að? spurði Sir John áhyggjufullur. — Er yður kalt? Mér sýndist þér skjálfa. — Var það? Það vissi ég ekkL Eg hef víst verið að hugsa. — Þér erað of ung til þess að skjálfa af hugsunum yðar, Janet. Þér eigið að hugsa heitt og lokkandi. Það er öðru máli að gegna þegar maður er orðinn gamall og hefur séð of mikið. Hann þagn- aði allt í einu. Hún svaraði ekki. Eftir augnablik hélt hann áfram i öðrum tón: — Eg er að hugsa um að fara til Kingston á morgun. Hvemig er því varið með yður? Kannske ég fái að hafa yður samferða? — Nei, ég fer ekki á morgun, Sir John. En þakka yður boðið. Hann brosti til hennar. •— Eg hefði vonað aö við gætum átt skemmtilega ferð saman. Wyman hailaði sér tii þeirra og tók fram í: —«Eg hef reynt að fá Sir John til að staldra héma við um stund. Þér verðiö að hjálpa mér til að halda í hann, ungfrú Wood. Það er engin ástæða til að rjúka aftur til Kingston svona fljótt. Á morgun er föstu- dagur og um helgina er ekki hægt að gera viðskipti. — Nei, það eru ekki viðskiptin, sem toga í mig þangað, sagði Sir John. — Nei, cn það er svo ástatt að ég á kunningja, sem bíða éftir mér i Kingston. — Kunningja sem eru komnir hingað til Jamaica? Góði minn, þá er þetta emfalt mál. Símið til þein-a og segið þeim að koma hingað. Okkur Heather þykir alltaf gaman að fá Englendinga hingað um helgar, og enn velkomnari eru þeir ef þeir eru vinir yðar. Við höfum mjög gaman að að fá gesti. — Nema einn sérstakan, sem þú rakst út, hugsaði Janet með sér. — Það er fallega boðið, Wyman, sagði Sir John. — En það stendur svo á, að þessir kunningjar eru konur, Mæðgur — og báðar ekkjur. Eg lofaði að vera þeim handgenginn, og ég er hræddur um að þeim leiðist að vera einar. — Tvær töfrandi dömur! Eg get ekki hugsað mér neitt æski- legra en að þær kæmi hingað! Heather mundi verða hrifin af því. — Það er einstaklega fallega boðið, og ég veit að bæði frá Heathson og frú James mundu taka því með fögnuði. Þaö er afar heitt á nóttinni þarna í Kingston — en miklu svalara hérna. — Jæja, þá segjum við að það sé afráðið mál, sagði Wyman. — Getið þér ekki simað til þeirra strax í kvöld. Eg skal láta brytann biðja um samband. — Eg hugsa að Sonja mundi njóta lífsins hérna, sagði Sir John við Janet. — Eg held að það sé ekki hollt fyrir hana aö vera alltaf ein með móður sinni. Eg held að öll börn, bæði ung og gömul, hafi gott af að vera fjarri foreldrum sínum við og við. Eruð þér ekki sammála? — Eg veit ekki. Eg hef verið fjarri foreldrum mínum svo lengi — dauðinn hefur skilið okkur að.... og.... Já, dauðinn. — Já, það er hryggilegt, sagði Sir John fyrir siöasakir. — En að því er Sonju snertir hugsa ég aö móðir hennar hafi verið henni góð stoð eftir að hún missti manninn. En það er ekki hollt að hafa móðurumhyggjuna yfir sér að staðaldri. — Eruð þér ekki sammála um að foreldramir séu réttu mann- eskjumar til að leiðbeina bömunum? Eg held aö ungt íólk, inn- an tuttugu og fimm ára, sé ekki fært um að dæma um innræti annara.... Það glæpist oft á glæsilegu yfirborði. — Það er oft margt mikilsvert fólgið undir glæsilegu yfirborði, sagði Jason rólega. — Fallegt yfirborð getur oft verið þægilegt til að fela sig bak við. — Eg er sammála Jason, sagði Janet. — Fallegt yfirborð getur verið mjög hentugt til að fela sig bak við. Hann svaraði ekki en brosti. Nú kom brytinn og sagði að símasambandið væri fengið. Sir John stcð upp, afsakaði sig og fór. — Sir John skyldi þó aldrei vera í giftingarþönkum, sagði Wyman og brosti. — Er það móðirin eða dóttirin? — Það er áreiðanlega ekki móöirin, sagði Janet. Þau voru búin að borða og fengu kaffið í forgarðinum. Það yildi svo til að Janet sat næst lögreglufulltrúanum. Þau töluðu um daginn og veginn, en svo laut hami að henni allt í einu og sagði: — Ungfrú Wood, hve vel þekkið þér þessa leigjendur yðar í Taman House? — Eg þekki þá nú ákaflega lítið. Eg hafði hugsað mér að selja eignina, en nú sé ég að hún gefur góðan arð. Og leigjendurnir eru ánægðir. — Mér skilst að þér búið þar? — Já, þeir voru svo alúðlegir að bjóða mér að vera. — En er ekki leiðinlegt þar. Finnst yöur umverfið og and- rúmsloftið ekki eitthvað skrítið þar? — Vegna þess að þetta er einskonar sjúkrahæli, eigið þér við? Sjúklingamir eru sárfáir og ekki til neins ama. Maður verður ekkert var við þá. — Eg átti ekki við það.... En það fara ýmsar sögur af húsinu. Hún reyndi að hlæja. — Eigíð þér við draugaganginn? — Maður hlær ekki að duppíunum þegar maður hefur átt heima lengi á Jamaica, ungfrú Wood. En það voru ekki draug- amir, sem ég átti við þegar ég talaði um andrúmsloíuð. En þér ætlið ekki að verða þarna nema einn eða tvo daga? — Eg veit það ekki enn. — Eg held að þér ættuð ekki að vera þar of lengi, ungirú R. Burroughs — TARZAN 37.ÍII *WWO AKE YOU?* P’E/ðANP’EJ’ THE" Af'E-WiAM/WEMEAN NO HAKM/ Þeir Toru teknir til fanga. Hver jir eruð þið, sagði Tarz- an birstur. Við komum í friðsamlegtnn tilgéngi. Þeg- "OUIET^ St'JAKLSr A SFOICGS/AAM. "SAVE íðu, sagði einn af svertingj- unurn og .geymdmspurning- ar þínar handa Hinúm sterka. • fi KVÖLDVÖKUNNl 15 HHi 1 Hlil '= —gnfnn Maður í Wisconsin heldur að hann hafi fundið þar mann sem er ekta Skoti. Honum var boðið að aka honum heim og sá, sem bauð honum það átti bíl sinn við stöðumæli. Þeir fóru inn í bílinn, en bíleigandinn var ekkert að flýta sér í burtu, hann reyndi ekki einu sinni að setja bílinn í gang. — Er eitthvað að? spurði far- i þeginn. — Nei, en eg er búinn að borga fyrir vissan tíma og mér dettur ekki í hug að aka af stað fyrr en hann er útunninn. ★ Báturinn var að sökkva og skipstjórinn hóf upp rödd sína og spurði hvort nokkur væri þar, sem kynni að biðjast fyrir. Einn maður svaraði örugg'- lega. — Já, skipstjóri, það kann eg. Skipstjórinn kinkaði kolli. — Það er gott, sagði ahnn. — Þér skuluð þá biðjast fyrir, en við hinir látum á okkur b j örgunarbeltin. Það vantar eitt. ★ Rithöfundurinn hraðaði séx’ til gagnrýnandans í klúbbnum. — Eg hefi orðið fyrir afskap- legu óhappi, sagði hann. — Litli drengurinn minn, sem er þriggja ára, náði í nýja leik- ritið mitt og reif það ailt í tætlur. — Það er sérkennilegt, að svona ungt barn skuli geta les- ið, sagði gagnrýnandinn. ★ Kvikfætlingur, nýkominn í. námabæinn, var að horfa á pokerspil, sem spilað var um háar upphæðir. Þá sá hann að sá, sem gaf, dró fjóra ása und- an botni spilanna. Hann varð mjög hneykslaður og hvíslaði þessu að borgara, sem sat hjá honum. — Nú, hvað um það? sagði hinn og dró seiminn. — Átti hann ekki að gefa? ★ Ræðumaður: — Þakka yður fyrir að þér sátuð kyrr og hlustuðuð á mig, þegar allir aðrir fóru út. Hlustandi: — Verið ekki að þakka mér. Eg er næsti ræðu- maður. ★ — Já frú. sagði gamli sjó- maðurinn við forvitna gamla konu, •— eg féll fyrir borð á skipinu og þá kom hákarl synd- andi og beit mig í fótinn. — Drottinn minn góður! agði áheyrandinn. — Og hvað gerðuð þér? — Eg lét hann hafa fótinn frú, vitanlega. Eg fer aldrei í orðaskak við hákarla. ★ Lítil stúlka kom frá kirlcju og hugsaði mikið um ræðuna. Presturinn hafði haldið því fram, að dýrin hefðu enga sál | og gæti því ekki farið til himna. Hún bar því spurningu fram við miðdegismatinn: — Ef kettir fara ekki til himna, hvar fá' þá englarnii* Istrerrgina u hörpurpar sínar? x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.