Vísir - 25.04.1961, Blaðsíða 4
4
v t s I li
Þriðjudaginn 25. apríl 1961
Fjöhnemtur fundur Stúdentafélagsins
unt sálarrannséknir og spiritisma.
Esuginn fundnrmannm
wildi werju efnishyggjuna
Sjálfsfát\ðishúsið var troðfullt út úr dyrum í gær, þegar
Stúdcntafélag Keykjavíkur hélt fund sinn um spíritisma og
sálarransóknir. Einkum voru miðaldra konur áherandi meðal
áheyrenda.
Framsögumenn voru Jón Auðuns dómprófastur og Páil
Kolka fyrrv. liéraðslæknir. Eftir erindi þeirra voru frjálsar
umræður sem að vísu voru í öfugu hlutfalli við hinn mikla fjölda
fundarmanna.
Séra Jón, sem talaði fyrstur,
mælti fyrir munn spíritista.
Hann kvaðst sjálfur hafa sann-
færst um gildi spíritismans af
bókum en ekki á þeim miðils-
fundum, sem hann sat á skóla-
árunum. Niðurstöður merkra og
heimsfrægra vísindamanna og
annarra lærdómsmanna urðu
til að vekja athygli mína, sagði
séra Jón Auðuns. Hann gagn-
rýndi þá spiritista, sem láta trú-
girni ráða afstöðu sinni.
Sálarrannsóknir hafa fært
sönnur á framhaldslíf en ekki
ódauðleika. Margir merkir vís-
indamenn hafa lagt sig í líma
við að afsanna kenningar spiri-
tista en orðið að gefast upp og
láta sannfærast eftir miklar og
ítarlegar rannsóknir. Hin lík-
amlegu sálrænu fyrirbrigði eru
ekki einhlít sönnunargögn en
nú eru þau ekki nema að mjög
litlu leyti lögð til grundvallar
þeirri staðhæfingu spíritista að
sönnunargögn fyrir framhalds-
lífi hafi fengizt. En orðið „sann-
anir“ hefur verið notað æði
gálauslega. Það verður að telj-
ast vafasamt að endanleg sönn-
un fáist fyrir nokkrum hlut.
Flest það, sem vér teljum okk-
ur vita er fremur metið eftir
líkum en því að engin önnur
skýring sé hugsanleg.
Aukin þekking á undirvit-
undinni skapar oss nú mestu
erfiðleikanna á því að afla sönn
unargagna fyrir framhaldslífi
mannssálarinnar. Með aukinni
þekkingu á undirvitundinni,
ekki sízt á leiðum sálgreiningar
Freuds, er nú eðlilegt að skýra
sum þau fyrirbæri, sem áður
voru talin benda til framhalds-
lífs, sem undirvitundarstarf og
ekkert annað. En þótt undirvit-
undin kunni að geta geymt allt,
sem hún einu sinni hefur öðl-
azt vitneskju um og látið það
uppi, er ekki hægt að fallast
á að undirvitundin búi allri
þekkingu mannsins eða eigi
greiðan aðgang að henni.
Fjarhrifin eru staðreynd,
sagði séra Jón Auðuns. Marg-
sannað er að hugsun getur bor-
izt frá einum mannshuga til
annars, án þess að leið hinna
líkamlegu skilningarvita sé not.
uð. Oft er orðsending af vörum
miðils í dásvefni ekkert annað
en komin frá jarðneskum
mannshuga til miðilsins einkum
frá einhverjum, sem viðstaddur
er. En margt verður engan veg-
inn skýrt með þessu móti.
Dómprófasturinn nefndi ýms
dæmi máli sínu til sönnunar og j
verða þau ekki rakinhér.
„Eg fæ ekki betur séð,“ sagði
Jón Auðuns, „en menn komist
lítt áfram með því að kanna
einstök fyrirbrigði, eitt og eitt
að eigin vild og leita skýringa
á hverju fyrir sig. Enda byggja
spíritistar þá staðhæfingu sína
að samband við framliðna
menn hafi sannast eins vel og
unnt sé að sanna slikt, á niður-
stöðum þeirra manna, sem hafa
haft heild fj’TÍrbrigðanna, en
ekki einstök fyrirbrigði, í huga
og leitað skýringanna sam-
kvæmt því.“
Páll Kolka fyrrum héraðs-
læknir var annar frummæl-
andi. Ræðumaður taldi Darwin-
ismann hafa vakið aukinn
áhuga fyrir líffræðilegum
rannsóknum og gefið efnis-
hyggjunni eða öllu heldur vel-
gengnihyggjunni byrundirbáða
vængi, en þetta hvort tveggja
snerti mjög það mál sem var á
dagskrá að dómi ræðumanns.
„Án mjög aukinnar þekkingar
í líffræði er ekki hægt að taka
vísindalega fullnaðarafstöðu til
framhaldstilveru eftir dauðann,
en efnishyggjan leggur kalda
og loppna krurnlu á slíkar rann
sóknir, ekki aðeins þai sem hún
er löghelguð trúarbrögð, eins og
þar sem marxisminn ræður ríkj
um, heldur og þar sem hinn
akademiski heimur er enn hald
inn hleypidómum hennar og
þröngsýni."
Rannsóknir vísindamanna
snúast nú einkum um yfirskil-
vitlega hæfileika, sem ekki eiga
skylt við spíritisma að öðru
leyti en því að sanna það, að til
eru ýmiskonar sálfræðileg fyr-
irbæri, sem ekki falla undir
nein þekkt eðlisfrseðileg eða
efnafræðileg lögmál heldur eru
hreinlega sálræns eða andlegs
eðlis.
Hugmyndir manna um til-
veruna hafa færzt allmikið frá
sjónarmiði þeirrar efnishyggju
og velgengishyggju, sem talin
var góð og gild vísindi um síð-
ustu aldamót. Þær færast meira
og meira í þá átt að til sé and-
legur héimur óháður tíma og
rúmi eins og þau hugtök eru
venjulega skynjuð og að mað-
urinn sé andleg vera.
Síðan rakti Páll Kolka í
stuttu máli ýmsar kenningar og
hugmyndir, sem komið hafa
fram í sambandi við þessa skoð.
un, um samband einstaklinga
gegnum dulvitundina, kenning-
una um orkusvið, að heilinn sé
aðeins tæki til að sýna á nokk-
urs konar línuriti utanaðkom-
andi áhrif úr efnisheiminum, að
telepatisk áhrif milli einstak-
linga séu alltaf að verki, þótt
menn veiti þeim ekki athygli
nema stöku sinnum vegna þess
að athyglin sé beind að efnis-
lega umhverfinu. Síðan sagði
ræðumaður: ,,Hinir nýrri rann-
sóknarar virðast yfirleitt treg-
ari til að fallast á hina spíri-
tisku skýringu en hinir eidri.
En persónulega finnst mér eðli-
legasta skýringin á sumum mið-
ilsfyrirbærum vera sú að um
anda framliðinna sé að ræða,
enda þótt ef til vill megi teygja
þau og toga undir aðra tegund
uppruna.“ Ræðumaður gagn-
rýndi frekar hugmvndir og af-
stöðu efnishyggjumanna og
kvað spíritistiska fundi ættu að
geta gert nokkurt gagn „með
því að sannfæra einhverja, sent
orðnir voru vindþurrkaðir í
norðannæðingum efnishyggj-
unnar, um að til eru önnur lög-
mál en þau, sem felast í formúl-
um eðlisfræði og efnafræði"
Að loknum framsöguræðum
var orðið gefið frjálst. Eins og
áður segir urðu umræður af
skornum skammti. T. d. áttu
efnishyggjumenn eða marxist-
ar ekki nokkurn forsvarsmann
en ,,frændur“ þeirra kristnir
bókstafstrúarmenn áttu tvo for.
mælendur.
Fyrstur tók til máls séra
Sveinn Víkingur. Taldi hann að
efnishyggjan þyldi ekki ljós
hinna nýju uppgötvana um „efn
ið“ Ræðumaður taldi það skoð-
un sína að mannlífið myndi að-
eins geta göfgast ef fundin yrði
fullnaðarsönnun á því að fram-
haldslíf sé til.
Sigríður Sigurðardóttir talaði
næst og var harðorð i garð prest
anna, sem stunda spíritisma.
Kvaðst aðeins getað kallað þá
þjófa og ræningja. Boð biblí-
unnar væri að eigi skyldi leitað
sambands við framliðna. Þessi
framkoma presta væri eftir
öðru. Og prestsdætur og prests-
synir bera nú ekki lengur virð-
ingu fyrir biblíunni líkt og Jón
Sigurðsson, sem aðspurður
kvaðst ekki deila um þá bók, en
hann var prestssonur. Nú eru
þessi börn bæði guðsafneitarar
og kommúnistar.
Þórarinn Magnússon tók und.
ir ásakanir Sigríðar í garð prest
anna.
Séra Lárus Halldórsson frá
Miklabæ taldi framhaldslífið
rækilega sannað.
Að lokum sögðu frummælend
ur nokkur orð.
Á sumardaginn fyrsta kom
til Reykjavíkur færeyski tog-
arinn Gullberg, til þess að taka
olíu og vistir. Hann fór frá Fær-
eyjum 22. febr. til veiða við ís-
land og veiðir í salt. Fyrst var
reynt við austanvert land, en
afli reyndist þar mjög tregur.
Þaðan var haldið vestur á bóg-
inn og allt vestur fyrir land, en
afli yfirleitt tregur, þar til
nokkuð rættist úr síðast í
túrnum um 40 til 50 mílur vest-
ur af Jökli, en þar fékkst í
nokkra daga góður afli af stór-
um þorski. Var skipið með um
250 tonna afla af saltfiski og var
um það bil að leggja af stað
heimleiðis En þegar búið er að
losa aflann í Færeyjum, fer
skipið að nýju til fiskveiða í
salt, en þá verður farið beina
leið til Grænland. Tveir aðrir
færeyskir togarar sem einnig
voru hér við veiðar í salt, eru
fyrir skömmu farnir heim til
þess að losa afla sinn og útbúa
sig til Grænlandsferðar.
Færeysku togararnir fóru
allir í fyrra eina eða tvær veiði-
ferðir til Grænlands og seldu
aflann upp úr skipi í Esbjcrg
fyrir um 95 stpd. á tonnið. Úr
veiðitúr sem Gullberg fór til
CJrænlands í ágúst í fyrra, var
landað um 100 tonnum af salt-
fiski í Grænlandi og fékkst
fyrir kg. 1,27 d. kr. (7.00 ísl. kr.)
og síðar var landað upp úr
mánaðamótum okt.—nóv. 378
tonnum af saltfiski í Esbjerg er
seld voru á 95 stpd eins og fyrr
segir eða um 10.00 ísl. kr. pr.
kg.
Á færeysku togurunum gilda
sömu vökulög eins og hér-á ís-
landi. Þegar þeir eru við salt-
fiskveiðar hér við land eru þeir
venjulega með 42 manna áhöfn,
en við Grænland hafa þeir á
saltfiskveiðum 50 manna áhöfn.
Við fiskveiðar í ís hafa þeir
hinsvegar 27'manna áhöfn.
j Fyrir nokkrum vikum kom
nýr 1.000 tonna togari Magnús
Heinason til Færeyja, byggður
í Portúgal og er nýlega farinn á
veiðar til Grænland. Er það
síðasta skip af byggingarsamn-
ingum_ um togarasmíðar frá
fyrra ári, og eiga þá Færeyjar
ekki fleiri togara í smíðum eins
jog er. Hinsvegar fjölgar ennþá
stöðugt smíðum minni veiði-
skipta, einkum stálbáta til línu-
veiða, sem smíðaðir eru í Þýzka
landi, Danmörku og þó einkum
í Noregi. Á hinum nýju línu-
veiðabátum, sem Færeyingar
leiga nú af þessari gerð, er lesta
200—230 tonn af saltfiski sækja
þeir veiðar á Nýfundna-
landsmið_
Fyrsti hollenzki
skuttogarinn.
í aprílbyrjun hóf fyrsti hol-
lenzki skuttogarinn veiðar í
Norðursjó. Hann heitir „Maria
Elisabeth“ og er 500 brt. að
stærð. Hann er ekki byggður til
þess að hægt sé að vinna úr afl-
anum um borð, hinsvegar er að-
gerðarpláss og fiskkassar neð-
andekks eins og á öðrum skut-
togurum. Botnvarpan er dregin
upp á efra dekk, og pokinn los-
aður þar í sliskju niður á
neðra dekk. Eftir aðgerð og
þvott fer fisk'urinn síðan á
rennibandi fram í fiskilestarnar
sem sagt er er að rúmi 4000 ks.
af fiski en það sé um það bil
helmingi meira heldur en skip
af sömu stærð með eldra lagi
rúma í lest.
Skipið hefir tvo BW disel-
mótora í vélarúmi á sama
öxli er gefa því 13 mílna gang-
hraða. Togvarpan er hydrau-
lisk og er hægt að stjórna víra-
útgjöf af tromlunum úr brúnni
Vélarúm er mjög aftarlega í
skipinu, og mannaíbúðir aðeins
fyrir 14 menn eru undir aðal-
dekki.
Sú sérstæða nýjung er við
þetta skip, að það hefir engan
reykháf, en oliureyk er veitt
útrás um sérstakan útbúnað á
skipshliðinni og er hægt að
veita honum út úr hvorri síð-
unni sem vill, eftir veðurað-
stæðum.
Fyrsti horskbyggði
skuttogarinn.
Fyrsti norskbyggði skuttog-
arinn fór í reynsluferð þ. 4. þ.
m. og var afhentur eigendunum
A.s. Melbutral, Melbu í Noregi
daginn eftir við hátíðlega at-
höfn, þar sem viðstaddir voru
ásamt sjávrútvegsmálaráðherra
’ ýmsir forustumenn í útvegs-
málum Norðmanna.
Togarinn, sem heitir „Hekk-
tind“, var byggður hjá skipa-
1 míðastöð BMV í Laksevaag í
Noregi, og hefir verið fylgzt
með smíði hans af mjög miklum
áhuga og athygli almennings.
Góður selveiðiafli
Norðmanna.
Norsk blöð skýra frá því, að
fyrsta selveiðiskipið úr Vestur-
ísnum „Hvalrossen“ hafi komið
heim um páska og hafi veiði
þess verið 3200 dýr. Fregnir
hafi einnig borizt af öðrum
selveiðiskipum á heimleið með
fullfermi. Er talið, að almennt
sé góður afli á þessum slóðum
að þessu sinni og aflinn fenginn
á skemmri tíma en áður.
Styrkveitingar
í togaraútegrð.
| í sambandi við tilraunir til
þess að fá stuðning hins opin-
bera hafa vestur-þýzk togara-
útgerðarfélög haldið því fram
máli sínu til stuðnings, að árið
1959 hafi íslenzka ríkisvaldið
greitt togaraútgerð landsins frá
|.124 þús. til 219 þús. mörk í
rekstursstyrk. Og að á sama
tíma hafi brezka ríkisstjórnin
greitt í reksturssyrk til togara-
! útgerðar og fisskupmanna þar
^ í landi sem svarar um 220
millj. marka eða um 2000 millj.
ísl. kr.!
I !
Verksmiðjuskipum
fjölgar.
| Brezkar heimildir skýra frá
i því, að eftir því sem næst verði
j komizt, og Japan þó ekki með-
j talið, séu nú hjá ýmsum fisk-
jveiðiþjóðum alls 110 verk-
smiðjuskip í rekstri eða í bygg-
, ingu. Þar af séu 88 staðsett í
Sovétríkjunum, Póllandi og A.-
Þýzkalandi. Bandaríkin með 2.
Spánn og Noregur séu með slík
skip í smíðum, V -Þýzkaland
eigi nú 8 slík skip og Bi’etland
sex.
Það borgar sig
að auglýsa
í VÍSI