Vísir


Vísir - 03.05.1961, Qupperneq 7

Vísir - 03.05.1961, Qupperneq 7
' Miðvikudaginn 3. maí 1961 VÍSI* ? Ilami | ii^j’ ið fólk í einelti. V iðial vlð Maltdór Méturs* san listtnúlara- Mcnn með allra heiðarlegustu andlit geta reynzt hinir verstu óþokkar inni við beinið, ef þeir cru krufnir f.l merjar. Einn hinn sakleysislegasti maður útlits er Halldór Péturs- I son listmálari og engum dytti í hug að óreyndu að ætla honurn neitt illt. En þear blaða- maður Vísis stóð hann að því að leggja heiðarlega borgara í ein- elti á aðalgötu bæjarins gat blaðamaðurinn ekki orða bund- izt, heldur stöðvaði Halldór og spurði hvort hann væri orðinn leynilögreglumaður. ■ — Leynilögreglumaður! hváði Halldór. — Hví þá það? — Af hverju ertu að elta þenna mann? Hefur hann stol- ið frá þér? — Stolið! spurði Halldór og kom af fjöllum ofan. Af hverju heldurðu það? — Eitthvað hlýtur maðurinn að hafa gert af sér úr því að þú leggur hann í einelti. — Ja, nú fer eg að skilja Nei, eg á ekkert sökótt við hann, síður en svo. • — En af hverju------- • — Af hverju! greip Halldór frammí, — skilurðu það ekki. Eg er á eftir skrýtnu fólki_ Hann elfr alla skrýtna inenn. Nú var það blaðamaðurinn sem kom af fjöllum ofan. — Skrýtnu fólki! Hvað áttu við? Þú hlýtur sjálfur að vera eitthvað skrýtinn! — Eg skal trúa þér fyrir leyndirmáli. Leyndarmáii, sem Jná aldrei segja. Það er nú einu sinni þannig að þegar eg sé skrýtna manneskju úti á götu verð eg alveg friðlaus. Eg ræð blátt áfram ekkert við mig. Eg elti manneskjuna þangað til eg 'er búinn að festa hana i huga mínum. — Hvað svo? | — Svo fer eg heim, tek fram ^blað og blýant og innan stundar er manneskjan — þessi skrýtna þarna á götunni — orðin eilíf. | — Það var nú eitthvað sem hægt var að búast við án þín — Já, ef þú trúir á annað líf, verður húnmð sjálfsögðu eilíf þarna hinu megin, en þar með er ekki sagt að hún verði það hérna megin. viðtal dagsins Það er á valdi Halldórs. I — Viltu halda því fram að það sé á þínu valdi hvort fólk jVerður eilíft þessa heims eða ekki? — Komdu heim og þá skaltu sjá. Svo fór eg heim með Hall- dóri og þegar eg var búinn að skoða nokkur hundruð myndir af ,,skrýtnu“ fólki í teiknisyrpu Halldórs varð ekki lengur efast um, að hann hafði það á sínu valdi hverjir urðu sígildir og eilífir og hverjir ekki. — Hvað ætlarðu að gera við þetta merkilega safn þitt af merkilegu fólki? — Ekki nokkurn skapaðan I hlut. Það blífur í mínu safni og þetta eru myndir sem aldrei verða sýndar og enginn má sjá. (Það er ástríða hjá mér þegar eg er úti á götu og sé annar- lega, undarlega, skrýtna eða merkilega persónu, hvort sem það er karl eða kona, unglingur éða roskin manneskja, að eg er ekki í rónni fyrr en eg er bú- inn að móta hana svo fast í huga mínum að eg get teiknað hana og sérkenni hennar þegar eg kem heim. Stundum verð eg að elta fórnarlamb mitt lengi, götu úr götu, stundum geng eg á hlið við hana á gangstéttinni á móti og gef henni hornauga. En allt tekur þetta enda, eg sný við og held heim á leið. Og nú á eg safn með nokkuð hundr- uð myndum. Ilalldór Pétursson listmálari. Og svo líka gömul hús. — Þú málar fleira en skrýtið fólk? — Já, hús. — Hús? — Já, gömul hús. Það er önnur ástríða hjá mér. En hús hafa líka sitt svipmót, sín sér- kenni, sínar myndir og kosti, persónuleika og undarlegheit. En það eru eingöngu gömul hús sem búa yfir þessum sjarma, bárujárnshús, tugthús, stjórnarráðshús, dómkirkjur og þessháttar. Nv hús eru ómerki- leg hús. Eg læt þau afskipta- laus. — Hvað gerir þú við myndir af gömlum húsum? — Gömul hús eru ckki eins viðkvæm og skrýtið fólk. Þess vegna ei’u myndirnr af gömlu húsunum ekkert leyndarmál og þær eru flestar seldar. Það bregzt enginn illa við því þó þær gangi kaupum og sölum. — Fleira sem þú fæst við? — Það er fæst, sem eg fæst ekki við. Stafir í koddaver fjölsnyldunnar. — Hvað helzt? — Svo eg nefni dæmi: Eg er , látinn teikna stafi í koddaver. En það geri eg bara fyrir fjöl- skylduna og það er tilgangs- laust fyrir þig og þína líka að biðja um slíkt. Svo mála eg andlit — aðallega eftir pöntun — og það- er bisness hjá mér. Loks eru það héstamyndir. Þær eru jafnvel meiri ástriða hjá, mér en nokkru sinni skfýtna fólkið, enda ennþá elskulegri skepnum. Eg fæ mig aldrei sadd an á hestum. — Þú gerir mikið að því að myndskreyta bækur. — Eg geri ráð fyrir aÖ síðustu 15—16 árin hafi eg m^md- skreytt um það bil 5 bækur á ári til jafnaðar. Jafnvel fleiri. Eg hef aldrei talið þessar bæk- ur saman og ennþá síður mynd* irnar. Gæti trúað að þær væru unl eða ýfir 1000 talsins. — ,Þú teiknar líka myndir í! Spegilinn. — Þar hef eg teiknað eitt- hvað á 2. hundrað myndir á ári á annan áratug. En nú er Speggillinn sennilega dauður. Hann hefur ekki komið út frá því um síðustu áramót. Eg er feginn. Það er svo gott að vera óháður og frjáls, og mega gera hlutina eftir eigin höfði en ekki annarra. Dean Rusk komintt tll Ankara. Segii* (’ENTO helgatl veriielim írclsis aðildari'íkga otí laeims- friðarius. Níundi ráðherrafundur CEN TO kom saman í fyrri viku og sat hann mcðal annarra ráð- herra, Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Við komuna kvaðst hann fagna því fyrsta tækifæri, sem sér hér gæfist til.heimsóknar í Tyrklandi, landi traustrar bandalagsþjóðar, og til við- ræðna við leiðtoga þar. Hann kvað örlög beggja þjóðanna, Tyrkja og Bandaríkjamanna, hafa samtvinnast nánari í sam- starfi undangenginna ára, virð- ing Bandaríkjamanna fyrir nánara, ekki aðeins varðandi landvarnir, heldur og á efna- hagssviðinu og öðrum sviðum. Spáði það góðu um framtíðina. Hann minnti á, að Cento væi’i hreint varnarbandala«. he'eað verndun frelsis aðildarríkjanna og heimsfriðarins. tyrknesku þjóðinni hefði auk- ist og áhugi hennar fyrir fram- tíð hennar og velferð. CENTC-fundurinn var hinn fyrsti slíkur á 12 mánuðum, Kvað Rusk Bandaríkjastjórn það gleðiefni hve samstarf CENTO-þjóðanna hefði orðið s Alþýðusamband íslands skil- aði í gær fyrir Félagsdómi greinargerð sinni í máli því, sem Landssamband ísl. verzl- únarmanna höfðaði vegna kröf- unnar um inngöngu í A.S I. ! Alþýðusambandið krest þess, að málinu verði vísað frá eða það verði algerlega sýknað. | Málið verður tekið fyrir fé- lagsdóm að nýju 16. maí nk. Utboð Tilboð óskast í að byggja prestseturshús að Borg á Mýrum. Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja í skrifstofu húsameistara ríkisins að Borgartúni 7 gegn 200 króna skila- tryggingu. Húsameistari ríkisins. lienntasíofnrrs Bandarikjanna arglýslr ferðasftyrki Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi auglýsir hér með eftir umsóknum um takmarkaðan fjölda ferða- / styrkja, sem veittir verða íslenzkum námsmönnum, er hyggja á nám við bandaríska háskóla eða aðrar viðurkenndar menntastofnanir vestan hafs á skóla- árinu 1961—‘62. Þessir ferðastyrkir munu nægja til greiðslu á fargjaldi fyrir viðkomandi styrkþega írá dvalarstað hans hér á landi og til .þess staðár í Bandaríkjunum, þar sem. hann hyggst stunda nám sitt, og til baka aftur. Skilyrði til þess að geta hlotið ferðastyrk eru sem hér segir: 1) umsækjandi verður að vera íslenzkur borgari. 2) að hann standist sérstakt próf í enskri tungu, sem hann gengur undir hjá Menntastofnun- inni; 3) umsækjandi þarf að geta sýnt bréflega sönnun þess að hann hafi fengið inngöngu í há- skóla eða aðra viðurkennda æðri menntastofnun I •Bandaríkjunum; og 4) sönnur á því að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl meðam hann er í Bandaríkjunum. Þeir, sem lokið hafa há- skólaprófi, verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir um veitingu ferðastyrks. Umsóknareyðublöð fyrir styrki þessa er hægt að fá á skrifstofu Menntastofnunar Bandaríkjanna, Lauga- vegi 13, 2. hæð, og hjá Upplýsingaþjónustu Banda- rikjanna, Laugavegi 13, 5. hæð. Umsóknir um styrk- ina skulu hafá borizt stofnuninni fj'rir 1. júní n.k.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.