Vísir - 12.05.1961, Síða 4

Vísir - 12.05.1961, Síða 4
V Iftl h 4 Föstudaginn 12. maí 1&6I Hægt að fræðast mikið á sýningu við útvarpsstöðina. Ef aðkomumaður spyr Ber- línarbúa, hver séu helztu kenni leiti í borginni þeirra, munu þeir vafalaust nefna þrjú mannvirki ölium öðrum fremur. Þessi mannvirki eru Brand- enburg-hliðið, minningarmerki Vilhjálms keisara og útvarps- stöngin. Og ræði komumaður eitthvað nánar við Berlínarbúa, munu þeir fljótlega fá að vita, í hverju gildi hvers mannvirkis er fólgið, og að borgarbúar unna þeim, hverju á sína vísu. í augum íbúa hinnar fornu, þýzku höfuðborgar er Branden- burg-hliðið, sem stendur á mörkum hinnar frjálsu Berlín- ar og yfirráðasvæðis kommún- ista, óbrotgjarnt tákn skipting- ar borgarinnar, alls landsins. Einingarvilji þjóðarinnar er mjög tengdur hliðinu, og það er óhætt að segja, að það sé pólitískt merki borgarinnar. Það er að vísu rétt, að minn- ingai'kirkjan, sem er við enda einnar frægustu götu borgar- innar, Kurfiirstendamm, minn- ir Berlínarbúann á tjónið, sem unnið var á stríðsárunum (og þess vegna voru þeir reiðubúnir til að mótmæla hástöfum, þeg- ar uppi voru ráðagerðir að jafna kirkjuna annað hvort við jörðu eða endurreisa hana að öllu leyti til fornrar dýrðar), en jafnframt er hún einnig tákn borgarbúa um þá fornu daga, þegar Berlín var ein glæsileg- asta borg álfunnar. Loks er það útvarpsstöngin, sem borgarbúar líta alveg, sér- stökum augum. Hún er áminn- ing þess, að annað og meira er til en Berlín, hún minnir á um- heiminn og er talin tengiliður- inn við hann. Hún er reist á stóru opnu svæði, sem mjög er notað til sýninga, og þá koma þar ekki einungis borgarbúar, heldur og Þjóðverjar að vestan og menn frá ýmsum öðrum löndum. Hún laðar heiminn að sér, eins og hún lætur heiminn vita um líf og kjör boi'garbúa. Um þessar mundir stendur yfir sýning um lífsgleðina í sýningarsölunum við útvarps stöngina. Þar er sýnt með hve margvíslegum hætti maðurinn getur haft ofan af fyrir sér og notið hamingju, en mesta at- hygli vekur sá hluti sýningar- innar, sem fjallar um helga- skemmtanir og vatnaíþróttir. Þótt Berlín sé óraleið frá sjó, hafa borgarbúar sérstaka skemmtun af öllum þeim íþrótt- um, sem hægt er að iðka á vötn- um og fljótum innan endimarka hennar. Loks er þess að geta, sem nú laðar ílesta að sýningunni, en það er bygging, þar sem mönn- um gefst kostur á að ferðast um öll lönd heims alveg án endurgjalds. Stjórnardeild sú í Bonn, sem fjallar um sambúð- ina við aðrar þjóðir, hefir kom- ið byggingunni upp, og þar geta gestir fengið að skoða hvorki meii’a né minna en 1200 mynda- bækur um 120 lönd, en að auki jeru þar sýndar um 70 kvik- myndir frá 20 löndum. Að- |sóknin sýnir greinilega, að á- hugi borgarbúa fyrir umheim- Jinum hefir á engan hátt mink- að við það, að þeir komast ekki til annara landa nema með mikilli fyrii-höfn. Þeir leita þess vegna á náðir bóka og kvik- mynda. Þarna er ekki vei'ið að starf- rækja fei’ðaskrifstofu, heldur einungis verið að gefa almenn- ingi kost á að fræðast um heim- inn, sem fæstum gefst tækifæri til að kynnast af eigin i-aun og ferðalögum. Um leið minnast menn þess vitanlega líka, að skammt frá er fólk, sem fær ekki einu sinni tækifæri til að kynnast heiminum af afspurn, nema þegar búið er að hagræða frásögnunum eftir geðþótta valdhafanna. Áhugann vantar ekki þai’, og hann sést á því, hve mai’gir A.-Berlínarbúar hafa laumast á sýninguna. Syning Benedikts Gunnarssonar. Það ei’u nú rétt 7 ár síðan Benedikt Gunnarsson sýndi í fyrsta sinn í Listamannaskál- anum, en nú sýnir hann þar aftur og er þetta.allstór sýning, 61 olíumálverk. Á árunum milli sýninga hefir hann ekki íátið mikið á sér bera, en unnið í kyrrþey og hugsað sitt ráð. í fyrra sinnið var hann nýkom- inn heim frá námi erlendis, þar sem hann mun hafa aflað sér góðrar menntunar og farið víða, meðal annars dvalið lengí í Par- ís og einnig á Spáni. Ekki voi’u menn sammála þá um árangur- inn og þótti einkum sumt nokk- uð yfii’borðslegt og mekaniskt, en aðrir töldu það til skapandi myndlistar. Ósamræmi i mati á list er náttúrlega algengt fyr- irbæi’i, en hætt er við, að svo verði enn. Víst er um það, að ströng formbygging getur oft verið kuldaleg, ef ekker liggur annað til grundvallar en hin ytri niðurröðun. Eins og að líkum lætur hafa ýmsar breytingar orðið á list Benedikts hin síðari ár, en öll vinna er sem fyrr með ágætum og mörg málverkanna hafa kostað mikla vinnu. Heildar- svipur sýningarinnar er sam- ræmdur. Að mínu áliti má skipta henni í tvennt og er hvor flokkur um sig með nokk- uð ólíkum hætti. Þarna ei'u stór málverk og byggjast sum þeirra á mjög flóknu línuspili. en önnur eru í einum heildarlit, t. d. dimmbláum eins og nr. 12 og 15, þar sem ■ flötui’inn er dreginn margvíslegu línuflúri. En þrátt fyrir glæsileik, er þó eins og eitthvað vanti, ein- hyerja spennu, sem gefur heild- inni meira líf. í þessum flokki má þó telja nr. 35, en hún er miklu minni og í henni er fjör að finna, enda heitir hún Kín- vei'skur dans, sem' hlýtur að vera skemmtilegur. Yfirleitt eru minni málverk- Svo sem Vísir gat um fyr- ir nokkru, þá hefir Stál- smiðjan í Reykjavík nú í smíðum mikinn stálbát, hinn fyrsta af svipaðri stærð, sem smíðaður hefir verið hér á landi. Miðar smíði bátsins vel áfram, og sést hann hér í smíðum fyrir neðan verk- smiðjuna vestur undir Grandagarði. (GK-mynd). in skemmtilegi’i og eru gerð í frjálsari stíl, en öll af sömu: vandvii-kni. Þó að sá óbundni blettastíll, sem nálgast tach- isma og nú sækir á, geti gefið^ gott svigrúm til frumlegrar litameðferðar, þá er eins og persónulegt svipmót lista- manna njóti sín þar miður, og er því ekki tnílegt að hann. verði langlífur í landinu. Að síðustu má svo kannske geta um nokkrar litlar myndir, sem mér fannst bera dálítið svip- mót okkar goða gamla lands- lags og eru engu ómerkari fyj> ir það. Og lesi einhver sýning- arskrána, án þess að sjá sýn- inguna, þá gæti harmtrúað því,. að hér sé naturalisti á ferðinni. Felix. Mestu þurkar í 300 ár eru or- sök hungursneyðarinnar í Kína. Greinargerð aðstoðarforstjóra aðalveðnrstofu landsins. Um þessar mundir stendur yfir „heimssýning“ við útvarps- stöngina í Berlín. j Frétt frá Tokió segir, að einn ! af kunnxvstu veðurfræðingum Kína lialdi því fram, að hung- ursneyðina í Kína megi kenna veðurfarinu, en af völdum veð- urs hefur verið matvælaskort- ur í 3 ár, og þurrkamir s.l. ár í héruðunum í grennd við Gula fljót hafi verið hinir verstu sem komið hafa í 300 ár. Veðurfræðingui’ sá, sem hér um ræðir, heitir llu WO, og er hann aðstoðar forstjóri aðalveð- urstofu Kina. Hann sagði nný- lega í útvarpsræðu frá Peking, að áhrifa þurrkanna haíi farið að gæta verulega þegar 1957. Og hvergi í útvarþserindi hans varð þess vart, að sæi íyrir end- ánn á erfiðleikunum. Hann sagði, að um gervallt Norður-Kína hefði úrkoman sl. ár allt verið aðeins helmingur meðalúrkomu. Þurrkar hefðu verið á hinum miklu flæmum Norður-Kína í 2 ár. Hann gaf einnig í skyn, að framundan kunni að vera tíma- bil héitara veðurfars í. öllu land inu yfirleitt en vérið héfur á undangengnum tímum. Hann kvað meðalhitann meiri um gervallt landið en áður, einkum vetrar- og sumai’mánuðina. Hann sagði um 1960, að miklu minni raki en áður hefði borizt inn yfir landið með vind- um frá Kyrrahafi. Hann ræddi nokkuð nyernig á því stendur, að mikil flóð hafa orðið í strandhéi’uðum, en þurk- ar inni í landi. Er hyirfilvihd- af sem flytja með sér regn ná til suðurstrandarinnar verði fyrir þeim loftmassar megin- landsins og komist þeif þá ekki lengra. inn í landið, en tsrand- héruðin fái óhemju úrkomu. — Inni í landinu skorti hins vegar vatn og þar þorni allt og skrælni. í einu fyiki, Liaoning, vai’ð úrkoman fimm sinnurrv meiri en nokkur dæmi eru til áður, sagði Lo Wo. i Það var dökk mynd, sem hann dró upp af hörmungum kínversku þyóðarinnar af völd- um frösta, haglstorma, hvirfil- vinda, þui’rka, jurta- og skor- dýrapesta. Þessar hörmungar hcfðu bitnað á meira en lielm- ingi alls ræktarlands í Kína, um 60 milljónum hektara. Ástand- ið hefði vei’ið næstum eins slæmt 1959 og 1960. — Hanrx minnist aðeins lausléga á komm úriu fyrirkomulagið, en sumir hafa viljað halda því fram, að erfiðleikarnir ættu í’ætur að rckja að nokki’U leyti a. m. k. til þess. — Og harin haínaði allri gagnrýni á veðurfraiðinga, þeir hefðu ve'rið vel á verði, og spár þeirra orðið til mikils liagræðis þrátt fyrir állt, fyrir alla sem larxdbúnað og fiskveiðar stunda. Berlínarbuar flykkjast á heimssýningu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.