Vísir - 12.05.1961, Page 10
10
VtSIR
Föstudaginn 12. mai 19£1
★ J. HARNALL:
ISTANBUL
1(S
lyrir brjóstinu. En stœrilæti hans hafði þó hlotið verri meiðsl.
Þessi glæsilega fjárþvingunartilraun hafði orðið til eftirminni-
iegrar sneypu.
■ Hann bölvaði og reif bréf Erics í tætlur.
■ Hvað á nú að gera? spurði annar hinna. — Við veröum
liklega að fara í felur, er það ekki?
; — Eg hugsa að þess þurfi ekki, sagði Rudy. Hann sagðist ætla
að þegja — vegna Jill. Eg hugsa að við getum treyst því.
■ _ En Jill?
__ Við verðum að sleppa henni. Við þurfum ekki á henni að
halda lengur. Hún var heppin að hún fékk aldrei að vita til
Kvers við ætluðúm að notá hana....
/ Hánn stóð hugsandi um stund og hélt svo áfram:
Það-er bezt að þið skreppið út til Archie og sækið hana.
Akið henni svo inn í borgina og sleppið henni þar. Og segið
henni að við munum ekki ónáða hana framar, ef hún þegi yfir
því sem gerst hefur. En ef hún kjaftar frá — já, þá má hún
sjálfri sér um kenna.... það sem gerist....
Tveir menn komu í dögun út í gamla skúrinn í skóginum.
Archie var orðinn þreyttur á fangavörslunni og það léttist á
honum brúnin þegar hann sá bílinn koma skjögrandi heim veg-
arslóðann. En þegar hann sá svipinn á félögum sinum spurði
hann óðamála:
— Er eitthvað að? Hafa þeir þefað eitthvað uppi?
— Við eigum að sleppa Jill, sagði Sandy ólundarlega. — Við
eigurn að íara með hana inn i borgina.... Hann sneri sér að
Jill: — Og.ég á að heilsa þér frá Rudy og skila til þin aö þú
verðir ekki langlif ef þú segir nokkurri lifandi manneskju frá
þessu. Skilurðu það?
' Jill kinkaði kolli án þess að segja eitt orð. Hún mundi með
hryllingi sterku krumlurnar, sem höfðu gripið hana og Iúkuna,1
sem hafði verið tekið um munninn á henni. 1
'— Jæja, þá förum við af stað.
' Enginn sagði orð L bílnum meðan ekið var inn til London á
fullri ferð. Umferðin var um það bil að byrja þegar Sandy nam
staðar í nær mannlausri götu utast í hverfinu, sem Jili átti
h'eima i.
' — Út með þig! sagði maðurinn sem sat hjá henni. Hann ýtti
upp hurðinni. — Og mundu — ekki eitt einasta orð! Annars
veist þú hverju þú átt von á!
Nú stóð Jill þarna alein á götunni, en bíllinn hvarf fyrir næsta
horn. Hún haíði enga peninga á sér, allt sem hún átti var á
Eradbury — marga kílómetra i burtu. Hvað átti hún nú að gera?
Hún gekk hægt fram götuna og barðist við grátinn. Og einum
tima síðar staulaðist hún þungt hug.sandi upp brakandi stigann
i húsinu, sem móðir hennar og stjúpi áttu heima í.
. Móðir hennar var íarin út að verzla, og stjúpin virtist vera í
sinu allra versta skapi. Hann góndi á hana, önugur og ólundar-
légur meðan hún stóð fyrir utan dyrnar, og ekki varð efast um
að hún var alit annað en velkomin.
. — Hvað villtu þú hér? spurði hann hásurn brennivínsrómi.
— Hafa þéir kannske gefið, þér reisupassa þessir fínu höfðingja-
synir? Varð hann leiður á þér, þessi, þegar hann hafði íengið
það sem hann vildi? ?
— Eg hef verið veik, sagði hún lágt. Eg skrifaði mömmú um
það, eftir að ég var komin á liressingarhælið.
Hann lét sem hann heyrði ekki þaö sem hún sagði.
— Eg líö ekki að þú flækist svona milli manna, urraði hann.
— Það er erfitt með vlnnu núna og ég á fullt í fangi með að
metta tvo munna. Þér skjátlast ef þú heldur að eitthvað sé hér
að hafa. Hvers vegna færðu þér ekki vinnu, svo að þú getir
hjálpað okkur hérna?
— Eg skal ná mér í vinnu undir eins og mögulegt er, svaraði
Jill. — En ég er alveg máttlaus núna.
— Jæja, verður maður þreyttur af að liggja á hressingarhæli
og láta stjana við sig frá morgni til kvölds? sagði hann stork-
andi. — Eg býst við að þið séuð mötuð líka, þvi að þið hafið
varla mátt til að halda á gaffli. En það skaltu vita, að hér á
þessu heimili dugir ekki slíkt háttalag....
Jill saup hveljur, hikandi. Svo sneri hún hægt frá honum.
— Heilsaðu henni mömmu, viltu gera svo vel, sagði hún með
grátstafina í kverkunum.
— Hvert ætlarðu?
— Út til að leita mér að vinnu, svaraði hún hreimlaust og
gekk niður stigann aftur.
Henni var nauðugur einn kostur. Hún varð með einhverju móti
að reyna að komast til Bradbury og biðja frú Pringle um þessa
hjálp, sem hún hafði lofað henni. Því að nú var hún illa stödd.
En hvernig átti hún að komast til Bradbury — án þess að eiga
nokkurn eyrl í vasanum?
Frúin leit upp þegar hún heyrði fótatakið nálgast, og andlitið
varð eitt bros er hún sá Jill vera að koma.
— Elsku barnið mitt! sagði hún. — Hvar haíið þér alið mann-
inn?
Jill settist í grasið hjá henni. Og allt í einu gat hún ómögu-
lega varist því að fara að gráta. — Eg hefði fegiir viljað segja
yður það, frú Pringle, sagði hún. — En ég þori það ekki.
— Hvers vegna ekki?
— Það get ég ekki sagt yöur, en.... nei, ég þori það blátt
áfram ekki.
— Hvað á þetta nú eiginlega að þýða? sagði frúin og hnyklaði
brúnirnar. — Mér kemur það kynlega fyrir sjónir. Hefur ein-
hver gert yður mein?
— Nei, nei — ekkert þess háttar. Og ég væri yður þakklát ef
þér spyrðuð mig ekki frekar. En þér munið kannske að þér sögðuð
einu sinni að ég mætti koma iil yðar, ef ég þyrfti á hjálp að
halda....
Frú Pringle horfði spyrjandi augum á hana. Hún hafði grun
um að eitthvað mjög raunalegt og alvarlegt lægi bak við örvænt-
ingarsvipinn á Jill, en vildi ekki þvinga hana, heldur sagði hún
alúðlega:
— Kviðið þér engu, barnið mitt — ætli ég hafi ekki einhver ráð
til að hjálpa yður. En ég held að þér ættuð ekki að verða hérna
áfram. Það hefur verið talað svo mikið um að þér hurfuð, að þér
munduð ekki komast hjá að gefa skýringu á því. Og ég veit ekki
hvað yfirlæknirinn mundi segja....
Jill beit á vörina. — En.... en ég á ekki í nein hús að venda.
— Það verða einhver ráð.... Hún leit hughréystandi á Jlll.
Reynið að taka þessu rólega, og svo skal ég tala við yður. Þér
verðið bara að hvíla yður og reyna að kyrrast fyrst. Hér kemur
aldrei nokkur manneskja á þessum tíma dags. Síðan haldið þér
áfram tvo kílómetra, veginn til Clarence. Það er allra skemmti-
legasta krá, af gömlu tegundinni, eins og þér vítið. Hún er i út-
jaðri bæjarins, og þar skuluð þér fara inn....
— En ég....
— Þér hafið auðvitað enga peninga, en þá skuluð þér fá hjá
mér. Og meðan þér hvílið yður hérna ætla ég að fara upp í her-
bei-gið yðar og koma nauðsynlegasta dótinu yðar í tösku. Eg
skal sjá um að hún verði ekki of þung. Og þegar þér komið til
Clarence skuluð þér fá yður góða máltíð, og síðan biðjið þér um
herbergið yðar og farið í háttinn. Svo kem ég og heimsæki yður
á morgun, og þá tölum við betur saman. En reynið þér nú aö
vera svolítiö glaðlegri, væna mín. Þetta lagast allt saman.
— Eg veit ekki hvernið ég g'et þakkað yður, frú Pringle....
Jill andaði djúpt og tókst a ð brosa ofurlítið. — Nú vona ég að
ég sé dálitið glaðlegri. Að minnsta kosti er ég glaðari innan-
brjósts.
— Það er gott, sagði frú Pringle. — Eg ætlast ekki til meira....
Hún lagði bókina frá sér og stóð upp. — Þér bíðið þá eftir mér
hérna. Flestir sofa miðdegisblundinn núna. Eg kem bráðum aftur
með dótið yðar.
Austurbæjarbíó:
Eftfr öH þessi ár.
Þessi enska verðlaunamynd
heitir á frummálinu ,,Woman
in a Dressing Gown“, en hið ís-
IenzKa heiti hennar er vel val-
ið. Hún fjallar um hjón, sem
hafa þolað saman súrt og sætt
i 20 ár. Þegar sagan hefst er
eiginmaðurinn löngu orðimr
þreyttur á sambúðinni, og kem
ur þar margt til, en tvennt að-
allega. Hið fyrra er, að konan,
sem elskar hann og er ágætis
manneskja, virðist þess með
öllu vanmegnug að gera heim-
ilið aðlaðandi, hún er slæm á
taugum og það er eins og allt
fari í handaskolum fyrir henni.
Hið síðara er, að hann finnur
hjá annari yngri konu það, sem
hann saknar heima, og kemur
það sem reiðarslag yfir eigin-
konuna, sem í örvaentingu sinni
gerir allt sem hún getur til að
halda i mann sinn en hin unga
kona vill fá hann til að skilja
við hana. Ekki er rúm til að
rekja þetta í einstökum atrið-
um, en mvndin er afbragð að
öllu leyti. hún leynir kannske
á sér framan af, en kostimir
k'oma æ betur í ljós því lengra
sem liður á hana. Og vissulega
vekur hún til umhugsunar.
Leikarar gera allir hlutverkum
sínum ágæt skil, en leikur Y-
vonne Mitchell, sem fer með
hlutverk eiginkonunnai’, er
minnisstæðastur. Hún er fædd
í London 1925 og kom fyrst
fram í leikritinu ,',Great Expee-
tations“, er hún var 15 ára.
Fyrsta hlutverk sitt i kvik-
mvnd fékk hún í ,,Queen oí
Spades“. Hún hefur óft leikið
í leikhúsum Lundúna, og sjálf
hefur hún samið leikrit, ,,The
Same Sky“j sem leikið var í
Nottingham og London við á-
gætar undirtektir. Leikstjóri
er J. Lee Thompson. — Kvik-
mýnd þessi hlaut verðlaun á
kvikmyndaþátið í Berlín. Kvik
myndin er sýnd við mikla að-
sókn og ágætar undii-tektir. - I.
2 sðmliggjandi herbergi
til leigu strax. \
Tilboð merkt: „14. rnáí“,
sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir laugardagskvöld.
R., Burroughs
—TARZAN—
3800
í
i
Þegar það var gert fylgdi
Tarzan dr. Bates um hlna
hættulegu leið til baka. Á
samri stundu sátu tveir
menn’ á ritstjórnarskrifstofu
Á-London og áttu einkenni-1
legt tal saman.
Triáplöntur
Blómaplöntur.
SkrúÓgarðaúðun
Gréðrasíöðin við Miklatorg.
Simar 22-8-22 og 1-97-75.
7"ennfía\
BIFREIÐAKENNSLA! —
Einnig kennsla undir Iiið
fræðilega próf. — Guðjón B.'
Jónsson. Sími 35046. (312
ÖKL’KENNSLA. — Kenhi
akstur og meðferð bifreiða.
Dppl. í síma 15708. ,