Vísir - 19.05.1961, Side 11

Vísir - 19.05.1961, Side 11
Föstudaginn 19. maí 1961 Vf SIR 11 Deilan um uppfinningarnar Sovétstjórnin heldur því fram, að sovézkir vísindamenn hafi tekið forustuna á sviði vís- indalegra rannsókna, og leggur allt kapp á, að þeir haldi forustunni á ,,öllum sviðum vísinda og taekni, sem mestu máli skipta.“ Veitir hún og án vafa allan þann stuðning sem hún má til þess, að þeir verði fremstir í fylkingu. I því skyni hefur hún stofnað sérstaka ráðherranefnd, sem hefur að verkefni samræmingu vísinda- legra rannsókna. Er svo að orði komist um hlutverk hennar, að hún eigi að vinna að „róttækri endur skipulagningu“ sovézkra vís indarrannsókna. Með stofn- un hennar er Sovézka vís- indafélagið raunverulega svift valdi yfir ýmsum vís- indastofnunum, sem höfðu sérstök verkefni með hönd- um. Sovézka Vísindafélagið var — að öllu nema nafninu — hið sovézka vísindaráðu- neyti — og sú vísindaleg rannsóknastofnun heims, sem náði yfir fleiri vísinda- svið, og réð yfir fleiri vís- indastofnunum en nokkur önnur stofnun í heimi. Tala vísindamanna í félaginu er á sjötta hundrað (518) og af starfsliði innan vébanda hennar voru 1466 vísinda- menn, sem höfðu unnið sér doktorstitla, og aðrir vís- indamenn starfandi að rann sóknum 6788. Loks er þess að geta að innan vébanda þess voru 200 vísindastofn- anir, þar sem unnið var að sérstökum vísindalegum við fangsefnum. Má af þessu marka hversu umfangsmik- il starfsemin var. Með því að kippa eftirlit- inu með vísindastofnunum úr höndum Vísindafélagsins er um enn eina framkvæmd að ræða í anda þeirrar stefnu, sem mjög hefur ver- ið fylgt í stjórnartíð Kru- sjefs og byggist á, að stofn- anir út um landið geti starf- að við meira frjálsræði, þ.e. án þess að vera um of háð- ar valdi á einum stað. £*ravda birti tilskipun um hina nýju Vísindanefnd 12. apríl sl. og Vísindafélagið gagnrýnt fyrir, að samræm- ingar-framkvæmdir þess hafi farið í handaskolum, ó- afsakanlegur tvíverknaður hafi átt sér stað og misnotk- f grein þessari ræðir brezki blaðamaðurinn Maur ice Manning um vísindalíf í Sovétríkjunum og þær yfir- lýsingar Rússa að þeir hafi fyrstir manna fundið m.a. upp flugvélina og sjónvarp- ið. un starfskrafta og fjár, sem veitt var til rannsókna. Efnahagsleg skipulagning á sér langa sögu í Sovétríkj unum. Sannast að segja voru rússneskir leiðtogar svo framsýnir fyrir valda- töku bolshevika 1917, að þeir unnu að skipulagningu iðnaðarlegra framfara og bættri tækni. Þeir töldu það einu leiðina til þess að losa þjóðina úr greipum einan- grunar og kyrrstöðu. Og árum saman lögðu stjórnarvöld Sovétríkjanna áherzlu á, að hagnýta sér þá tækpilegu reynslu, sem er- lendar þjóðir höfðu aflað sér, og í rauninni tekið margt slíkt traustataki. — Árið 1955 var stofnuð upp- lýsingadeild innan Vísinda- félagsins og — eins og for- stöðumaður hennar kvað að orði — var tilgangur hennar að „sjá um að sovézkir vís- indamenn ættu jafnan að- gang að öllu varðandi afrek erlendis á sviði vísinda og tækni. Til þess að þjóna þess ari tækni hafa verið birt mánaðarlega heil bindi með útdráttum úr ritgerðum birt um erlendis um stærðfræði- leg efni, líffræði, stjörnu- fræði. efnafræði, vélavís- indi, jarðfræði, landafræði o. fl. Hve langt hér er gengið til þess að safna upplýsing- um og taka útdrætti úr er- lendum ritum vísindamanna má sjá af því, að í fyrstu 9 bindunum um stjörnufræði, stærðfræði og eðlisfræði var hvorki meira né minna en um 4000 útdrætti að ræða. Með tilíiti til þessa gætu menn látið sér detta í hug, að það gæti verið sovézkum vísindamönnum umhugsun- arefni hvort það sé nú alveg sannleikanum samkvæmt, sem sagt er í útvarpi og blöðum Sovétríkjanna um það, að Rússar hafi orðið fyrstir til þess að finna upp ratsjána, sjónvarpið, dráttar vélarnar o.fl. o.fl. En hvað sem því líður er áhuginn fyrir vísindalegum framförum mikill og á öll- um sviðum vísindanna, og varla fletta menn svo sov- ezku blaði. að ekki sé sagt frá nýjum vísindalegum og tæknilegum afrekum Til dæmis: í Alma Ata hafa þeir fundið upp nýja gerð af krana, birtur hefur verið nýr uppdráttur af tunglinu, ný vél hefur verið fundin upp í Tadzhikistan, sem knýr 4 vefstóla, reynt er að framleiða gler úr hraun- grýti, ný gerð véla er í orkuveri, sem reist hefur verið í Krasnovodsk o.s.frv. Svo vikið sé aftur að þeim staðhæfingum. að Rússar hafi orðið á undan öðrum á mörgum sviðum, þá hafa vestrænir menn oft furöað sig á þeim, að ekki sé meira sagt. Nú verður að játa, að í vestrænum löndum eru stundum birtar fréttir um nýjar uppfinningar og upp- götvanir, sem reynast síðar hafa verið nokkuð ýktar, og þó eru slíkar staðhæfingar ekkert í áttina við þær, sem sagt er frá í útvarpi og blöð um austan tjalds. Sannast að segja finnst vestrænum mönnum stundum, að engu sé líkara en kommúnistar vilji gína yfir öllu, tileinka sér öll afrek, t.d. er þeir veigra sér ekki við að draga strik yfir sögulegar stað- reyndir, en meðal alþýðu manna í Sovétríkjunum trúa sennilega flestir því, að Alexander Popov eigi heið- urinn af uppfinningum Mar conis, og það þótt tekið hafi verið fram, að Popov hafi fundið upp radio 1895, sem almennt er viðurkennt að Marconi fann upp 1890 — og að Rosing prófessor í Pét ursborg, eins og Leningrad hét þá. En með þessum og öðrum slíkum staðhæfing- um eru kommúnistar austan tjalds í rauninni að gera sig hlægilega út um víða ver- öld. Það kann að vera eitthvað til í því, að fyrsta flugvélin hafi verið framleidd í Rúss- landi 1882, einnig að starfi Tsiolkovskys prófessors að margra þrepa eldflaugum megi þakka, að geimför Gag i arins heppnaðist, en blákald ■ ur sannleikur er það, að bif i reiðar, sjónvarpsviðtæki, raf ! magnstæki og húsbúnaður, ' svo að eitthvað sé nefnt af ! öllu því, sem framleitt er í ' vestrænum löndum til þess að gera mönnum daglegt líf skemmtilegra og þægilegra, stendur langt framar að gæðum samskonar fram- leiðslu í Sovétríkjunum, enda í flestum tilfellum um eftirlíkingar að ræða. Það kann að vera satt, að góður sovét-borgari hafi meiri áhuga fyrir geimferð- um til tunglsins en ferðalög um til Miðjarðarhafs og að hann sé hjartans ánægður með þá áherzlu, sem lögð er á ýmis þjóðarafrek, þótt af því leiði, að miklu seinna gengur en ella að bæta lífs- Framh. ó 12. síðu. Hver segir, að Keflavíkurflugvöllur sé gróðurlaus auðn? Já, trjágróðurinn er að vísu ekki mikill, en tré sést þar. Myndin er af þeim Sigtryggi Maríussyni, Finni Þorsteinssyni og Pálma Arngrímssyni, garðyrkjufræðing, og eru þeir að gróðursetja Sitkagrenitré í stað íslenzkrar hríslu, sem drepist hafði í vetur. Horfur betri á Laos- ráðstefnunni í Genf. Fundur iiiii samste^pu- stjórn lialdinii í Laos. Aukin bjartsýni ríkir um samkomulag á Laosráðstefn- unni og leiðtogar í Laos koma saman á fund í dag og reyna að ná samkomulagi um myndun samsteypustjórnar. Bromyko stjórnar fundi ráð- stefnunnar í gær og lagði fram tvö skjöl, annað uppkast að yfirlýsingu um hlutleysi Laos og stuðning aðildarríkja ráð- stefnunnar, en hitt um að allir ráðunautar skuli hverfa frá Tónskób Siglufjarðar slitið - 48 luku prófi TÓNLISTARSKÓLI Siglufjarð ar lauk nýverið þriðja starfsár inu, fóru skólaslit fram 7. maí, og höfðu þá 48 nemendur lokið ársprófi, en 53 stundað nám við skólann. Við skólann kenndu í vetur, auk skólastjórans Sigursveinn D. Kristinsson, Ásdís Ríkarðs- dóttir í píanóleik, Hlynur Ósk- arsson og Magnús Magnússon á blásturshljóðfæri, og Krist- ján Sigtryggsson á skálmhorn. Námskeið í raddþjálfun fór fram á vegum skólans í apríl, Einar Sturluson kenndi og þjálfaði einnig hjá Söngfélagi Siglufjarðar. Nemendatónleik- ar voru haldnir bæði í janúar og apríl. Nemendur í píanóleik voru 13, á harmoníum 2, fiðlu 13, blásturshljóðfæri 21 og 1 hljómfræði 4. í undirbúnings- deild voru 56 barnaskólabörn og auk þess lærðu þar 13 á skálmhorn og 10 á blokkflautu. Próf fóru fram síðustu 3 dag- ana í apríl, og var Sigurður -Örn Steingrímsson nrófdómari. Laos innan 30 daga, öll erlend hergögn flutt úr landi og eftir- litsnefndin fari með eftirlit og taki við beinum fyrirskipun- um forustuþjóða Laosráðstefn-' unnar, Breta og Rússa. Hann gerði og þá kröfu, að SEATO afturkallaði yfirlýsingu um, að það ætli að vernda Laos. Á- kvarðanir eftirlitsnefndar skulu einróma. Af því mundi leiða, sagði fulltrúi Bandaríkjastjórnar, að fulltrúi Póllands til dæmis gæti beitt neitunarvaldi hvenær sem hann vildi, til þess að hindra samþykkt tillagna. Sum ir óttast að þetta atriði geti orð ið Þrándur í Götu samkomu- lags. Kennedy ávarpar Kanadaþing. John F. Kennedy óvarpaði sameinað þjóðþing Kanada í fyrradag. Hann staðfesti í ræðu sinni, að Bandaríkin væur reiðubúin að leggja Norður-Atlantshafs- bandalaginu til Polaris-kafbáta, , sem væru sameiginlega eign og undir sameiginlegri stjórn. Hann lýsti yfir, að varnir Bandaríkjanna og Vestur-Ev- rópu væru óaðskiljanlegar, og að Bandaríkin ætluðu að efla herlið sitt í Evrópu og búa það venjulegum vopnum. Hann hvatti þjóðirnar í NATO til þess að efla varnir sínar og samræma þær betur og einnig hvatti hann þær til samtaka um aðstoð við þjóðir, sem skammt eru á veg komnsr. i .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.