Vísir


Vísir - 20.05.1961, Qupperneq 6

Vísir - 20.05.1961, Qupperneq 6
6 Laugardaginn 20. maí 1961 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega. y Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram. Ritstjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f. Heimsóknir géðra gesta. öldum saman áítu Islendingar aðeins eina gestkomu vísa á hverju vori — komu farfuglanna, sem flykktust sunnar úr hlýrri löndum, þegar náttúran hvíslaði að þeim, að nú væri gott að eiga „bú í berjamó“ á Islandi, þvi að þar ríkti nóttlaus voraldar veröld. Allt var með meiri óvissu um komu annarra gesta, sem þó mátti annars gera ráð fyrir, að sæktu landið heim. Alltaf gat sigling brugðizt, þegar allt var undir veðrum og hreinu happi komið. En allt er breytt á Islandi, og allt er einnig breytt, að því er snertir afstöðu Islands til annarra landa, hvort sem það er metið landfræðilega í kílómetrum eða á annan hátt. Einangrunin er úr sögunni. Það er staðreynd, sem ekki verður hróflað, livort sem okkur líkar betur eða verr, hvort sem við teljum það til góðs eða ills. ísland er á sín- um stað, en tæknin hefir svo að segja látið hnöttinn „hlaupa“ eins og flík úr lélegu efni. öldum saman var Is- land óraveg fyrir norðan allar leiðir milli álfa. Nú eigum við bæ okkar við þjóðbrautina eða um þjóðbraut þvera Gestir skipta tugum þúsunda á ári hverju — sumir staldra rétt við eins og krían, sem sezt á steininn, en aðrir hafa lengri viðdvöl, þótt ekki gisti þeir eins lengi og farfuglar. Og loks eru þeir gestir, sem við bjóðum sérstaklega velkomna, af því að þeir koma sem fulltrúar þjóðar sinnar og eru opinberir gestir okkar. Svo er til dæmis um utan- ríkisráðherra Israels, frú Goldu Meir, fulltx-úa ungs ríkis fornrar þjÓðar, sem er í nokkra daga gestur annars ungs ríkis fornrar þjóðar. Leiðin er löng milli Israels og Islands, ef talið er í kíló- metrum. Þó erum við grannar og höfum sömu hagsmuna að gæta — frelsis og fullveldis í óbilgjömum heimi. Island 'og Israel eru bæði kotríki, þótt rnikill munur sé á fólks- fjölda, en smái’íkjum er ekki síður þöi'f að kynnast og fi'æð- ast um vandamál hvei’s armars en hin, sem stærri eru. Því ber að fagna því, að forvígismenn þjóða okkar skipt- ast á heimsóknum til að auka kynni og vinfengi. Verkföll e&a vinnufriður. Þegar þetta kemur á pi'enti, mun Dagsbrúnarfundur hafa heimilað stjóm félagsins að lýsa yfir vinnustöðvun með löglegum fyrirvara, þegar henni þykir henta. Fundinn inun þó aðeins hafa sótt nokkur hluti félagsmanna, varla fjórðimgur, ef farið hefir að venju, og látið nægja að fela þeim að ráða aðgerðum margfalt fleiri manna. Hér skal ekki farið mörgum orðum um það, hversu frá- leitt það er að ekki skuli vera um það lagaákvæði, að alls- herjaratkvæðagreiðsla sé látin fai'a fram um svo mikilvægt atriði sem heimild til að hefja verkfall — stofna jafnvel vinnufriði í öllu landinu í hættu um lengi’i eða skemmri tíma. Rétt er hinsvegar að minna á það, að fyrir utan þá truflun á verðmætasköpun, sem verkfall hlýtur að liafa í för með sér, getur það hæglega kallað yfir þjóðina nýja verðbólguöldu, sem enginn veit fyrirfram, hversu unnt reynist að stöðva. Menn ættu að hafa það hugfast, sem Ilannibal Valdi- marssonar sagði við þing ASl haustið 1958. Hann sagði, að við vænxm að fara fram af hengiflugi — hrim blasti við, af því að „ný verðbólgualda var skollin yfir“. I það sldpti talaði Hannibal sannleika, af því að hann var ábyrgur að sínu leyti fyrir stjórn landsins. Nú berst hann og kommúnistar yfirleitt fyrir þvi, að raskað verði því jafnvægi, sem á hefir komizt, ný verð- bólgualda vakin með verkföllum og ókyrrð i atvinnulífinu. Nú hirðir hann ekki um það, þótt hann ýti sjálfur þjóðinni fx’am af því hengiflugi, sem hann varaði við áður. Annars ættu verkamenn að minnast þess, sem kommún- istar segja svo oft: Það eru „skuldakóngarnir“ einir, sem eræða á verðbólgunni! ylsrR KIRKJA DG TRLJMAL: Hvítasnnna. Hátíðin, sem í hönd fer, er merkileg staðreynd. Það er furðulegt, hver mörgum sést yfir það. En svona erum við gerðir, að jafnvel undur lífsins getur orðið hversdagslegt og talið sjálfsagt, menn hætta að veita því athygli, hugsunin sljóvgast gagnvart því, það hverfur fyrir því smáa og fá- nýta í umhverfinu, sem fyllir hugann.Það er bara hvíta sunna og við fáum tveggja daga hvíid frá brauðstriti lífsins. En hvernig væri umhorfs, ef við ættum enga hvítasunnu? Hvernig hefði sagan mótast, hugsun, og siðferði, ef kristin kirkja hefði aldrei verið til? Gilti það einu, þótt þáttur krist- innar trúar í þroskasögu mannkynsins væri máður út? — Er nokkrum manni með vorri þjóð svo farið, að hann mætti við því að vera án allra þeirra áhrifa, sem hann hefir orðið fyrir hjá kristinni kirkju, svo að hann yrði við það allur ann- ar maður, líf hans fátæklegra, innihaldið minna? inum, þá kemur Guðs andi til þeirra og býr hjá þeim. Hvíta- sunnan boðar mannsins æðstu köllun, líf og starf í anda Guðs. Hefði hér verið aðeins um einstakgn atburð að ræða, ætt- um við ekki þessa hátíð. En at- burðirnir í Jerúsalem voru upphaf þeirrar framvindu, sem nú á sér nærfellt 2000 ára sögu. — Og hver kynslóð hefir með einhverjum hætti fengið sína staðfestingu á raunveruleikan- um, að hér er ekki um hugar- burð að ræða. Guðs andi er virkur máttur í kirkju Krists. Það hafa einstaklingar sjálfir reynt, og það hefir augljóst orð- ið í lífi margra meðbræðra, í lífi helgra manna og í lífi breyzkra manna, sem fengið hafa kraft til baráttu við synd og spillingu og sigurs í þeirri baráttu. Þegar óvild og hatur víkur fyrir kærleiksríku og fórnfúsu hugarfari, þá er Guðs andi að verki. Það er e. t. v. erfitt að skil- grina með orðum hváð það er, að hafa meðtekið andann. En það er ávallt erfitt að skil- greina hvað lífið er. Og ef það er erfitt að skilgreina lífið jafnvel í frumstæðasta formi þess, hvað mun þá um hin æðstu svið þess. En ávexti and- ans þekkjum vér. Þeir eru hin- ir sömu og áður fyrr í upphafi: Kærleiki, gleði, friður, lang- lyndi, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð, bindindi. — f þessum dyggðum leiðir Guðs andi til þroska og staðfestu. Hann gefur hugrekki og dirfsku til að játa trú á Drottin með orði, og stöðuglyndi til að standa við hana í verki. Hann leiðir í lifi helgunnar til fegurra og betra lífs í náð Guðs. Með mætti kærleikans vinnur hann dag frá degi sína sigra í lífi breyzkra manna og veitir fyrir- heit eilífs lífs. Gefi Guð oss öllum gleðilega hátíð og blessun anda síns yfir líf og starf. Þrennir tónleikar á Siglufirði á aldarafmæli Bjarna Þorsteinssonar. Hvítasunnan greinir frá þeim atburðum, sem taldir eru upp- haf kristinnar kirkju, því sem gerðist í Jerúsalem, hinni helgu borg, á fyrstu kristnu hvíta- sunnuhátíðinni. Þá varð kirkj- an til. — Postulasagan skýrir frá þessum atburði, Ýmis ytri tákn gerðust. En aðalatriði frá- sagnarinnar er þetta: Þeir urðu allir fullir af heilögum anda, — þetta er hvítasunnunnar stóra fullyrðing, hátíðartilefnið. Þess vegna er hvítasunnan meira en tveggja daga hvíld frá erfiði. Hún er heilög stórhátíð, sem hrærir hjörtu mannanna til fagnaðar yfir Guðs miklu gjöf, sem er þessi, að himinn Guðs er mönnunum opinn, og séu hjörtu þeirra opin fyrir himn- f TILEFNI 100 ára afmælis sr. Bjarna Þorsteinssonar tón- skálds, héldu Tónlistarskóli Siglufjarðar, Söngfélag Siglu- fjarðar og Lúðrasveit Siglu- fjarðar þrenna tónleika á dög- unum í minningu þessa ágæta menningarfrömuðar. Fyrstu tónleikana annaðist nemendur Tónlistarskólans, og léku þá lúðrasveit og stroksveit nemenda m.a. lög eftir séra Bjarna. Aðrir tónleikarnir fóru fram í Siglufjarðarkirkju. Þar söng Einar Sturluson kirkju- verk eftir Cacoini, Bach, Cesar Franck, Schubert og Schu- mann og Söngfélagið flutti verk eftir Bjarna Þorsteinsson. Þriðju tónleikana fluttu Lúðra sveit og Söngfélag Siglufjarð- Bjarni Þorsteinsson. ar, lög eftir Bjarna Þorsteins- son í búningi Sigursveins D. Kristinssonar. Einsöngvari var Einar Sturluson, undirleikari Ásdís Ríkarðsdóttir, og stjórn- andi Sigursveinn D. Kristins- son. BERGMÁL NÚ kemur sá tími, þegar ókyrrð mikil fer að færast í vissan hóp manna viðs vegar um landið. Þeir eru að sögn farnir að líta ein- kennilega oft á almanakið — gera það oftar en sumir líta á klukk- una, þegar lok vinnudags nálgast, og sumir ganga um í hálfgerðri leiðslu, með fjarrænt augnaráð eða hvað skáldin nú kalla það, þegar þeir eru að lýsa ástföngn- um unglingum. Náttúruunnendur? Um daginn kom ég í hús eitt hér í bænum, þar sem tvær nafn- togaðar aflaklær voru staddar. Annar var þekktur lax- og silungs veiðimaður, en hinn bátsformað- ur, sem á ekki öðru að venjast en að vera jafnan meðal hæstu manna á síld og þorski. Þeir voru að ræða um veiðar, nánar tiltekið laxveiðar. Og vitanlega sýndist hvorum sitt, þvi að aðalumræðu- efnið var þetta: Eru laxveiðimenn náttúruunnendur eða ekki? Með og móti. Já, þetta var hin mikla spurn- ing, og hún var mikið rædd, eins og gefur að skilja. Báðir höfðu næg rök til að styðja sitt mál. Laxveiðimaðurinn taldi sig og sína líka að sjálfsögðu einhverja hina mestu náttúruunnendur, sem til væru á þessu landi. Og — að sjálfsögðu líka — svaraði sjómað- urinn, að þeir væru ekki hótinu meiri náttúruunnendur en hann, fiskidráparinn mikli. Atvinna eða til gamans. Laxveiðimaðurinn kvað það meömæli með sinni náttúruelsku, að hann dræpi ekki sér til fram- færis — aðeins sér til skemmtun- ar, en annars væri það ekki að drepa laxinn, sem væri aðalatrið- ið. Mest væri um vert að glíma við hann. Sjómaðurinn sagði, að laxveiðimaðurinn verðskuldaði fordæmingu af því að hann dræpi sér til skemmtunar. Sjálfur væri hann neyddur til að drepa þús- undir fiska á ári hverju til þess að geta lifað — og hjálpað öðr- um til að lifa. Vilja menn ræða málið? Bergmál vill ekki gera upp á milli þessara tveggja manna, en það vill bjóða mönnum að taka til máls um þetta fróðiega og eft- irtektarverða efni. Þó verður að gæta þess, að enginn má vera langorðari en svo, að innlgg hans komist fyrir á hálfu vélrituðu blaðinu með venjulegu línubili.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.