Vísir - 03.06.1961, Side 2

Vísir - 03.06.1961, Side 2
 VÍSIR Laugardaglnn 3. júní 1961 Sajat4téitit CHAMPION Almenn fjársöfnun í húsbygg ingarsjöð Leikfélagsins. y ÚevarpiS í dag: 8.00 Mogunútvarp. — 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Óska- lög sjúklinga. 14.30 Laugar- dagslögin. (15.00 Fréttir). 16.00 Framhald laugardags- laganna. 16.30 Veðurfregnir. — 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleik- ar. 20.15 Leikrit: „Sólskins- dagur“ eftir Serafin og Jaq- uin Quintero. — Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leik- stjóri: Gísli Halldórsson. — 20.40 „Sveinar kátir, syng- ið!“: Guðm. Jónssón kynnir nokkra ágæta söngvara af yngri kynslóðinni. — 21.20 Upplestur: „Karlsrústin“, smásaga eftir Líneyju Jó- hannesdóttur (Höf. les.). — 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög — til 24.00. Útvarpið á morgun: 8.30 „Ræs!“: Lífleg sjó- mannalög leikin og sungin. 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntón- leikar. (10.10 Veðurfr.). — 11.00 Messa í Neskirkju. (Prestur: Séra Jón Thorar- ensen, 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Frá útisamkomu sjó- mannadagsins við Austur- völl: a) Minnzt drukknaðra sjómanna (Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, talar; Guðm. Jónsson syng- ur). b) Ávörp (Emil Jóns- son sjávarútvegsmálaráð- herra, Sverrir Júlíusson for- maður LÍÚ, fulltrúi útgerð- armanna og Karl Magnússon skipstjóri, fulltrúi sjó- manna). c) Afhending verð- launa og heiðursmerkja. — 15.30 Sunnudagslögin. — (16.30 Veðurfr.). — 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarn- arson kennari); a) Velkom- inn Gullfoss, gnoðin unga: Þórunn Elfa Magnúsd. flyt- ur frásöguþátt með ljóðum og söngvum. b) Eyjólfur Hannesson úr Borgarfirði eystra segir sögur frá löngu liðnum árum. 18.30 Miðaft- anstónleikar: Létt sjómanna lÖg. 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 Sjómanna- vaka: Dagskrá tekin saman af Jónasi Guðmundssyni sjó- liðsforingja. a) Hrafnista: Einar Thoroddsen formaður sjómannadagsráðs segir frá heimilinu og framtíðarhorf- um. b) Sjómannakona segir frá: Viðtal við Önnu Páls- dóttur frá Ánanaustum. c) Siglingar fornmanna: Sig- urður Guðjónsson skipstjóri segir frá. d) Sitt af hverju um sjómennsku: Gils Guð- mundsson flytur viðtal við Árna Gunnlaugsson skipstj. e) Tekið í blökkina: Jónas Árnason les frásöguþátt. f) Frá liðinni tíð: Viðtal við Eirík Kristófesson skipherra. g) Frásöguþáttur frá skútu- öld: Viðtal við vistmann á Hrafnistu., h) „Stjórnarróður á Hakanum“, gamanþáttur í flutningi Karls Guðmunds- sonar. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.05 Danslög og kveðjulög skipshafna. Krist- ín Anna Þórarinsdóttir stjórnar danslagaflutningn- um — til 01.00. Mcssur á morgun. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Síra Jón Auðuns. Bústaðasókn: Messa í Háagerðisskóla kl. 2 (Sjó- mannadagurinn). Séra Gunn ar Árnason. Neskirkja: i.Iessa kl. 11 f. h. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Magnús Run- ólfsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f. h. (Athugið breytt- an messutíma). Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan: Messa kl. 11. Séra Ragnar Benediktsson. Langholtsprestakall: Messa í Hrafnistu kl. 11 f. h. Séra Árelíus Níelsson. Kvennaskólinn í Reykjavík. Námsmeyjar sem sótt hafa um skólavist í 1. bekk næsta vetur komi til viðtals kl. 8 í kvöld og hafi með sér próf- skírteini. Bjarni Jónsson, Laugarneskamp 4, verður 65 ára á morgun, sunnudag- inn 4. júní. Éimskipafelag fslands: . Brúarfoss fór í gær frá Hamborg til Rvk. Dettifoss er væntanlegur til Rvk. á ytri höfnina síðdegis í dag. Fjallfoss er í Keflavík. Goða- foss fór frá Keflavík 31. maí til Hull. Gullfoss fer frá K.höfn í dag til Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá Vestm.eyjum 31. maí til Hull Reykjafoss kom itl Eger- sund 31. maí. Fer þaðan til Haugasunds og Bergen. Selfoss fór frá Vestm.eyjum 30. maí til New York. Tröllafoss er í Rvk. Tungu- foss er í Hamborg. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Onega. Arnar fell er í Archangelsk. Jökul- fell fór í gærkvöldi frá Hamborg áleiðis til Gdynia, Noregs og íslands. Dísarfell losar á Austfjarðahöfnunv. Litlafell og Arnarfell eru í Rvk. Hamrafell er í Ham- borg. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla er í Archangel. Askja hefur væntanlega komið í gærkvölai til Svelgen. Jöklar: Langjökull lestar á Norður- landi. Vatnajökull er í Grimsby. Rikisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 í kvöld til Norðurlanda. Esja fer frá Reykjavík á' há- degi í dag vestur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 12 á ,hádegi í dag til Reykjavík- ur. Þyrill og Skjaldbreið eru í Reykjavík, Herðubreið er á leið 'frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Húsbyggingarnefnd Leikfé- lags Reykjavíkur kvaddi frétta- menn á sinn fund í Iðnó í gær í tilefni Jiess, að á næstunni verður hafinn almenn fjársöfn- un í liúsbyggingarsjóð til að geta ráðist í byggingarfram- kvæmdir áður en langt líður, og hafði orð fyrir nefndinni Þorsteinn Ö. Stephenscn. Leikfélag Reykjavíkur hefir haldið til í bessu'gamla, góða húsi frá sinm fyrstu tíð, og það á sitt 65 ára afmæli í jariúar n.k. Með árunum hefir vistin hér orðið örðugri því að með nýjum tímum koma auknar kröfur um bægindi og aðbúnað. Þrengslin hér eru orðin svo til- finnanleg, að hér má heita ó- gerningur að hafast við öllu lengur með leikstarfsemi. Allt sem heiti hefir og við þurfum að nota við okkar^starf, bún- inga, tjöld o. fl. verðum við að þeytast með fram og aftur, því að við verðum að geyma það hér og þar úti í bæ. Bæði er félagið komið á þann aldur og starf þess orðið svo fjölþætt, enda eitt elzta menningarfélag í bænum. að það er óviðunandi lengur að vera leigjandi. Því hefir nú verið ákveðið að láta til skarar skríða strax og tryggð hefir verið byggingarlóð og á- litleg fjárupphæð til að byrja að byggja og komast það langt, að þurfa ekki að hætta eftir lítilfjörlega byrjun. — Fyrir nokkrum árum var stófnaður byggingarsjóður, efnt til happ- drættis, og safnaðist á skömm- um tíma hálf milljón króna. Ekki hefir verið gerður veru- legur skurkur síðan til söfnun- ar, en þó hafa borizt gjafir frá einstaklingum annað veifið, einkum hefir einn hollvinur félagsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, hvað eftir ann- að látið af hendi rakna í bygg- ingarsjóðinn. Skilningur hefir mjög vaxið á því, að félagið komi sér upp eigin húsi, og verður nú sett það takmark, að húsið verði komið upp á næstu 3—4 árum, eða a. m. k. fyrir 70 ára afmælið. Lifandi áil — Frh. af 12. síðu: þar til þær eru orðnar ferða- færar í hinu mikla úthafi og leita siðan í ár og læki sem falla í Atlantshafið og innhöf þess. Álarnir vaxa síðan upp í hinu nýju heimkynnum sín- um þar til þeir eru kynþroska, þá leita þeir aftur til hafsins og leggja aftur upp í hina löngu ferð sem þeir fóru í upphafi æviskeiðs síns. Állinn er einna lífseigastur allra fiska, það er að segja, að hann þolir að vera lengur úr vatni en aðrir fiskar. Hann fer stundum langar leiðir á þurru landi þegar hann flytur sig milli lækja eða tjarna. Á ís- landi er mest af ál í lækjum og ám á svæðinu frá Snæfellsnesi austur í Lón í Skaptafellssýslu. Hér áður fyrr var áll veiddur talsvert til matar á íslandi, en svo mun álaveiði hafa farið minnkandi þar til nú, að Loft- ur Jónsson gerir tilraun til að gera útflutningsverðmæti úr honum. Má því gera ráð fyrir að þeir sem aðstöðu hafa, skapi sér tekjur af því að veiða hann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.