Vísir - 03.06.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 03.06.1961, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Laugardaginn 3. júní 1961 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f. Geta þeir gengið til góðs... ? 1 dag og á morgun sitja foringjar helztu stórveldanna í vestri og austri, lýðræðis og einræðis, fund i Vínarborg. Þetta verður „toppfundur“ i heldur smærri stíl en venju- lega hefir verið talið æskilegt að ná saman, en ekki leikur samt á tveim tungum, að hann er nauðsynlegur og mikil- vægur. Hann getur i rauninni ráðið öllu um sambúð vesturs og austurs á komandi timum, og ef til vill getur hann orðið upphaf þess, að af mannkyninu verði létt kvíða og áhyggj- um varðandi varðveizlu þess, sem flestum er mikilvægast, fjörs og frelsis, jafnvel þótt búið sé við kröpp kjör og léleg- an kost að öllu leyti. Með hverjum degi sem liður gerist nauðsynlegra, að lýðræði og einræði finni einhverja leið til að búa saman í sátt og samlyndi. Með hugviti sinu hefur mannkyninu tekizt að skapa svo geigvænleg vopn, að það getur i raun- inni útrýmt sjálfu sér á stund úr degi, ef öllu væri beitt, sem tiltækt er. Mannkynið virðist þess vegna verða komið að þeim vegamótum, að það verði að gera upp við sig, hvort það á að lifa eða deyja, og það virðist að verulegu leyti komið undir þeim mönnum, sem nú eru að hefja við- ræður í Vín, öðrum þeirra eða báðum, hvor leiðin verður valin — leiðin til lífs eða tortímingar. Mjög er deilt um einlægni manna í austri og vestxá, og ættu verkin að vera mikilvægari í því efni en orðræður einar. Eftir heimsstyrjöldina síðustu flýttu lýðræðisþjóð- imar sér að afvopnast og fá mönnum önnur verkefni en hermennsku. Þær vissu ekki annað en að kommúnistar gerðu slíkt hið sama. En það var öðru nær, því að þeir notuðu tímann til að efla heri sína sem mest. Það er bros- legt, þegar því er haldið fram, að slíkt hafi einungis verið gert til að tryggja friðinn í heiminum. En tækifæri er enn til að sýna, að einlægni sé raunveru- lega fyrir hendi hjá kommúnistum þrátt fyrir allt, og þeir sé menn friðarins frekar en stríðsins. Krúsév faer gullið tækifæri til að færa sönnur á þetta þessa daga, sem hann hittir Kennedy. Vonandi er honum ljóst, að rétta aðferðin til að draga úr spennu í heiminum er ekki að skaka atom- sprengjur framan í hinn frjálsa heim, sem hefir verið ein helzta íþrótt hans. En haldi hann þvi áfram, þá verður sýnilega óbreytt ástand og þá ber hann sökina. Þeir vilja ófrið. Framkoma kommúnista í kjaradeilunni, sem staðið hefir að undanfömu, tekur af öll tvímæli um það, að þeir óska fyrst og fremst eftir ófriði og ókyrrð í sambandi við atvinnu- og efnahagsmál þjóðarinnar. Tilgangurinn er ekki að bæta kjör verkamanna með sem minnstu tjóni þeirra vegna vinnuleysis af völdum verkfalla — þvert á móti, þeir vilja hafa verkföll sem lengst og illvígust, því að þá telja þeir sig háfa bezta aðstöðu til. að móta vilja verka- maniia sér að skapi. Þótt sex ár sé liðin frá því að stórt verkfall var háð liér í Reykjavík, ættu verkamenn ekki að vera búnir að gleyma því, hvemig þá fór. Þegar verkfallið byrjaði, stóðu jxeim til boða nýir samningar með 7% hækkun á kaupi. Kommúnistar fengu að ráða því, að þessu boði var hafnað og staðið í verkfalli i sex vikur samfleytt. Þá var loks samið — um 10% kauphækkun. Afkoma verkamanna varð lélegri það ár en ef þeir hefðu samið strax um 7 % hækkun og notið hennar óslitið, án verkfalls. I ofanálag fengu þeir svo verðbólgu----og vinstri stjórn. Það er auðséð, að kommúnistar vilja leika sama leikinn nú — og verkamenn eiga að borga þeirra gaman. Lauk landsprófi í gær — las undir það fyrir 30 árum. Rætt við landsprófskandítatinn Stefán Bjarnason yfirverkfræðing Ríkisútvarpsins. Stefán Bjarnason á lokasprettinum í landsprófinu — 200 spurningar og 2 ritgerðir í landafræði. Landspróf hefir staðið yf- ir að undanförnu og lauk í gær með prófi í landafræði. Hér í bænum fór það fram í ýmsum gagnfræðaskólum og meðaf þeirra, sem þreytt viðtal dag§in§ hafa prófið í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, eru feðgar tveir, Helgi Stefáns- son og faðir hans Stefán Bjarnason yfirverkfræðing- ur Ríkisútvarpsins. þetta bara fyrir sjálfan mig til að kynnast af eigin raun þessu prófi, sem oft hefir verið um rætt, og líka mér til gamans að sjá, hvað tylldi í manni 31 ári eftir að maður las undir og þreytti hliðstætt próf í 2. bekk gagnfræðaskólans. — Hvernig hefir gengið? Mér sýndist þið hafa kapp- nóg að gera í landafræðinni í morgun. — Mér finnst aberandi, hvað prófin eru viðamikil. Landafræðiprófin í morgun hljóða hvorki meira né minna en upp á 200 spurn- ingar og tvær ritgerðir að auki, og þessu átti að ljúka á 3 tímum. Það er reyndar einn kostur á svona prófum, sem koma alls staðar við, að það hlýtur að vera auðvelt t. d. fyrir fullorðna að gutla í mörgum spurningum, gef- ur fleiri tækifæri. Úrslit koma ekki fyrr en eftir 2—3 vikur, en eg þykist vera nokkurn veginn viss um að komast í gegn. Þó að eg fengi lélegt í „kjaftafögun- um“ (sögu, landa- og nátt- úrufræði), þá hefi eg þó allt- af yfir 9 í stærðfræði og sæmileg í tungumálum til að fleyta mér í geng. — Telurðu prófið sann- gjamt sem mælikvarða á raunhæfa þekkingu nem- enda? — Það er eins og eg sagði, bæði of viðamikið fyrir ekki eldra fólk, 15 ára unglinga, og furðulítill hluti af því er lífrænn fróðleikur. Það er allt of mikið spurt um atriði, sem litlar eða engar líkur eru til að verði þessu fólki veganesti í lífinu og hlýtur því að fara inn um annað eyrað og út um hitt, ef það kemur hvergi að notum nema á þessu prófi. Það sýn- ist vera alger óþarfi og raun- ar hlálegt að tungumálapróf skuli vera í því falið að tína til afkáraleg atriði úr mál- fræði og hljóðfærði, alls staðar verið að búa til gryfj- ur til að láta unglingana detta í, aukaatriði eru gerð alltof þýðingarmikil. — Hvaða dæmi vildir þú nefna úr einstökum náms- greinum? — Eg hefi safnað saman prófverkefnum og ætla að Framh. á bls. 10. Þeir hafa setið í sömu stofu í öllum prófunum þangað til í gær, þegar fréttamaður og ljósmyndari Vísis komu í heimsókn í prófið í vesturbæjarskólan- um, þá sat faðirinn þar með fangið fullt af landafræði- spurningum, en sonur hans var þá allt í einu kominn í Austurbæinn og þurftum' ið að bruna alla leið austur í Brautarholt til að geta tekið mynd af honum, í Gagn- fræðaskóla verknáms. — Eg ætlaðist alls ekki til að blöðin færu að gera sér mat úr þessu uppátæki mínu, en það er nú bara svo komið, að fjöldi fólks mér óviðkomandi talar um þetta í tíma og ótíma, sagði Stefán Bjarnason, þegar fréttamað- ur hitti hann að máli að loknu prófi í gær. Eg gerði Lengst af hafa þeir feðgar setið saman í stofu í prófinu, en við þurfum að fara lengst austur í bæ til að ná mynd af syninum: Helgi Stefánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.