Vísir - 03.06.1961, Side 12

Vísir - 03.06.1961, Side 12
Ferðir F.í. um helgina. Á morgun verður farið i Brúarárskörð. Verður ekið austur í Biskupstungur að Út- hlíð, en lengra verður ekki komizt í bílum. Þaðan verður gengið um Hrúthaga og Kálfár sporða í Brúarárskörðum. Ef veður og tími leyfir verður gengið á Högnshöfða. Náttúru fegurð á þessum stað er mikil og einstæð í sinni röð. Gist verður í tjöldum. Einnig verður farið á Þórs- mörk á morgun og gist í sælu- húsi félagsáns. Þriðja ferðin sem Ferðafél- agið efnir til er gönguferð úr Hvalfjarðarbotni upp að Glym og þaðan á Hvalfell. Öll þessi leið er fögur og víðsýnt af fell- inu. í þessa ferð verður lagt á sunnudagsmorgun og þá ekið dnn í Hvalfjörð. Fegurðarsamkeppni fer fram um næstu Ungfrú ísland 1961 vafin í AusturbæjarbíóL Svo sem kunnugt er,hefur ísland verið undanfarin ár að- ili að alþjóðasamtökum, er ann ast fegurðarsamkeppnir, og hef ur Einar Jónsson, sem er einka \ umboðsmaður samtakanna Miss Universe og Miss Inter- notional í Bandaríkjunum og Miss World Europc í Evrópu, verið forystumaður um þótt- töku af íslands hálfu. Sú breyting var nú gerð* á undirbúningi keppndnnar, að í stað þess að halda hana i Tívolí-garðinum í Reykjavík, þá birti vikublaðið VIKAN Ijós myndir af stúlkum, sem að mati lesenda og dómnefndar g'átu komið til greina, en að því búnu greiddu lesendur Vikunnar atkvæði um stúlkurn ar og réðu þau því, hverjar þeirra voru valdar til úrslit- anna. (James Mason), ' * sem var ALVEG Á TAKMÖRKUM hins leyfilega, bæði í ósla- málum og gagnvart lögunum. Auk þeirra Masons og Veru Miles lék George Sanders í myndinni. — Ekki skal hér rakin þráður sögunnar, en lesendum er óhætt að treysta því að hún er bæði spennandi og skemmtileg, enda hefur myndin notið mikilla vinsælda. Sjómannadagurinn cr á morgun og þá minnast menn þeirra, sem sækja gull í greipar Ægis. Dómnefnd skipa: Anna Guð- mundsdóttir, flugfreyja, Ásdís Alexandersdóttir, flugfreyja, Ásta Jónsson, fegurðarsérfræð ingur, Eggert Guðmundsson, listmálari, Gestur Einarsson, ljósmyndari, Guðmundur Karlsson, blaðamaður, Jóhann es Jörundsson, auglýsingastj. og Guðni Þórðarson, forstjóri. Laugard. 10. júní mun for- keppni fara fram í Austurbæj- arbíói, og koma þá fram 10 stúlkur, sem valdar hafa verið Framh. á 8. siðu Sjómannadagur- inn á morgun. Hátíðahöldin svipuð og undanfarin ár. Sjómannadagurinn er á morgun. — Er þetta í 24. sinn, sem Sjómannadagsins cr minnst með hátíðahöldum um land allt. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsins í Reykjavík, Geir Ólafsson, skýrði blaða- mönnum svo frá að hátíðahöld in yrðu mjög fjölbreytt, og með svipuðu sniði og undanfar in ár. Hátíðahöldin hefjast með há tíðamessu í Laugarásbíói kl. 10 en eftir hádegið verður safnast saman á Austurvelli og minn- ist biskupinn yfir íslandi drukknaðra sjómanna. Full- trúar ríkisstjórnarinnar, út- vegsmanna og sjómanna munu flytja ávörp og verða verðlaun afhent. Tveir sjómenn hljóta að þessu sinni afreksbjörgunar- verðlaunin. Guðmundur Jóns- son, óperusöngvari mun syngja Úrslitaleikur í Firmakeppni G.R. Úrslitaleikur Firmakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fer fram í dag og hefst kl. 2 e.h. Úrslitaleikurinn er milli Hall- dórs Magnússonar, sem kepp- ir fyrir Bifreiðastöð Steindórs og Jóhanns Eyjólfssonar, sem keppir fyrir Matstofu Austur- bæjar. nokkur lög og Lúðrasveit Reykjavíkur lei,kur. Að athöfn inni á Austurvelli lokinni fer fram kappróður og sund. Þá mun Landhelgisgæzlan sýna hvern.ig fleygt er úr flugvél báti eða öðru tíjörgunartæki til skipa. Um kvöldið verða svo skemmtanir í fimm samkomu- húsum í bænum. Merki dags- ins og Sjómannadagsblaðið verða seld á götunum. Sölu- börn fá prósentu af sölu og að göngumiða á kvikmyndasýn- ingu í Laugarásbíói. Sjómanna konur annast kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu frá kl. Í4 á sunnudag og rennur ágóðinn af' sölunni til jólaglaðnings vist- fólki á Hrafnistu. „Kjallarinn“ full- * ur. - Arekstur. <„Kjallarinn“ hjá lögreglunni varð fullur snemma í gær- kvöldi. Mest bar á ungum mönnum sem ganga atvinnu- lausir vegna veikfallsins. Lög- reglan varð að sleppa þeim skárstu til að koma öðrum inn. Kranabíl og Volkswagen- bifreið lenti saman á mótum Snorrabrautar og Bergþóru- götu í gær. Volkswagenbifreið- in stórskemmdist, en ekki urðu meiðsli á mönnum. Ráðgert að flytja út lifandi ál Bændur safna ál í gildrur. Nú í sumar og það líklega innan skamms verður flutt út allmikið magn af ál og er það í fyrsta skipti að þessi fisk- tegund cr gerð að útlutnings- vöru. Loftur Jónsson í Reykja- vík hefúr gerst brautryðjandi um að skapa útflutningsverð- mæti út þessum fiski, sem hing- að til hefur ekki verið nýttur til matar svo nokkru nemi, en þykir þó hið mesta Iostæti er- lendis. Loftur Jónsson varðist frétta um framkvæmd þessa máls og sagðist ekki að svo stöddu geta gefið miklar upplýsingar og kvað þetta vera á byrjunar- stigi. „Þetta fer mikið eftir því hvað miklu hægt er að safna af ál. Eg hefi samband við bænd- ur á þeim svæðum þar sem álaveiðin er mest. Veiða þeir álinn í gildrur og geyma síðan lifandi þar til honum er safnað í skip. Enn ,er ómögulegt að segja hvað mikið eg fæ af ál en það þarf að vera talsvert til að það borgi sig að fá hingað skip til að flytja hann út,“ sagði hann. Állinn er fluttur lifandi. Eru til þess sérstök skip, sem mætti kalla hrip, því sjórinn leikur um lestarými þeirra, þar sem fiskurinn er geymdur lifandi, en tankar halda skip- inu á floti. Slík skip flytja ál frá Grikklandi og víðar að til Þýzkalands og Hollands, en þeir eru með stærstu innflytj- endum á lifandi ál, en þangað hyggst Loftur flytja álinn fái hann nóg í skipið. Loftur Jónsson hefur útvegað allmörgum bændum gildrur til að veiða í ála. Eru gildrurnar úr þéttriðnu neti, sem rennt er læki og polla, sem állinn leitar í. Sumir notast við gildrur úr galvaniseruðu vírneti. Nokkrar slíkar gildrur eru í notkun í Hornafirði, en lítil reynsla hef- ir fengist á þær enn. Einnig hefir það tíðkast talsvert að állinn er veiddur í ádrætti. Furðufiskur. Það er minna vitað um lifn- aðarhætti álsins en flestra ann- arra nytjafiska. Talið er að hann hrygni í Saragossahafinu (Þangsvæðinu mikla í Atlants- hafi). Þar þroskast lirfurnar Frh. á 2. síðu. Ekkcrt blað er ódýrara í áskrift cn Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. — Sími 1-16-60. ^fiSI WL Laugardaginn 3. júní 1961 Munið, að þeir, sem gerast áskrifcndur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaði'ð ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.